Morgunblaðið - 02.11.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1971
11
- Tillaga Sjálf-
stæðismanna
Framli. af bls. 28
Guðlaugur Gíslason, Jón
Arnason, Pétur Sigurðsson,
Matthías Bjarnason, Jóhann-
es Guðmundsson, Lárus Jóns-
son, Sverrir Hermannsson,
Matthías Á. Mathiesen og
Jóhann Hafstein.
TILLÖGUGREININ
Þingsályktunartillagaii hljóðar
svo í heild:
„Alþingi ályktar að lýsa yfir:
1. Fiskveiðilögsaga Islands nær
yfir allt landgrunnið umhverfis
landið.
Ytri mörk landgrunnsins skulu
vera 400 metra jafndýpislina,
þangað til mörk þess verða
ákveðin með lögum, en þó hvergi
nær landi en 50 sjómilur frá
grunnlinum. Alþingi felur nefnd
þeirri, sem kosin var á síðasta
þingi tii þess að semja frum-
vairp til laga uim réitit Ísílendiin'ga
til liandgrumnsiiins og hagnýtingar
auðæfa þess, að ljúka störfum
sem fyrst, svo að Alþingi það,
er nú situr, geti fengið slikt
frumvarp til meðferðar og £if-
greiðslu.
1 næstu 3 ár er erlendum fiski-
skipum heimilt að stunda veiðar
upp að 50 mílna mörkum frá
grunnliniun, nema þar sem sér-
sitök friðunarsvæði kymmu að vera
ákveðin utan þeirra marka.
Ályktun þessi kemur til fram-
kvæmda þann dag, sem ákveð-
•inn verður af yfirstandandi Al-
iþingi.
' 2. Ákveðin skulu friðunar-
Svæði á mikilvægum uppeldis-
stöðvum ungfisks á landgrunn-
inu út að ytri mörkum þess.
Heimilt er að miða aðgerðir
þessar við tiltekinn tíma árs, við
,'akveðim veiðiitæki og veiðiað-
'ferðir og við stærð fiskiskipa.
Friðunaraðgerðir þessar skulu
gamga í gildi 1. marz 1972.
3. Settar skulu reglur um
..tímabundna friðun ákveðinna
’hrygningarsvæða innan núgild-
ándi fiskveiðimarka, m. a. hluta
af Selvögsbánka og tiltekinna
svæða við Vestmannaeyjar.
Reglur þessar skulu gilda frá 1.
marz 1972.
4. Ríkisstjóminni er íalið að
halda áfram og auka þátttöku í
samstarfi þjóða til þess að
hindra ofveiði og tryggja íslend-
ingum eðlilega hlutdeild í fisk-
veiðum á úthöfum, þar sem ís-
lenzldr fiskveiðihagsmunir ná
til.
5. Rikisstjórnin skal gera nauð-
synlegar ráðstafanir til þess að
koma í veg fyrir skaðlega meng-
un sjávar við strendur landsins
og á hafinu umhverfis það og
eiga samstarf við aðrar þjóðir í
því efni, eftir því sem þörf
krefur.
Við framkvæmdir samkvæmt
þingsályktun þessari skal ríkis-
stjórnin hafa samráð við Haf-
rannsóknastofnunina og Fiskifé-
lag Islands."
GREINARGERÐ
1 greinargerð segir svo:
Það er yfirlýst markmið Is-
lendinga í landhelgismálinu, að
íslenzk fiskveiðilandhelgi nái yf-
ir allt landgrunnið umhverfis
landið. Lögin frá 1948 um vís-
indalega verndun fiskimiða
landgrunnsins byggjast á þvi, að
Island hafi rétt til þess að láta
íslenzk lög og reglur gilda á
landgrunnssvæðinu. 1 ályktun
Alþingis 5. maí 1959 var ákveðið
að afla viðurkenningar á rétti
Islands til landgrunnsins alls.
Ályktun Alþingis frá 7. apríl
1971 kvað svo á, að samið skyldi
og lagt fyrir þetta þing frum-
varp, þar sem m. a. væru „á-
kvæði um óskertan rétt Islend-
inga til fiskveiða í hafinu yfir
landgrunninu."
Þegar íslendingar leggja nú út
í örlagaríka baráttu fyrir fjör-
eggi sínu, finnst flutningsmönn-
um hyggiíegt að stíiga skrefið tíl
fulls og lýsa yfir fiskveiðilög-
sögu á landgrunninu öllu. Þessi
afstaða er í beztu samræmi við
starf okkar og stefnu undan-
farna tvo áratugi, og hún er rök-
rétt afleiðing þess, að landgrunn
ið er landfræðilegur hlutí lands-
ins.
Nú er viðurkennt órðið, að
hvert land eigi allar auðlindir á
og i sjávarbotni á öllu land-
grunni sínu. Sú röksemd íslend-
inga hlýtur að vera þung á met-
unum á alþjóðavettvangi, að
með sama réttí eigum við fiski-
miðin á og yfir þessu sama land-
grunni.
Nefnd var kosin á síðasta
þingi til þess að semja frv. til
laga um „skilgreiningu á land-
grunni Islands miðað við sem
næst 400 metra jafndýpislínu,
möguleg hagnýtingarmörk eða
50 mílur eða meira frá grimn-
línum umhverfis landið, eftir þvi
sem frekari rannsóknir segja til
um að hagstæðust þyki“. Þang-
að til þessi lög verða sett, þykir
rétt að miða ytri mörkin við 400
metra jafndýpisliinu, þó svo, að
hvergi komi nær landi en 50 sjó-
mílur frá grunnlínum. En jafn-
framt er lögð áherzla á það í til-
lögunni, að nefnd þessi hraði
störfum, svo að Alþingi það, er
nú situr, fái frumvarp hennar til
meðferðar og afgreiðslu.
Um leið og tillagan ákveður,
að allt landgrunnið skuli vera
fiskveiðilandhelgi íslands, er
gert ráð fyrir þvi til bráðabirgða,
að erlend fiskiskip megi stunda
veiðar upp að 50 milna mörkum
í næstu 3 ár, nema þar sem frið-
unarsvæði á landgrunninu ná út
fyrir þau mörk.
Með hliðsjón af þvi, að rikis-
stjórnin hefur samið við Breta
og Vestur-Þjóðverja um að hefja
viðræður við þá um landhelgis-
málið í nóvember, þykir ekki
ástæða tíl að tiltaka nú þann
dag, sem útfærsla landhelginnar
gangi í gildi. Er lagt til, að hún
komi til framkvæmda þann dag,
sem yfirstandandi Alþingi ákveð-
ur.
FRIÐUNARSVÆÐI
I 2. lið tillögunnar segir, að
ákveða skuli friðunarsvæði á
mikilvægum uppeldisstöðvum
ungfisks. Er hér fyrst og fremst
átt við svæði utan 12 milna út
að ytri mörkum landgrunnsins.
Þessar friðunaraðgerðir skulu
ganga í gildi 1. marz 1972. Hér
getur verið um algera friðun að
ræða eða friðun á tilteknum árs-
tíma. Einnig mætti banna til-
teknar veiðiaðferðir og veiði-
tæki eða banna veiðar fiskiskipa
yfir ákveðna stærð. Friðunarað-
gerðir hafa oft verið ræddar á
alþjóðafunidum. Norður-Atlanits-
hafsnefndin hefur t.d. árum sam
an rætt um friðun fyrir Norð-
Á FUNDI sameinaðs þings í gær
var Kristinar L. Sigurðardóttnr
minnzt af forseta þess, Eysteini
Jónssyni. Að loknum minningar-
orðum hans minntust alþingis-
menn hinnar látnu með því að
rísa úr sætum.
Orð forseta sameinaðs þings
fara hér á eftir.
Kristín L. Sigurðairdótitir fyrr-
verandi alþin'gismaður andaðisit
í gær, 31. október, i sjúkrahúsi
hér í borg efttr lanigvarandi van-
heilsu, 73 ára að aldri. Vil ég
leyfa mér að mimmasit hennar
með noikkrum orðuim, áður ein
gengið verður til dagskrár.
austurlandi. Með þingsályktun-
inni frá 7. april sl. fól Alþingi
ríkisstjórninni „að undirbúa nú
þegatr friðunaraðigerðir fyrir
öllum veiðum tíl vemdar ung-
fiski á landgrunnssvæðinu utan
12 mílna markanna, þar sem við-
Uirkennit er, að um helztu uipp-
eldisstöðvar ungfisks sé að
ræða“. Með þessari tillögu, sem
hér liggur fyirir, er lagt til, að
nú sé látíð tíl skarar skríða, slík
friðunarsvæði ákvörðuð og gangi
í gildi strax í vetur.
Líklegt er, að friðunaraðgerðir
mæti skitningi og samúð hjá
mörgum þjóðum, svo mikinn og
góðan hljómgrunn eiga um þess-
ar mundir náttúruvemd, friðun
og barátta gegn rányrkju og of-
veiði.
FRIÐUN HRYGNINGAR-
SVÆÐA
3. liður segir, að settar skuli
reglur um tímabundna friðun
ákveðinna hrygningarsvæða inn-
an núgildandi fiskveiðimarka,
m.a. hluta af Selvogsbanka og
tiilitiekmna svæða við Vestmamna-
eyjar. Vitað er, að á þessu svæði
eru helztu hrygningarstöðvar að-
alnytjafisks okkar, þorsksins.
Hefur ásókn með veiðar i net
farið vaxandi ár frá ári á þessu
svæði, auk þess sem mun meiri
tækni er farið að beita við veið-
amar en áður þekktist. Er þvi
ekki óeðlilegt, þó að nokkurs
uggs sé farið að gæta hjá mörg-
um sjómönnum, sem veiðar
stunda á þessu svæði, að um
ofveiði getí verið að ræða. Þeg-
ar á árinu 1957 gerði Skipstjóra-
og stýrimannafélagið Verðandi
í Vestmannaeyjum einróma
ályktun, þar sem bent var á nauð
syn þess að friða ákveðin hrygn-
ingarsvæði á þeim tíma, sem
vitað er, að hrygningin fer fram.
Ályktun þesisi vair send sjávar-
útvegsráðuneytínu, ásamt sjó-
kortum, sem tilgreind hrygning-
arsvæði voru færð inn á. Á
Alþingi 1961 var flutt tillaga um
verndun hrygningarsvæða við
strendur landsins, og náði sú til-
laga samþykki Alþingis hinn 11.
apríl 1962, en nokkuð breytt að
efni til. Af framkvæmdum hef-
ur enn ekki orðið, en ástandið
er þannig, að vegna stóraukinn-
ar tækni við veiðarnar á fiskur-
inn nú orðið bókstaflega hvergi
griðland, þegar hann sækir inn
á umrætt svæði til hrygningar,
Með góðum árangri er verið að
stórauka lax- og silungsveiði í
ám og vötnum með auknu klaki.
Enn meiri nauðsyn er að gera
vemdunarráðstafanir á helztu
hrygingarsvæðum aðalnytjafisks
okkar.
Nú eru í gildi ýmsar verndar-
ráðstafanir við strendur lands-
ins. Má þar meðal annars nefna
friðun Faxaflóa og Breiðafjarð-
ar fyrir togveiðum, takmarkanir
á dragnótaveiðum og tímabund-
ið bann við síldveiðum.
Með 2. og 3. lið þessarar til-
Kristin L. Sigurðardóttir var
fædd í Reykjavik 23. marz 1898.
Foreldrar heninar voru Sigutrður,
síðar stofnandi og skólastjóri
lýðháskólans að Hvíitárbakka i
Borgarörði, Þóró3ifisison bónda á
Holtí og síðar Skriðnafelli á
Barðaströnd Eimarssomair og fyrri
kona hans Anna Guðmiundsdóttir
skipstjóra i Hafinarfirði Ólafs-
sonar. Kristín stundaði bama-
skólamám í Reykjavík og fram-
haldsnám í Hvítárbakkasikóla
tvo vetur og var síðan við
verzlunar- og skriifstofustörf í
Reykjavík á árunum 1915—1918.
Framhald á bls. 27.
lögu er lagt til, að Islendingar
stígi stór skref til vemdar fiski-
stofnanna. Flm. telja það styrkja
stórum málstað þjóðarinnar á al-
þjóðavettvangi, þegar hún sjálf
sýnir í verki eindreginn vilja til
að vemda og friða hrygnimgar-
og uppeldisstöðvar nytjafiska og
leggur sjálf hart að sér í því
efni.
ÞÁTTTAKA I SAMSTARFI
ÞJÓÐA
Samkvæmt 4. lið skal rikis-
stjórnin halda áfram að auka
þátttöku í samstarfi þjóða tíl
þess annars vegar að koma í
veg fyrir ofveiði og hins vegar
til að tryggja eðlilega hlutdeild
Islendinga í fiskveiðum utan
landgrunnsins, á úthöfum, hvar
sem íslenzkir fiskveiðihagsmun-
ir 'ná tU.
Islendingar hafa hagsmuna
að gæta á f jarlægum veiðisvæð-
um t. d. í Norðursjó og við aust-
urströnd Norður-Ameriku. Is-
lenzk stjórnvöld verða því að
fylgjast vandlega með allri þró-
un mála á þessum fiskimiðum
og öðrum, sem oft hafa verið
drjúg íslenzkri útgerð. Eigi þarf
siður að gæta hagsmuna lands-
ins að því er snertir fiskveiðar
í nánd við ísland, utan laind-
grunns, t.d. við Grænland og á
hafinu milli Islands og Noregs.
Allt varðar þetta bæði ofveiði-
hættu og skömmtun eða kvóta-
kerfi, ef til slíks ættí að grípa.
Ekki má það heldur gleymast,
að göngur fiskistöfna breytast
frá ári tíl árs, eins og daamiin
sanna. Verður hér að vera vel á
verði.
MENGUN SJÁVAR
Með 5. lið tillögunnar er rikis-
stjórninni falið að gera nauðsyn-
legar ráðstafanir til þess að
koma í veg fyrir skaðiega meng-
un sjávar við strendur landsins
og á hafinu umhverfis það og
eiga samstarf við aðrar þjóðiri í
því efni.
Af hinni síauknu óhreinkuh
sjávar stafar ekki aðeins hvim-
leiður óþrifnaður, heldur og
stórfelldur háski fyrir fiskistofn-
ana. Ráðstafanir gegn þessari
geigvænlegu hættu þurfa að
vera margþættar.
Fyrst þurfum við að lita í eig*
in þairm. I höfnum á Islandi Qg
með ströndum fram brestur
víða á æskilegt hreinlæti. Olínr
og úrgangsefni menga sjóinn aílt
of víða. Við þurfum sjálf að gera
hreint fyrir okkar dyrum. Við
þurfum að setja strangar reglur
fyrir íslenzk Skip og erlend, er
hingað koma, og framfylgja
þeim. 1 annan stað þarf meng-
unarlögsaga að ná langt á haf
-út. En jafnvel þótt hún yrði
ákveðin 100—200 mílur, nægir
það engan veginn. Úrgangsefni,
sem hleypt er í hafið mörg
hundruð sjómílur frá íslandi,
geta borizt með hafstraumum
upp að ströndum landsins, á
fiskimið, hrygningar- og uppeld-
isstöðvar, og valdið óbætanleg-
um usla. Samstarf þarf við aðr-
ar þjóðir til þess að fyrirbyggja
sjik skaðaverk. Helzt þyrfti
hvert riki að bera ábyrgð á þeim
skípum, sem þar eru skráð, og
hafa virka umsjón með þvi, að
varúðarreglum sé fylgt. Merk-
ur atburður á þessu sviði var
ráðstefna, sem haldin var nú í
októbcrmánuði í Osló með þátt-
töku 12 ríkja.
Að lokum er lagt tíl, að ríkis-
stjómiim skuli hafa samráð
við Hafraninsóknaistiofnuhina og
Fiskifélag Islands um fram-
kvæmdir samkvæmt þessarí
þingsáiyktun.
Einn bolli og annar bolli -
aftur í bollann -
og einn bolla enn -
því kaffið er frd
0.J0HNS0N
&KAABER HF
Kristínar L. Sigurðar-
dóttur minnzt á
Alþingi í gær