Morgunblaðið - 12.11.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.11.1971, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1971 I 16 Otgafandi hf. Arvakur, Fsykjavík. Framkveamdaatjóri Heraldur Svainsaon. Rilrtjórar Matthías Johanneasan. Eyjóifur KonráS Jónsson. Aðatoðarritatjóri Styrmir Gunnarsson. RitatjómarfuHtrúi Þorbjðrn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýa'mgastjóri Ami Garðar Kristinsson. Ritatjórn og afgraiðsla Aðalstrsati 6, sími 10-100 Augiýsingar Aðalstresti 6, simi 22-4-80. Askriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlsnda. I leueasðlu 12,00 kr. eintakið. ORKUVEITUR Tt/fikil leynd virðist hvíla yf- ir fyrirætlunum ríkis- stjórnarinnar í raforkumál- um landshlutanna. En af þeim fregnum, sem borizt hafa af lokuðum fundum, sem ráðherrar hafa átt með full- trúum byggðarlaga, virðist augljóst, að ríkisstjórnin hafi ákveðið að hætta við virkjan- ir á Norðurlandi, hverfa alveg frá áformum um virkj- un í Svartá í Skagafirði og jafnframt að ákveðið verði, að um frekari virkjunarfram- kvæmdir í Laxá verði ekki að ræða. Þessar fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar hafa vald- ið mikilli ólgu á Norðurlandi og meðal þeirra þingmanna stjórnarflokkanna, sem Norð- lendingar hafa sent til Al- þingis. í tilefni af þessum áform- um ríkisstjórnarinnar er ástæða til að minna á þings- ályktunartillögu, sem níu þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins úr öllum kjördæmum landsins utan Reykjavíkur hafa flutt á Alþingi og Jón Árnason er fyrsti flutnings- maður að, þess efnis, að kom- ið verði á sérstökum orku- veitum landshluta, er taki við verkefnum Rafmagns- veitna ríkisins. í tillögunni er gert ráð fyrir, að rafveitur, sem fyrir eru á hverju svæði, geti orðið aðilar að þessum landshlutavirkjunum. í greinargerð fyrir til- lögu sinni segja þingmenn Sjálfstæðisflokksins m.a.: „Skömmu áður en orkulög- in voru sett hafði Alþingi samþykkt lög um Lands- virkjun og Laxárvirkjun, tvö raforkusvæði í sameign ríkis- og sveitarfélaga fyrir tiltekin svæði í landinu. Lít- um við flutningsmenn svo á, að með því hafi verið mörkuð sú stefna, er fylgja beri í raforkumálum, þ.e. að skipta landinu í orkuveitu- svæði eftir hagkvæmum land- fræðilegum mörkum og stjórnunarlegum, t.d. í sam- ræmi við núverandi kjör- dæmi. Fyrir þessu er mjög vaxandi áhugi um byggðir landsins. í öllum landshlutum eru risin eða að rísa orkuver, sem byggja grunninn undir þessa skipan mála. Viður- kennt er, að í vatnsorkunni er ein mesta auðlind lands okkar, sem með látlausum tækniframförum verður auð- LANDSHLUTA nýttari og jafnframt kalla tækniframfarirnar á síaukna orkunotkun, sem í senn tryggir fjárhagsgrunn orku- veitnanna og kallar fram vilja íbúanna á hverju svæði til valds yfir þessum verð- mætum, stjórn þeirra og ábyrgð allri.“ Sú skoðun er nú mjög ríkj- andi úti um hinar dreifðu byggðir landsins, að forsenda fyrir því, að byggð haldist úti um land og uppvaxandi kynslóðir fáist til að festa þar rætur, sé sú, að dreifbýl- ið búi ekki við lakari hlut en þéttbýlið að því er varðar félagslega aðstöðu, heilbrigð- isþjónustu og menntunarað- stöðu og að sjálfstjórn hérað- anna og sveitarfélaganna auk- ist mjög frá því, sem nú er, þannig að dreifbýlið verði ekki að leita til opinberra að- ila í Reykjavík um ákvarðan- ir í smáum málum og stór- um. Stefnan í raforkumálum hlýtur að vera í mjög nán- um tengslum við þessa af- stöðu dreifbýlisins. Sjálfstæð- ar orkuveitur í einstökum landshlutum auka á sjálf- ræði byggðanna og sveitar- félaganna og laða að tækni- menntað fólk. Þess vegna er ekki aðeins um það að ræða, hvort tryggja eigi orkuþörf einstakra landshluta eins og t.d. Norðurlands með virkj- unum fyrir norðan eða streng að sunnan, heldur er hér einnig um að ræða kjarnann í þeirri dreifbýlisstefnu, sem við hljótum að byggja á næstu áratugi. Afstaða ríkisstjórnarinnar til raforkumála dreifbýlisins bendir eindregið til þess, að vinstri stjórnin stefni að því, að efla miðstjórnarvald á suðvesturhorni landsins og draga þar með enn úr áhrif- um þeim, sem heimamenn hafa á hverjum stað í málefn- um sinna byggðarlaga. Gegn þessari eflingu miðstjórnar- valds er nauðsynlegt að bregðast af fullri einurð og festu. Viðbrögð Norðlend- inga, Fjórðungsráðs þeirra og annarra málsvara benda eindregið til þess, að þeir hyggist ekki fallast á þessa stefnu ríkisstjórnarinnar þegj andi og hljóðalaust heldur berjast ákveðið fyrir hags- mUnum sinna héraða. 0BSERVER >f OBSERVER Namibia veldur ágreiningi... — milli Bretlands og USA 1 ÖRYGGISRÁÐI Sameinuðu þjóðanna hefur komið upp al- varleg-ur ágreiningur milli rík isstjórna Bretlands og Banda- ríkjanna um yfirráð Suður- Afríkustjórnar yfir Suð- Vestur-Afríku, sem nú er venjulega talað um á vett- vangl SÞ undir nafninu Namibia. Ágreiningur þessi, sem veldur áhyggjum í stjórnar- búðum beggja ríkjanna, hef- ur haft áhrif á umræðumar í öryggisráðinu um þær sakir sem stjóm Zambíu ber á for- sætisráðherra Suður-Afríku, að hann hafi sent herlið yfir landamæri Zambíu til þess að elta uppi skæruliða, sem höfðu sprengt upp lögreglu- bifreið í nágrenni Katima Mulilo, mikilvægs flugvallar flughers S-Afríku í Namibiu. Það vekur mikla athygli í þessu máli, að sendiherra Bretlands hjá Sameinuðu þjóðunum hefur lýst því yfir á Allsherjarþinginu, að Bret- ar vísi á bug þeim lagalegu röksemdum sem liggi til grund vallar þeim úrskurði Alþjóða- dómstólsins í Haag, að stjórn Suður-Afríku haldi yfirráðum yfir Namibiu ólöglega og að Sameinuðu þjóðirnar hafi vald til þess að taka af Suður- Afríku umboð til að stjórna þessu landsvæði, en það hefur Suður-Afríka gert frá því Þjóðabandalagið ákvað þá skipan mála árið 1923. Með því að hafna úrskurði Alþjóðadómstólsins í Haag á lagalegum grundvelli hefur brezka stjómin skipað sér í lið með stjórnum Portúgals og Suður-Afríku. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar lýst þvi yfir á Alls- herjarþinginu, að hún viður- kenni úrskurð Alþjóðadóm- stólsins. Afstaða brezku stjórnarinn- ar er skrifuð á reikning Sir Alecs Douglas Home, utanrík- isráðherra. Hann ferðaðist um Namibiu fyrir þremur ár- um og kvaðst, er heim kom, ekki sjá neitt betra fyrirkomu lag fyrir Namibiu en að land- ið tilheyrði áfram Suður- Afríku. Hann hefur hins vegar sagzt gera sér ljóst hve alvarleg alþjóðleg vandamál það hefur í för með sér, að Suður-Afríkustjórn skuli virða að vettugi samþykktir Sameinuðu þjóðanna um þetta mál. Hefur hann lagt til að reynt verði að koma á samningaviðræðum með það fyrir augum að láta fara fram meðal íbúanna í Namibiu ails herjaratkvæðagreiðslu um framtíð landssvæðisins. Þar búa nú 240.000 blökkumenn og 35.000 hvítir. Síðan hefur það gerzt og komið nokkuð á óvart, að einn af helztu ættbálkahöfðingjum í Namibiu, Clemens Kapuuo, foringi Herero-manna, hefur fengið brezkt lögfræðifyrir- tæki til þess að móta lögfræði lega kröfur um réttindi lands manna hans og búa málið i hendur fulltrúa þeirra, sem leggur það fyrir Sameinuðu þjóðimar. Kapuuo kvartar sér staklega um rányrkju Suður- Afríkustjormair á imiálminiámum landssvæðisins og gerir þá kröfu, að öll erlend fyrirtæki hætti þar starfsemi sinni. Þar á meðal eru nokkur brezk fyr irtæki. Ennfremur krefat hann þess, að afrískir íbúar Nami biu fái sanngjarnari skerf af auðlindum landssvæðisims og vill, að ráðgazt sé um það við ibúana með hverjum hætti því verði helzt komið í fram kvæmd. Innan þessa Umdeilda land svæðis hefur ólga farið vax- andi á síðustu árum. Skærulið ar neðanjarðarhreyfingar, sem kallast Þjóðarsamtök Suð- Vestur-Afríku (South West African People’s Organization — skammstafað SWAPO) — hafa látið til sín taka í vax- andi mæli og eru raunar einu þjóðfrelsissamtök Namibiu sem stjórn Suður-Afríku hef ur ekki tekizt að kveða niður. Hins vegar hefur stjórn S- Afríku verið treg að viður- kenna tilvist þessara skæru- liðasamtaka og jafnan skýrt aðgerðir þeirra sem „slys“. En nú virðist vera að ganga á þol inmæði stjórnarinnar, því þeg ar skæruliðar sprengdu upp lögreglubílinn á dögunum, lét hún hermenn sína elta þá inn fyrir landamæri Zambiu: Eða svo segir stjórn Zambiu — og Vorster, forsætisráðherra S- Afríku staðfesti það í harð- orðri ræðu, er hann hélt á fundi með flokksmönmum sín um, en eftir að málið hafði komið til umræðu á vettvangi S.Þ., neitaði hann með öllu að hafa sagt nokkuð í þá átt. (Observer — Colin Legum, þýtt og endursagt. — Öll rétt indi áskilin). OBSERVER >f OBSERVER ^%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%$l UR HAND- RAÐANUM AÐ STJÓRNA UNDIR ANNARLEGUM ÁHRIFUM Ólafur Jóhannesson hefur mælzt til þess að harðar verði tekið á þeim mönn um sem sekir verða fundnir um að aka bifreið undir áhrifuim áfengis. Þetta er veL Ölium er ljósit hvílík vá er þá öfeu- maður reynir að stýra ökutseki síniu undir annarlegum áhrifum. Af slíku framferði getur hlotizt mikil óhamingja — bæði fyrir aðra en þann seka og einnig hann sjálfan. Það er ágæfct að Ólafur Jóhannession genir sér þetta ljóst, en forsætisráðherrann ætti að sjá i hendi sér, að teljist það alvartegt að menn reyni þannig að stjórna ökutæki sinu undir annarlegum áhrifum, hversiu býður það þá ekki mikiLli hættu heim að ætla sér að stjóma landinu undtír „annarlegum áhrifum". Betur væri ef forsætisráðherrainn hefði leitt hugann að þessu áður en hann leiddi kommún- ista til æðstu valda á Islandi. DAGBÓKIN MfN Svo sem kunnugt er hafa dagblöðin oft uppi tilburði til að auka fjölbreytni í efnisvali sínu og framsetninigu til að gleðja lesendur. Þannig gera blöð oft til hátíðabrigða sunnudagsblöð — eða jólablöð og páskablöð og ekki sízt tes- bækur og senda heim til fól'ks og eru þessi aukablöð sjálfsagt vel þegin. Þannig reyna þau sifellt að finna upp á einhverju tii að rækja það sem þeim finnst vera sitt hlutverk. Því er þetta nefnt að einmitt um þessar mundir eru að gerast róttækar breytingar á einu da'gblaðanna. Eftir miklar haust- hreingerningar á Þjóðviljanum virðist nú sem blaðinu hafi verið breytt í pers- ónulega dagbók Magnúsar Kjartansson ar iðnaðarráðherra. Má ráðherrann nú vart bjóða manni góðan daginn eða geispa án þess að frá þvi sé sagt feit- tetrað á forsíðu Þjóðviljans ásamt mynd af goðintu og útmálun á mikilvægi þess- ara atburða fyrir land og þjóð. Þó þetfca virðist heldur dapurleg örlög fyr- ir dagblað, gefcur vel verið að ýmsLr vilji fylgjast með dagbðkinni, því fróð- legt verður að fá fréttir af því jafn- harðan er ráðherrann tekur tiil við að koma á stóriðju í landinu með því að teiða rafmagn í hús oig hita þau upp. KJói. n%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%ú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.