Morgunblaðið - 30.09.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.09.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNSLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1971 mifimi I KVIKMYNDA HÚSUNUM ★★★★ Frábær, ★★★ mjög góð, *★ góð, ★ sæmileg, O léleg, fyrir neðan allar hellur, Sig. Sverrir Pálsson Björn Sigurpálsson Sæbjörn V aldimarsson GAMLA BÍÓ: Legend of Lylah Clare Umboðsmaður einn I Hollywood hefur eftir langa leit grafið upp unga leikkonu til að fara með hlutverk hinnar látnu kvikmynda stjörnu Lylah Clare — I mynd um lif hennar og starf. Hann fer með hana á fund leikstjórans, sem gert hafði flestar myndir Lylah Clare og kvænzt henni skömrau fyrir lát hennar. Leikstjórinn verð ur heillaður af þessari ungu stúlku, sem llklst svo mjög f.ylah Clare. Kvikmyndatakan hefst, og leikstjórlnn reynist Jafn óvæglnn við ungu stúlkuna og hann hafði verið við Lylah Clare, og fyrr en varir hefur unga leikkonan runnið saman við hlutverk sitt — hún er Lylah Clare. I aðalhlut verkum Kim Novak, Peter Finch og Ernest Borgnine. Leikstjóri er Robert Aldrich. ★★★ Óvenjuskörp ádeila á velmektardaga Hollywood — lýsir stjömudýrkuniimi, vægð arleysi og eigingirninmii, bar- áttu pen ingahy g gj unin ar og listrænnar sköpunar. Aldrich er í hópi snjöllustu leikstjóra, og meinhæðni hans kemst hér vel til skila. En hann er brokk gengur á stundum, og myndin þvi æði misjöfn, t.d. er loka- atriðið tæpast nógu vel unnið. Stjörnubíó: Slrkusmorðinginn (Berserk) Óútskýranleg dauðsföll eiga sér stað i ferðasirkus Monicu Rivers (Joan Crawford). Linudansarinn Frank Hawkins (Ty Hardin) er ráðinn 1 stað annars, sem heng- ist I eigin linu, þegar hún slitn- ar. Framkvæmdastjórinn verður afbrýðisamur út 1 Frank, þar eð honum finnst hann sýna Monicu of mikinn áhuga, en skömmu sið- ar er hann drepinn. Áhugi Franks á Monicu er þð aðeins á viðskipta sviðinu og sækist hann eftir eign arhlut 1 sirkusinum. Starfsfólkið ræðir morðin og vill Matilde (Di- ana Dors) halda þvi fram, að Mon ica standi á bak við morðin og reynir að vingast við Frank og telja hann á sitt mál. en hann vili ekki hlusta . . . Leikstjóri Jim O’Connolly. O Það eina sem bjargar þessari mynd frá hauskúpu, er leikur Joan Crawford, sem segja má að „hitti naglann á höfuðið". Endirinn er með þeim allra ódýrustu — og hröð ustu, sem sést hafa yfirleitt. Lokamorð, játning og makleg málagjöld — aillt afgreitt á 30 sekúndum sléttum. ★ Sirkus er ákjósanlegur vettvangur hryllLngsmyndar, og einstaka sinnum eru þeir möguleikar notaðir i mynd- imni. En frú Crawford værí nær að halda sig innan veggja Pepsi Cola Corp., en að eyði leggja ímynd sína í mynd eina og þessari. Laugarásbíó: LÖGREGLUMAÐUR- INN COOGAN Coogan er harður lögreglumað- ur I Arizona, sem vegna þraut- seiglu sinnar er falið að fara til New York til að sækja glæpa- mann, Ringermann, sem yflrvöld Arizona eiga eitthvað vantalað viö. Þegar til borgarinnar kemur, er Coogan tjáð, að til þess að fá Ringermann framseldan verði að útfylla ýmis formsatriði, og só það tímafrekt. En Coogan grípur þá til sinna ráða og tekst að ná Ringermann úr haldi. en honum tekst aö sleppa. Coogan er nú eindregið ráðlagt að hætta þessu einkabrölti, en þá kemur þrákelknin tii sögunnar. ★ Don Siegel (Madigan) virðist vera tvennt sæmilega gefið í kvikmyndagerð: 1) Auga fyrir slagsmálasenum og 2) aukaatriðum til skreyt- ingar efninu. Coogan hefur hvort tveggja og að auki Clint Eastwood og músík Lalo Schifrins. Þar fyrir utan er myndin O, sagan ótrúleg, end- irinn vandræðalegur og mark miðið ekkert. ★★ Siegel teflir þarna skemmtilega saman andstæð- um, lögreglumanninum frá sléttum og óbyggðum Arizona í kasti við glæpalýð stórborg- arinnar. Vönduð mynd, sem rís vel upp úr meðalmennsk- unni, sem við eigum að venj- ast þessa dagana. ★★ Mjög slétt og felld skemmtimynd. Tæknilega verðskuldar hún mikið lof, og myndataka og tónlist vel unn- in. En þar sem Siegel hefur ve«rið hafinn til skýjanna að undanförnu, kemst maður ekki hjá því að verða fyrir vonbrigðum með efnið, sem er bæði þunnt og ófrumlegt. Tónabíó: MAZÚRKI Á RÚM- STOKKNUM Skólastjóraskipti standa fyrir dyrum i heimavistarskólanum. Um tvo kennara er að ræða sem eftirmenn, þá Max M. (Ole S01toft) og Herbert Holst, en Max er í uppáhaldi hjá nem- endunum og fráfarandi skóla- stjóri er einnig hlynntur hon- um. Þar er þó einn galli á, þvl að svo kveður á um X reglum skólans, að skólastjórinn skuli „vera kvæntur maður“. Max hef ur hins vegar aldrei verið við kvenmann kenndur, og aðeins mánuður til stefnu. Nemendurn- ir grípa til sinna ráða og senda honum fatafellu, en Max flýr undan ágengni hennar. Fráfar- andi skólastjórafrú kemur Max óvænt til hjálpar, en einnig koma tvær dætur eins skóla- formannsins mjög náið við sögu. ★ Sami söguhöfundur og sami aðalleikari og í Sytten og því ekki kynlegt, þótt áfang urinn sé svipaður. Annars virðast stjórnendur Tónabíós vera hræddir við að klám- bylgjuna sé að lægja, úr því að þeir hlaupa til að sýna eins árs gamla kynlífsmynd, með an betri myndir þuí'fa oft að bíða í 3—4 ára. ★★ Kynlífskímni er að verða sérgrein Dana, og þeasi mynd er dæmi um það, er þeim tekst hvað bezt upp, auk þess sem hún er fagmannlega unnin að ytri gerð. ★ Flestar danskar gaman- myndir þjóna aðeíns einum tilgangi — að fá kvikmynda- húsgesti til að hlæja. Þá tekst þeim oft manna bezt að gera góðlátlegt grín að bless- uðu kláminu. í þessari mynd heppnast hvort tveggja svona all bærilega. Nýja bíó: „beflazzled“ stanley Moon er kokkur á sér- réttaveitingastað, og er yfir sig ástfanginn af gengilbeinunni, Mar grétL Feimnin er honum hins veg ar fjötur um fót, og þar sem Mar grét virðir hann vart viðlits í þokkabót, gripur Stanley til þess óyndisúrræðis að fremja sjálfs- morð. Honum misheppnast, en 1 sama mund ber kölska þar að — samúðin uppmáluð. Hann gerir Stanley tilboö: SJö óskir fyrir sálu hans. Samningurinn er undirrit- aður við hátíðlega athöfn, og ósk irnar rætast — ein af annarri. En Stanley er enginn Sæmundur, og kölski reynist hinn mesti bragða- refur; laginn við að mála skratt- ann á vegginn I tilveru Stanley. Að lokum virðist ekkert biða Stanleys nema eilif dvöl 1 heimi fordæmdra. Leikstjóri Stanley Donen, handrit Peter Cook, tónlist Dudley Moore, 1 aöalhlutverkum Peter Cook, Dudley Moore og Elin or Bron. ★ ★ Hugmyndin er góð, — kölski á kreiki í nútímanum- fiskandi sálir og spillandi heim inum. útfærsla Cook og Moore er oft bráðfyndin, stöku sinn- um bamaleg og einstaka atriði fremur langdregið. Annars hefði myndin að skaðlausu mátt vera betur kvikmynduð. ★★ Myndin er bráðfyndin á köflum, og hugmyndir ýms- ar forkunnargóðar. Hér úir og grúir af orðaleikjum, og ekki er laust við að það skaði mynd ina hversu mjög hún byggir á bókmálskímni. Tæpast nógu heilsteypt mynd þegar á allt er litið. ★★★ Hér er okkur boðið upp á nútíma eftirlíkingu þeirra D. Moores og P. Cooks á ,,Faust“, og tekst oft vel til. Djöfsi stingur oft skemmti- lega á kreddum trúarbragð- anna og eru klækjabrögð hans og einfeldni fómarlambsins oft fádæma skemmtileg á að þorfa. Á köflum mjög vel skrifuð, og vel leikin. Háskólabíó: LOVE STORY Hér er lýst tiihugalífi og sam- lyndu hjónabandi yíirstéttarpilts ins Oliver Barretts og miðstéttar stúlkunnar Jennifer Cavilleri, upp reisn hans gegn foreldravaldinu, og kröppum kjörum þeirra meðan hann brýzt I gegnum laganám við Harwardháskóla á eigin spýtur. En einmitt þegar hamingjan virð ist brosa við þeim, er sorgin á nsxsta leiti, þvl Jennifer reýnist haldin banvænum sjúkdómi. 1 aðnlhlutverkum eru Ali MacGraw, Ryan O’Neal og Ray Miliand. — Leikstjóri er Arthur Hiller, hand rit Eric Segal. ★ ★ Klassískt dæmi um oflof að verk. Fyrir utan örfá þokka lega útfærð atriði, er myndin subbulega unnin, og tónlistin, þótt góð sé, of væmin fyrir efnið. Myndin hefur misst þann ferskleika sem bókin hafði til að bera. En Segal miðar að hjarta áhorfenda og því má þeim vera hjartanlega sama, þótt verkið sé fánýtt frá kvikmyndalegu sjónar- miði. ★★ Einföld og falleg ástar- saga í fagmannlegum kvik- myndabúningi. Ekki er þó laust við að á stundum finnist manni eilítið tómahljóð í efn- inu, og þrátt fyrir öll tárin sem lcunna að streyma, skilur hún lítið sem ekkert eftir. ★★★ Hvað gerist er dauð- inn knýr dyra hjá lífsglöðu, ástföngnu fólki, sem er að byrja lífið- Tæpast taka allir þeim gesti jafn skynsamlega og persónur myndarinnar, en þar í felst styrkur hennar. f staðinn fyrir væmni og ofítrek aða viðkvæmni (undanskilin tónlist Francis Lai), býðst okkur heilbrigð og hrífandi mynd. Og maður gleðst 1 hjarta sinu yfir að hafa feng ið að sjá eitthvað fallegt á þessum ómennsku tímum. Stýrimonn og hósetn vantar á 70 rúmlesta bát. Upplýsingar í síma 93-6284, Ólafsvík. Atvinna Maður óskast til verksmiðjuvinnu. Upplýsingar í Skipholti 23 og í síma 16812. Ámundi Sigurðsson, málmsteypa. — Minning Helgi Framhald af bls. 13 að sjá uim bæði verkfræðilleg og rekstrarleg máieifni hitaveiturm- ar. Árið 1962 var hamn skipaður verkfræðilegur ráðunautur Reykjavikurborgar um hitunar- mál. Eftir það voru störf hans visindalegs eðlis. Ég tel, að þetta hafi verið skytnsamleg ráðstöfun. Þannig nutu hæfileikar hans og þekking sín bezt og komu hitun- armáliunum að mestum notum. Það mun sízt ofimælt, að við fráfall Helga Sigurðssonar, eigi bæjarfélag vort að baki að sjá einum sínum allra hæfasta, s k yld u r æk n as ta og hollasta starfsmanni. Eins og ég hefi drepið á áður, var Helgi þegar á æskuárum orð inn fastmótaður maður, sem sjald gæft má telja, skapgerðim var svo traust, að aldrei brást honum skylduræknin, vandvirknin eða orðheldmim. Hamm var hófsamur, en enginm meinlætamaður. Skap maður, en stilllfcur vél. Hann var hæglátur og orðvar, en þó svo glaður og hlýr, að ánægjulegt var að umgan.gast hann. Hann var félagslyndur og starfaði í f jölda félaiga. Ég hefi fáum mönn um kynnzt, sem síður sóttust efit ir upphefð og frama en hann og þó komst hamn ékki hjá því að verða kjörinn till æðstu trúnaðar starfa í þeim félögum, er hann starfaði í. Sffikur var persónu- leiki hans. Hamn vakti hvar- vetna traust. Ég sagði áður, að með tilkomu hitaveitu Reykjavikur, hefði borgin orðið híýrri, andrúmsloift ið hreinna. Hvar sem ég hiitti Helga á mannfundum og hann liagði eitthvað til málanna fannst mér verða hlýrra, andrúmsloftið með einhverju móti hreinna. Helgi var lánsmaður í lifiniu. Hann átti þess kost að vinna að stórvirkjum, sem munu halda nafni hans á loft um ókomin ár. Honum var sýndur mikill og verðskuldaður trúnaður. En æfcli það haifi ekiki verið gæfan hans mest að eignast að lífsPörunauti gáfaða merkiskonu, sem unni honum og dáði hann, Guðmund- ínu yfirhjúkrunairkonu Guttorms dóttur. Hún hefur misst meira en orð fá lýst. En þótt söknuður hennar sé mikill, vildi ég mega vona, að hún fyndi nokkurn styrk í því, hve mar-gir þeir eru, sem sakna Helga Sigurðssonar með henni og senda henni, fóst- ursyni þeirra hjóna og fjöl- skyMu hans hlýjar samúðar- kveðjur. Þorlákur Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.