Morgunblaðið - 31.10.1971, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1971
AKO
• •• ■':
.vccos
VlOlCt
ki^g
v<:c;
■
;
Fíknilyfin og
unga fólkið
Segja má að næst styrjöld-
um og mengun, séu fiknilyf-
in og síaukin útbreiðsla þeirra
eitt meginumræðuefni um
þessi áramót, ekki einungis
hér heidur jafnvel um allan
heim.
Víða hafa verið samin og
samþykkt ströng iög og refs-
ingar viðvíkjandi sölu, dreif-
ingu og neyziu fiknilyfja.
1 Bandaríkjum Norður-Am-
eriku varðar dreifing og sala
fíknilyfja i stórum stil allt að
fimmtán ára fangelsisvist. Og
í sumum Arabaríkjum eða
Múhameðstrúarlöndum liggur
hvorki meira né minna en
drauðarefsing við sams kon-
ar afbrotum. Hættan virðist
þvi viðurkennd sem mikil.
Hér á Norðurlöndum hef-
ur fólk verið býsna lengi að
átta sig á þessum voða.
Það hefur verið fremur lit
ið um þetta vandamál hér á
íslandi, þangað til alveg á sið
ustu tímum, og eru það þá
einkum unglingar, sem dvalið
hafa erlendis, sem vakið hafa
athygli. En samt sígur hér
einnig á ógæfuhlið að margra
dómi og flestum, sem eitthvað
hugsa, finnst tími til kominn
að líta í kringum sig og efla
þær varnir, sem við verður
komið og hugsanlegt er. En
þar er fræðsla talin í fyrsta
sæti. Og t.d. í Svíþjóð eru
einmitt lagðar fram i skól-
um og f jölmiðlum greinargóð-
ar skýrslur, spurningar og
svör, sem helzt vekja at-
hygli ásamt myndasýningum
og fundahöldum.
Hér skulu sem sýnishorn
birtar spurningar og svör,
sem birt eru, íhuguð og rædd
í umræðuhópum erlendis, þar
sem þessi mál eru til athug-
unar jafnvel á vísindalegum
grundvelli.
Þessar spurningar eru sam-
tal, sem fram fór á ungmenna
samkomu í svipuðu formi og
stundum er hér á samræðu-
fundum í sjónvarpi.
1. Hvaða orsök teljið þér
vera helzta til fíknilyfja-
neyzlu?
. Orsakirnar geta verið marg
ar og mjög misjafnar. Meðal
ann ars má nefna einstæðings-
kennd, hlédrægni, friðleysi,
ótta, forvitni, tiða umgengni
við lyfin (t.d. starfsfólk lyfja
búða og sjúkrahúsa) trúar-
iegt tómlæti eða tómarúm o.fl.
o.fl.
2. Hvers vegna verður
ungt fólk helzt eiturlyfja-
neytendur?
Unga fóikið óskar yfirleitt
að vera laust og frjáls und-
an venjum og siðum eldri
kynslóðarinnar. Margt af því
elur með sér inngróna angist
gagnvart tilgangsleysi tilver-
unnar. Fyrir æskuna verður
nautn fíknilyfja og það líf
sem henni fylgir félagslegt
fordæmi og eftirsóknarvert.
Forvitni á einnig mikinn þátt
í fíknilyfjaneyzlu æskulýðs-
ins.
3. Hvernig ber að lita á hið
mikla pilluát samtíðarinnar
yfirleitt?
Allt lyfjaát hefur í för
með sér hættu á ofnautn og
vanamyndun, hvort sem um
er að ræða róandi eða örv-
andi lyf, nema þá eftir
strangri fyrirskipan lækna.
4. Er það synd að nota
fiknilyf?
Við notkun fíknilyfja er
ekki hægt að ábyrgjast líf og
heilsu hvorki sjálfs sin né
annarra.
Fyrir þá, sem ofnota fíkni
lyf, taka þau öll völd af vilja
og sjálfsákvörðun, verða
nokkurs konar afguð. Og það
er sytnd.
Ábyrgð og kærleikur gagn-
vart öðrum krefst þess að ég
neiti mér um þess háttar lyf,
svo að ég ekki brjóti gegn
æðstu boðum Guðs.
5. Hvernig er helzt hægt að
bæta upp eða koma í veg fyr-
ir fíknilyfjaneyzlu?
Þar eð fíknilyfjanautn er fé
lagslegt vandamál, er helzt
að leita uppbótar í fjöl-
breyttu félags- og æskulýðs-
starfi og tómstundaiðkunum.
Skapandi hópar og trúar-
leg samstaða og iðkun er
mjög þýðingarmikið til að
gefa lífinu gildi og fylla það
tómarúm, sem er einn helzti
hvatinn til lyfjaneyzlu.
6. Hvar á að kenna og
fræða um hætturnar, sem eru
samfara fíknilyfjaneyzlu?
Með hlutlægri og almesmri
fræðslu á fjöldasamkomum, í
skólum, félagsiífi, fundum og
ekki sízt á heimilum. Þekk-
ingin er eina móteitrið. Og
svo má ekki gleyma að nota
blöð, sjónvarp og hljóðvarp í
sama tilgangi.
7. Hvaða skilyrði og aðstoð
getur samfélagið veitt í þess
um vanda?
Samfélagsaðstoð í þessum
voða er býsna takmörkuð.
Við
gluggann
eftir sr. Árelíus Níelsson
Enn sem komið er, má fuil-
yrða, að hún sé engin hér á
Islandi önnur en sérfræðinga
hjálp á geðdeildum sjúkrahús
anna og einnig aðstoð heimil-
islækna, sem verður að sjáif-
sögðu oft býsna ráðafátt. En
í Svíþjóð hafa nú þegar ver-
ið stofnsett sérstök „afvötn-
unar“- og endurhæfingarhæli
og opnuð leiðbeiningastöð í
Stokkhólmi.
8. Hvernig þarf löggjöfin
að vera til að hindia út-
Framhá á bls. 26
TOe i
w*zss£a
xo SmoKina
pteasu’6
. .oaRórðaborg-
'í
frá Mew Yoi