Morgunblaðið - 30.09.1971, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.09.1971, Blaðsíða 32
LJOMA VÍTAMÍN SMJÖRIÍKl a ■% JMtaqgfttitlritafrífr FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMRER 1971 FRYSTI- og KÆLITÆKI Sími 50473. Ekki grundvöll- ur fyrir hörpu- disksvinnslu Hraðfrystihúsin í Reykjavík kaupa ekki skelfisk, þar eð eng- inn grundvöllur er fyrir vinnslu hörpudisks. I fyrsta lagi er hrá- efnið allt of dýrt, en í öðru íagi hafa verkalýðsfélögin afnumið bónuskerfi, sem nauðsynlegt er að viðhafa við vinnsluna. 1 þriðja lagi hafa hraðfrystihúsin og seljendur hráefnisins til þeinra ekki orðið á eitt sát.tir um það hvernig vigta eigi aflann. Einar Sigurðsson, útgerðar- maður tjáði Mbl. í gær, að vinnslumál hörpudisksins væru í algjörri sjáifheidu og að óbreytt- um aðstæðum yrði ekki hafin vinnsla á þessari dýrmætu af- urð. Seljendur hörpudisksins hatfa viljað láta vigta aflann á bílum þar sem fiskinum er iand- að — í Stykkisfhólmi, en ekki í Reykjavik, en hraðfrystihúsin hafa ekki sætt sig við það, þar eð í Stykkishóimi er mikill sjór etnn í aflanum og léttist hann á ieið til höfuðborgarinnar. Einar sagði ennfremur, að verð hráefnisins væri allt of hátt til vinnslu og bónuskerfi, sem nauð- synlegt væri að viðhafa við vinnstana hefðu verkalýðsfélög- in banmað. Þar að auki hefur eitt- hvert verðfaii orðið á hörpudiski á erlendum markaði. Þá er bann- að að vinna hann í blokk og verður að sérfrysta hann allan með stórauknum kostnaði og vinnu. Þannig er eins og áður segir eniginn grundvöltar fyrir hörpudisksvinnslu að óbreyttu ástandi — sagði Einar Sigurðs- son. Fundur V.R. um kjaramál: Verzlunarmenn ein- huga um kröfugerð VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur hélt á mámidags- kvöld fund á Hótel Sögu, þar sem fjallað var um kjaramálin. Fund- inn sóttu um 200 manns. — Var þar samþykkt kröfugerð, sem imdirbúin hafði verið af 5 manna kjararáði, að viðbættum 20% grunnkaupshækkunum, sem samninganefnd er heimilt að semja um að komi til fram- kvæmda í áföngum á því tíma- bili, sem samningar kunna að takast um. Fortmaður VR, Guðmundur H. Garðarsson, reifaði málin í fram- söguerindi sínu, og gerði grein íyrir þeirri breyttu stöðu, sem hefur orðið frá síðustu kjara- samningum. Hann sagði m. a.: — „Á þessu tímabili hafa m.a. eftirfarandi atburðir átt sér stað: 1. Gerðir hafa verið kjara- samningar við stóran hóp lauin- þega, sem vinna sambærileg störf og meginþorri skrifstofu- og verzlunarfóiks, sem fela í eér miklar kjarabætur. 2. Efnahags- og atvinnulífið Framhald á hls. 21 Bruni á Skólavörðustíg „Tilraun til bótau eða „flenging“? Ný reglugerð um afgreiðslutíma verzlana í Reykjavík tekur gildi NÝ reglugerð urn afgreiðslutíma verzlana í Reykjavík tekur gildi með morgundeginum. Morgun- blaðið hafði í gær samband við forráðamenn ýmissa kaupmanna félaga og kemur fram í svörum þeirra, að sínum angum litur hver á silfrið. Það kemur og fram, að nýja reglugerðin hefnr Iítið gildi fyrir stúran hóp verzlana og margir vilja bíða og sjá, hvað setur. Rammi hinnar nýju reglugerð- ar er, að verzlanir mega hafa opið til klukkan 18 virka daga, og til klukkan 22 á þriðjudags- og föstudagskvöidum. Á laugar- dögum mega verzlanir vera opn- ar til klukkan 12, og í desember nokkru iengur. Sölutiirnar mega hafa opið til klukkan 23.30 á kvöldin, en þeim er gert að verzla aðeins með vissar vörur. SPERRUM OKKt'R EKKI FRAM EFTIR „Ég held, að þetta snerti okk- ur ekki neitt," svaraði Leifur Isleifsson, formaður félags bygg ingavörukaupmanna. „Okkar verzlunartími er alveg innan ramma nýju reglugerðarinnar og ég reikna ekki með, að bygg- ingavörukaupmenn fari að sperra sig fram eftir kvöldum. Álagning okkar leyfir því mið- ur ekki aukna þjónustu frá því sem nú er.“ ástandinu í borginni," svaraði Hjörtur Jónsson, formaður Kaup mannasamtaka íslands, „og von ast eftir, að hún verði öðrum til eftirbreytni. Ósennilegt má nú samt teija, að við höfum einmitt dottið of- an á þá lausn, sem ein fær stað- izt alla tlð. En nær allir voru sammála um, að einhverjar regl ur yrðu að gilda, þó menn hafi kannski ekki orðið jafnvel sam- mála um, hverjar reglur það skyldu vera. Með þessum nýju reglum er þó fengin niðurstaða til reynslu. Og ég sé enga ann- marka á þvl, að verði reynslan neikvæð, taki kaupmenn og neyt endur höndum saman og geri aðra tilraun — en þó ekki fyrr en fullreynt er, að við séum á rangri leið.“ Franihaid á bls. 12. NÆR EKKERT TIL OKKAR UM HÁDEGISBIL í gær kom upp eldur í húsinu Skólavörðu- stígur 30, en þar eru til húsa skrifstofur Landssambands ísl. verzlunarmanna og Sverris Her- mannssonar. Eldur var í her- bergi á 2. hæð, en húsið er stein- hús, innréttað með timbri. Varð töluvert tjón af eldi og reyk. — Húsið var manniaust er eldurinn Straumsvík: kom upp, en eldsupptök eru ókunn og í rannsúkn. Mbl. náði í gær tali af Sverri Hermannssyni og sagði hann að húsgögn og önnur áhöld væru gjöreyðilögð í skrifstofu hans. Ennfremur allmikið af einka- skjölum hans. Sem betur fór þá eru sikjöl Landssambands ísl. verzlunarmanna að mestu óskemmd, sagði Sverrir. Þyrlan til Siglufjarðar ÞYRLA LandheJgisgæzlunnar fór til Sigtafjarðar í igœr og mun verða leitarmönnum þar til að- stoðar vegna franska piltsins, sem verið hefur týndur þar nyrðra siðustu vikur. Mun þyrl- an leita í einn til tvo daga. „Þetta nær ekkert til okkar, held ég,“ sagði Kristján Guð- mundsson, formaður félags fisk- sala. „Við höfum opið frá 8 og 9 til klukkan 18 og ég reikna ekki með, að þar verði nein breyting á.“ TILRAUN TIL BÓTA „Ég hef þá trú, að þessi til- raun sé til bóta í verzlunar- Fulltrúar Reykjavík- urborgar til Moskvu Ekkert lát á framleiðslunni - þrátt fyrir sölutregðu á áli „ÞAÐ verður ekkert lát á fram- leiðslunni í Straumsvík, þrátt fyrir söhitregðu á áli í heimin- nm,“ sagði Halldór H. Jónsson, stjórnarformaðnr fslenzka álfé- lagsins h.f., við Morgunblaðið í gær. Sagði Halldór, að ákveðið væri, að Alusuisse takmarkaði álframleiðslu sína annars staðar en á fslandi og því myndi ál- verið í Straumsvík starfa án nokkurrar takmörkunar og stækkunarframkvæmdir verða eftir áætlunum. 1 lok september eru álbirgðir I Straumsvik 24.350 tonn. Á ár- inu hafa verið íramleidd 31.000 tonn og 11.600 tonn seld, þannig að um 20 þúsund tonna birgðir hafa hlaðizt upp á árinu. — 1 október n.k. verður skipað út 3930 tonnum frá álbræðslunni i Straumsvík. Á fundi OEA (Organisation of European Aluminium Smelters), sem er samtök álbræðslna, er haldinn var í septemberbyrjun, lét W. H. Krome Georg, stjórn- arformaður Alcoa, það álit í ljós, að þar sem áliðnaðurinn í heiminum í dag gæti framleitt meira en hægt væri að selja, og slíkt ástand mundi trúlega vara næstu árin, þá mundu þær ráð- stafanir sem gerðar yrðu til þess að ráða bót á þessu ástandi, ákvarða uppbyggingu og ein- kenni áliðnaðarins næstu áratug- ina. 1 bréfi sem Wohnlich aðalfor- stjóri Alusuisse skrifaði ritstjóra Metal Bulletin og birtist í blaði þeirra 24. 8. 1971, kemur fram til hvaða ráðstafana evrópski áliðn- aðurinn hefur gripið vegna ástands þess, sem skapazt hef- ur. 1 þessu bréfi sagði m.a.: „Síðan árið 1900 hefur áliðn- aðurinn mörgum sinnum átt í erfiðleikum. Vandleg athugun heíur leitt í ljós tvö áberandi mégineinkennl, það hefur alltaf verið gripið of seint til gagn- ráðstafana, og lokaúrræðið, sem bætti úr, hefur verið að minnka íramleiðsluna, og samræma hana eftirspurninni. Af sögunni verða menn sjaldan rikari og áliðnaðurinn gengur í gegnum þetta enn einu sinni. Takmörk- un á framleiðslu er vanalega ekki framkvæmd fyrr en birgð- ir hafa aukizt úr hófi fram, svo að birgðirnar þrýsta á markaðs- verðið þrátt fyrir að framleiðsla hefur verið færð til samræmis við eftirspurn. Sumir framleið- endurnir geta f jármagnað birgð- ir sínar, en aðrir sem eru þeg- ar í miklum skuldum, eiga erfitt með það og eru í fjárhagserfið- Franihald & bls. 12. Á SÍÐASTLIÐNU ári barst Geir Hailgrímssyni borgarstjóra boð nm að heimsækja Moskvu ásamt tveim öðrum fulltrúum borgar- innar, og var gert ráð fyrir, að heimsóknin færi fram síðari hluta þessa árs. Fulltrúar borgarinnar verða auk borgarstjóra Gísli Halldórs- son forseti borgarstjórnar og Kristján Benediktsson borgarfull trúi og munu þeir verða gestir borgarráðs Moskvuborgar, með- ain heimsóknin stendur. Munu þeir koma til Moskvu 30. septem- ber, en halda heimleiðis að morgni 6. október. Meðan þeir dveljast í Moskvu rnutu þeir meðal annars kynna sér byggingar- og skipulagsmál, iþrótta- og æskulýðsmál. (Frá Skrifstofu borgarstjóra).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.