Morgunblaðið - 31.10.1971, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1971
HVERFISGÖTU 103
YW Send*ferdefaífreíð-YW 5 manna-VW Jvefnvagn
VW 9 manna -Landrover 7manna
® 22-0-22*
RAUPARÁRSTÍG 31
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
BÍLALEIGA
Keflavík, simi 92-2210
Reykjavík — Lúkasþjónustan
P- ^'i.'fandsbraut 10. s. 83330.
LEIGUFLUG
FLUGKENNSLA
FLUGSTÖÐIN HF
Simar 11422. 26422.
Ódýrari
en aðrir!
Shodh
LEIGAM
AUÐBREKKU 44 - 46.
SfMI 42600.
Bilaleigan
TÝR ““
SKÚLATÚNI 4 SÍMI15808 (10937) ]
‘'Horðurbraut U1
Wafnartirði
SÍMi 52001
EFTIR LOKUN 50046
Lausir bílar \ dag
0 Öryggismálin og áhrif
kommúnista í
ríkisstjórn
Velvakanda hafa borizt ó-
venju mörg bréf á skömmum
tíma um sama málið: Áhrif að
ildar kommúnista að rikisstjórn
inni á meðferð utanríkis- og ör
yggismála. Bréfritarar eru yfir
leitt þungorðir og stórorðir —
einkum í garð Framsóknar-
flokksina.
Bréfriturum er bent á, að
nöfn þeirra verða að fylgja og
gífuryrði eiga ekki við í jafn
alvarlegu máli, — hvað þá per
sónulegt hnútukast á einstaka
ráðherra, þegar bréfritari viil
sjálfur dylja nafn sitt.
Svo virðist sem skipun hinn
ar einstöku varnarmálanefndar
innan ríkisstjórnarinnar hafi
hleypt skriðunni af stað.
0 Gömul saga um
sjóferðarbæn
Guðjón Bj. Guðlaugsson,
Efstasundi 30, skrifar:
„I>að var árla morguns seint
í september árið 1917, að Hálf
dán bóndi í Búð í Hnífsdal sendi
vélbátinn sinn, Dan, eftir heyi
og mó út í Skálavík. Formað-
urinn á bátnum var Guðmund-
ur Jósepsson, ungur maðu-r,
stór og efnilegur, ei'tt af glæsi-
mennum staðarins. Með honum
fóru tveir aðrir ungir menn, og
svo ég, 11 ára drenghnokki, sem
varla var teljandi með, en átti
að vera til snúninga og hjálpa-
ar í ferðinni. Ferðin gekk að
öllu leyti vel og var hin
skemmtilegasta, en hennar saga
verður ekki sögð hér.
Þegar formaðurinn hafði snú
ið bátnum til ferðar, tók hann
ofan húfuna, og er ég gerði ekki
starx hið sama, tók hann af
mér húfuna líka, þar sem ég
stóð hjá honum við stýrið og
henti henni á dekkið. Það voru
engin orð höfð í sambandi við
þetta, en sem betur fór skildi
ég strax, hvað ég átti að gera.
Ég vissi, að sjómenn höfðu það
fyrir sið að taka ofan og biðja
sjóferðarbænar, þegar þeir
lögðu frá landi í sjóróðra, en í
bamaskap rrdnum hafði ég hald
ið, að þess þyrfti ekki með í
svona ferðalagi, sem ekki var
veiðiferð. Mér hefur orðið þetta
atvik minnisstæðara og heilla-
drýgra um ævina en nokkur
predikun.
Það verður sjálfsagt um það
deilt, hve þýðingarmikil og
nauðsynleg bænin er, en kyn-
slóðirnar hafa nú samt leitað
sér styrks í henni og hún ver-
ið, þegar allt hefur brugðizt,
eina haldreipið.
0 Þrá mannsandans eftir
æðri handleiðslu
Barátta mannanna við höfuð
skepnurnar hefur knúið þá til að
leita á vit æðri máttarvalda, og
reynslan hefur sýnt að það hef
ur borið árangur. Og enn er
það svo, að þegar mannlegan
mátt þrýtur, þekkingu og tækni,
eru það ósýnileg öfl, sem ekki
er hægt að þreifa á, er veita
mainniinum huggun og styrk.
Það er sama, hvort sú leit
mannsandans eftir æðri hand-
leiðslu heitir ferðabæn á sjó
eða landi, kvöld- eða morgun-
bæn €ða hvert annað hugar-
ástand, er leiðir manininn áfram
og veitir honum styrk. Það get
ur verið, að sá siður meðal sjó
manna að taka ofan og flytja
berhöfðaðir bæn sína, þegar
lagt er frá landi, sé niður lagð
ur, en þó hygg ég, að í brjósti
hvers sjómanns bærist þrá eftir
æðri handleiðslu og hugur
þeirra frekar en annarra reiki
yfix öldutoppana til móts við
hann, er kyrrði vind og sjó.
0 „Bænin má aldrei
bresta þig“
Síðan það tiðkaðist almennt
að lesa sjóferðabæn, hefur Uf
þjóðarinnar mikið breytzt og
skapazt ný og erfið viðfangsefni
og vandamál. í stað hinna litlu
og oftast ófullkomnu smábáta,
sem voru önnur aðalfarartæki
fólks, eru komin ný og glæsileg
tæki, bílarnir, með öllum sín-
um slysum. En gleymist ekki
þar að taka eitthvað með í ferð
ina? Mér koma í hug orð gam-
allar konu, Amdísar Þorsteins
dóttur, er hún sagðist „á hverju
kvöldi biðja fyrir blessuðum bíl
stjórunum". Þó held ég, að hún
hafi haft svo mikil kynni af sjó
mannastétttnni, að umhugsunin
um hana væri henni nægilegt
viðfangsefni, en hún fylgdist
srvo vel með tímanum, blessuð
gamla konan, að hún gerði sér
grein fyrir þeim hættum, er
voru bílunum samfara, bæði
sem farartækjum og íverustöð-
um þeim, er þá gista á nótt
sem degi.
0 Bílferðarbæn?
Það væri fróðiegt að vita,
hvort slysum fækkaði ekki, ef
þeir, sem stjórna bílum, legðu
ávallt af stað í tilbeiðsluástandi
með þá ósk efst í huga að verða
hvorki sér né öðrum til leið-
inda eða að fjörtjóni í ferðinni.
Menn, sem stjórnuðu opnum
seglbát háðu fangbrögð við öld
urnar og storminn, höfuðskepn
urnar í öllum sínum mætti og
stæltust við hverja raun. En
þeir eiga jafnvel við ennþá erf
iðari keppinaut að etja, sem er
þeirra duldi maður. Það er vís-
indalega rannsakað og sannað,
að það þarf sálræna hæfileika
til þess að stjórna bílum. Hug-
arástand mannsins þarf alltaf
að vera í jafnvægi, og það jafn
vægi veitir bænin öðru fremur.
Ég þekkti eitt sinn góðan skip
stjóra, sem aldrei gat heyrt tal
að illa um bátinn sinn, en sagði
alltaf: „Blessaður báturinn". —
Honum fannst, sem eðlilegt var,
að báturinn væri hluti af sjálf
um sér, og svo held ég, að sé
um flesta, góða skipstjórnar-
menn. Þannig ætti það að vera
með bílstjórann og bílinn, og
er það ef tiil vill í einstaka til-
vikum, en þau virðast vera allt
of fá eftir þeirri meðferð að
dæma, sem bílarnir fá í umferð
inni. Maður, sem segir „bless-
aður bíllinn", stofnar ekki hon
um, sjálfum sér og öðrum að
óþörfu í hættu með ógætilegum
akstri. Hann mundi heldur
aldrei bragða áfengi. Ekkert á
eins illa saman og áfengi og bíl
ar.
„Biðjið, svo þér fallið ekki í
freistni", stendur einhvers stað
ar. Akið ávallt í góðu hugar-
ástandi með virðingu fyrir sjálf
um ykkur, bílnum ykkar og öðr
um vegfarendum, og vitið þá,
hvernig ferðin gengur.
„Gott ©r heilum vagni heim
að aka“.
Guðjón Blj. Guðlaugsson,
Efstasundi 30“.
0 Ullarvoðir handa ind-
versku flóttafólki
Guðríður Guðjónsdóttir,
Hárdsvag 57 í Málmhaugum í
Svíþjóð, skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Ég var að hlusta á auglýsingu
hér í sænska útvarpinu, „að
það væri að koma vetur í Ind
landi“. Og hugsið yður! Allt
flóttafólkið, sem ekkert hefur
til að skýla sér, og svo margt
sem það er, hefur enga mót-
stöðu, og mér datt í hug: Ekkert
jafnast á við íslenzku ulliina. —
Gætið þér ekki skrifað í blaðið:
Ef einhvert skyldi eiga gömul
ullarteppi, sem hann kannski
bara kastar — væri þá ekki
hægt að safna saman nokkrum
og senda til Indlands? Það gæti
bjargað nokkrum mannslífum.
Kæri Velvakandi, ég vona að
þér misvirðið ekki þetta við
mig, ég á svo lítið sjálf, en ef
fólk er búið að búa lengi á sama
stað, þá á það oft ýmislegt, sem
það ekki notar sjálft, en gæti
komið öðrum að gagni.
Með fyrirfram þakklæti,
Guðríður GuSjónsdóttir,
Hárdsvag 57, Malmö“.
TIL ALLRA ÁTTA
NEW YORK
Alladaga
REYKJAVÍK
OSLÓ
Mánudaga
Miðvikudaga
KAUPMANNAHÖFN
Mánudaga
Miðvikudaga
Laugardaga
L0FTLEIDIR
Rýmum fyrir nýjum
birgðum — Einstakt
tœkifœri — Aðeins þessa
viku — 20°/o afsláttur
af öllum vörum
sköbUðin suðurveri
SlMI
8
3
2
2
5