Morgunblaðið - 22.09.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐH), MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1971
15
BOKMENNTIR - LISTIR
BOKMENNTIR - LISTIR
BOKMENNTIR - LISTIR
Fundið skáld
PáU Ólafsson:
FUNDIN LJÓÐ.
Helgafell, Keykjavík 1971.
RAGNHILDI Björnsdióttur eiguim
við að þaklka ástaljöð PáJls
Ólafesonar, eins af hugþekk-
ustu skáMu.m nítjlándu aldar.
Þegar önnur skálid sungu lof
tayndumuim sínum um kvenleg-
an Juillkomleilk eða treguðu glat-
aðar unnustur, vegsamaði Páll
kionu sína í ljöðum, þar sem ham
ingjan yfir að hafa eignast hana
sibur í fyrirrúmi. Páll Ólaflsson
itjáir ekki ástarharma eins og
svo algengt er í vesturlenskum
skáldskap, eklki síst norrænum,
hielldur er það fagnaðarkennd
ástarinnar, sem eignast Ijióðræn-
an búning í vísum hans og kvæð
um.
Það hljómar kannsiki ein-
kennilega, að tala um raunsæi-
legan ástaskáldslkap, en Fund-
in Ijóð Páls Ólaflssonar eru
óvenjiutega lifandi oig trúverðug,
og að því leyti er hann skáld
hversdagsins, hins daglega líÆs i
öllum stnum myndiuim. Verk Páls
Ólafissonar eru þó elkki tælkiifær-
isljöð í venjulegri merkingu
orðsins, þvi að skáldl'eg slkárskot
un þeirra er af þeim toga, sem
ræður úrslitum um listræna
tjiáningu. Eðlilegt miáláar Páls
og einlægni hans gera Ijóðin,,
sem oft hafa yfirbragð alþýðu-
slkáldiskapEir, sérstaklega nær-
tæk á okkar ttaum. Ég hieTd að
Fundin ljóð hafi komið í leitirn-
ar á réttum tíma. Þau eru svo
merkur fundur og auka svo
miklu við þá mynd, sem við höif-
urn gert Okkur af Páli, að óhætt
er að segja, að Páll sé með þess-
ari nýju bók fundið skáld.
Fræðimenn munu nú endurskoða
aflstöðu sína til Páls ÓJafssonar
í ljósi Fundinna ljóða og Ijóða-
unnendur gleðj'ast yfir þessum
óvæntu skáldskaparuppsprett-
urm. Mest er um vert, að nýrri
kynslóð æskufólks auðnast að
hefja kynni sín við Pál Ólafs-
son m-eð Jlestri Fundinna Ijóða.
Ég efast elkki uim að þeir fund-
ir verða bæði skáldi og lesend-
um í hag.
Fundin Ijóð er allraikil bók,
röskar þrjú hundruö blaðbíður.
Samt þreytist enginn á lestri
hennar, án þess að hér sé verið
að mæla með því, að hún sé les-
in í einni lotu. Það er samahvar
flett er upp í bókinni, alls
staðar rikir sá andi, sem gerir
hana hugstæða og freistar til
nánari kynna. Við getum til
diflB lis hafið lesturinn á vísu á
bls. 183, sem er svona:
Svani bárur bera
bára ef værir þú,
á blárri báru nú
svanur vildi ég vera.
Þessi visa er einfaldleikinn
sjálfur. Dálítil mynid úr náttúr-
unni lýsir ástarþrá slkáldisins. Á
mærð þarf Páll Ólafsson eklki að
halda til að sanna, að hann get-
Jóhann Hjálmarsson
skrifar um
Páll Ölafsson.
BÓKMENNTIR
ur ort vel — og betur en flest
önniur ís'leinsk sikiáld um ástina.
„Án þín er sérlhver dagur
draumur og dauðans svartnætti
flyrir mig,“ yrkir Páll. 1 Bæn
biður hann:
Ó, drottinn, lát mín a.ugu þá
um eillífð og ttaa verða blind,
eif þeiim er nokkurt ymdi að sjfá
annað en þessa kæru mynd.
Ljóðasmámuni eins og þessa,
gerða af meistaralegri hug-
kvæmni, væri lengi hægt að tina
úr Fundnum ljóðum. Sá á kvöl-
ina, sem reynir að gera upp á
milli þeirra með vali sýniishorna.
Það er ekki oft, sem gagnrýn-
aindi fær jaflnsamfellda Ijöðabók
í hendur og Fundin ljóð. En án
þess, að á vísiurnar sé hallað,
er ljóst, að nokkur ljöð bðkar-
innar eru áleitnasti sikáldskap-
ur hennar. 1 þessuim hópi er
Komdu langan veg:
Komdu, komdu, komdu langan
veg
yfir heiðar, eyðimerkur sanda,
ekki sfculu jökulvötn þér
granda,
því verndarengill vera þinn
skal ég.
Komdu, komdiu, komdu langan
veg.
En eins og sólin saklaus áttu aið
skína
og senda til min ástargeisla
þina,
þvi óumbreiyttur æ og sí verð ég.
Komdu, konndu, komdu langan
veg
að finna og sjá er fífill
hjartans glöðuim
fleltir sumdur lengi kreppt.um
blöðum,
þá ég geisla þína að mér dreg.
Það, sem gerir ástaljóð Páls
Ólafssonar svo raunveruleg, er
að við fáum veður af ástinni í
fleiri myndum en þeirri, sem
vinsælust er i skáldskap Þegar
aMurinn færist yfir skáldið
leynir hann ekki vonbrigðum
sinum og ugg. afbrýði og eftir-
sjá. „Til að eiska og ti. að
sakna/ttainn er naumur fyrir
tag,“ yrkir hann, en segist ekki
fcviða dauðanuim, ef samviskan
geti sagt hanum að iokurn, að
„koniu sína enginn kyssti betur,/
né kvað um hana Mkt og ég.“
Suim ljóðin eru beiskjublandin,
því að skáldið óttast dauðann:
Eftir stutta stundarbið
stel ég engu frá þér,
engu ræni, uim ekkert bið.
Aðrir sitja hj[á þér.
Aðra gleðja ástrík brjóst,
aðrir fá að Ita
hendur, fætur, hárið ljióst
og handleggina hvíta.
Á einum stað lýsir skáldið þvi
hve honum leiðist og langi sárt
til konu sinnar: „Fá ei bætour,
fljöð né vin/friðað sálu mína.“
Síðan grípur hann til samHking-
ar, sem kammr otftar fýrir í
Fundnum ljóðum: „Eins og foss
inn ílaygir sér/fyrir björg og
hvað sem er,/viljinn, hjaríað'
vonin mér/varpa í kjöltu þina.“
Framh. á bls. 16
Kennir ensku í Póllandi
- en hefur brennandi áhuga á íslendingasögunum
Rætt við Margaret Schlauch
prófessor í Varsjá
ÞEGAR Margaret Schlauch
var aðeins 15 ára gönnil,
heima í Bandaríkjunum, fór
hún með móður sinni að sjá
óperu Wagners um vaikyrj-
urnar. Hún hreifst mjög af
efninu og sýningin er henni
ennþá í fersku minni. Nokkr-
um árum síðar las hún enska
þýðingu Vöisungasögu og
strengdi þess þá heit að lesa
það verk einhvern tíma siðar
á frummáUnu. Hún efndi heit
sitt og síðustu 40 árin hefur
hún verið í nær stöðugum
tengslum við ísland, Islend-
ingasögurnar og norræna
goðafræði. Nú er hún búsett
i Póllandi, þar sem hún er
prófessor, og nýlega kom hún
hingað í fjórða skiptið, að
þessu sinni I boði ísienzk-
pólska félagsins. Hún dvald-
ist hér í hálfan mánuð ásamt
systur sinni— og daginn áð-
ur en hún héit heim á ieið
náðiun við tali af henni á
Hótel Holt, þar sem hún bjó
og hafði útsýni yfir mið- og
vesturhluta Beykjavíkur, sem
hefur tekið svo miklum breyt-
ingum frá því hún kom hér
fyrst árið 1930.
— Já, ég kom hingað fyrst
1930 og var á Alþingishátíð-
inni, sagði Schlauch. Reyndar
var ég hér í tvo mánuði en
hélt mig aðallega ínni á söfn-
um, því ég var að vinna að
rannsóknum. Næst kom ég
hingað árið 1957 og síðan
1964.
Áður en lengra er haldið
skal það tekið fram að
Margaret Schlauch lagði
stund á forn-ensku og mið-
alda-ensku, skrifaði doktors-
ritgerð sina um enska skáld-
ið Chaucer og fór að því
búnu og kenna við New York-
háskóla.
— Þegar ég er að kenna,
þarf ég oft að koma inn á
norræna goðafræði og Islend-
ingasögur, því efnið í göml-
um enskum skáldskap er oft
í einhverjum tengslum við
Norðurlöndin. Engilsaxneska
skáldið Beowulf notaði til
dæmis mikið norrænt efni í
skáldskap sinn. Ég fékk fljót-
lega brennandi áhuga á Is-
lendingasögunum og ákvað
að reyna að bera þær saman
við sögur annarra landa og
sjá hvort áhrifa þessara
sagna gætti í Islendingasög-
unum og öfugt. í yngri ls-
lendingasögunum gætir tals-
vert áhrifa ferða Islendinga
suður um lönd og er þar að
finna sögur, sem eiga sér
hliðstæður i öðrum löndum.
Þannig er til dæmis efnið í
Kára sögu Kárasonar um
margt líkt efni Tristan og
Isolde. 1 sambandi við þess-
ar rannsóknir mínar kom ég
hingað árið 1930. Ég var eitt
ár í Kaupmannahöfn við
rannsóknir áður en ég kom
hingað og þar fór ég í tíma
í nútima-íslenzku. Þegar ég
kom hingað gat ég nokkurn
veginn lesið nútíma-íslenzku
og lærði smávegis að tala
meðan ég var hérna. En nú
get ég ekki lengur talað, þótt
ég geti ennþá nokkurn veg-
inn lesið dagblöðin.
Eftir dvölina hér á landi
skrifaði Schlauch bókina
„Romance in Iceland“, sem er
samanburður á Islendingasög-
unum og sögum annarra
landa,
Árið 1950 urðu þáttaskil I
lífi Margaret Schlauch. Syst-
ir hennar var gift eðlisfræð-
ingnum Infeld, sem m.a. hafði
unnið með Einstein í Banda-
ríkjunum, Infeld var frá Pól-
landi og eftir striðið sneri
hann aftur þangað ásamt
konu sinni. Er Margaret
Schlauch fékk ársleyfi frá
störfum 1950—51, fór hún að
heimsækja systur sína og
mág, var henni boðin prófess-
orsstaða við háskólann í
Varsjá.
— Ástandið í æðri skólum
í Póliandi var mjög slæmt
eftir stríðið, því Þjóðverjar
höfðu lagt bann við allri
kennslu fyrir ofan unglinga-
stigið. Menntaskóla- og há-
skólakennarar voru ýmist
dánir eða höfðu flutt burtu
og það vantaði tilfinnanlega
kennara í minni grein. Eftir
Margaret Schlauch, prófessor
mikla umhugsun og athug-
anir ákvað ég að taka boðinu
— og síðan hef ég búið í Pól-
landi og er orðinn pólskur
ríkisborgari. Á þessum 20 ár-
um hef ég farið fjórum sinn-
um til Bandarikjanna mér til
mikillar ánægju, enda á ég
þar marga vini.
Þegar Margaret Schlauch
kom til Póllands kunni hún
ekki orð í pólsku, en hún gat
lesið rússnesku og það hjálp-
aði svolítið. Rússneskuna
hafði hún lært til þess að geta
leitað norrænna áhriifa í rúss-
neskum ljóðum og séð um
leið hvaða áhrif þau hefðu
haft á norrænar bókmenntir.
— í Varsjár-háskóla hef ég
gert allt, sem ég hef getað, til
þess að örva áhuga á í&lenzku,
fornri og nýrri. Enn hefur þó
ekki verið tekin upp kennsla
i málinu í skólanum, en ég
hef sjálf kennt áhugasömum
nemendum íslenzku I auka-
tímum. 1 nokkrum öðrum há-
skólum í Póllandi er eitthvað
smávegis um íslenzkukennslu,
en prófessorar sérhæfðir í ís-
lenzku eru engir. En frá Nor-
egi, Svíþjóð og Danmörku
eru víða lektorar, sem kenna
nútímamál þjóða sinna.
— Hefur eitthvað verið þýtt
af íslenzkum bókmenntum á
pólsku?
— Fyrir stríð voru nokkr-
ar af Islendingasögunum
þýddar á pólsku úr þýzku.
En nú erum við að fá þýðing-
ar beint úr íslenzku og er þeg-
ar búið að þýða Njálu. Nú-
tímabókmenntir þekkjum við
lítið, nema Laxness.
I Varsjá er starfandl
pólskt-íslenzkt félag, sem í eru
200—250 manns, flestir búsett-
ir í Varsjá. Enginn Islend-
ingur er í félaginu, enda
enginn með fasta búsetu i
Varsjá að sögn Schlauch.
— 1 félaginu höfum við
fyrirlestra öðru hverju um
jarðfræði Islands, sögu listir,
efnahagsmál o. m. fl. Ég
flutti til dæmis fyrirlestur
um fund Ameríku um það
leyti, sem kortið fræga
fannst. 1 sambandi við fyrir-
lestrana gefum við út litla
bæklinga um efnið, sem um
er rætt og ýmislegt fleira.
Rétt áður en Margaret
Schlauch lagði upp í Islands-
ferðina lauk hún við litla bók
um íslendingasögumar og
verður bókin birt á pólsku
í pappírskilju.
-— Bókina skrifaði ég til
kynningar, því mér finnst
mikill skaði að Pólverjar
skuli ekki vita meira en raun
ber viitni um nágranna sína á
Norðurlöndum og bótomenntir
þeirra, sagði Margaret
Sohlauch að lokum.