Morgunblaðið - 31.10.1971, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1971
Dtgafandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Rilstjórar Matthías Johannessen.
Eyjólfur KonráS Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritsljórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands.
! lausasölu 12,00 kr. eintakið.
MISMUNUR TVEGGJA
VINSTRI STJÓRNA
F’ngin aðgerð vinstri stjórn-
■ arinnar hefur vakið jafn
mikla athygli og sú að til-
nefna tvo fyrrverandi Þjóð-
villjaritstjóra í ráðherranefnd
með utanríkisráðherra til að
fjalla um öryggiismál lands-
ins. — Og er það að vonum,
því að þar er um það að ræða,
að kommúnistum eru í fyrsta
skipti í sögu landsins fengin
úrstitaáihrif á þróun sjálf-
stæðis- og varnarmála. Menn
spyrja því: hvernig getur
þetta hent?
FÍestir hallast að því, að
hér sé um fljótfærni og mis-
tök að ræða af hálfu forsætis-
og utanríkisráðherra, en þó
hefur utanríkisráðherra ekki
fengizt til að leggja nefnd
þessa niður og lýsa því þar
með skýrt og skorinort yfir,
að hann einn fari með utan-
ríkismálin, en tæki upp sam-
stárf við lýðræðisöflin um
lausn öryggismáianna. Menn
efu þess vegna farnir að
draga það í efa, að um mis-
tök hafi verið að ræða og
spyrja, hvort ekki séu hér á
ferðinni samræmdar aðgerð-
ir og þrauthugsuð aðferð til
að auka áhrif kommúnista
jafnt og bítandi.
Reynslan af vinstri stjórn-
inni 1956—’58 varð sú, að
kommúnistar fengu engin
áhrif á utanríkismál landsins
og sízt vamarmálin, eins og
vera ber. Með hliðsjón af
þeirri reynslu höfðu menn
vænzt þess, að kommúnist-
um yrði nú haldið ,utan við
sjálfstæðismál þjóðarinnar.
Þeim voru fengin í hendur
mikiil völd í innanlandsmál-
úm, en menn gerðu ráð fyrir,
að það væri einmitt vottur
þass, að þeim yrði haldið ut-
an við vamar- og utanríkis-
mál. Þeir hefðu fallizt á að
sætta sig við að láta utan-
ríkismálin afskiptalaus gegn
því að fá mikil völd í innan-
landsmálum.
En þegar nýja vinstri
stjórnin er borin saman við
þá gömlu, sést að reginmun-
ur er á þessum tveim stjóm-
um. Ráðherrarnir í gömlu
vinstri .stjórninni, voru: Her-
mann Jónasson og Eysteinn
Jónsison frá Framsóknar-
flokknum, Guðmundur 1.
Guðmundsson og Gylfi Þ.
Gíslason, frá Alþýðuflokkn-
úm og Hannibal Valdimars-
son og Lúðvík Jósepsson, frá
þáverandi Alþýðubandalagi.
Þegar þessi skipan í ráðherra
embætti er borin saman við
núverandi ríkisistjóm, sóst að
í stað tveggja lýðræðisasósíal-
ista, þeirra Guðmundar í.
Guðmundssonar og Gylfa Þ.
Gíslasonar, em komnir
Magnúsarnir tveir, Magnús
Kjartansson og Magnús Torfi
Ólafsson. Og í stað tveggja
harðskeyttra stjómmála-
manna af hálfu Framsóknar-
flokkisins hafa nú komið held-
ur veikgeðja og stefnulitlir
ráðherrar, að vísu þrír í stað
tveggja. Lúðvík Jósepsson og
Hannibal Valdimarsson eru
hins vegar í báðum stjórnun-
um, þótt sá síðarnefndi til-
heyri nú öðmm flokki en áð-
ur var.
Þegar þessi staðreynd er
skoðuð, sést hve fyrri vinstri
stjórnin var miklu traustari
vörður lýðræðis og samstöðu
með vestrænum þjóðum um
sameiginlegar hugsjónir og
öryggiismál en sú síðari. í
gömlu vinstri stjóminni var
í raun og vem aðeins einn
maður, Lúðvík Jósepsson,
sem var eindreginn and-
stæðingur Atlantshafsbanda-
lagsins og beitti hann sér þó
ekki mjög í því efni, þótt
hann raunar lýsti því yfir,
að það væri sér sérstök
ánægja, að geta hagað land-
helgismálinu þannig, að til
skaða yrði fyrir samstarf Is-
lands og annarra lýðræðis-
þjóða.
Þegar allt þetta er skoðað
ofan í kjölinn, er ekki að
furða, þótt menn séu ugg-
andi um það, að ráðherra-
nefndin sé engin mistök,
heldur þrauthugsuð stefna,
sjálfsagt stefna hugsuð af
kommúnistum, sterkustu
mönnunum í ríkisstjórninni,
en engu að síður stefna, sem
aðrir ráðherrar haíi á fallizt.
Þess vegna er eðlilegt, að öll
lýðræðisöfl séu nú uggandi,
og þess vegna verður líka
tekið eftir því, nú næstu vik-
ur, hvort lýðræðisflokkar
fallast á þá tilhögun Sjálf-
stæðisflokksins, að stuðnings
menn Atlantshafsbandalags-
ins taki þátt í viðræðum um
öryggismál landsins, en hins
vegar ekki andstæðingar
þessara varnarsamtaka.
Vera má að forsætis- og ut-
anríkisráðherra hafi ekki gert
sér glögga grein fyrir því,
hvert verið væri að leiða þá,
en þeir hljóta að skilja það
nú, og sérstök athygli er til
að benda mönnum á, hve
gífurlegur munur er á nú-
verandi vinstri stjóm og
hinni fyrri. Þá skilja menn
betur hættuna, sem við stönd
um frammi fyrir.
Háskólakomplexar
„Fjarlægðin gerir háskól-
anin háain og imenmtina simáa.“
Þessi afbökun á einu fúlasta
og sannasta spakmæli is-
lenzkrar tungu mun sjálfsagt
eiga hljómgrunn hjá ýmsu
ungu fólki, sem eitthvað hef-
ur nasað af slíkum stofnun-
um.
Frá fornu fari hefur þetta
fyrirbæri verið sveipað eins
konar draumhulu; ungir
menn (og slðar konur) voru
dubbaðir upp og sendir með
nesti og nýja skó úr föður-
húsum til að forframast í há-
skóla (og þá tíðast í hinum
kostulega kiámpytti, og fyrr-
verandi menningarsetri,
Kaupinhöfn). Það var hrein-
lega litið á háskólann sem
mannbætandi stofnun; þar
áttu menn að verða betri og
vitrari og eins líkastir guð-
um og mönnum er unnt (eins
og nafnið bendir til); ef það
tókst hins vegar ekki þá var
engu öðru um að kenna en
stúdentnum sjálfum og hans
hæfileikaskorti.
En Allah hefur alltaf ver-
ið stór og fer stækk-
andi. Menn kynntust fleiru
og mest öðru en vizku og
hreinlyndí í háskólum, en
Ugla lærði lika annað en org
elleik í húsinu bak við hús-
in. Og ekki var sú reynsla
ómerkilegri en hver önnur.
Háskólinn gaf, og gefur
reyndar enn, fögur fyrirheit.
Hins vegar virðist manni
nú sú almenna hugar-
farsbreyting hafa átt sér
stað, að þar sem tilgangur há
skólanáms áður fyrr var
einkum að auðga eigin anda
(eftir þvi sem aðstæður og
efni stóðu til), þá er tilgang-
urinn nú að auðga þjóðfélag
ið, að verða að virkri skrúfu
í maskínunni eða „verða að
ínýtum þjófélagsþegn" eins
og það er kallað. Einstaki-
ingshyggju hefur greinilega
sett mikið ofan, — þótt ekki
sé nema á yfirborðinu. Það er
sífellt verið að ræða hvort
sú þekking sem mönnum
áskotnast, (eða stendur
a.m.k. til boða), í þessum
stofnunum sé i nægilegum
tengslum við þarfir þjóð-
félagsins, en minna er grufl-
að í hvort þörfum einstakl-
ingsins sé fullnægt, því eins
og vitað er þurfa þessar þarf
ir alls ekki að haldast
í hendur (menn minnast þess,
að það var vegna vöntunar
á mannbætandi námsefni að
íslenzka skólakerfið missti af
Þórbergi Ofvita hér um ár-
ið).
Samfélag, sem slíkt, er
ungt að árum á Islandi og
hið flókna kerfi sem þarf til
að halda því gangandi krefsit
fórna; manneskjan verður að
verulegu leyti liður í mask-
inu. Það er ekki ýkja langt
síðan manneskjan á íslandi
var maskína út af fyrir sig.
STÉTTAKOMPLEXINN
Slíkar skoðanir eru að
sjáifsögðu orðnar allgamlar í
hettunni i landi eins og Bret-
landi, þar sem samfélag-
ið stendur á gömlum merg,
sem óánægðir menn telja
vera of gamlan og or-
sök ýmissa þjóðfélagsvanda-
mála Breta í dag; böndin
milli fortíðar og nútíðar
þrengi að umbótum og ný-
breytni. Og þótt arifiur ald-
anna sé það sem hvað mest
er hrífandi við Bretlamd,
verður manni ijóst hve Is-
lendingar eiga I raun-
inni gott að hafa ekki orðið
sér úti uim samifélag fyrr en
um síðustu aldamót.
Eitt af því sem útlending-
ur verður hvað fyrst var við
í fari Breta, er nokkuð sem
ég vil nefna stéttakomplex.
Alls staðar blasir við þessi
aldagamila mælistiika, stéttin.
Auðvitað verða alltaf til
stéttir eða tekjuflokkar af
einhverju tagi, en fjanda
kornið ef Bretar halda ekki
að þeir gangi um með stétta-
stimpil á buxnarassinum. Ég
hef heyrt skýrustu menn
halda þvi fram, að þar sem
þeir séu uppaldir í verk-
smiðjuhverfi þá geti sam-
gangur þeirra og manna
borinna á óðalssetrum aldrei
orðið fullkomlega eðlilegur;
stéttin verði alltaf á milli
þeirra. Ég spurði hvort umnit
væri að þekkja menn á stétt-
inni einni saman, og
fékk það svar að það væri
að minnsta kosti hægt
að geta upp á stéttinni ef
maður vissi í hvaða háskóla
viðkomandi hefði verið
(væri hann yfirhöfuð há-
skólagenginn).
Ekki fer milli mála
að þessi komplex á nokkuð
sterk ítök í mönnum. Hér fá
allir háskólastúdentar náms-
laun sem þess þurfa, og ekki
sýndust mér þau vera neitt
sérstaklega skorin við
nögl. Á hinn bóginn kemur
komplexinn fram að sumu
leyti i yfirbragði háskól-
anna, eins og ofannefndur
heimildarmaður minn sagði.
Það eru sem sagt til svo-
nefndir millistéttaháskólar,
hástéttaháskólar o.s.frv. 1
efstu tröppunni eru náttúru-
lega Oxford og Cambridge;
þangað eiga heldri manna
börn vissulega greiðari að-
gang en aðrir, og þaðan er
nokkurn veginn beinn og
breiður vegur í velborgaða
stöðu; þetta er gömul
hefð, og alls enginn mæli-
kvarði á gæði skólanna
sjálfra. Ég ku vera í milli-
stéttaháskóla, hvað sem það
nú annars kann að hafa í
för með sér, og uni þvi bæri-
lega.
En alit er þetta stéttabull
bara í nösunum á Bretum; af
aldagömlum hugsunarhætti.
Auðvitað er enn til mikill
tekju- og aðstöðumunur, en
ekki virðist mér hann koma
fram að neinu leyti í dagleg-
um samskiptum manna á
milli, nema þegar menn bein-
linis kjósa að svo sé. Bretar
hafa nefnilega tilhneigingu
ti’l að flokka fólk niður í
hólf af ýmsu tagi sér til
dundurs, sem svo sjaldnast
eiga við rök að styðjast.
FLEIRI KOMPLEXAR
Það er einnig eins og manni
finnist að Bretar séu einum
of uppteknir við að hafa kom
plexa og meiniloikJur ýmiss kon
ar. Það er til dæmis sláandi
hve stúdentar eru óánægðir
með hlutskipti sitt, og telja
háskólanám eiga litið skylt
við „lífið sjálft“, og háskóla-
líf vera blekkingu, sem mönn
um komi í koll þegar „út i líif-
ið er komið“. Þetta á þó aðeins
við um þá sem stunda nám
í húmanískum fræðum; ég
þekki ekki hina vísindalegu.
Ég kannast við ungan mann
sem úts’krifaðist frá Cam-
bridge fyrir tveimur árum
með próf i enskum bókmennt
um og hefur síðan verið að
reyna að komasit að sem
handritahöfundur hjá kvik-
myndafélögum. Þetta hefur
honum nú tekizt, en hann full
yrðir að háskólavistin hafi
aðeins tafið hann um þrjú ár
í að ná þessu marki, en engu
bætt við þroska hans eða
möguleika. Það er nokkuð al
gengt að heyra slíkar skoðan
ir.
Reyndar virðist mér að
ungt fólk leggi hér út í há-
skólanám ekki síður á flótta
frá veruleikanum, pabba og
mömmu, hversdagsvinnu frá
9—5 o.s.írv. en til að ná sér i
haldgott nesti á lífsleiðinni.
Maður kemst ekki hjá því
að taka eftir að miklu meir
ber á alls konar sálarstriði
og komplexum en hjá hinum
jafnlyndari íslenzkum stúd-
entum. Það er einnig ákaf-
lega vinsælt að bera sál-
ræna sviptivindi sína á torg;
einn ágætur maður á það til
þegar fólk hittir hann á föm-
um vegi, að lýsa því formlega
yfir með þungu andvarpi að
hann eigi í miklum örðugleik
um með sálarskarnið. Þetta er
hinn greindasti maður, og
hann gerir þetta ekki tiil að
fá fram samúð eða eitthvað
slíkt, heldur er þetta hluti af
þeirri áráttu, sem virðist að
talsverðu leyti einkenna
Breta, að hreinlega gæla við
komplexana og gangast upp
við að hafa þá.
Þetta kemur einnig fram í
miklu meiri l'ifsleiða en geng-
ur og gerist almennt hjá Is-
lendingum (að sjálfsögðu er
hér um alhæfingar að ræða,
en þær eiga samt fullan rótt
á sér), einmanakennd og vam-
mætti.
Félagslif er hér miklu
meira en við H.I. en það er
vitað mál að mjög erfiðlega
gengur að hleypa Mfi í fé-
lagslífið þar. Skyldi orsökin
ekki vera að sumu leyti sú,
að Islendingar hafi beinlínis
minni þörf fyrir félagslíf, og
þar með minni áhuga? — Hér
eru hin furðulegustu félög og
klúbbar til að hafa ofan af
fyrir stúdentum, t.d. dui-
hyggjukl'úbbur, Gyðinga-
klú’bbur, leirmunaklúbbur,
rauðsokkur o.fl. Þar fyrir ut
an þefa menn af fíknilyfjum,
fara í ferðir (,,trips“), dunda
við kukl og særingar, og svo
rennur bjórinn auðvitað
ljúft...
Allt virðist mér þetta
sprottið af þörf fyrir útrás,
sem ekki fæst á annan hátt,
og þótt slík þörf búi ef tii
vili í flestum, þá þakkar mað
ur sinum sæta fyrir að vera
bara þolamlega óbremgilaður
Islendingur, sem enn gengur
með þá fliugu að hann sé svo-
liitil, en sjálfstæð maskína.
A.þ.
Vonandi verður raunin sú,
að nœgilega margir áhrifa-
menn í Framsóknarflokknum
og Sarrttöbum. frjálslyndra og
vinstri manna geri sér nú
grein fyrir eðli þeirrar stjórn
arsamvinnu, sem þeir eru
þátttakendur í, og snúi því
bökum saman við aðra lýð-
ræðissinna og forði því, að
áhrif kommúniisba aukist dag
frá degi.