Morgunblaðið - 02.11.1971, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 02.11.1971, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓV'EMBER 19Tt p'f'-y/ss&iF&i'--. 15 Tillaga Sjálfstæðismanna i varnarmálum er... „Vantraust á mig“ — sagöi utanríkisráöherra á fundinum í Keflavík S-L. simnudag' var haldinn í Kefiavik fundur um varnarniál- in, og boðað til hans af Fram- söknarfélögunum á staðnum. Frummælendur voru Einar Agústsson, utanríkisráðherra, og >Ión Skaftason, alþingismaður. Fundurinn var f jölsóttur og urðu þar líflegar umræður, enda öll- um heimill aðgangur. Fyrstur tók til máls utanríkis- ráðherra, Einar Agústsson. Gerði hann fyrst grein fyrir þeim mál- um sem unnið er að í utanrikis- ráðimeytinu nú. Þar væri fyrst að telja langhelgismálið, því lít- ið væri hægt að gera i öðrum niálum ef ekkert yrði úr fram- vindu þessa lífshagsmunamáls Þjóðarinnar. Um afstöðu Islendiniga til að- ildar Kínverska alþýðulýðveldis- ins að Saimeinuðu þjóðunum sagði lutanrlkisráðherra, að nú- verandi rikisstjórn hefði breyit utn afstöðu i því máli frá því sem áður var. Það hefði ekki mátt seinna vera, ef við hefðum ekki ætlað að verða steinrunnin nátttröll í lutanrikisstefniumálum. Utanrílkisráðherra sagði, að engin f jöður skyldi yfir það dreg- in, að stjómarfiokkamir hefðu misjafna afstöðu til aðildar okk- ar að NATO, það hefði komið fram i málfltutnmigi allra aðila. Varnarsamninigurinn snerti fyrst og fremst ísland og Banda riikin, og þegar hann hefði at- hugað málin til hlítar yrði ósk- að eftir viðræðum við Bandaríikja stjóm, með það fyrir augum, að herinn hyrfi af landirau í áfön,g- um. Sagðist hann vonast til, að vinaþjóðir Isiendinga í NATO tækju málstað okkar með fiull- um skiiningi, þeir aðilar sem hann hefði rætt þessi mál við, hefðu gert það. Skoðun sína, byiggða á því að horfa á málin úr fjarska, sagði hann vera, að samskiptin við vamarliðið hefðu batnað til muna eftír að sjóher- inn tók að sér rekstur herstöðv- arinnar, og það bæri að virða 'þegar til viðræðna kæmi. Áframhaldandi aðild íslend- iniga að Atlantshafsbandalaginu leiddi eðlilega til einhverra skuld- bindinga af okkar hálfu. Um ráðherranefndina, sem fyr ir nokkru var sett á laggirnar, « að fjalla um öryggismál þjóð- arinnar, sagði hann, að þar væri ekki um neina breytingu á starfs sviði ráðherra, heldur aðeins um vinnuhagræðingu að ræða. Þessi nefnd hefði verið ráðgerð áður en endanleg myndun ríkis- stjórnarinnar var gerð og þá var ókki vitað hverjir tækju sæti ráðherra. Þessi ráðstöfun væri m.a. tiil að tryggja samstöðu stjórnarflokkanna, og væri sér kunnugt um, að slikt væri gert viða erlendis. Þá sagði ráðherra, að Ijóst Væri, að ef varnarliðið færi, yrði jafnframt að gera ráðstafanir í atvinnumálum á Suðurnesjum, þvi að öðrum (kosti yrði þar at- vinnuleysi. Hins vegar væri ekki Þar með sagt, að með brottflutn- btgi hersins legðust framkvæmd ip á Keflavíkurflugveili nið- Ur, því með áframhaldaindi aðiid okkar í NATO yrði að halda við þeim mannvirkjum, sem á vellinum væru. Fliugum- íerð um Keflavíkurflugvöll haami og til með að aukast til htuna á næstu árum, og þyrfti fcví aukinn mannafla til starfa við hana. Hann sagði það skoð un sína, að Keflavíkurflugvöllur tetti að verða eini millilandaflug- völlurinn hér, og það væri út í hött a® ráðast í byggingarfram- hveomdir við annan flugvöil í ná Srenni Reykjavikur. Mannvirkin v®pu hér til staðar, og þau bæri að nýta. Á þessum málefnum öllum yrði þó enginn óeðlilegur hraði við- hafður. Orsökina fyrir vanþekkingu smni á varnarmálum landsins sagði hann einkum vera þá, að fyrrverandi rikisstjóm hefði ekki haft um þau nein samráð við Framsóknarflokkinn og stjómar andstæðingar hefðu átt mjög örð ugt með að afla sér upplýsin.ga um þau hjá þáv. ráðherrum. Þegar viðreisnarstjórnin hefði tekið við völdium hefði það verið hennar fyrstu verk, að reka úr embættuim fjölda manna sem voru fylgjandi Framsóknar- flokknum. Núverandi ríikisstjórn hefði hins vegar ekki uppi sMk- ar aðgerðir, og bæri að minnast þess, að í varnarmálanefnd ættu enn sæti þeir Höskuldur Ólafs- son, sérlegur fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins og Hallgrímur Dalberg, deildarstjóri í félagsmálaráðu- neytinu. Upphafflegar ráðagerðir ríkis- stjórnarinnar sagði hann að hefðu allar verið framkvæmdar, og þegar hann teldi siig vera kom ihn nægilega vel inn í vamarmál in tæki hann upp viðrseður — hann einn og á stoa ábyrtgð. Þá tók næstur til máls Jón Skaftason, og sagði, að það hefði verið meginstefna allra ríkis- stjórna á Islandi að haga málum sem bezt gagnvart öryggi þjóð- artonar. Síðan rakti hann þróun öryggismála og utanrikisstefnu Islendinga á þessari öld. Horfið hefði verið frá hlutleysisstefn- unni, þegar Bretar hernámu Is- land 1940, og hefði sú stefna, sem þá var mótuð, sætt litlum breytingum siðan. Við undirritun varnarsáttmál- ans 1951 hefði verið undirstrik- að, að hann væri uppsegjanlegur með 1% mánaðar fyrirvara. Haustið 1956 hefði verið lögð fyrir þtoigsályktunartMaga um endurskoðun varnarsaimningsins, en vegna innrásar Rússa í Ung- verjaland hefði hún verið dreg- in til baka. Því bæri ekki að leyna, að á- kvæðið um brottrekstur herstos í stjómarsáttmála ríkisstjómar- innar væri samræming á sjón- armiðum þeirra pólitísku flokka sem að henni stæðu. Afstaða stjórnarflokkanna tii NATO væri mjög mismunandi. Framsóknar- flokkurinn væri Mynntur áfram- haldandi veru okkar i NATO, Al- þýðubandalagið væri mótfallið að ild, en afstaða Frjálslyndra og vtostri manna væri nokkuð ó- Ijós. Þó sagði hann að sér væri kunnugt um, að sterk öffl innan raða þeirra væru hlynmt aðild, en einnig væru þar margir mót- fallnir henni. Þetta væri fyrst og fremst sam komulagslausn x málefnasamn- ingnum að taka bæri varnar- samntoginn til endurskoðunar eða uppsagnar. Þá sagði hann, að menn túlk- uðu þetta ákvæði málefnasamn- togsins á tvo vegu. Annars veg- ar væru þeir sem héldu því fram, að herton yrði látinn fara á kjör- tímabilinu, án hliðsjónar af gangi heimsmála. Aðrir Iitu hins vegar svo á, að þetta vœri yfirlýst stefna rikisstjórnarinnar, sem væri háð gauimgæfilegii athugun á málimu og framvindu heims- mála. Sagðist hann persónulega vera fyligjandi síðarnefndu túlk uninni. Fullyrti hann, að ffleiri innan þtogflokks Framsóknar- manna væru þeirrar skoðunar. Það væri lika margreynt, að slikar yfirlýsingar smáþjóða hefðu verið teknar til baka vegna atburða í heimsmálum. Hann sagðist fagna yfirlýstogu utanríkisráðherra, um að endur- skoðun á varnarsamntognum hæfist á næsta ári. Sagðist hann álíta, að sú end- urskoðun ætti að miða að því að athuigun yrði gerð á því hvort landið gæti verið varmarlaust, og að hættuiíitið væri fyrir öryggis- mál landstos að láta varnarliðið fara. Ef svo væri, þá væri það sjálfsagt. Ef athuigun leiddi hins vegar í Ijós, að landið gæt-i ekki verið varnarlaust, þá bæri að stefna að því, að fækka hér hermönn- um, en láta Islendinga taka við viðhaldi herstöðvartonar, jafnvel þannig, að hér yrðu engir erlend- ir henmenn. Þá sagðist hann vera því blynntur að leggja málið undir þjóðaratkvæðagreiðsilu við sveit- arstjórnarkosningarnar 1974, þannig að Alþtoigi hefði þar þjóð arviljann til að styðjast við. Þess bæri að geta, að vera hers ins hér á landi stæði að nokkru leyti undir þeim góðu lífskjörum sem við nú byggjum við, — og til þess yrði að taka tillit við end urskoðun varnarsamntoigsins. Efnahagsmál á Suðurnesjum væru mjög háð varnarliðinu, enda kærnu frá því drjúgar tekj- Jón Skaftason. ur. Þvl hefði ekki verið veitt svo miklu fé úr rikissjóði til fram- 'kvæmda á Suðurnesjum sem skyldi. Þetta bæri að endurskoða, og yrði það væntanlega gert á næstunni. Loks sagði Jón, að hann vildi ekki segja að varnarliðið ætti að fara, — það yrði að athuga alla málavexti og síðan að gera ráðstafanir í samræmí við nið- urstöður þeirra athugana. Næstur tók til máls Páll Axels son, útgerðarmaður i Keflavlik. Gerði hann að forspjailli sfau texta úr predikara Salómons, 10. kap. 2. vers. „Hjarta hyggtos manns stendur honuim við hægri hlið, en hjarta heimskingjans er honum við vinstri hlið“. Sagðist hann vonast til að þeir hefðu hjartalagið hægra megin, þótt þeir hefðu hjartað vinstra meg- to eins og aðrir mannlegir menn. Um þann hluta málefnasamn- ings ríkisstjórnartonar sem snýr að uppsögn varnarsamningstos sagði Páli, að Framsóknarfflokk- urton væri þar eins konar Tróju hestur sem leiddur væri ton í þjóðfélagið, til að afnema borg- aralegt frelsi. Það væri í tízku viða um heim að troða Bandaríkjamönnium um tær, þótt þeir hefðu af dreng- lyndi stutt uppbyggingu ýmissa rikja í Evrópu eftir stríðið. Það sæti sízt á Islendingum að gera slíikt, því án þess að samskipti við Bandaríkto væru góð, væri ekki lifandi á þessu landi. Marg- ir hefðu haldið þvi fram að betra væri að vanta brauð en að hafa hér erlendan her. Hann væri hins vegar þeirrar skoðunar, að betra væri að hafa brauðið og þá jafn- framt þennan erienda her, enda hiefðu Islendingar ekki mikið af honum að segja, og sízt hefðu þeir af hernum óþægindi. Framkvæmdarvaldið hjá rik- inu væri með þeim hætti, að ekki væri von til að það hefði uppi nokkrar vamir á landinu, og sagðist hamn þesis fullviss, að vel vopnaður 50 manna hópur gæti hér tekið öll völd í stoar hendur á skömmum tíma, og síðan kom- ið hér á því stjómskipulagi sem þeim þætti henta. Þá varpaði Páll fram fyrir- spumum til frummælenda, fyrst til uitanrífcisráðherra. 1. Trúir ut anríkisráðherra þvi, að Magnús Kjartansson hafi látið af trú sinni á kenntogar Marx og Len- irxs um afnám borgaraiegs þjóð- félags, ef ekki á lýðræðislegan háitt þá með býltingu. — 2. Hver er afstaða ráðhexra og Jóns Skaftasonar til þtogsályktunartil lögu sjálfstæðismanna um að lýðræðisflokkarnir titoefni mann, eton hver, til að fjalia um varn- armálto? — 3. Þorir ráðherra að fullyrða, að ef endurskoðun varn arsamntogsins leiðir af sér brott- för hersins í blóra við Mit NATO og bandariska herráðsins, hvort ekki geti kornið ta.1 hugsanlegra mótaðgerða gagnvart innflutn- ingi á fiski til Bandaríkjanna og fflugi Loftleiða þangað og það- an? —- 4. Hvaða ráðstafanir hyggst ríkisstjómin gera í at- vtonumálum vegna þess fólks sem atvinnulaust verður ef varn- arliðið fer, sérlega þegar það er haft í huga, að hluti þess fóiks er aldrað og með skerta starfs- orku. — 5. Er það rétt að „þrífótur- ton“ sem á að fjalla um endur- skoðun varnarsamningsins hafi verið skipaður án vitundar og samráðs þingflokks Framsóknar manna? —. 6. Hver er afstaða þfa, Jón Skaftason, ef til atkvæða kemur um uppsögn varnarsamningsins á Alþingi? - Næstur tók til máls Karl Stein ar Guðnason. Lýsti hann yfir furðu stoni á því, að á þessum fundi virtust frummælendur haga málílutningi sinum á ann- an hátt en þeir gerðu annars staðar á landinu- Þá las hann upp úr forystu- greto úr Þjóðviljanum þar sem fullyrt er að varnarliðlð verði látið fara á þessu kjörtímabili, það sé stefna stjórnarinnar. Spurði hann frummælendur hvort þetta væri rétt túlkun á s t j ómarsátt málanum. Þá lagði Kari eftirfarandi til- lögu til ályktunar fyrir fundinn og óskaði eftir að hún yrði bor- in undir atkvæði fundarmanna: „Fundur í Aðalveri, Keflavík, dags. 31. okt. 1971, boðaður af Framsóknarfélögum í Keflavík, samþykkir að lýsa áhyggjum sín um af þeirri ráðstöfun ríkis- stjómartonar að velja utanríkis ráðherra til ráðuneytis við end- urskoðun vamarsamntogsins, tvo kunna fjandmenn vestræns vamarsamstarfs. Þá skorar fundurinn á utan- rifcisráðherra að gæta þess við endurskoðun vamarsamningsins, að öryggi íslenzíbu þjóðarinnar Einar Ágústsson. verði áfram tryggt í skjóli varn arsamtaka lýðræðisþjóða. Fundurinn telur Ijóst að þjóð- to hefur vissar öryggisskyldur við nágranna og bandalagsþjóð- ir stoar og telur fráleitt að ímynda sér að frá þelm verði hlaupið án þess að það hafi eft- toköst, sem yfir okkur kæmi með einium eða öðrum hætti. Jafn framt telur fundurinn ljóst að einhliða ákvörðun eins ríkis um að draga að sér höndina í sam starfi þessiu, hlýbur að veikja varnarsamtök Atlantshafsbanda lagstos í heild. Þá bendir fundurinn á nauð syn þess að mæta hugsanlegum brottflu'tningi varnarliðstos með alhJiiða áætlun um uppbyggingu atvtonuiUfs og framkvæmda Suðurnesjuim, svo að komizt verði hjá stórfelldu atvinnuleysi og efnahagslegu tjóni hér syðra.“ Fundarstjóri neitaði í lok fund arins að bera þessa tillögu und- ir atkvæði. Þá sagði Kari, að það væri ískyg'gilegur hlutur, að á með- an utanríkisráðherra væri að kynna sér málefnið, þá hefði hann sér til aðstoðar tvo „sterka“ menn sem allir vissu hvert hug- arfar hefðu til hersetunnar. Ólafur Jöhannesson, vatnsveibu stjóri á Kefflavikurflugvelli tók næstur til máls. Sagðist hann hafa unnið á flugvellinum í um 20 ár og aldrei orðið var við nokk ur óþægindi frá þeim hermönn- um sem þar hefðu verið, í garð Islendinga. Þegar varnarsamningu.rinn var gerður 1951 hefði málið ekki ver- ið lagt undir þjóðaratkvœði. Það hefði verið skömm þáverandi rik isstjórnar og sizt lýðræðisleg vinnubrögð. Hann vildi þó mtona ráðherr- ann á að þegar bóndi seldi kú, semdi hann ekki vtið kúna um söluna heldur bóndann sem ætl- aði að kaupa hana. Því væri etas farið um varnarmál okkar, það bæri að spyrja þjóðina. Hann lýsti óánægju sinni með að oft væri taiað um varnarlið- ið sem hernámslið, slikt væri f jar stæða því vamarliðið væri hér gestur islenzku þjóðarinnar sam- kværnt samntagi. Þeir hefðu alidrei hemumið lainidið. Loks bað hann menn að gera sér grein fyrir þvi að NATO væri ekki mjólkursölufélag, það væri hernaðarbandalag, og þvi værum við með aðild að NATO stríðsaðilar hvort sem við hefð- um hér her eða ekki, og ef her- inn væri ekki til staðar þá yrði barizt hér því báðir aðilar myndu kappkosta að ná hér aðstöðu, þvi Island væri enn hernaðar- lega mikilvægur staður. Þá tók til máls Erlingur Jóns- son, kennari, og lýsti því m.a. yfir að hann væri á ömdverðum meiði við utanríkisráðherra varð andi aðildi Kínverska alþýðulýð- veldisins að S.Þ. Sagðist hann á- líta það freklega móðgun við sjálfstætt ríki að hlutast svo til urh innanrikismál þess., Páll Jónsson var síðastur á mælendaskrá, og skoraði á frum mælendur að gefa yfirlýsimgu um að það yrði gerð Suður- nesjaáætlun um efnahagsmái og atvinnumál þess landshluta, í stað þess að vera með „sirkabát“ áætlanir. Þá tók til máls Einar Agústs- son, og svaraði fyrist fyrtospuim- um Páls Axelssonar. Fyrsbu spurntogunni svaraði hann á þá leið, að hann hefði ernga skoðuin á trúmálum Magnúsar Kjairtans- sonar, og gæti því ekki svarað til um hvort hann hefði látið af trú sinni á kenningar Marx og Len- tos. Þó kvaðst hann álíta að trú- arbrögð Magnúsar og fyrirspyrj enda væru eitthvað svipuð, því báðir vitnuðu mikið í biblíuna. Um aðra fyrirspurn sagði hann, að Framsóknarflokkurtan hefði ekki enn fjallað um þessa merku tillögu, en hann gerði htos vegar ráð fyrir að hún hlyti stoa afgreiðslu. Persónulega sagðist hann þó ekki samþykkja hana, því hann liti á hana sem van- traust á sjálfcin sig. Þriðju fyrirspurn svaraði hann Framliald á bls. 27.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.