Morgunblaðið - 12.11.1971, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1971
*
■—-25555
a®JÍ4444
iirnm
13ILALEIGA
IIVERFISGÖTU 103
VW Sendifefðabifreií-VW 5 manna -VW sveínvagn
VW 9manna-Landrovef 7manna
® 22*0-22*
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
n 21190 21188
Bílaleigan
SKÚLATÚNI 4SÍMI15808 (10937)
Ódýrari
en aárir!
Shodr
LEIGAH
AUÐBREKKU 44-46.
SfMI 42600.
bilaleigan
AKBBATJT
car rental service
r8-23-tf
sendum
Tiorðurbraut H1
Hafnarfirði
SÍMI 52001
EFTIR LOKUN 50046
Lausir bílar í dag
Fasteigna- og
skipasalan hf.
Strandgötu 45 Hafnarfirði.
Opið atta virka daga kl. 1—5.
Simi 52040.
Q Um sjónvarpsþátt
Heiðraði VelvakandL
Nú fyrir stuttu var mér aS
berast Morgunblaðið frá laug-
ardegi 30. 10. 1 þínum dáiki sá
ég bréf frá Robert Valdimars-
syni, sem ber yfirskriftina Um
sjónvarpsþátt. Þar sem mér
finnst bréfritari ráðast heldur
ómaklega að einum þátttak-
enda þessa sjónvarpsþáttar,
finnst mér ég mega til með að
rétta hlut fómardýrsins og
koma í veg fyrir eins og mér
er unnt að hann sæti röngum
ákúrum.
R. V. er óánægður með sjón-
varpsþátt sem útvarpað var 4.
okt. sl., og þar er ég honum
sammála eins og margir fleiri
eru eflaust. Ástæða óánægju
R. V. er að hann telur að Óm-
ar Valdimarsson hafi verið
mest til einráður. R. V. gerir
sér grein fyrir að þátturinn
hafi haft þann tilgang að koma
á framfæri skoðunum þátttak-
enda, en segir svo „að hann
(Ó.V.) legði mest í að koma
sínum eigin háfleygu skoðun-
um á framfæri“. Burt séð frá
því hvað hver og einn kallar
háfleygar skoðanir var Ó.V.
aðeins að gera það sem til var
ætlazt af honum. Og svo ræöst
R. V. á Ómar og segir að „hann
hafi viljað láta athyglina bein-
ast að sér“, — „með þessu
mótí urðu þessar viðræður of
einræðislegar". Og þar að auki
heldur R. V. því fram að Ömar
hafi ekíki gefið Ástu og Jó-
hanni tíma til að tala og „þú
beinlínis eyðilagðir þennan um-
ræðuþátt með því að leyfa ekki
Ástu og Jöhanni að eiga meiri
þátt i umræðunum“. Þvilík
ósvifni að skella allri skuldinni
á einn þátttakendanna, finnst
mér fram úr hófi ósanngjöm
og á engan rétt á sér. Það er
hlutverk stjómanda að skipta
tíma niður á milli umræðenda,
en þvl miður, sá sem átti að
stjóma var alls óhæfur til þess
arna og ástæðan fyrir að þessi
þáttur fór út um þúfur liggja
hjá Agli. Og til að kóróna vit-
leysuna í bréfi sínu, heldur
R. V. því fram að Egill eigi að
stjórna fyrsta þættinum. Það
væri svo vissulega í anda
stefnu sjónvarpsins ef svoleiðis
heimska yrði að veruleika.
O. B. Schram,
Cambridge.
0 Strætisvagnarnir
Þegar hið nýja leiðakerfi
S. V.R. kom til framkvæmda var
sagt að nú myndu strætisvagn-
arnir ekki aka í halarófu um
miðborgina, en það hefur því
miður ekki staðizt, því nú koma
oft tveir, þrír og jafnvel fjórir
vagnar í röð inn Hverfisgötu,
niður Laugaveg og Austur-
Hjúkrunarkonur óskust
Fjórar stöður hjúkrunarkvenoa við bæklunarsjúkdómadeild
Landspítalans eru lausar til umsóknar.
Stöðumar veitast frá 1. janúar 1972.
Umsóknarfrestur er tit 1. desember 1971 og skulu umsóknir
sendar til Stjórnarnefndar ríkisspítalanna, Eiríksgötu 5,
Reykjavík.
Umsóknareyðublöð fást á Skrifstofu ríkisspítalanna.
Nánari upplýsingar veitir forstöðukona Landspítalans.
Reykjavík 11. nóvember 1971.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Sölumonno-
deild V.R.
Hádegisverðarfundur verð-
ur haldinn í Átthagasal
Hótel Sögu laugardaginn
13. nóvember kl. 12,15.
Gestur fundarins verður
hr. viðskiptamátaráðherra
LÚOVÍK JÓSEPSSON.
Hver hefur ekki áhuga á
því að vita hvað er fram-
undan í viðskiptamálum
þjóðarinnar?
Allir fétagar i V. R. ásamt gestum eru velkomnir á fundinn.
Athugið! Skýrt verður frá gangi samníngaviðræðna.
STJÓRNIN.
stræti. Erfitt er þá að komast
yfir götuna, svo ekM sé talað
um hávaðaum, rykið og út-
0108111111111, og oft leiðir þetta
líka af sér umferðartruflanir
og hættur.
Nú þegar verið er að smíða
nýja strætisvagna, leyfi ég
mér að koma með þá uppá-
stungu, f.h. margra, t. d. barna,
gamalmenna og eiginlega allra
„strætó“jnotenda, að númera
gluggamir verði gerðir helm-
ingi stærri og hafðir á öllum
fjórum hliðum vagnsins, og að
hið óþarfa og ruglingslega
núll, t.d. 03, 09, hverfi, og að
nöfn leiðanna verði ekki skrif-
uð með upphafsstöfum heldur
með litlum stöfum, sem greini-
legra er að lesa, t.d. ekki
SKERJAFJÖRÐUR-LAUGAR-
ÁS, heldur Skerjafjörður-Laug-
aréis o. s. frv.
Ég ferðast oft með strætis-
vögnum og er reynsla min af
fyrirtækinu góð og langflestir
vagnstjóranna eiga hrós skilið,
en stundum taka þeir þó krapp-
ar beygjur og hringakstur með
of miklum hraða til óþæginda
öllum farþegum. (T. d. datt
kona úr sæti sínu og meiddist).
„ROLLÓ".
0 Bréf að norðan
Kæri Velvakandi.
Þú ert orðinn nokkurs konar
samvizka þjóðarinnar, þarf sem
öllum er heimilt að leggja orð
í belg og koma með aðfinnsl-
ur sínar og kvartanir. Nú lang-
ar mig til að slást í för með
því fólki, sem áður hefur látið
í Ijós skoðanir sínar á ýmsum
málefnum hér í dálkum þínum
og vona, að mér verði ekki út-
hýst.
Fyrirfram veit ég, að nöld-
urs- og afturhaldsseggur muni
ég kallaður verða, en læt mér
það í léttu rúmi liggja.
Það hefur mikið gengið á
bæði í höfuðstaðnum og úti á
landsbyggðinni undanfarnar vik
ur, við að safna fé til handa
sveltandi fólki i Pakistan. Það
er auðvitað sjálfsagt að rétta
hjálparvana bræðrum og systr-
um hjálparhönd, en hefur ekki
verið gengið dáiítið of langt í
þessum fjársöfnunum undan-
farið.
Við erum alltaf fljótir að
bregðast við þegar svona stend-
ur á, en er nú ekki mál til kom-
ið að hinkra við og skoða að-
stæður allar.
í fyrsta lagi: Höfum við
nokkrar sannanir fyrir að þetta
fé komist til þeirrEi, sem það er
ætlað og sem mesta þörf hafa
fyrir hjálpina?
í öðru lagi: Eru ekki óþrjót-
andi verkefni að vinna hér hjá
okkur sjálfum, sem þurfa mik-
ið fjármagn og sem okkur er
bráðnauðsynlegt að leysa sem
fyrst?
1 þriðja og síðasta lagi: Er
ekki dáiítið varasamt að verð-
launa böm og ungmenni fyrir
að ganga í hús, stofna til
skemmtana og hlutavelta, til
þess eins að hafa sem mest fé
út úr náunganum, jafnvel þó
að tilgangurinn eigi að helga
meðalið. Stundum hefur slikt
verið misnotað og munu þess
enn dæmi.
1 gærkvöldi horfði ég á sjón-
varpið og sá þá og heyrði með-
al annars norskan prest, sem
mér skilst að sé hér á vegum
kirkjunnar í tilefni Pakistan-
söfnunarinnar. Mér fannst
þessi prestur vægast sagt mjög
ógeðfelldur, þrátt fyrir hið
blíða bros, sem hann lét á sig
öðru hverju. Fyrst undraðist
hann að eigin sögn, það fyrir-
bæri að Islendingar, sem
byggju hér við yztu takmörk
heimsins, að mér skildist, hefðu
lagt svo rausnarlegan skerf til
Pakistanbúa og ætluðu að
senda það alla leið til Indlands,
og I næstu andrá sagði hann
Islendinga skylduga til þess að
láta fé af hendi rakna.
Jæja, þetta er nú . orðið of
langt mál og sjálfsagt búið að
hneyksla marga, svo ég slæ
botninn í.
Jón Magnússon,
AkureyrL
Stationbílar
t i 1 s ö 1 u
Volvo 144 station árg. ’70, ekinn 21 þús. km.,
nýinnfluttir Opel og Taunus ’68, ’69.
GUÐMUNDAR
Bergþóruqötu 3
Slmar: 19032 — 20070
Höfum opið til klukkon 10
eftir húdegi í kvöld
HERRADEILD
Austurstræti