Morgunblaðið - 30.09.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.09.1971, Blaðsíða 22
MORGUNELAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1971 l 22 Sigurður Bjarnason, múrari - Minningarorð ari mermtunar og fór þvi í Flens borgarskóla, en varð að hætta námi vegna fjárskorts. Nokkru eftir 1920, er hann alfluttur til Reykjavíkur og hóf nokkru síð ar nám S múrsmiði hjá Sigurði Jónssyni, múrarameistara og lauk sveinsprófi árið 1929. Starf aði hann síðan í iðninrri á með- an heilsan leyfði. Hann var vandvirkur og traustur iðnaðar- maður og aífkastamikill í verki, enda tók hann fljótt við verk- stjóm hjá meistara sínum, sem lét þá merm, er hann síðar út- skrifaði, vlnna undir hans um- sjón. 1 þá nærri fjóra áratugi sem Sigurður starfaði i iðn sinni átti hann virkan þátt í því að móta svip okkar ört vaxandi höfuð- borgar, því margar eru þær byggingar sem hann vann við og má þar ekki sizt nefna Háskóla- bygginguna, þar eem hann, sem verkstjóri, sá um alla múr- vinnu úti og inni. Sú bygging var á sinum tíma, ein hin vand- aðasta hér S borg og þar lagt á nýjar brautir, aðallega í múr- skreytingu innanhúss. Þar átti Sigurður sina öruggu verk- stjóm, sem samstarfsmenn hans minnast með virðingu. Sigurður tók virkan þátt í starfi Múrarafélagsins og gegndi þar trúnaðarstörfuan í varastjóm og fulltrúaráði. Hann var áhugasamur um vei- ferð stéttar sixmar. Ákveðinn í skoðunum, gat verið þéttur í lund og stundum kröfuharður, ekki sízt við sjálfan sig, og átti þann mefcnað, að skila ávallt góðu verki. t Kveðjuathöfn um systur mína, Ingibjörgu Sigurðardóttur, fer fram í Stykkishólms- kirkju laugardaginn 2. okt. ld. 2 e. h. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 4. okt. kl. 1.30. Fyrir mína hönd og ann- arra vandamanna, Finnur Sigurðsson. t Eiginmaður minn, faðir og t Maðurinn miim, afi, Kjartan Ólafsson, Kristján G. Jónsson, fymerandi bninavörðnr, netagerðarmeistari frá Baldursgötu 22, Isafirði, verður jarðsunginn £rá Fri- verður jarðsungin frá Foss- kirkjurmi í Reykjavík föstu- vogskirkju föstudaginn 1. daginn 1. okt. kl. 1,30 e. h. október kl. 13,30 e. h. •Tóhanna Benónýsdóttir, Fyrir hönd vandamanna, börn og bamabörn. Ingibjiirg Jónsdóttir. t Móðir okkar GUÐRÚIM BRYNJÚLFSDÓTTIR, Vatnskoti, verður jarðsungin frá Hábsejarkirkju, laugardaginn 2. október. Athöfnin hefst með bæn að heirrrili hennar kl. 13.00. Blóm vinsamiegast afþökkuð. Fyrir hönd aðstandenda Ólafia Jónsdóttir, Þorkell Þórðarson. t Fóstursystir okkar THEÓDÓRA MARGRÉT THEÓDÓRSDÓTTIR andaðist á Borgarspítalanum 28. þessa mánaðar F. h. vandamanna Geira Möller, Þóra Mötler. t Minna Rasmunssen andaðist á Borgarspitalanum 28. sept. Fyiár hönd vina og fjar- staddra ættingja. Sigríður Sveinsdóttir. Fæddur 14. apríl 1894. Dáinn 22. september 1971. 1 dag verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, Sigurður Bjamason, múrari, sem andaðist 22. þ.m. eftir langvarandi van- heilsu. Guðmundur Sigurður Bjama- son, en svo hét harm fullu nafni, var fæddur í Súðavik, Álfta- firði, 14. april 1894 og voru for- eldrar hans Jónína Jóns- dóttir og Bjami Sigurðsson, tré- smiður. Vegna veikinda móður sinnar fór hann í fóstur til Rannveigar Jensdóttur sem þá var ekkja að Hamri í Nauthóla- hreppi og reyndist hún Sigurði sem bezta móðir. Hjá henni dvaldi hann fram yfir ferming- araldur, en varð síðan að sjá fyrir sér sjáifur og stundaði þá mest sjómennsiku og var um tíma skipverji á gufuskipinu Sterl- ing. Sigurður bjó yfir sterkri sjáifsbjargarviðleitni og hafði löngun tii þess að afla sér frek- t Hólmfríður Sigtryggsdóttir, fyrrum húsfreyja að Felli, lézt 29. sept. á Elli- og hjúkrunarheimiiinu Grund. Aðstandendur. Hinn 14. október 1933 kvænt- ist Sigurður Guðnýju Gísladótt- ur og lifir hún mann sinn, ásamt einkasyni þeirra, Haraldi, sem kvæntur er Guðrúnu Samúelsdótt ur og eiga þau tvo syni. Guðný var Sigurði sá Mfsförunaut- ur sem ávailt reyndist honum vel, og ekki sízt í laínigvarandi veikindum hans. Skipting Múrarafélags Reykja víkur árið 1933, var merk- ur áfanigi 1 sögu stéttarinnar. Þeir fjórir sem þá voru kjörn- ir í fyrstu stjóm sveinafélags- ins og varastjóm og mörkuðu því fyrstu sporin í heiliaríkri fé lagsþróun, eru nú allir horfnir yfir „biámóðuna“ miklu. Sigurð- ur Bjamason, s«n við kveðjum í dag, fór síðastur þeirra. Megi Alfaðir blessa minningu hans og styrkja syrgjandi éist- vini. S.G.S. Sígurður var múrari að mennt og iðn og stundaði það starf hér í Reykjavík marga áratugi, eða öM sin manndómsár. Vann hann við þau störf af mikiili hreysti og dugmaði svo lengi, sem heilsa og kraftar entust. Mun það ailra mál, er störf hans þekktu og starfa hans nutu, að þar hafi verið maður, sem hvergi dró af sér og vann hvert verk með sérstakri atorku, samvizkusemi og heiðanleika í hvivetna, enda munu ófáar byggingamar, smá- ar og stórar geyma hams hag- leiks handaverk. Þar munu og aðrir mér færari að dæma og læt ég því útrætt um það í þess- ari minningu. En það er annað, sem knýr mig til þess að minnast Sigurð- ar við fráfall hans. Þegar við vurum báðir á ungl- irtgsárunum, lágu leiðir okkar saman. Hann kom þá af Vest- fjörðum, en ég úr Ámes- sýslunni, báðir til Reykjavíkur. Hvorugur okkar hafði foreldra- hús frá að hverfa, eða okkur að að halla, og á þeim tímum var ekki um svo margar eða fjöl- breyttar leiðir að velja fyrir slika unglinga, allslausa. Og hvorki voru þær leiðir léttar né greið- færar. Við munum fyrst hafa fundizt í einhverri daglauna- vinnu hér. Eitt er víst, að við komuirn ti’l með að vtnna saman, meira eða minna í nokkur ár við allt mögulegt, sem unnt var að fleyta fram lífimi með, bæði til lands og sjávar. Hér í Reykja- vik, suður í Grindavík, austur á Fjörðum og vestur á Breiða- firði. Sigurður var afbragðs fé- lagi, léttur i skapi á hverju sem gekk og umfram allt greindur vel. Það seim hedzt dró okkur sam- an, var hinn sameigánlegi áhugi okkfir og umræður um það, hve nauðsyniegt væri að reyna að skapa sér einhverja íestu I starfi og þá helzt með einhveirs konar námi. Það varð til þess, að þegar við unnum hér í Reykjavík, venjulega 12 stunda vinnu á dag, stunduðum við samt nám hér í kvöldskóla og á allan háitt, sam nökkur tök voru á. Áttum við þá marga sameig- inlega ánægjustund við bóklest- ur og samræður. Sdðan síkilja leiðir okkar í nær f jóra áratugi. Siðar, er ég fluttist til Reykja víkur, þá er Sigurður einn sá fyrsti af gömlum æskufélögum, sem ég mæti á götu. Býður hann mér þá heim til sín á Barónsstíg 39. Þar tekur á móti mér kona hans, Guðný Gísladóttir, ein af hinni alkunnu Bergsætt. Áttu þau þá einn uppkominn son, Hanald, mifcinn efnismann. Var heimili þeirra allt með hinum mesta myndarbrag. Var auðsætt á öllu, að Sigurður hafði sann- arlega fundið festu í lífinu og komið sér með afbrigðum vel áfram. Höfðu því fyrmefnd- dr hæifileikar hans ekki svikið i lífsbaráttunni. Síðan hefi ég og kona mín átt stöðugri vináttu að mæta á heim ili þeirra hjóna. Með þessum seinni ára kunningsskap, hefi ég fengið ótviræða sönnun þess, að auk dugnaðar, sjálfsbjargar og atorku, sem ég minntist frá æskuárunum, bjó Sigurður ylir mikhim mannkostum, hjálpsemi og drenglyndi. Á því sviði marm lífsins voru þau hjón saimstillt og samtaka, ekki síður en að bjarga sér í hinni erfiðu líifs- baráttu fyrri tima. Með innilegri þökk fyrir alla vináttu og einlægri samúð til eft irlifandi konu og fjölskyldu hins látna vinar. Halldór Guðjónsson. Guðrún Bjarnadóttir, Sauðárkróki - Minning Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns mins, foður, tengdaföður og afa, Lárusar Ásmundssonar frá Sjavarborg. Dugbjört Sigurðardóttir, börn, tengdabörn og Fullu nafni hét hún Guðrún Ingibjörg Bjamadóttir. Hún fæddist í Eyhildarholti í Rípur- hreppi 19. janúar 1897. Foreldr- ar hennar, sem þá voru í hús- mennsku þar vom Kristín Jós- efsdóttir frá Strandhöfn í Vopna firði og Bjarni Magnússon sem fæddur var í Holtskoti i Seylu- hreppi. Árið 1901 fluttust þau til Sauðárkróks og stundaði Bjarni þar járnsmíðar, sem hann hafði lært hjá Sigurði Ólafssyni á Hellulandi, en auk þess sótti hann sjóinn og hafði nokkurn landbúnað. Guðrún ólst upp með foreldrum sinum, en síðan lá leið hennar til Reykjavíkur þar sem hún vann um 9 ára skeið í verzlun frændkonu sinn- ar Gunnþórunnar Halldórsdótt- ur leikkonu. Hún minntist oft veru sinnar þar og taldi hana góðan skóla, sem kom henni vel síðar á lífsleiðinni. Þann 21. júlí 1928 giftist Guð- rún Haraldi Júlíussyni kaup- manni, ættuðum frá Akureyri. Iíaraldur fluttist til Sauðár- króks 1912 og vann fyrst við verzlun Kristins P. Briem, en stofnsetti eigin verzlun 1919 og rekur hana enn í dag. Haraldur er kunnur sæmdar- og dreng- skaparmaður, enda hefur verzi- un hans ætíð notið mikilla vin- sælda og trausts. Guðrún fylgd ist af áhuga með störfum manns síns og kom henni þá í góðar þarfir verziunarþekking sú er hún öðlaðist árin sem hún dvaldi í Reykjavik og áður er að vikið. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið: Bjarna, sem starf- ar við verzlun föður síns og rek ur auk þess eigið flutningafyr- irtæki og Maríu Kristínar sem gift er Guðfinrii Einarssyni for- stjóra í Bolungarvík. Á sl. ári kenndi Guðrún þess sjúkdóms er síðar varð henni að aldurtila. Hún gekk undir mikinn uppskurð í september 1970 á sjúkrahúsi í Reykjavík, en kom síðan hingað norður og dvaldi að mestu á Sjúkrahúsi Skagfirðinga þar til yfir lauk. Hún andaðist 8. sept. s.l. 74 ára að aldri. Otför henn- ar varð gerð frá Sauðárkróks- kirkju 18. s.m. að viðstöddu fjöl menni. Að skrifa minningargrein um látinn vin er vandasamt verk. Persónulegar minningar, sem varla eiga erindi fyrir allra augu sækja á hugann og sú hætta er ætíð fyrir hendi, að lýs ingin á hinum látna verði að mestu hástemmt lof um ágæti hans. í þessu sambandi minnist ég þess sérstaklega, að Guðrún hafði oft orð á því, að einn til- tekinn sýslungi okkar skrifaði öðrum betur afmælis- og minn- ingargreinar, vegna þess hve hófsamleg orð hann notaði um viðkomandi fólk. Guðrún taldi hástemmd lofsyrði sjaldan til bóta, enda enginn gallalaus. í þessum fáu og fátæklegu orðum skal reynt að feta meðal veginn og er það þó ekki auð- velt fyrir mig því örlögin hög- uðu því svo, að Guðrún var hús móðir mín um árabil. Árið 1950 gerðist ég starfsmaður í verzl- un Haralds. Það var Guðrún, sem í upphafi gekk frá þeirri ráðningu og svo fór, að starfs- tími minn varð rösk 7 ár. All- an þann tíma reyndust þau hjón mér eindæma vel. Heimilið að Aðalgötu 22 — Baldur — stóð mér strax opið og varð mitt ann að heimili. Þaðan á ég ekkert nema góðar minningar. Fljótt reyndi ég og sá hvílík gæða- og mannkostakona Guðrún var. Heimilið og f jölskyldan var snar asti þátturinn í lífi hennar, eins og allra góðra húsmæðra. Hún vakti yfir velferð ástvina sinna og minnist ég sérstaklega si- vökullar umhyggju hennar fyrir hinum starfssama eiginmanni, sem um árabil átti við vanheilsu að stríða, en hlaut góðan bata fyrir umönnun hennar. En þeir voru fleiri, sem nutu ástúðar Guðrúnar. Hún varð það sem kallað er vel bjargálna, en hún vissi líka hvað fátækt var og gleymdi ekki þeim, sem við þau kjör búa. Það hefur sagt mér maður, sem starfaði hjá Har aldi á þeim árum, sem atvinna var stopul og erfiðleikar hjá ýmsum á Sauðárkróki, að marga ferðina hafi hann farið á veg- um Guðrúnar með eitt og ann- að, sem fátækum kom vel. 1 þessum efnum, sem öðrum voru þau hjón samhent. Hvorugt mátti aumt sjá án þess að reyna að bæta þar úr. Framhald á bls. 28.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.