Morgunblaðið - 22.09.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.09.1971, Blaðsíða 10
10 MQRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1971 „Áhrif og þýðing S.U.S. hafa aukizt á liðnu starfstímabili66 — segir Ellert B. Schram, formaður S.U.S. f TILEFNI af 21. þingi Sam bands ungra sjálfstæöis- manna, sem haldið verður á Akureyri dagana 24.—26. september n.k. sneri Morgun- blaðið sér tii Ellerts B. Schram, núverandi formanns sambandsins, og átti við hann stutt viðtai. — Hvað er það helst sem Samband ungra sjálfstæðis- manna hefur aðhafzt á kjör- tímabili fráfarandi stjórnar? — Það eru nokkrir atburðir, sem einkum hafa sett svip sinn á starfstímabil þessarar stjórnar. Er þar fyrst að telja atbeina ungra manna á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins um haustið 1969 þar sem tillögur okkar um prófkjör og veiga- miklar breytingar á skipu- lagsmálum og miðstjórnar- kjöri náðu fram að ganga. í öðru lagi starf og undir- búningur S.U.S. að sveitar- stjórna- og Alþingiskosning- um sem fram hafa farið. í þriðja lagi útgáfa veglegs af- mælisrits af STEFNI og aðrar aðgerðir í tilefni 40 ára af- mælis sambandsins 1970. í fjórða lagi almenn funda- og útgáfumál, sem hvort tveggja var eflt mjög á þessu tíma- bili. — Hvað með hin almennu félagsstörf? — Sambandið efndi til ráð- stefna um rannsóknir og tækhiþróun, um aðild íslands að EFTA, um utanríkis- og öryggismál, um menntamál, og síðast en ekki sízt voru haldnar sjö ráðstefnur um byggðastefnu, í ársbyrjun ’71. Þá má geta þess, að ungir sjálfstæðismenn efndu til 6 funda um „unga fólkið og sveitarfélögin“ fyrir bæjar- og sveitarstj órnakosningarnar 1970 í flestum stærri kaup- stöðum landsins. Stofnað var til átta félags- málanámskeiða í byrjun þessa árs. Þátttaka var alls staðar ágæt og námskeiðin vel heppnuð. — Stærsta átakið í þessum efnum var námskeið um „At- vinnulífið og stjómmálin“, og má telja það vísi að stjórn- málaskóla. Að mínu viti tókst þetta námskeið það vel, að sjálf- sagt er að halda þeirri starf- semi áfram og setja hana í fastari og skipulagðari skorð- ur. Sambandið hefur rekið rannsóknar og upplýsinga- öflun, (RUSUS), og var á þessu tímabili m. a. fjallað um húsnæðis- og heilbrigðismál. Formaður RUSUS hefur verið Garðar Halldórsson, arkitekt. Föst utanríkismálanefnd hef ur verið starfandi undir for- ystu Sigurðar Hafstein, hdl, og efndi nefndin m.a. til „seminars“ um öryggismál ís- lands á 8. áratugnum. Útgáfa STEFNIS hefur ávallt verið ríkur þáttur í störfum S.U.S., og í upphafi þessa starfstimabils var broti blaðsins og frágangi allveru- lega breytt, og fyrir tilstuðlan Ásmundar Einarssonar, þáver- andi ritstjóra, hljóp mikill fjörkippur í útgáfuna. Friðrik Sophusson, Pétur Kjartans- son og Halldór Blöndal hafa síðan annazt ritstjórn og sam- tals hafa komið út 12 hefti á þessu tímabili. Önnur útgáfustarfsemi er alltaf einhver, einkum fyrir kosningar, og svo var eiranig nú. Merkasta framlag S.U.S. í útgáfumálum er þó tví- mælalaust útgáfa á ritgerð Bjarna heitins Benediktssonar „ÞættÍT úr fjörutíu ára stjórn- málasögu", sem hanm skrifaði sérstaklega fyrir unga sjálf- stæðismenn í mai—júní 1970. — Hér hefur verið drepið á veigamestu þætti starfsem- inraar, og eru þá ótalin íjöl- mörg smærri verkefni, svo og eðlileg og óhjákvæmileg af- skipti ungra sjálfstæðismamna í hinum ýmsu stofnunum flokksins. — Telur þú, að með starf- semi S.U.S. á síðasta starfs- tímabili hafi Sambaradið full- nægt hlutverki sínu innan S j álf stæðisfl okksins? Á síðasta þingi sambandsins, árið 1969, var þessari stjórn mörkuð ákveðin stefna sem við höfum reyrat að fylgja og framkvæma eftir beztu getu. Stjórnin sjálf hefur samtals haldið 57 fundi, og af upp- talningunni hér á undan má ráða að stjórnin hefur ekki setið auðum höndum. En vissulega er aldrei neinu loka- takmarki náð í stjórnmála- starfi, og fundahöld og út- gáfustarfsemi segja ekki -alla söguna. Stjórn S.U.S. er sam- kvæmt lögum aðeins fram- kvæmdastjórn félaga þar sem starfið á raunverulega að fara fram, og starf S.U.S. stjórnar er lítils virði af félögin sjálf eru ekki vakandi og virk. Þegar rætt er um hlutverk S.U.S. er þó augljóst, að sam- bandið getur haft og á að hafa mikil áhrif á vinnubrögð og viðhorf sem viðhöfð eru af ungum sjálfstæðismönnum í starfi þeirra í þágu flokksins. Á sama tíma og ýmis önnur ungpólitísk samtök hafa nán- ast sagt flokkum sínum stríð á hendur, og hótað jafnvel úrsögnum, hafa ungir sjálf- stæðismenn tekið þá stefnu, að auka áhrif sín inraan flokksins, í samstarfi við aðra flokksmenn. Þessi stefna hefur að mínu viti leitt til þess, að þýðing okkar samtaka og ok'kar starfs er mikilvægari og áhrifameiri í þágu Sjálfstæðisflokksins en hún áður var. — Hver telur þú brýnustu verkefni S.U.S. á næstu ár- um? — Eðli máls samíkvæmt er ungt fólk djarfara og róttæk- ara hvað snertir starf og hug- myndir, og slíkt afl er hverj- um stjórnmálaflokki lífsnauð- Ellert B. Schram syn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sem betur fer, borið gæfu til þess, að taka tillit til sjónanmiðs ungra manraa. Ef sá andi verður áfram ríkj- andi, mun starf ungra sjálf- stæðismarana á næstu árum skipta miklu máli í hlutvehki Sjálfstæðisflokksins í stjórn- arandstöðu. Ungir sjálfstæðismeran munu væntanlega á þessu þingi móta stefnu sína til nýrra viðhorfa í stjórnmálum landsins og skoða gagnrýn- andi augum allt innra flokks- starf og þær forsendur sem urðu þess valdandi, að Sjálf- stæðisflokkuTÍnn fékk í síð- ustu þingkosningum hlutfalls- lega minna fylgi en áður. Ég á von á því, að þingið mótist af samstöðu og vilja alla ungra sjálfstæðismamna til þess að búa Sjálfstæðis- flokkinn sem bezt undir hið nýja hlutverk haras og styrkja stefnu hans og skoðanir á þann veg, að fylgi flokksins meðal þjóðarinnar fari vax- andi á ný. Þóröur Jónsson, Látrum: SJÓNVARP Á 40 ára afmæli Rikisú varps- tns flutti formaður útvarpsráðs, Benedikt Gröndal, erindi, „Sjón varp á íslandi". Erindi þetta var mjög firóð- legf og greinargott um sögu sjónvarpsins. Ég hlustaði á erindið og las það svo af.ur nú fyrir skömimu í fyrsta hefti E'm- reiðarinnar 1971. í erindinu virðist formannin- uim vera mjög annt um að sem flestir geti notið sjónvarps, og þá einkum sá hópur fólks, sem bundinn er við heimilin, gamalt fiólk, fólk á sjúkrahúsum, og yf- irleitt flólk, sem af einhverjum ástæðum á ekki hsagt um vik að bregða sér á skemmtaniir, sam- komustaði, eða yfir höfuð hefir ekki aðstöðu til að hverfa um stund frá hinum vanabundnu að stæðum og umhverfi. Þetta er fallega hugsað og vel meirat. En Benedikt Gröndal talar um þennan stóra hóp fó'lks, sem heima situr, þannig, að maður gæti hugsað, að allir, sem gætu og vildu kaupa sér sjónvarps- tæki, ættu kost á að sjá sjón- varp. En ég held að þannig sé það ekki, ég held að það sé sfór hópur flólks, sem á þess engan kost að sjá sjónvarp, af þvi að sjónvarpsskilyrði eru þar efcki fyrir hendi frá þeim stöðvum, sem þegar eru komnar upp. Lík lega er allstór hópur flóifcs, sem eignazt hefir sjóravarps œfci, en sér í því mjög ilia og ekki, en verður að greiða sama gjald og þeir, sem sjá mjög vel með sams konar tækjum, jaflravel án úti- loftnets. Og enn er einn hópur flólks, sem kostað hefir til ívö- föidu, eða þreflöldu verði sjón- varpstækis af beztu gerð, til að gieta séð sjónvarp sæmilega. Hér s'tja ekfci allir við sama borð með skilyrði frá hendi sjónvarpsins þótt afnotagjaldið virðis það sama. Á þetta minn- ist Benedikt Gröndal ekki i sínu merka erindi. Að visu get- ur hann þess, að af 40 þús. heim- ilum í landinu, séu 36 þús. kom- in með sjónvarp, en hvers vegna ekki hin? Mér þætti trú- legt, að í rnjög mörgum tilvifc- um væri það af þvi að skilyrð- in vantaði. Formaður'ran minraisit ekker: á, að sjónvarpið hafi neinar áæt'l- anir á prjónunum um að bæta úr sjónvarpsaðstöðu þessa hóps flólfcs, þarna er þó trúltega sá hópurinn, eða hluti hans, sem hefði kannski hvað mest gaman og gagn af sjónvarpi. Núv er það öllum landslýð Ijóst, að það má telja stór; af- rek, hvað tekiz. hefir fljótt og vel að korna sjónvarpinu áleiðis, og það er enn eitt dæmið um það, hvað hægt er að gera að- eins ef menn vil,ja, þá fcemur það sem ,il þarf og málin leys- ast. En nú er Reykjavíkursvæð- ið og stærri staðir á landinu búnir að flá sjónvarpsskilyrði, eða sem sagt mestur hluti þjóð- ar'nnar, og þá geta hinir átt sig. Því miður er þet a þannng í fLestum málum, og nokkuð vel skiljanlegt í okkar strjáitoýla landi, þótt erfitt sé stundum að sæt a sig við það, en ég hélt, og var að gera mér vonir uim, að þessi ragla mundi eklki verða lát in gilda með sjónvarpið, því það flór af stað með svo miklum glæsileik, að maður hðlt að sú sóknarlota stæði með sarna krafti þar til sjóravarpssfcilyrði væru komin að hverju heimili á land- inu. Eftir nákvæman lestur uim- rædds erindis Benedik s Grön- dals, formanns útvarpsráðs, finnst mér hann svo víðsýnn, skilningsríkur, og vel hugsandi í þeissum máluim, að ég trúi vart öðru en hann sjái einhverja flæra leið til að kcvma sjónvarps- skilyrðum að hverju he'midi á landinu, etoki á 10—20 árum, heldur í einum „grænum“. En þar til þau skilyrði eru fyrir hendi, ætti sjónvarpið efcfci að láta þá borga afnotagjöld, sem þurfa að kos a til tugum þús- unda, umfram eðlilegan til- kostnað, til þess að geta séð sjónvarp, og ennfiremur að sjón- varpið hjálpi mönmim og leið- beini við að gera léleg skilyrði að góðum, því það er hægt. í minni sveit eru víðast slæm skilyrði, sem orsakast að notokru af þvi, hvað stöðin á Patretosfirði er veik. Til dæmis hafa þrír bæi-r í Örlygshöfn, beint á móti Patreksifirði nánast engin skilyrði, Látrar, Breiða- vik og KöMsvík, engin og léleg skilyrði, einmig Sauðlauitosdalur og Melanes, eða sem sagt ellefiu heimili af 24 í Rauðasandshreppi. Á suma þessara bæja hefir þó tekizt að ná í sœmileg sjónvarps skilyrði með óhófllegum tilkostn aði, og að sjáMlsögðu væri það hægt á þeim fleis um. Hefur Ólafur bóndi Sve'nsson á Sel- látraraesi gengið vel fram í þvi að hjálpa mönnum að ná sæmi- legum sfcilyrðum, með því að finma beztu blettina í landar- eigninni, smíða sterfca spenna, og heppiliegar greiður. Þannig reikna ég með að þetta sé víðar á landinu, og að form. útvarpsráðs og aðrir útvarps- og sjönvarpsráðLsmenn ge i reiknað með því að þessi hópur, sem ekki hefir sjónva-rp vilji hafa sjónvarp, og ég tel hann hafa allan rétt til þess að hafa sjón- varpssfcilyrði eins og hinn hlu.ii þjöðarinnar. Enda segir Bene- difct Gröndal á einuim stað i sínu eriradi um Ríkisútvarpið: „Það verður að hafa gott sams arf við þjóðina, njóta trauists hennar, og starfa af góðuim hug .fiyrir minnihluta jafnt sem meiri hluta.“ Þá er einn hópurinn ótalinn, þau heimili, sesn ekki hafa fjár- hagslega ge u til að kaupa ag borga af sjónvarpi. Þau eru kannski verst sett, þvi það er ákaflega erfitt i borg og bæ fyr ir barnmörg heimili að hafa ekfci sjónvarp, einmitt vegna barn- anna. Það vita þeir sem reyna.. Að visu er Sjónva-rpið efcki góðgerðastofnun í þess orðs merkingu, en vel mæt i það og gæti stuðlað að þvi, að þeissi hópur heimila gæti einraig haft sjónvarp, svo endirinn yrði sá, að ÖM heimili á íslandi, sem þess óskuðu, gætu haft sjónvarp. Látrum, Þórðui' .lónsson. AfgreiðslumaÖur Óskum eftir að ráða afgreðislumann í olíustöðina Akranesi. Upplýsingar í síma 1394, Akranesi. Oliufélagið hf. Trésmíðaverkstæði vantar smiði og laghenta menn til inni- vinnu nú þegar. Upplýsingar í síma 32850. Atvinna Ungur maður óskar eftir atvinnu frá næstu áramótum. Helzt í Reykjavík eða nágrenní. Margt kemur til greina. Hef nokkra reynslu sem verkstjóri og framkvæmdastjóri. Tilboð sendist Morgunblaðinu, merkt: „Atvinna — 3064"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.