Morgunblaðið - 30.09.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.09.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1971 5 Skyndifundur við komu Brezhnevs frá Balkanlöndum — viðræðum við Indiru frestað þess vegna Moskvu, 28. september — AP-NTB I DAG hófust í Moskvu við- ræður frú Indiru Gandhi, forsætisráðherra Indlands, og sovézku leiðtoganna þriggja, Leonids Brezhnevs, flokks- leiðtoga, Alexei Kosygins, forsætisráðherra, og Nikolai Podgornys, forseta. Upphaf- lega stóð til, að viðræðurnar hæfust í gær fljótlega eftir koimi frúarinnar til Moskvu, en þeim var frestað, svo og kvöldverðarveizlu vegna þess, að leiðtogarnir þurftu að sitja áríðandi fund frani- kvæmdastjórnar kommún- istaflokksins. Þeir Kosygin og Podgorny tóku á móti Indiru Gandhi á flugvellinum og tjáðu henni þá, að fresta yrði viðræðunum til morguns. Er haft eftir indversk- um embættismönnum úr fylgdar- liði Indiru, að henni hafi sizt verið þetta á móti skapi, þar eð hún hafi sjálf verið þreytt eftir ferðina frá Nýju Delhi, sem tók sex klukkustundir. Tæplega þremur tímum eftir komu hennar til Moskvu-flug- vallar voru leiðtogarnir komnir þangað aftur — í þetta sinn til að taka á móti Leonid Brezhnev, leiðtoga flokksins, sem var að koma úr ferðalagi sínu til Balk- anríkja. Auk Kosygins og Pod- gornys, tóku sex aðrir meðlimir framkvæmdaistjórnar flokksins á móti Brezhnev. Héldu þeir tveggja klukkustunda fund í flugvallarbyggingunni áður en þeir héldu inn i borgina. Ekki er vitað hvers vegna þessi fund- ur var haldinn — né hvers vegna ekki voru allir 15 meðlimir fram- kvæmdastjórnarinnar þar sam- an komnir. Indira Gandhi ræddi síðan við leiðtogana þrjá í dag, bæði fyrir og eftir hádegi. Kosygin héit henni hádegisverðarboð þar sem hann hélt ræðu og skoraði á stjórn Pakistans að gera ráðstaf- anir til þess að draga úr spennu milli Indlands og Pakistans og til þess að þær milljónir austur- pakistanskra flóttamanna, sem nú væru í Indlandi, gætu snúið heim á ný. Kosygin sagði i ræðu sinni, að óhugsandi væri að verja þær aðgerðir Pakistana, sem leitt hefðu til þess, að milljónir manna hefðu séð sig knúna til þess að yfirgefa land sitt, heimili og eigur og leita skjóls í Ind- landi. Talið er, að eitt helzta erindi Indiru Gandhi til Moskvu sé að fá stuðning sovézku leiðtoganna í baráttunni fyrir þvi að flótta- fólkið fái að snúa aftur heim til Pakistans. Niðurstöður sérkosninga; Mikið áf all fyrir Heath LUNDUNUM 24. september, AP. Brezka stjórnin varð fyrir niiklu áfalli í dag, þegar hún tapaði í sérstökuin þingkosninguin, og könnun Gallup sýndi, að vin- sældir hennar liefðu stórlega minnkað siðan i ágúst siðast- liðnnm. Verkamannaflokkurinn vTar að vonnm í sjöunda himni yfir þessum tvölfalda sigri. Kosningarnar voru í Widness í Lancasihire, haldnar til að fylla laust sæti í neðri deild- inni. Frambjóðandi Verkamanna- flokksins sigraði frambjóðanda íhaldsflokksins með rúmlega 12.600 atkvæða mun. Þetta hefur að visu ekíki i för með sér nein- ar stjórnarbreytinigar, því Heath hefur enn 26 sæta meirihluta, en er-samt áfall fyrir stjórnma. í>á birti Daily Telegraph niður- stöður GallupJkönniunar, sem sýndu að vinsældir verkamanna- flokksins hafa þrefaldazt á siíð- asta mánuði. í ágúst síðastíiðn- um sýndi könnun að hann hafði 6.5 prósent fleiri stuðnimgsimenn en fhaldsiflokkurinn, en þessi nýj asta könnun hækkar hann upp í 19 prósent, yfir fhaldsiflokikinn. Sparifjáreigendur Ávaxta sparifé á vinsælan og öruggan hátt. Upplýsingar kl. 8—9 eftir hádegi. Margeir J. Magnósson Miðstræti 3 A símar 22714- 15385. Ritstjóri og fromkvæmdastjóri Stúdentasamtök óska að ráða mann til ritstjórnarstarfa að nýju stúdentablaði frá og með 15, október. Einnig fram- kvæmdastjóra frá og með 1. desember. Hvorutveggja hálfsdags vinna. Hugsanlegt er að sami maður gegni báðum störfunum. Skriflegar umsóknir leggist inn á afgr. Morgunbl. merkt: „Ritstjóri — 5679”. Kanton sjónvarpið frestaði dagskrá — sem talin er skýra hvað er á seyði í Kína Hong Kong, 28. sept., AP. • Sjónvarpið í Kanton í Kína tilkynnti í dag, að frestað yrði nm sólarhring boðaðri dagskrár- sendingu, sem búizt er við að skýri að einliverjn leyti livað er að gerast í Kína og hvers vegna liætt hefnr verið við liersýningu á þjóðhátíðardaginn 1. október. Segir sjónvarpið, að útsendingin verið annað kvöld niiðað við stað artínia. Tilkynningin um, að ekkert verði af hersýningu á Tien an- ihen torginu í Peking 1. október n. k. hefur vakið milcla athygli og orðið tilefni margts konar bollalegginga. Meðal annars hafa komið fram getgátur um, að Mao, formaður, sé alvarlega veikur eða jafnvel að dauða kom ihn. Er ástæðan sú, að Mao for- maður hefur alla sina stjórnar- tíð fylgzt með hersýningunni 1. október. Einnig hefur getum verið leitt að því, að eitthvað ami að Lin Piao, varaformanni kin- verska 'ko'mm'úni.staflokksin.s, og að nú standi yfir hörð valdabar- átta í Peking. Einn daginn var ástandið í Kínia skýrt með því, að til tiðinda væri að draga á landa- mærum Kína og Sovétríikjanng, annan daginn gaus upp sá kvitt- ur, að Liu Shao-chi, fyrrum for- seti Kína, hefði sloppið úr stofu- fangelsi, þar sem hann hefur setið frá því í menningarbyl'ting- upni. j Tilkynning Kanton-sj ónvarps- ins urn útsendinguna á morg'un, miðvikudag, vekur mikla athygli fyrir þá sök, að venjulega er engin útsending hjá sjónvarpinu á miðvikudagskvöldum. Sjónvarp ið; sehdir eimungis út fjórum sinnum í viku, á þriðjudögum, fhhWliudögum, lau'gardögum og siinhMHöguim. Ekkert hefur feng- izt um það sagt, hvens vegna út- sendingunmi var frestað eða hvað þar á að koma fram. Sjónvarpið boðaði einungis á sunnudags- kvöldið, að fréttadagskráin á þriðj'Udagskvöld yrði sérlega at- hyglisverð og ættu ailir, sem tök hefðu á að gera ráðstafanir til þess að geta fylgzt með henni. Pólýfónkórinn Áríðandi er, að allir kórfélagar mæti á fyrstu æfingu vetrarins í Vogaskóla í kvöld, fimmtudag 30. september: Tenór og bassi kl. 20.00. Sópran og alt kl. 21.00. Samæfing verður kl. 22.00 2300 Næsta viðfangsefni: Mattheusarpassía eftir J. S. Bach. Nýir félagar, sem óska að starfa með kórnum í vetur, hringi í síma 20181, 81916 og 42212. STJÓRIMIN. <|y^ ílansskóli Rermanns Sagnars SIÐUSTU INNRITUNARDAGAR. Kennsla hefst niánudaginn 4. október. KÓPAVOGUR: Sími 82122. Æskulýðsheimilið Áifhólsvegi 32. Börn og táningar. SELTJARNARNES: Sími 33222. Félagsheimilið. Börn — táningar — fullorðnir — hjón. Byrjendur og framhald. BREIÐHOLT Sími 82122. Félagsheimili Fáks. Börn FOSSVOGUR: 4— 6 ára 7— 9 ára 10—12 ára. REYKJAVÍK: Símar 82122 og 33222. „Miðbær" Háaleitisbraut 58—-60. Börn — táningar — fullorðnir —- hjón. Byrjendur og framhaldsflokkar. Kennsla af.a daga vikunnar. Nokkrir flokkar nú þegar fullskipaðir. Tryggir rétta tilsögn, Hafið samband við okkur sem fyrst. Það auðveldar ílokkaskipun. ia, hann er betri..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.