Morgunblaðið - 31.10.1971, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1971
11
Það er kominn gestur
— frumsýnt á Akureyri
Akureyri, 29. október.
L.EIKFÉLAG Akureyrar frum-
sýnir sjónleikinn „Það er kom-
inn gestur" eftir Ungverjann
Instvan Örkeny fimmtiidaginn
4. nóvember. Leikstjörar eru
Þórhildur Forieifsdóttir og Arn-
ar Jónsson.
Með helztu hlutverk fara Sig-
urveig Jónsdóttir, Arnar Einars-
son, Guðlaug Hermannsdóttir og
Þráinn Karlsson, en alls eru leik-
endur 10.
Sigmundur öm Amgrimsson
hefur nú látið af starfi fram-
kvæmdastjóra Leikfélagsins en
við tekið Þráinn Karlsson. Eins
og undanfarin ár geta leikhús-
gestir keypt áskriftarkort að öll-
um sýningum starfsársins með
25% afslætti frá venjulegu að-
göngumiðaverði.
Næsta viðfangsefni L.A. er
barnaleikritið „Dýrin í Hálsa-
skógi" og leikstjóri verður Ragn-
hildur Steingrimsdóttir. Um önn-
ur leikrit, sem félagið mun taka
til sýninga á vetrinum, hefur
ekki verið ákveðið enn.
L. A. starfrækir nú leiklistar-
skóla með 16 nemendum. Leið-
beinendur eru Björg Baldvins-
dóttir og Jóhanna Þráinsdóttir.
— Sv. P.
Til sölu strax
Vefnaðar- og smávöruverzlun í fullum gangi i góðu hverfi.
Engin hliðstaeð verziun í hvérfinu.
Tilboð fyrir 5. 11., merkr „MÖGULEIKI — 4387" sendist af-
greiðslu Morgunblaðsins.
hans við guðíræðánáam H.í. er
ekki fyrsta viðurkenning slik,
sem hanm hJýtur erlendis, því
1947 var hann kjörinn heiðurs-
doktor við guðfræðideild amer-
ísks háskóia.
Se<m yfirmaður kirkju sinnar
var Ordass í fylkingarbrjósti,
'þegar samningar hófust við
Ikotmmúnistas'tjórn landsins um
au'kin vöíd rikisins yfir kirkju-
skölunum. Meðan þessir samn-
ingar stóðu, var hann handtek-
inn og dæmdur til tveggja étra
fangelsisvistar. 1 fangelsinu rit
aði hann minningar og einnig
föstuhugvekjur, sem 1958 koarnt
út á enskri tumgu, en án þess
að höfundar væri getið.
Eftdr að fangelsisvistinni lauk
1950 lifði Ordass hflédrægu Mfi
í Búdapest, þar til stjómvöild
veittu honum uppreisn æru
1956, um haustið. Varð hann
þá að semja svo, að hann tók
ekki við sinu fyrra biskups-
starfi, heldur gerðist prófessor
i samkirkjulegri guðfræði við
lúthersiku guðfræðideildina í
Búdapesit. En áður en 'kom að
því að hann gæti hafið þar fyr-
jrlestra, lét „eftinmaður“ hans
lá-szló Dezséry af störfum og
tók Ordass þá bæði við sinu
fynra bisikuipsemibætfi og leið-
togasitöðu simni fyrir lúthersku
(kirkjunni í Ungverjalandi.
En meðbyrinn varði stutt.
Aðeins hálft annað ár leið, þar
til yfirvöld Ungverjalands litu
hann aftur homauga og 1958
var hann á ný sviptur embætt-
uim. Tiil marks um traust það,
sem Ordass naut, má geta þess,
að á aðalþingi Lútherska Heims
sambandsins, sem haldið var í
Minneapolis 1957, var hann
öðru sinni kosinn varaforseti
sambandsins.
En trú og kommúnismni fara
ekki saman. Og svo sannur trú
maður sem Lajos Ordass er
þyrnir i augum háns kommún-
iska valds. Þess vegna lifir
hann nú enn á ný ærulaus I
Búdapest, þaðan sem hann hef
ur sent okkur íslendingum
handritið af þýðingum símum
á Passíusáimunum, en sjáHfur
má hann ekki um frjáisí höfuð
strjúka.
OPINN OG EINLÆGUR
Sigurbjörn Einarsson, biskup,
sagði þeim, sem þetta hefur
tekið saman, að hann og Or-
dass hefðu árum saman skipzt
á áfmæiis- og jólaóskum og ein
stökum bréfum.
„Ég hef lengi haft áhuga á
að geta boðið Ordass til Is-
iands", sagði biskup, „en allar
tilraunir tii þessa hafa orðið
að engu, þrátt fyrir áhuga
beggja."
Éig spurði biskup, hvern
Biskupinn yfir ísiandi, henra Sigurbjöm Einajsson, les úr
nýjustu og „beztu“ Passíusálm aþýðingu Ordass.
mann hann teldi Ordass hafa
að geyma eftir skrifum hans
að dæma og biskup svaraði:
„Hann er að eðlisfari ákaflega
giaðlyndur maður, bjartur í
lund, opinn og einlægur. Hann
er sériega heilsteyptur trúmað
ur. Og hann er skáld.“
Og biskup sagði mér frá
löngun sinni til að gefa út loka
þýðingu Ordass á Passiusáim-
unum. „Mig langar fjarska mik
ið til þessa,“ sagði biskup „og
ég tel, að við íslendingar ætt-
um að gera eitthvað fyrir þenn
an mann, sem í framandi landi
leggur sig eftir tungu okkar
og trúarbókmenntum. Við
stöndum í mikilli þakkarskuld
vdð þennan mann og ég tel
hana bezt greidda með því að
við gerum honum kieift að sjá
þetta mikla verk sitt gefið út.
Það stendur okkur næst.“
Biskup sagði, að i vor sem
leið hefði komið til sin kona
og fært honurn 20 þúsund krón-
ur til að gieðja Ordass með á
einhvern hátt. En þar sem ekki
er hægt að senda honum þetta
fé, 'kvaðst biskup hafa spurt
konuna, hvort hún vildi leggja
féð fram til útgáfu á Passiu-
sálmaþýðingunni. Konan sam-
þykkti það og þar með er vfc-
irinn fenginn. „Þessi útgáfa
þyrfti ekki að kosta mikið fé,“
sagði biskup. „Við fteyigjum
öðru eins i ómaklegri hluti.
Og þetta yrði ekki bara út-
gáfa ein og tóm. Það er neegur
markaður fyrir þessa bók. Gæt
um við Islendingar nú ekki tek-
ið við kyndlinum úr þreyttri
henidi Lajos Ordass?“
Og miig lanigar tii lykita að
vitna aftur i bréf Vilmos Vajta.
Hann segir svo í bréfslok:
„Hver sá viðurkenningarvottur,
sem starfi Ordass biskups er
veiittur mumdi leiða til þess, að
maður, sem hefiur verið rænd-
ur tækifærunum til að þjóna
trú sinnd opinberlega, myndi
fá staðfestu þess, að hann hef
ur þrátt fyrir það unnið af
hendi sína þjónustu."
— fj-
V
> •••• •• -rVr
" TT IHUIItWlMIWBl
Dual úrvalið hjá okkur sýnir
bezt þá fjölbreytni og
framfarir sem orðnar eru í
gerð hljómflutningstækja.
Aldrei hefur verið auðverdara
að finna tæki við sitt hæfi
•— vandað verk og fagurt.
Dual er þýzk framleiðsla
sem hagnýtir tækninýjungar
þegar í stað.
Komið og heyrið
hljómburðinn.
Valið verður Dual.
KLAPPARSTÍG 26, SÍMI 19800 RVK. OG
BREKKUGÖTU 9, AKUREYRI, SÍMI 21630
Utgerðormenn - humnrveiðnr
Viljum fá báta í viðskipti á humarvertið 1972.
Við sækjum humarinn til Hafnar í Hornaiirði sé.jendum aö
kostnaðarlausu.
Ýmis hlunnindi koma til greina.
Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar M.,
Stöðvarfirði, sími 4
Verkfræðingur
— tæknifræðingur
Þekkt innflutningsfyrirtæki óskar eftir hæfum, reyndum manni.
sem hefur áhuga á viðskiptum með vélar o. fl. Hér getuf verið
um að ræða sjáífstætt starf með góðum framtíðarmögulevk-
um.
Með umsóknir verður farið sem algjört einkamál. Þær skulu
sendar til afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 8. nóv. merktar:
„4391".
BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu