Morgunblaðið - 22.09.1971, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMRER 1971
JllWgtCltWflfrÍfr
Útgafandi hf. Árvakur, Reykjavik.
Framkvwmdastjóri Hsraidur Sveinsson.
Rilstjórar Matthías Johannossan.
Eyjóifur KonráS Jónsson.
Aöstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgraiðsla Aðalstrasti 6, simi 10-100
Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22-4-80.
Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands.
i lausasölu 12,00 kr. eintakið.
SKIPASMÍÐAIÐNAÐURINN
OG ERFIÐLEIKAR
SLIPPSTÖÐVARINNAR
Jj^ Iðnþingi, sem nýlega er
lokið, var frá því skýrt,
að sérfræðingur, sem hingað
hefði komið á vegum Iðnþró-
unarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna til þess að athuga
stöðu skipasmíðaiðnaðarins,
hefði m.a. komizt að þeirri
niðurstöðu að tvöfalda mætti
framleiðsluafköst skipasmíða
sböðvanna án aukinnar fjár-
festingar og með lítilli vinnu-
aflsaukningu. Hefur sérfræð-
ingur þessi lagt til að komið
verði upp tæknimiðstöð fyrir
skipasmíðaiðnaðinn er starfi
í a.m.k. 5 ár og hafi á að
skipa erlendum tæknimönn-
um í skipasmíði.
Þetta álit hins erlenda sér-
fræðings er einkar eftirtekt-
arvert vegna þess, að einmitt
um þessar mimdir hafa kom-
ið fram í dagsljósið nýir
erfiðleikar hjá stærstu skipa-
smíðastöð landsins, Slipp-
stöðinni h.f. á Akureyri. Eins
og skýrt var frá í Morgun-
blaðinu sl. sunnudag varð 20
milljóna króna tap á smíði
strandferðaskipanna tveggja
og hallarekstur á árinu 1970
nam um 13 milljónum króna.
Það sem af er þessu ári hef-
ur einnig orðið tap á rekstri
fyrirtækisins og forstjóri þess
telur að verja þurfi um 20
milljónum króna til kaupa á
nýjum vélum og tækjum.
Alls er talið, að Slippstöðina
vanti nær 100 milljónir kr.
til þess að rekstrinum verði
komið á skaplegan grundvöll.
Þetta eru athyglisverð tíð-
indi, ekki sízt í ljósi þess, að
skammt er um liðið síðan gerð
var endurskipulagning á
rekstri og uppbyggingu Slipp-
stöðvarinnar og gerðist ríkið
þá m. a. hluthafi í fyrirtæk-
inu, svo og Akureyrarbær.
íslenzki skipasmíðaiðnaður-
inin er ungur að árum. Hann
hefur byggzt upp á örfáum
árum fyrst og fremst fyrir
dugnað nokkurra einstakl-
inga og með stuðningi fyrr-
verandi ríkisistjórnar og iðn-
aðarráðherra. Engum þarf að
koma á óvart, þótt erfiðleik-
ar hafi orðið í skipasmíðaiðn-
aðinum, þótt þeir séu mun
stærri í sniðum hjá Slippstöð-
inni h.f. en öðrum skipasmíða
stöðvum. Ekki hefur komið
til opinberra afskipta af mál-
efnum annarra skipasmíða-
stöðva eins og kunnugt er.
Skipasmíðaiðnaður hefur í
mörgum löndum reynzt erfið-
ur viðureignar og eru mörg
dæmi þess í nálægum löndum
að jafnvel grónar og gamlar
skipasmíðastöðvar hafi orðið
gjaldþrota á seinni árum.
Hins vegar er skipasmíðaiðn-
aðurinn mjög mikilvæg iðn-
grein og fyrir okkur íslend-
inga er höfuðnauðsyn að efla
þann skipasmíðaiðnað, sem
hér hefur risið upp. En óneit-
anlega vekur það athygli, að
sú skipasmíðastöð, sem mest
tækifæri hefur fengið, þ. e.
Slippstöðin á Akureyri, hefur
lent í mestum vandræðum.
Slippstöðin fékk tækifæri til
að byggja strandferðaskipin
og nú hefur hún eihnig feng-
ið tækifæri til að smíða skut-
togara.
ftrekaðir erfiðleikar Slipp-
stöðvarinnar gefa tilefni til
þess að vandamál skipasmíða-
iðnaðarins í heild verði tekin
til sérstakrar athugunar og í
þeim efnum hlýtur álit sér-
fræðings Sameinuðu þjóð-
anna að koma til meðferðar.
Bygging fiskiskipa og ann-
arra skipa innanlands hefur
slíka þýðingu fyrir þjóðar-
búskap okkar að ekkert má
til spara til þess að efla þessa
iðngrein og skapa henni
traustan grundvöll.
„Blöðin eru slæm..
...en sjónvarpið
Rætt við John Osborne, — ekki reiðan
U
Nýlega birtist í brezka
blaðinu „The Guardian“ við
tal sem Terry Coleman átti
við John Osborne leikrita-
skáld og hinn upprunalega
„reiða unga mann“ brezkra
bókmennta. Fara glefsur úr
viðtalinu hér á eftir.
Síðan „Horfðu reiður um
öxl“ var frumsýmt fyrir 15 ár
um hefur Osbome sent frá
sér revíu, tvö kvikmyinda-
héindrit og 10 leikrit í við-
bót, — og eitt þeirra „The
Hotel in Amsterdam" er
senmilega bezta enska leikrit
ið á undanfömum 11 árum.
Nú fyrir skömmu var svo nýj
asta leikrit hans sett á svið
í Royaíl Court. Hann hefur
því verið afikastamikill. Fjór-
ar blaðsíður leggur hann
uindir sig í bókalista British
Museum.
En bann hefur ekki ritað
nándar nærri eins mikið og
ritað hefur verið um hann.
Spekingslegair bókmennta-
rannsóknir á verkum hans
eru gefnar út hvað eftir ann-
að, einkum (af ókunnuim
ástæðum) í Edinborg, þar sem
leitað er logandi Ij'ósi að
merkilegum hlutum, og mynd
líkingarnar (metafior) eru
taldar óspart; í „Horfðu
reiður um öxl“ eru 45 mjynd-
likingar og í „The Entertain-
er“ 53.
Fyrir 10 árum síðan skrif-
aði hann ritgerð, tileinkaða
löndum sínum, sem sagði:
„England, far þú til fjand-
ans.“ Hann hefiur oft kallað
blaðamenn lygara og svika-
hrappa. En hann lítur sak-
leysislega út. Hann er græn-
metisæta. í samkvasmum að
frumsýmngum loknum, virð-
ist hann hengilmænast þögull
í hornum, þá sj'aldan hann
lætur sjá sig. Hann hefur
ekki mikið álit á gildi blaða-
viðtala, og efast um að þar
sé unnt að komast nærri
sannleikanum, jafnvel þótt
vilji sé fyrir hendi, — og
hann hefur rétt fyrir sér.
Hann er lika feiminn. Þeg-
ar við hittumst um daginn á
heimili hans í Chelsea, byrj-
uðum við því að rölta sinn
meðfram hvoruim veggnuim í
hinni stóru setustofu og
horfðum hvor á annan, og
settumst síðan eins langt hvor
frá öðrum og unnt var.
Hann sýndi mér teikningu af
persónunum 26 sem minnzt er
á í „Horfðu reiður um öxl“,
en sem aldrei koma fram. Ég
sagði honum frá myndlíking-
unum 45 og 53. Hann sagði
ömmu sina hafa orðið hundr-
að ára um daginn, og svo tal-
aði hann um föður sinn sem
honum þótti mjög vænt um.
Hann minnist þess, þegar
hann beið eftir föður sinuim
utan við bjórkrárnar og
hafði gaman af hinum eggj-
andi þef og kátinunni sem
lagði út. Faðir hans var
teiknari, sem lézt um fertugt
úr berklum, eins og raunar
margir fjölskylduimeðlimir.
Sjálfur þjáðist Osborne af
nokkrum sjúkdómsótta í
æsku.
Hann var sendur í leiðin-
legan skóla í Barnstaple um
tíma, þar sem skólastjórkm
sló hann; Osbome sparkaði
manninum út í hom í stað-
inn og var umsvi falaiust rek-
inn. 15 ára gamall gerðist
hann blaðamaðuir.
Blaðamaður? Hann ?
„Ég hef alltaf haft áhuga
á blaðamennsku . . . (þögn)
... — eins og þér vitið."
Fyrir 45 shillinga á viku,
vann á ýmsum minni háttar
blöðum og timaritum. Svo að
hann hefði eftir allt saman
getað orðið fréttamaður sjálf
ur? „Ég geri ráð fyrir því,
ef þannig hefði legið á mér.
En þá þegar fannst mér það
ruddalegt starf.“
Um þetta leyti var hann að
læra að dansa í leiklistar- og
dansskóla einum í North
John Osborne.
Cheam. Skólastýrunni fannst
hann likur Leslie Howard
og var stöðugt að senda
hann á prufuæfingar, og ým-
iss kona,r leilkhússtúss; hann
hafði sjö pund á viku og við
það var hann meir og minna í
sjö ár, þangað til hann skrif-
aði „Horfðu reiður um öxl“.
Royal Court tók leikritið til
sýninga og gaf Osborne 12
pund á viku sem leikara og
auk þess 30 shililnga fyrir að
lesa yfir leikrit annars fólks.
Bókmenntafræðingar telja
8. maí 1956 vera heilaga dag-
setningu í leikhússögunni.
Hvaða þýðingu hefur hún
fyrir hr. Osbome? I fyrsta
lagi er þetta afmælisdagur
föður hans, sagði hann; I
öðru lagi lauk þá heimsstyrj-
öldinni siðari; og loks í
þriðja lagi var „Horfðu reið-
ur um öxl“ frumsýnt þennan
dag. í upphafi var aðeins
gert ráð fyrir þremur sýn-
ingum, en þegar viðtökumar
urðu jafn frábærar og raun
bar vitni, varð að halda sýn-
ingum áfram.
Varð hann ekki reiður þeg
ar blöðin kiölluðu hann reið-
an ungan mann“? „Humm, ég
bauð því kannski dálítið
heim,“ segir hann.
Þegar hér var komið sögu,
sat hr. Osborne sallarólegur
í sófanum, og var orðinn
mjög blíður á manninn. „Dag
blöðin eru ekki nærri því
eins slæm og þau voru. Nú
geyma þau illkvitni sína
handa stjómmálamönnum en
ekki mér.“
En hvað um gagnrýnend-
ur? Hvers vegna lætur hann
stöðugt eldi og brennisteini
rigna yfir þá? Hafa einhverj
ir þeirra ekki einhvern tíma
rétt fyrir sér? Hvað um þeg
ar hann skrifaði öllum
helztu dagblöðum landsinis ár
ið 1966 og sagði gagnrýnend-
um opLnbert stríð á hendur?
„Það var heWur tilgangslít
ið atfhæfi. (Hrossahllátur) Ég
hafði giaman af því að koma
þessu af stað, þér skilj-
ið. Það er gaman að leggja
snörur fyrir igangrýnendur,
en þeir virtust taka þetta
með meiri alvöru en ég.“
Þannig er Osbome sáttur
við gagnrýnendur í bili.
Hann benti á að aldrei hefði
gagnrýnanda verið reistur
minnisvarði, og hann bankaði
þrisvar í furugólfið, til von-
ar og vara, og síðan hélt
hann áfram að vorkenna
gagnrýnenduim. „Greyskinn-
in. Ein dapurliegasta sjón í
leikhúsum, eru gagnrýnend-
ur, — sérstaklega þegar þeir
eru með þessa blyspenna
sem lýsa þeim við skriftir.
Maður sér þá grúfa sig yfir
blöð sín og manni dettur í
hug að benda þeim á að þeir
séu að fara á mis við það
sem er að gerast á sviðinu,
og á meðan þaiufast þeir pár-
andi á blöð sín. Auðvitað
verða þeir að gera þetta, en
það er mjög dapurleg sjón að
sjá. Þetta er eins og að sjá
dýr (og þegar hr. Osbome
talar um dýr er hann að vera
góður) önnum kafinn við að
éta upp úr trogum sínum og
missa af þvi sem fram fer í
krinigum þau.“
Reyndar er álit Osbornes á
gagnrýnendum hrein ölmusa,
samanborið við álit hans á
enska Þjóðleikhúsinu, og
hann segist frekar vilja sitja
heima og spjalla við hund-
ana sina en fylgjast með
þeim vinnubrögðum sem þar
tíðkast.
Nýja leikritið hans heitir
„West of Suez“, en hann vill
ekki um það ræða á þessu
stigi. Svo verður útgáfa hams
af „Heddu Gabler" sett
á svið í desember. Og í tólf
ár hefur hann langað til að
skrifa lei’krit um Júdas, og
það ætiar hann einhvem tíma
að gera, vegna þess að huig-
myndimar um svik og hefind
ir hafa alla tið hrifið hann.
Hvers vegna svik? „Vegna
þess að ég hef oft orðið fyr-
ir tilfinningu svika i lífi
mínu, á einn eða annan hátt.“
Sveik hann, eða var hann
svikinn? Hvort tveggja.“
Smá- eða stórsvik? „Mest
stór, held ég.“
Dæmi? „Nei, það held ég
ekki. Jú annars, en ég þekki
yður ekki nógu vel.“
En hefndin er einkennilegt
fyrirbæri? „Já, mjög svo.“
Hefiur hann einhvem tima
hefnt sin á einhverjum?
„Ekki á neinn tilkomumikinn
hátt (hlátur), en ég heif
svona gutlað við það.“
T.d. á gagnrýnendum?
„Þannig já, auðvitað . . . Ég
man eftir því að Tony Rich-
ardson spurði mig einhverju
sinni að þvi hvort við gætum
drepið Kenneth Tynam \
(þekktur brezkur gagnrýn
andi og rithöfundur). Ég
sagði nei, en við gætum þó
alla vega barið hann í
Messu (glaðklakkalegur hlát 1
ur).“
Hr. Osbome var orðið sér-
lega vel við blaðamenn, og
bætti því við að endingu, að
milljónir manna kyminu að
horfa á sjónvarp, en hins veg
ar „var sjónvarpið í gær-
kvölidi enn ómerkilegra en
dagblaðið 1 gær, vegna þess
að það var ekki einu sinni
hægt að noba það utan um
fisk.“