Morgunblaðið - 01.10.1971, Side 30

Morgunblaðið - 01.10.1971, Side 30
* y 30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1971 ] h .4 Þórir Jónsson, formaður Skíða- sambands íslands. — Það má seg-ja, að hinir Norrænu frændur okkar hafi heiðrað Skiðasamband íslands á tvennan hátt í tilefni 25 ára af- mælis þess, sagði J»órir Jóns- son, formaður Skiðasambands Islands, í Morgunblaðsviðt&Ii — í fyrsta lagi með }iví, að norræna unglingamótið var hahl- ið hérlendis sl. vetur, og í öðru Iagi með norræna skíðaþinginu „Nordski“, sem haldið var hér um síðustu helgi. Til þessa þings mættu um 20 fulltrúar, þar af formenn og ritarar atlra skíða- sambandanna. Slík skiðaþing á að halda til skiptis í löndunum, og verður það næsta haldið í Finnlandi næsta ár. Letta var hins vegar í fyrsta skiptið, sem slíkt þing var haldið hérlendis. Margar nýjungar A 1 • • /»• • a doíinni — Rætt við í»óri Jónsson, formann Skíðasambandsins — Norrænt skíðaþing var haldið hérlendis um sJ. helgi Aðspurður um hvað hefði verið fjailað á þinginu, sagði Þórir Jónsson, að þar hefðu ver- ið teknar ýmsar ákvarðanir, m. a. um hvaða mót yrðu haldin næsta vetur og á hvaða málefni lögð yrði mest áherzia. Þórir sagði, að næsta unglinga- meistaramót Norðurlanda yrði haidið í Sviþjóð næsta vetur, og verður það þriðja Norðurlanda- mótið. Munu Islendingar væntan- lega taka þátt í þeirri keppni. Þá var ennfremur ákveðið að koma á Norrænn i skólakeppni, en hins vegar ekki endanlega gengið frá fyrirkomulagi hennar. Kvaðst Þórir búast við að það yrði á lí'kan hátt og var á skíða- landsgöngunni. Þórir sagði, að eitt af þvi markverðara, sem fjaiiað hefði verið um á þdnginu, og snerti ís- lendinga, hefði verið að taka upp nocrrænt mót í alpagreinum, sem yrði framkvæmt á svipaðan hátt og t. d. Hoilmenkoiien- mótið, en þar er tryggt, að 12 beztu skiðamenn þjóðanna mæta tii keppni. Sagði Þórir, að ákveðið hefði verið að haida slik mót, og hefði Island óskað eftir að taka þátt i þeim, og þá jafn- framt halda slik mót hériendis, þegar að þeim kæmi. — Við höfum mjög mikinn áhuga á þesisu, sagði Þórir — þetta myndi skapa okkar bezta skíða- íólki ákjósanlegt tæMfæri til þess að fara utan til keppni, og eins að fá hingað heim bezta skáðafólk Norðurianda í aipa- greinum. Sennilega verður fyrsta mótið haldið dagana 24.—26. marz í vetur í Gallivare í Svíþjóð, og þá heigina eftir yrði svo mót í Noregi. Við munum hins vegar ekM hallda sliikt mót í vetur, en þar næsta vetur vonumst við til þess að vera orðnir fuUgildir að- ilar að þeim, og væntanlega yrðu mótin þá haldin annað hvort á Isafirði eða Akureyri, þar sam aðstæðan til keppni í alpagrein- um er orðin mjög sómasamieg. — Á þessu þingi var einnig rætt um hugsanieg skipti á sMðafðlki, sagði Þórir, — svo og þátttöku fslendinga í þjáifara- námskeiðum, sem haldin eru er- lendis. Þannig hafa t. d. Svíar boðið okkur að senda sMðaþjálf- ara á niámskeið, sem haldið verð- ur þarlendis 1972—1973. — Yfirleitt fannst mér fulltrú- ar hinna Norðuriandaþjóðanna sýna ökkur Islendingum mdkinn skiining, sagði Þórir. — Þeir skilja og viðurfcenna sérstöðu okkar, bæði hversu fjariæigðin er mikil og eins hvað við erum fá- mennir. Núna í október verður haldinn leiðtogafundur hjá þeim, þar sem sérstaklega verður fjail- að um óskir okkar, og hvort þeir geti gert eitithvað fyrir okkur umfram það sem þeir hafa hing- að til boðið. Aðspurður um hvort það væri eingönigu Norðuriöndin sem íslendingar hefðu samskipti við í íþróttagreininni sagði Þórir að svo væri ekki, og benti m. a. á þau samskipti sem ísiendingar hefðu á undanfömum árum átt við Skoita. Þá sagði Þórir, að hann hefði ný’lega setið skiða- þdrng í Póllandi, oig þá notað tækifærið til þess að reyna að koma á samskiptum milli ís- iands og Póiiands. — Sá tími, sem skíðaaðstaða er góð í Póliandi, er raunverulega mjög stuttur, sagði Þórir, en þeir hafa lagt mikla áherzlu á að eignast gott skíðafólk og hafa búið því glæsilega æfingaað- stöðu, m. a. í Zakopanie, sem er Framhald á bls. 31 Ef að er gáð S.L. föstudagskvöld var í fyrsta skipti háður knattspyrnuleikur í Reykjavík við fljóðljós, sem búið er að koma upp á Melavellinum. Má þar með segja, að langþráður draumur iþróttaleiðtoga og íþróttaáhugafólks hafi rætzt, og kann vel svo að vera, að þessi atburður marki nokkur timamót í íslenzku iþróttalífi. Hingað til hefur verið mjög takmörkuð æfingaraðstaða til útiíþrótta yfir skamm degistímann, og hefur íþróttafólkinu helzt gefizt tækifæri til æfinga um helg- ar. Nú hefur hins vegar opnazt mögu- leiMnn að halda æfingar á kvöldin, og víst er að birtan sem á vellinum verð- ur er nægjanlega mikil bæði til þess að þar sé hægt að æfa knattspyrnu og írjálsar íþróttir, — á því fengust sönnur á fimmtudagskvöldið, þar sem keppt var í báðum þessum íþróttagreinum. Fljóðljósunum á Melavellinum er kom- ið fyrir á f jórum möstrum, sem eru um 30 metrar að hæð og gnæfa því yfir næsta umhverfi. Á hverju mastri eru svo átta ljóskastarar, þrír með grönnum ljósgeislum og fimm með breiðum ljós- geislum. Ljósgjafarnir eru af gerðinni málshalogen 2000w frá Osram. Við mæl- ingu sem gerð var á vellinum áður en ljósin voru formlega tekin í notkun reyndist birtumagnið vera frá 190—250 lux., sem er yfrið nóg til þess að hægt sé að stunda íþróttir á vellinum. Raf- magnsnotkun kastaranna er um 68 kw á klukkustund, og iætur því nærri að kostnaður við notkun þeirra sé um 200,00 kr. á klukkustund. Það er fyrirtækið Jóhann Rönning h.f., sem er umboðsaðili fyrir framleiðanda mastranna, en sá er sænska fyrirtæk- ið Jarnkonst. Hönnun lýsingakerfis, byggingu undirstaða og rafkerfi sá Raf- magnsveita Reykjavíkur um, smíði og reisingu mastra sá Hamar h.f. um og eftirlit með smíðinni hafði Rafmagns- veita Reykjavíkur og Almenna verk- fræðistofan. Að sögn íþróttafulltrúa Reykjavikur- borgar, Stefáns Kristjánssonar, liggur ekM enn fyrir hvír kostnaðurinn við uppsetningu fljóðljósanna verður, en hann sagðist geta trúað því að hann yrði vart undir 4 milljónum króna. Knattspyrnumennimir sem iéku fyrsta fljóðljósaleikinn, sögðu, að mjög skemmtilegt væri að leika í ijósunum, og að þeir gætu ekki fundið að á neinn hátt væri verra að leika í þeim, heldur en í dagsbirtu. Að vísu munu þeir fá nokkra ofbirtu í augun, ef svo vill til að þeir þurfi að horfa beint í Ijósið, sem er þó sjaidan. Það mun vera langt siðan fyrst var farið að ræða og rita um nauðsyn þess að koma upp flóðlýsingu á vell- inum, þótt ekki yrði af framkvæmdum fyrr en nú. Er sú ákvörðun ráðamanna, að biða heldur um sinn, og koma þá upp fulikominni lýsingu, lofsverð, þar sem ailar bráðabirgðaráðstafanir reyn- ast venjulega kostnaðarsamar auk þess sem þær skapa hættuna á því að það dragist að koma á fullnaðarlausn. Framundan eru nú lokaátökin í bik- arkeppni Knattspymusambands Islands, og verða ieikirnir sem fram fara í Reykja vik leiknir við flóðljós á Melavellinum. Skapar þetta strax aukna möguleika á þvi að láta keppnina ganga hratt og vel fyrir sig, en eins og margir efalaust muna, hefur oft gengið ilia að fá úrslit í þessari keppni og hún stundum stað- ið framundir októberlok, eða lengur. Ekki hefur verið unnt að leika nema um helgar, og jafntefli í leikjum hafa sett kerfið úr skorðum. Nú verður hins vegar hægt að leika að kvöldi til, og gefur það einnig aukn- ar líkur á aðsókn, þar sem það mun vera staðreynd að þeir leikir sem fara fram á kvöldin eru jafnan betur sóttir en þeir sem fara fram á miðjum dög- um. En eins og fyrr segir er það ekki aðeins á þessu sviði sem flóðljósin skapa möguleika. Vetraræfingum knatt- spyrnumanna hefur verið mjög þröng- ur stakkur skorinn i skammdeginu, þar sem ekki er ratljóst lengur er leikmenn- irnir hætta vinnu sinni, og þvi aðeins hægt að æfa um helgar. Hið sama gild- ir einnig um frjáisíþróttafóik, sem litla möguleika hefur haft á útiæfingum yf- ir vetrartímann. Steinar J. Lúðvíksson. Frá fyrsta knattspyrnuleiknum í flóðljósum á Melavellinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.