Morgunblaðið - 12.11.1971, Side 10

Morgunblaðið - 12.11.1971, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1971 BOKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR Sýning Braga A Asgeirssonar BRAGI Ásgeirsson ex fyrstur af felenzkum málurum til að halda einkasýnmgu í hinum nýju sýn- Ingarsölum Norræna hússins. Hann hefur sett þar saman sýn- ing>u á eldri og yngri verkum sínum, er hann sjálfur vill ekki kalla yfirlitssýningu, en komst þannig að orði við blaðamenn, að um vissa úttekt á list sinni væri að ræða. Þetta er skiljanlegt, þeg ar þess er gætt, að án efa vantar veigamikil verk á þessa sýningu, sem munu vera í annarra eigu en listamannsins sjálfs. Svo hagar til á þessari sýningu Braga, að öll eru þessi verk í hans eigu, og eru þau sjötíu og fimm að tölu. Það elzta er frá 1953, en þau yngstu frá því á þessu ári. Sýningar sem þessi eru sjald- gæfar hérlendis, en hafa mikla þýðingu bæði fyrir þá, er áhuga hafa á myndlist yfirleitt, að ekki sé taiað um, hve nauðsynlegt það er fyrir listamennina sjálfa að safna saman eldri og yngri verk um í einn stað. Þannig geta lista- mennimir gert sér grein fyrir, hvernig þróun þeirra hefur átt sér stað, og hvar þeir eru á vegi staddir. Það er að mínu áliti, mis skilningur, að menn þurfi endi- lega að standa á einhverjum merkilegum tímamótum á ævi sinni til að sýna yfirlit á verk- um sinum eða gera úttekt á list sinni, eins og Bragi Ásgeirsson kallar það. Sá listamaður, sem unnið hefur áratugum saman, hlýtur að eiga í fórum sínum ýmislegt, sem forvitnilegt er að kynnast, og vona ég, að fleiri en Bragi Ásgeirsson eigi eftir að setja saman sýningu af þessu tagi, þótt ekki sé um fimmtugs eða sextugsafmæli að ræða. Ég er viss um, að þessi sýning Braga í Norræna húsinu á eftir að opna augu sumra fyrir því, hvað Bragi er t.d. heill og öruggur listamaður og hefur verið Um langan tima. Bragi Ásgeirsson er einn af þeim listamönnum, sem þróazt hafa á mjög eðlilegan hátt. Hann byrjar í nokkuð hefð- bundnum stíl, gerir síðan marg- ar og mismunandi tilraunir, sem síðan þróast út í fullkomna nú- tímalist, sem er langt frá því að vera gripin úr lausu lofti. öllu er haldið innan viss ramma, ef svo mætti að orði kveða. Hin síðari ár gerir hann verk sin úr marg- víslegum efnivið, sem ég sagði fyrir tveim árum að ég vissi ekki, hvort heldur ætti að kalla málverk eða relief, en það kæmi ekki að sök, þar sem þessi verk væri svo nátengd málverkinu í eðli sínu, að það færi ekki milli mála, að hér færi fyrst og fremst maður að verki, sem hugsaði myndrænt. Það eru fyrst og síð- ast þau verk, er Bragi hefur gert á undanfömum árum, sem sanna þessa skoðun mína. Ég er viss um, eftir að hafa séð þessa sýningu, að honum hefur ekki tekizt betur en seinustu árin, og má hann vera mjög ánægður með þá niðurstöðu. Hann hefur mun meiri styrk í þeim verkum, er hann hefur gert með alls kon- ar efnivið eins t.d., með því að fella ýmsa hluti inn í myndflöt- inn og tengja þannig form og lit á sérstakan hátt, en finnanlegur er i mörgum fyrri verkum hans, og á ég þar aðallega við sumar þær myndir, er Bragi gerði í geometriskum stíl, eins og sjá má á þessari sýningu. Samt er það svo, að það þarf ekki glöggt auga tdl að sjá vissa heild í þeim verkum, sem Bragi hefur valið á þeasa sýningu, og á það við allt frá elzta verki til þess, er hann er að gera í dag, Það er augljóst, að hér er á ferð listamaður, sem hefur skapað sér sjálfstæðan stO, sem er honum eðiilegur og hvergi að kominn, nema frá honum sjálfum. Enda liggur það i augum uppi, er þessi sýning er skoðuð, hvernig núveraindi mynd list Braga hefur mótazt hægt og sígandi á seinustu árum. Þetta er skemmtileg og fjörug sýning hjá Braga, og ég er viss um, að hann hefur sjálfur gott af að sjá þessi verk undir sama þaki, og gera sinn samanburð. Hann má vel við una og raun- verulega ætti sýning sem þessi að verða mikil uppörvun fyrir Braga Ásgeirsson. Það er aðeins eitt, sem ég er í Framh. á bls. 20 Erlendur Jónsson skrifar um BÓKMENNTIR Milli dular og spennu Kristmann Guðmundsson: SUMAB í SELAVÍK. 151 bls. Helgafell. Rvík 1971. Sumar í Selavlk er fremur stutt skáidsaga og á að gerast á öðrum eða þriðja tug þessar- ar aldar eða með öðrum orðum á bannárunum. Ég dreg þá ályktun meðal annars af því, að söguhetjurnar súpa tíðum á, en þá aldrei nema landa, sem ein þeirra bruggar handa þeim öll- um. Þetta er í aðra röndina ást- arsaga, en að hinu leytinu glæpa róman. Allt frá upphafi mynda ástarsagan og reyfarinn óslit- inn samofinn þráð, sem enda svo hvor með sinni lausninni. Har- aldur heitir sögumaður, „fjöru- tíu og þriggja ára gamall, sem sagt kominn á þann aldur er mann tekur að gruna, að ævin sé ekki eins löng og maður hélt einusinni." Sumarlangt ræðst hann til vistar að gamalli hval- stöð á Austfjörðum, er Norð- menn höfðu fyrrum starfrækt, en er nú í eigu íslendinga. Haraldur lifir í saknaðar- kenndri endurminning um löngu látna æskuunnustu. „Ég hafði heitið henni þvl að unna aldrei annarri stúlku, og mér tekizt að halda það loforð fram að þessu, enda ekkert kvenna- guil.“ En hér fer öðruvísi en ætl að var: Haraldur verður ást- fanginn af kornungri bónda- dóttur, Svíalín að nafni, og verður hún um það er lýkur unnusta hans, bæði í holdi og anda. Aðrar söguhetjur Sumars í Selavík eru svo samverka- menn Haralds og foreldrar unn- ustu hans. En svo er það reyfarinn. Það er upphaf þess máls, að nokkr- um árum áður hvarf norskur maður sporlaust þar í Selavík. Hvað varð af honum? Flesta, ef ekki alla grunar, að honum hafi verið sálgað. En hver myrti hann þá? Það vita víst fæstir. Einn mannanna þykir nógn djöfullegur til að hafa framið ódæðið og eru ýmsir, þar á með- al söguþulur, sannfærðir um, að hann sé morðinginn. En sannan- ir skortir eins og fyrri daginn. Spurningin er þvi: sekur eða saklaus — en henni er svarað fyrir sögulok, og auðvitað kem- ur svarið á óvart, eins og vera ber í góðri sakamálasögu. Dett- ur mér ekki í hug að spilla ánægju lesenda með því að upp lýsa það hér. Er Sumar í Selavik þá aðeins ástarróman og reyfari? Víðs fjarri. Mikið fer fyrir hugleið- ingum um lífið og tilveruna að ógleymdum frásögnum af dular- fu'Ilum fyrirbærum og skýring- um á þeim, svo og athugasemd- urn um lífið eftir dauðann. Kjarni þeirrar lífspeki (og dul- speki) er ef til vill bezt sam- samaður í eftirfarandi orðum, sem lögð eru i munn gamalli konu: „Við þurfum aðeins að læra að taka öllu með ró og stillingu og án þess að láta það skerða gleði okkar yfir lífinu, því að það gerist áreiðanlega ekkert annað en það, sem Guð veit að okkur er fyrir beztu . . . Ég er sannfærð um að þetta jarðiíf okkar er skóli, sem við öll verð- um að ganga í gegnum, og að til- gangur hans er að búa okkur undir næsta líf, er tekur við eft- ir dauðann." Þar eð Sumar í Selavik er stutt saga, persónur margar, at- burðarás hröð og hugleið- ingar af þessu tagi verða víða til að draga athygli lesandans frá efní sögunnar, lætur að Rk- um, að sagan er of fjölþætt til að vera spennandi, enda mun henni fráleitt ætlað að vera það. Engin söguhetjanna fær tóm tíl að kynna sig rækilega, nema þá helzt sögumaður sjálfur, sem er fremur hlutlaus persóna með naumt svipmót. Hitt fólkið er alltaf að koma og fara og fær varla næði til að sýna, hvað í því býr. Atburðir sögunnar verða manni af sömu ástæðu lítt hugstæðir og fara fyrir ofan garð og neðan, ef undan er skil- in lausn morðgátunnar við sögulok. Ástin er þarna sett fyrir sjónir likt því sem I hin- um eldri, ef ekki öilum skáld- sögum Kristmanns: sem háleit og göfug tilfinning, „fegursta kennd jarðlífsins". Og sem tví- hyggjumaður skapar höfund- Kristmann Guðmundsson. ur sumar persónumar góðar, en aðrar illar; elskendurna að sjálf sögðu góða, því hvernig mætti ljót sál ala með sér fegurstu kennd jarðlifsins? Kristmann ætlar seint að þreytast að dá- sama ástina og f jölyrða um hana. Sjafnarmálin eru honum þarna engu miður hugstæð en fyrrum. Þó mannleg sé, verður ástin meira en mennsk í brjóstum sögupersóna hans, hún verður guðleg. Sé þessi saga borin saman við mestu skáldverk Kristmanns frá fyrri árum, hlýtur sá samanburð ur að verða Sumri í Selavík í óhag, fyrst og fremst vegna þess, að hún skírskotar ekki til lifandi veruleika, eins og þær hljóta að hafa gert á sinni tið. Þetta er ekki saga úr nútíman- um. Vettvangur hennar er horf- inn, timi hennar liðinn. Þetta er saga um aitburði, sem gerðust eða gátu gerzt fyrir löngu, og fólk, sem einu sinni var. Sú stað- reynd gerir hvort tveggja: að skýra og afsalka, að hér Skuti ekki vera um veruleikaverk að ræða, heldur hillingar. Ég efast um, að staður i Mking við sögu- sviðið hafi nokkru sinni verið til í raunveruleikanum, fólkið sömuleiðis. Sögumaður er of mik ill spekingur, of huglægur til að hið óskáldlega umhverfi (sem er þó hvergi ljósum dráttum dreg- ið í sögunni) megi til fulls skýrast og verða að hlutkenndum veruleik í vitund hans. Aðeins unnustan hæfir honum, ójarðnesk, álfkonuleg. En bæði standa þau svo fjarri þvi umhverfi, sem þeim er þama valið að leiksviði, umhverfi, þar sem fyl'liri, slagsmál og sálar- laust erfiði eru hið daglega Mf, að annað tveggja blýtur að ger- ast: að þau falla alls ekki inn x Framh. á bls. 20 HLJÓMPLÖTUR Flytjandi: Hannes Jón Hannesson. Útgáfa: Ljúfan. Mono, 45 snúninga. ÚTVARP Matthildar er vissulega með skemmtiiegri þáttum, sem verið hafa í útvarpinu um ára- bil. Grín var gert að hinum ó- trúlegustu hlutum þótt mest væri spilað upp á „sex“ og stjóm mál, enda var þetta kosninga- surnar. Dálítið var um tónliat £ þættinum og niú eru komin út á hljómplötu þrjú lög, sem kenind eru við Matthildi, þótt ekki sé ég viss um að þau hafi öll verið leikin í þættiinum. En það skipt- ir heldur ekki höfuðmáli, því að öll eru lögin í hinum sexíska anida Matthildar, þaunig að vöru merkið leynir sér ekki. Og að sjálfsögðu er það Þórður Breið- fjörð, sem sagður er standa fyrir útgáfu plötunnar, samningu texta og útsendingu, en eins og hlustendur Matthildaæ vita, var þar ekki góðs mainns getið án þess að umræddur Þórður Breið- fjörð kæmi ekki við sögu. Það er Hanmes Jón Haninesson, sem syngur lögin og leikur uind- ir í gítar, og að sjálfsögðu er ekki hægt með sanngirni að ætlast til teljandi tónlistaraf- reka, þegar svo lítið er umleikis í undirleiknum. Hannes er tölu- vert æfður söngvari, síðan hann var með Fiðrildi, en í þessum lögum er hann mjög misjafn, góður í „Tileinkun“, en töluvert síðri í hinum lögunum tveimur, Framh. á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.