Morgunblaðið - 22.09.1971, Side 4

Morgunblaðið - 22.09.1971, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1971 * ® 22*0-22* RAUÐARÁRSTÍG 31 mmim BÍLALEIGA HVERFISGÖTU103 YW JtndifciÍiWreiJ-VW 5 mmw -VW rnlm& VW9mmw-Linlr«« 7mma LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sím/14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. BÍLALEIGA CAR RENTAL TP 21190 21188 BÍLALEIGA Keflavík, sími 92-2210 Reykjavík — Lúkasþjónustan Su^ij.'lanrisbraut 10, s. 83330. LEIGUFLUG FLUGKENNSLA Bilaleigan SKULATUNI 4 SÍMI15808 (10937) Maleigan AKBRAUT car rental service r 8-23-4? sendum 0 Eskja Ámi Helgason I Stykkis- hólmi skrifar: „Ég hefi undanfarið verið að fletta og lesa bókina Eskju, sem kom út á afmæli Eskifjarðar sem verzlunarstaðar, og er ég sem gamall Eskfirðingur mjög ánægður eftir þann lestur. Vinna Einars Braga, svo og frá- gangur allur, er þannig, að á betra verður ekki kosið, og er þetta óbrotgjarn minnisvarði og gaman fyrir Eskfirðinga að eiga þarna í einni bók bæði gnægð ömefna, sem óðum eru að falla í gleymskunnar haf, myndir, sem eru mjög sjald- gæfar, svo og sagnir, sem tengja fortíð og nútíð saman, í senn skemmtilegar og fróð- legar. Það fer ekki á milli mála, að mikið verk og vinna er að baki svona góðu og vönduðu riti, og virðist ekkert til sparað að gera bókina sem bezt úr garði, enda á þetta að vera hverjum Eskfirðing varanleg eign. Þetta á ekki að vera neinn dómur um bókina, heldur þakk- lætisvottur fyrir vel unnið verk. Tiorðurbraut U1 Uafnarfirði SfMl 52001 EFTIR LOKUN 50046 Lausir bílar í dag Bókin mælir með sér sjálf, enda hefir sala hennar sýnt það. Þó er mér kunnugt um, að ekki muni allir Eskfirðingar hafa notað sér að bókin er ódýrari nú en hún verður eftir að hún verður sett í bókabúðir, og vil ég hvetja alla til að neyta þessara hlunninda, um leið og þess skal getið, að Frí- merkjasalan í Lækjargötu 6A hefir með höndum útsölu bók- arinnar fram til þess tíma, er hún verður afhent til sölu í bókabúðir. Ég fagna þvi, að þetta verk hefir verið unnið og endurtek ánægju mína yfir þvi, hve vel hefur tekizt til. Stykkishólmi, 10. sept. 1971, Árni Helgason." 0 Skrítnar auglýsingar Blaðamaður spyr um það, hver semji auglýsingar Norr- æna hússins. Hvort það sé blaðafulltrúi stofnunarinnar, og sé hann til, hver hann sé þá. Lengi hafi verið skrifað Norr- æna Húsið, þ.e. bæði orðin með upphafsstaf, sem sé rangt sam- kvæmt íslenzkum reglum, en nú sé farið að skrifa alla stafi beggja orðanna með stórum stöfum. Fyrirsögn seinustu auglýsingarinnar sé hvorki Odýrari en aárir! SH0DR LEIGAH 44-46. SfMI 42600. Vélrifun Stúlka, sem starfað hefur erlendis (Bandaríkin) si. 4 ár, við vélritun og önnur skrifstofustörf, óskar eftir vinnu. Tilboð, merkt: „Vélritun — 5897" leggist inn á afgr. blaðsins. meira né minna en: „Stór, mjög skemmtileg og heiilandi um- ræðudagskrá." „Umræðudag- skrá“ geti ef til vill orðið skemmtileg, þótt enginn viti það fyrirfram, en hvemig hægt sé að auglýsa hana „stóra“ og „heillandi“ á íslenzku, sé of- vaxið sínum skilningi. Með „stór“ eigi auglýsandi e.t.v. við „efnismikil", en ekki bendi neitt til þess í nánari skýringum, og sízt af öllu sé tunræðuefnið „heillandi" (þ.e. sósíaldemókrat- ismi í Skandinavíu). — Velvakandi getur bætt þvl við þetta illgirnisnart kunn- ingja sins, að auglýsandinn hef- ur greinilega ekki hugmynd um það, hvort „umræðudagskráin" sé „stór, mjög skemmtileg og heillandi" eða ekki. Hann veit nefnilega ekki einu sinni um hvað hún er. Samkvæmt aug- lýsingunni verður „aðaluppi- staða umræðnanna" „senni- lega“ „jafnaðarstefnan í Skand- inavíu“. Er hægt að kveða öllu óljósara og loðnara að orði? — En það er náttúrlega í stíl við hið „sennilega" umræðu- efni. Var Norræna húsið virkilega reist til þess að láta afdankaða og forneskjulega kratakarla úr myrkviðum skandinavískra barrskóga stiga út úr pólitísku þungviðri og rauðamyrkri til þess að boða oss Mörlöndum sanna trú á hið nöturlega fyrir- bæri, sem siðaðar þjóðir kalla „le scandicratisme", „dér Skandikratismus" ? Geta karl- uglurnar ekki valið sér neitt skárra og skemmtilegra til að tala um? Eða bað framkvæmda- stjórinn um þetta? 0 Áfengismagn í blóði ökumanns Hæstaréttarlögmaður nokk- ur hefur haft samband við Vel- vakanda vegna umferðarþáttar í útvarpinu laugardaginn 11. sept. Hann segir þáttinn (,,Stanz!“) stundum fróðlegan að ýmsu leyti, en þegar fjallað sé um lög og rétt, „er þátturinn fljótfærnislega unninn og á stundum fyrir neðan allar hell- ur“, segir hæstaréttarmála- flutningsmaðurinn. Hann segir síðan: „Það, sem gefur mér ástæðu til að stinga niður penna, er þátturinn sl. laugardag 11. þ.m. Spyrjandi spyr þáttinn, hve mikils áfengis hann megi neyta til þess að hann sé í rétti til að stýra bifreið. Stjórnandinn dró þá fram úr pússi sínu einn af „sérfræðing- um“ sínum. „Sérfræðingurinn" taldi ómögulegt að svara spurn- ingunni. Áfengismagn í bióði væri komið undir svo mörgum þáttum, svo sem þreytu, svefh- leysi, vera ilia fyrirkallaður o.s.frv. Hér fer „sérfræðingurinn" al- gerlega villur vegar. Þessi atriði, sem hann nefndi, hafa engin áhrif á áfengismagn í blóði. 1 þvi sambandi skiptir einungis máli, hve mikils áfeng- is hefur verið neytt, styrkleiki áfengisins, líkamsþungi neyt- andans og kyn hans. Stjórnandi þáttarins og/eða „sérfræðingurinn" fóru vitlaust með hámark áfengis í blóði eft- ir neðri takmörkum. Þau eru 60%. (ekki 50%.) — sextíu próm- ill — samkvæmt dómi Hæsta- réttar. Þá vii ég gefa fyrirspyrjand- anum svar við spurningunni: Ef þú ert 75 kg. að þyngd, máttu drekka einn og hálfan sjúss af íslenzku ákavíti án þess að ná 60%. við blóðrann- sókn. — Ég hef hér að framan stuðzt við ‘ Widmarks-formúl- una, sem allir dómendur og aðr- ir lögfræðingar þekkja." 0 Til bréfritara Bréfritarar eru enn minnt- ir vinsamlega á það að skrifa aðeins í aðra hverja línu og hafa breiða spássiu. Pappírinn er ekki svo dýr á vorum dög- um, að það taki því að skrifa í hvern auðan reit, þegar það verður á kostnað skýrleika og snyrtimennsku, og erfitt er að búa þéttritaðar arkir til prent- unar. — Annars mun þetta gamall, islenzkur siður, þ.é. að nýta pappírinn sem bezt, og al- gengt er enn, að skrifað sé aft- an á hvers konar pappír, sem áður hefur verið prentað eða skrifað á hinum megin. Þá biður Velvakandi bréfrit- ara að minnast þess, að fullt nafn og heimilisfang höfundar þarf að fylgja hverju bréfi, eða símanúmer hans eða stöðuheití a.m.k. svo að hægt sé að sanna tilvist hans eða sannreyna, að nafn sé ekki misnotað. 0 Til „kirkjuvina“ Velvakandi hefur fengið bæði bréf ykkar og myndi birta annað þeirra, fylgdu nöfn ykk- ar. 0 Til „Minnu og Gunnu“ Bréf ykkar er því aðeins hægt að birta, að nöfn ykkar megi fylgja. TIL ALLRA ATTA NEW YORK Alla daga REYKJAVÍK OSLÓ Mánudaga Miðvikudaga Laugardaga KAUPMANNAHÖFN Mánudaga Miövikudaga Laugardaga L0FTICIBIR *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.