Morgunblaðið - 01.10.1971, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1971
Hvor sigrar,
Fischer eða Petrosjan?
Snjallasti sóknarskákmaður-
inn og bezti varnarskákmað-
urinn leiða saman hesta sína
NÆSTU vikur mun athygli
skákunnenda óspart beinast
að skákeinvigi því, sem í gœr
átti að hef jast i Buenos Aires
í Argentínu milli skákjöfr-
anna Bobby Fischers frá
Bandaríkjunum og Tigran
Petrosjans frá Sovétríkjunum.
Mikið er í húfi fyrir keppend
urna, því að sá, sem sigrar
í einvíginu, fær heimild til
þess að skora á núverandi
heimsmeistara, Rússann Bor-
is Spassky i einvígi um heims
meistaratitilinn. Hér verður
engu spáð um úrslitin. Þeir
Fischer og Petrosjan eru
tvímælalaust allra beztu
skákmenn heimsins nú. Petr-
osjan hefur áður verið heims-
meistari. Vann hann heims-
meistaratitilinn af Sovétmann
inum Mikhael Botvinnik í
hörðu einvígi 1963, en tapaði
fyrir Spassky í öðru einvigi
síðar um heimsmeistaratitil-
inn. Petrosjan hefur þvi mikla
reynslu sem einvígisskákmað-
ur.
Skákferill Fischers að und-
anförnu hefur hins vegar ver-
ið með ólíkindum. 1 fyrri ein-
vigjum í undankeppninni um
áskorunarheimildina á heims-
meistarann hefur hann sigr-
að Taimanov frá Sovétrikjun-
um og Larsen frá Danmörku
taplaust, það er segja, hann
vann allar skákirnar í þessum
einvígjum en tapaði engri.
Báðum einvígjunum lyktaði
með 6:0 fyrir Fischer. Siðustu
19 skákirnar, sem hann hef-
ur teflt, hefur hann unnið all
ar. Það er því ljóst, að Fisch-
er er sterkari nú en nokkru
sinni fyrr og það er ekki að
undra, þó að margir spái hon-
um sigri í viðureigninni við
Petrosjan nú.
Alls hafa þeir Petrosjan og
Fischer teflt saman 18 skák-
ir áður. Þar af hafa 12 skák-
ir orðið jafntefli, en þeir hvor
um sig unnið þrjár skákir.
En margir benda á, hver úr-
slit hafa orðið úr siðustu skák
um þeirra og spá um úrslit ein
vígisins nú eftir þeim. Á síð-
asta ári leiddu þeir fjórum
sinnum saman hesta sína.
Þeir gerðu tvisvar sinnum
jafntefli. Hinar skákirnar
tvær vann Fischer.
1 einvíginu nú í Buenos Air
es verða tefldar 12 skákir og
þarf því sigurvegarinn að
hljóta minnst 6% vinning.
Gera má ráð fyrir því, að ein-
vigið standi að minnsta kosti
þrjár vikur, ef ekki út allan
októbermánuð. Það getur ráð
ið miklu þar um, hversu mik-
ið verður um biðskákir.
Skal nú viikið stuttlega að
þeim Fischer og Petrosjan
hvorum um sig:
STÓRMEISTARATITIL
15 ÁRA
Robert Fischer er banda-
rískur Gyðingur, fæddur
snemma árs 1943 og því 28
ára gamall. Hann hlaut stór-
Bobby Fisclier.
meistaratitil aðeins 15 ára
gamall, og hefur enginn skák-
meistari hlotið þann titil svo
ungur, hvorki fyrr né siðar.
Fischer hefur náð slíku ör-
yggi i skák, að oft er engu
líkara en að hann kunni ekki
að tapa, Hann þykir einkum
frábær sóknarskákmaður og
lætur fá tækifæri ganga sér
úr greipum. Rússneski stór-
meistarinn Viktor Korchnoi,
hefur líkt Fischer við vél, sem
sé stillt á vinning. Vegna
hins hvassa sóknarstíls síns
þykja skákir Fischers oft með
afbrigðum litríkar og skemmti
legar og þær eru uppáhalds-
efni skáktímarita og skák-
dálka blaða um allan heim.
En persónan Robert Fischer
hefur ekki náð sömu vinsæid-
um og skákmaðurinn. Hann
þykir sérvitur og hefur oft
valdið úlfaþyt á skákmótum
með framkomu sinni. En raun
ar á hann oft í vök að verj-
ast að þessu leyti vegna frægð
ar sinnar. Á skákmóti á Mall-
orca í fyrravetur þrengdi
blaðalj ósmyndari sér alveg
upp að Fischer, þar sem hann
sat og tefldi og olli honum
greinilega mikilli truflun. Svo
fór, að Fischer missti þolin-
mæðina, vatt sér að ljósmynd
aranum, tók í öxl hans og
ýtti honum ákveðið en kurt-
eislega að útidyrahurðinni og
hætti ekki fyrr en maður-
inn hafði verið rekinn á dyr.
Fáir aðrir en Fischer hefðu
farið svona að, en víst má
segja sem svo, að hann hafi
haft ástæðu til þess ama.
Fischer er tvímælalaust
mesta skákmannsefni, sem
komið hefur fram á Vestur-
löndum áratugum saman.
Mörgum finnst, sem Sovét-
menn hafa búið nógu lengi að
heimsmeistaratigninni í skák
og myndu fagna þvi þess
vegna, ef Fischer yrði heims-
meistari. Slikt verður naum-
ast talið jákvæð eða frambæri
leg afstaða. Hitt er ef til vill
miklu meira um vert, að yrði
Fischer heimsmeistari, væri
setztur í hásætisstól skáklist-
arinnar sá skákmeistari nútím
ans sem ræður yfir hvað fal-
legustum og skemimtilegust-
um skákstil allra núlifandi
skákmeistara.
HEIMSMEISTARI
1963 OG 1966
Tigran Petrosjan er Arm-
eníumaður, fæddur árið 1929.
Hann varð heimsmeistari í
skák, er hann sigraði Rúss-
ann Mikael Botvinnik í ein-
vígi 1963. Petrosjan varði síð
an heimsmeistaratitil sinn fyr
ir Boris Spassky árið 1966
en tapaði titlinum síðan til
Spasskys i öðru einvígi 1969.
f þessum tveimur einvígj-
um var munurinn á þessum
Tigran Petrosjan.
tveimur skákmönnum mjög
lítill. Um skákstíl Petrosjans
er það helzt að segja, að hann
þykir afburða varnarskákmað
ur og þykir snillingur i að
hagnýta sér til sigurs of djarf
ar tilraunir andstæðings síns.
Það verður þvi mjög gam-
an að fylgjast með einvíginu
í Buenos Aires, því að þar
mætast sóknar- og varnar-
skákmaðurinn. Petrosjan er
mikill jafntefliskóngur. Oft
sigrar hann skákmót án þess
að vera nálægt því að hljóta
flesta hreina vinninga. Ástæð
an er þá gjaman sú, að hann
hefur tapað fæstum skákum
og oft engri. Slíkur skákstíll
er Fischer hins vegar vart að
skapi, því að hann teflir gjam-
an frá upphafi upp á stífan
vinning. En það er hætt við
því, að sú aðferð verði ekki
einhlít gegn jafn frábærum
varnarskákmanni og Petrosj-
an er.
Atvinna í boði
Unglingspiltur óskast til bústarfa.
Þarf að vera vanur mjaltavélum og dráttarvélum.
Upplýsingar í síma 13899.
DinSFELflK
w ww
DIICTIPLIITLS
Fireball — DEEP PURPLE
Master of Reality — BLACK SABBATH
Pearl — JANIS JOPLIN
Sticky Fingers — ROLLING STONES
Every Pitcure tells a story — ROD STEWARD
Every good Boy deservers a Favour — M00D BLUES
Symphony for the Seventies — WALDO DE LOS RIOS
Songs for Benginners — GRAHAM NASH
STEPHEN STILLS II
JESUS CHRIST SUPERSTAR.
FÁLKINN
Hljómplötudeild
Laugavegi 24, Suðurlandsbraut 8
Hafnarframkvæmdir í Grímsey
Greinargerð frá Hafnamálastofnun
MBL. barst í gær eftirfarandi
greinargerð frá Hafnamála-
stofnun ríkisíns vegna frétta,
sem birzt hafa í dagblöðum.
Sumarið 1969 var unnið að
hafnargerð í Grímsey. Hafna-
málastofnun rikisins sá um fram
kvæmdir og hönnun.
Verkin voru þríþætt:
1) 95 metra langur brimvarnar-
garður úr grjóti nálægt 100
metrum vestan viðlegugarðs-
ins í stefnu suðaustur.
2) Grjótfylling utan viðlegu-
garðsins til varnar hafróti og
til styrkingar. Viðlegugarður-
inn er fremst gerður úr grjót-
fylltum steinkerjum og var
byggður í áföngum fyrir 1969.
3) Grjótfylling framan frysti-
hússins.
Grjótnámið er rétt ofan land-
enda brimvarnargarðsins, sem
fyrirhugaður var. Grjótnámið
reyndist mun ver en búizt var
við. I brimvarnargarðinum var
áætlað að þyrfti grjót i yztu lög-
in af stærðum 10 til 12 tonn
fremst, en 8 til 10 tonn nær
iandi, í grjótnáminu fékkst hins
vegar ekki stærra grjót en 4 til
5 tonn og það í litlu magni.
Þegar séð var að ekki fengist
fullnægjandi grjótstærðir var
hætt við byggingu brimvarnar-
garðsins og unnið að öðrum
verkþáttum: það er gerð grjót-
fyllingar utan hafnargarðsins og
framan frystihússins. Brimvarn-
argarðurinn var þá 45 metra
langur og var reynt að verja
garðinn eftir föngum með því
stærsta grjóti, sem til var áður
en hætt var.
1 haustbrimum skolaði brim-
varnargarðinum að mestu í
burtu eða þvi, sem lokið var af
honum, enda ekki við öðru að
búast, þar eð grjótið í yztu lög-
um garðsins var alltof smátt.
Grjótfyllingin utan viðlegu-
garðsins stendur hins vegar og
kemur að fullum notum og sama
er um grjótfyllinguna framan
frystihússins.
Samkvæmt hafnalögum greið-
ir ríkið 75% kostnaðar við brim-
varnargarðinn og af grjótvöm-
um utan viðlegugarðsins en
40% af kostnaði Við grjótfyll-
inguna framan frystihússins.
Framlag ríkisins kom með
fjárveitingum en jafnframt var
veitt fyrirgreiðsla um lánsútveg-
anir vegna hluta sveitarfélags-
ins. Við uppgjör verksins var
það brotið niður í áðurnefnda
þrjá verkþætti og kostnaður á
hvern verkþátt áætlaður í beinu
hlutfalli við rúmmetramagn
hvers fyrir sig.
Kostnaður var: kr.
1. Brimvarnargarður 2.304.211.76
2. Grjótfylling utan
hafnargarðsins 2.595.375.00
3. Grjótfylling
framan frystihúss 173.004.00
Samtals kr. 5.072.590.76
Deila má um, hvort eðlilegt
sé að skipta kostnaði beint eftir
rúmmetramagni hvers verkþátt-
ar, þannig væri ef til vill réttara
að reikna kostnað við hvern
rúmmetra í brimvarnargarðin-
um meiri en í hinum verkþátt-
unum, þar eð stærsta grjótið var
Framhald á bls. 12