Morgunblaðið - 12.11.1971, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.11.1971, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1971 HÚSMÆÐUR Stórkostleg læklcun á stykkja þvotti, 30 stk. á 300 kr. Þvott ur, sem kemur í dag, tilbúinn á morgun. Þvottahúsið Eimir Síðumúla 12, sími 31460. 8—22 SÆTA hópferðabifreiðir til leigu. Einnig 5 manna „Citroen G. S." leigður út en án bíl- stjóra. Ferðabílar hf., sími 81260. KENNSLA Kenni stærðfræði, íslenzku og dönsku til barna- og ungfinga- prófs, Uppt. í síma 82009. HJÚKRUIMARKONA óskar eftir íbúð nálægt Land- spítalanuim frá janúar til júlí. Regfusemi, fyrirframgreiðsla. Upplýsingar í síma 93-1349, TIL SÖLU Moskvitch, árgerð 1966. — Selst ódýrt. Sími 2812 Keflavík. ITÖLSK RÚMTEPPI 2,20x2,50 — 6 gerðir. Litliskógur ihorrvi Hverfisgötu og Snorra- brautar. BARNLAUST PAR óskar eftir tveggja herbergja íbúð, sem fyrst, í Rvík eða Kópavogi. Algjör reglusemi, örugg greiðsla. Uppl. í síma 25824 eftir kl. 5. TVÆR REGLUSAMAR stúlkuir utan af landi óska eftir eins til tveggja herbergja tbúð í Reykjavík. Einhver húshjiálp kemur til greina. Uppl. í s. 92-2591 Keflavík. UNG HJÓN með ársgemalt barn óska erftir eins til tveggja herbergja íbúð. Uppl. í síma 50956 e. h. TIL LEIGU Þriggja herbergja íbúð er til leigu í Vesturbænum. Tilboð óskast, tilgreini fjölskyldu- stærð. Merkt Vesturbæ — 3471. SEDIFERÐABlLL Til sölu Taunus Trensit, árg. 1966. BíHinn er nýskoðaður. Uppl. í síma 83829. BASARINN OG KÖKUSALAN verður að HaHveigarstöðum kl. 2 á laugardag. Vinsamleg- ast skilið kökum og munum fyrir hádegi. Húsmæðraféiag Reykjavikur. SMELTI — HANDAVINNA Tauþrykk, taumálun, haon- yrðir. Nóvember-némskeiðið að hefjast. Uppf. i síma 84223. Jóhanma Snorradóttir. IBÚÐ ÖSKAST Barnlaus, ung hjón óska eftir snyrtifegri íbúð sem fyrst, eða ekki síðar en 1. des- ember. Vinna bæði úti. Reglu- semi og góðri umgengni heít- ið Uppl i s. 32371 á kvöfdin. IESI0 \ 3U1orj)»nþTíiö!> DRSLEOn Sérleyfishafar fortíðarinnar Myndin hér að ofan átti að fylgja umsögrn um Dýraverndarann, sem kom í hlaðtnu I gær, en hún villtist frá henni. Myndin er af gömlum póstvögnum, einskonar sérleyfisbílum þeirra tíma, og margt eldra fólk man enn eftir því að hafa ferðazt með elík- um vögnum. Ritstjóri Dýravemdarans, Guðmimdur G. Hagalín, skrifaði m.a. undir mynd þessa á þá leið: „þessi mynd er frá þeim tíma, sem póstur og farþegar fearðuðust i hestvögnum, þar sem til voru hér á landi svokailaðir „lagðir vegir“, sem þóttu þá lithi ómesrkilegri framför en þotur nútímans.“ Pakistansöfnun á Akranesi I»að muTiar ef til vill ekki mikið um þær krónur, sem þessar fjórar ungu Akranesstúlkur söfnuðu í sjóðinn til hjálpar hungr- uðum og þyrstum í Pakistan, þar sem það ilia rífur meira niður en góðviljinn hyggir upp. En það gerist j>ví miður víða. — Samt skal þess getið, að þær söfnuðu af frjálsum vilja kr. 15.000 i þeirri góðu trú að þessir peningar hjálpuðu nokkrum bágstödd- um börnum. — Meðfylgjandi mynd er af stúlkunum, talið frá vinstri: — Sigrún Sigurðardóttir, Kristín Vilmundardóttir, Sigríð- ur I.árusdóttir og Eiín Óladóttir. Pú ert mikiil Drottinn Guð, þvi að enginn er sem þú. (Sam. 7.2). 1 dag er föstudagur 12. nóvember og er það 316. dagur ársins 1971. Eítir lifa 49 dagar. Ardegisháflæði kl. 2.22. (Ur íslands almanakinu). Aimennar upplýsingar um lækna þjónustu í Reykjavik eru gefnar í símsvara 18888. Lækningastofur eru lokaðar á laugardögum, nema á Klappar- stíg 27 frá 9—12, símar 11360 og 11680. Næturlæknir í Keflavík 12., 13. og 14. Jón K Jóhannss. 15.11. Kjartan Ólafsson. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er opið suminiudaiga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30—4. Aðgangur ókeypis. Listasafn Einars Jónssonar Cgengið inn frá Eiríksgötu) er opið frá kl. 13.30—16. Á sunnu- dögum Náttúrusripasafnið Hverfisgötu 116, Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 13.30—16.00. náðsjafarþjónusta Geðverndarfélags- ins er opin þriðjudaga kl. 4.30—6.30 slðdegis að Veltusundi 3, slmi 12139. ÞJónusta er ókeypis og öllum heimil. Sýning Handritastofunar fslands 1971, Konungsbók eddukvæða o* Flateyjarbók, er opin á sunnudögum kl. 1.30—4 e.h. i Árnagarði við Suður götu. Aðgangur og gýninearskrá ókeypis. Blöð og tímarit Dyrhólaey, rit byggðasam bands Vestur-Skaftfellinga 1, er nýkoimið út, sérstaklega útgefið til kynmngar á hafnargerð við Dyrhólaey, og er ritið prýtt fjöl mörgum myndum. Af efni þess má nefna: Inngangur eftir Gunnar Stefánsson. Dyrhólaey eftir Einar J. Eyjölfsson. Leit- að svara eiftir Reyni Ragnarsson. Höfn við Dyrhölaey er þjóð- hagsleg nauð'syn eftir Einar Oddsson. Mengun e'ftir Þórar in Heligason. Hafnargerð við Dyrhólaey eftir Einar H. Einars son. Tiliboð Þjóðverjanna eftir Ragnar Jónsson. Hafnargerð við Dyrhólaey, hundrað ára gam al't baráttumál eftir Einar Odds son. Hvað næst? eftir Björgvin Salómonsison. Byggðasamband Vestur-Skaftfellinga eftir Jón Helgason. Lög Byggðasambands V-Sikaftfellinga. í ritnefnd eru Gunnar Stefánsson og Reynir Ragnarsson. VÍSUK0RN Ógieðsleg er auðarbrik, ekkd er mér um garminn, heldur vildi ég hafa tí'k hjá mér upp í arrninn. Páll Vídalín. SÁ NÆST BEZTI Gréta litla var fimm ára og hafði í fyrsta skipti farið með for- eldrum sinum i kirkjiu um jóiin bæði á arlfangadag og jóladag. Hún hafði dengt spurningunum yflr foreldra sina í tiLeifni af öll- um þessum undahlegu hlutum i kirkjunni, og hún hafði femgið skjót og greið svör. Á annan í jólum tóku foreldrar hennar hana með sér í sjúkra húsið, til þess að heimsækja frænda, seim þar lá. Strax oig Gréta sá töJLu fyrir ofan rúm sjúkMngsms og töluna 37.6 á henni, hrópaði hún upp yfir si,g: — Ég véit líika hvaða sálm á að syngja núna, frændi. Það er sálmurinn númer 37.6! 99 EKKERT JAFNAST A VIÐ AÐ EIGA G0Ð 0G HEILBRIGÐ B0RN“ „Enginn veit, hvenær sjúk- dómar, örkuml og lömun ber að dyrum hjá honum sjálfum eða hans nánustu,“ sagði Jón ina Þorfinnsdóttir, formaður Kvennadeiidar styrktarfé- iags lamaðra og fatlaðra, þegar við hittum hana á förn inn vegi, og hún var augrsýni- lega að flýta sér, enda vafa- laust mörg verkefnin hjá kvennadeildinni. „Stendur nokkuð sérstakt tö, Jónina?" „Já, ég held nú það, við ætl um að halda basar á laugar- daginn kl. 2 í Æfingastöðinni að Háaleitísbraut 13 til ágóða fyrir starfsemi okkar, og þar verður margt á boðstöLum. Við köHum þetta raunar jóla basar, enda selt þar mikið af jölavörum, og það á þvi vel við, að þeir sem vilja rétta hinum mátíarminni hjálpar- hönd, prýði heimiti sin á jól- um, þeirri mikliu kærleikshá- tið, að það sé bæðj táknrænn og raunverulegur stuðningur við líknarstarfsemi." „Hvenær var þessi kvenna deiLd stofnuð?" „Hún var stofnuð 1966, og er tilgangur hermar að styrkja Sryrktarfélag lam- aðra og fatiaðra með ráðum og dáð. Við erum núna 160 konur í deildinni, og höldum föndurfundi hálfsmánaðar- Jónína Þorfinnsdóttir, for- maðnr kvennadeildar Styrkt- arfélags lamaðra og fatJaðra. lega að jafnaði, og reynum sí fellt að hafa þá opnari og ræða meir um almenn mál á þeim, en oít hefur verið. Og þeigar líður að basiamum, þá fjölgurn við fundunum, enda verður þá sífellf meira að gera.“ „Hver hafa verið helztu verkefni ykkar að undan- förnu ?“ „Megináherzluna leggjum við auðvitað á styrk við Æf- ingastöðina á Háaleitistoraut 13, og til hennar höfum við keypt ýmis æfingatælki, og núna rétt nýverið lögðum við fram 150.000 krónur til kaupa á hreinsitækjum, í nýju sundlaugina í Æfinga- stöðinni, sem er verið að taka í notkun, og jafnfram erum við að kaupa tæki til notlcun ar við endurhæfingu í stöð- inni. Næstu verkefni er að styrkja sjúkraþjálfara til náms, annað hvort einhvern, sem er að hefja nám, eða sem er í námi þegar. Einnig er hugimyndin að sityrkja iðju- þjáltfara til náms, ef mögu- leiki reynist. Fyrir utan æf- ingaistöðina, berum við mjög fyrir brjósti skólann í Reykja dal í Mosfellssveit. 1 þeim skóla eru börn, sem vegna bæktanar, lömunar eða af öðr um sökum eiga ekki samleið með öðrum börnum.“ „ESga konurnar i kvenna- deildinni allar um sárt að binda vegna lömunar barna sinna?“ „Nei, alls ekki, en um mang ar er samt svo farið, eða þá, að þetta hefur hent eín- hvern nákominn ættingja. Annars starfa með okkur mangar konur, sem hugsa á þann veg, að með starfinu séu þær að þakka fyrir það að eiga heilbrigð börn, því að ekkert jafnast á við það. Æ fiLeiri einstakLinigar, sem áð ur hefðu verið dauðadæmdir, vegna meðíæddra galla, verða að heyja sína lifsbar- áttu í heimi hinna heilbrigðu, einnig þeir, sem verða fyrir örkuml af völdum sjúkdóma og slysa, og þessu fólki ber að hjálpa. Og enginn veit, hvenær slíkt ber að garði hjá honum sjállfum eða hans nánustu. Það er þvi brýn nauðsiyn á, að basarinn ökkar á morgun, laugardag, verði vel sóttur, og eins og ég sagði áður, er þar á boðstólum falleg handa vinna, matvara, kökur, arls kyns jólavörur, og síðast en ekki sízt alls kyns lukkupott ar, sem hafa verið mjög vin- sælir.“ Og með það felldum við Jónína talið, og ég vona, að fólk sjái af þessu samtali, hve brýn nauðsyn er á að styðja við bakið á þessum fórnfúsu konum. Það vita a.m.k. þeir, sem þurft hafa að leita til Æfingastöðvarinnar að Háaieitisbraut 13 — Fr.S. A förnum vegi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.