Morgunblaðið - 12.11.1971, Qupperneq 17
MORGUNBCAÐtÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1971
17
George C. Marshall. —
Höfundur hugmyndarinnar
um aðstoð Bandaríkjanna
við erlend ríki.
forseti hefur þega<r látið í ljós
miklar efasemdir um ágæti
þessa nýja frumvarps. Því má
skipta i tvennt. Felur annar
hlutinn í sér framlög til efna
hags- og mannúðarmála á er-
lendum vettvangi að upphæð
1144 millj. dollara, en hinn
hlutinn er um hernaðaraðstoð
við önnur ríki að upphæð 1185
millj. dollara. Frumv. þessu
er aðeins ætlað að ná til eins
fjárhagsárs.
Upphaflega hafði rikisstjórn
Beriín 1948 — Engum blöðum er um það að fletta, hver orðið hefðu örlög Vestur-Berlínar og
ef til vill Vestur-Evróiiu allrar án aðstoðar Bandaríkjamanna eftir stríð. Myndin sýnir banda
ríska flugvél vera að lenda í Vestur-Berlín, er lofflbðúin þangað var í algleymingi. ________
Bandaríkin og aðstoð
þeirra við önnur ríki
Ákvörðun öldungadeildarinnar
getur haft örlagarík áhrif
Utanríkismálanefnd banda-
ríska þingsinis hefur tekið af
skarið og borið fram nýjar til
lögur um efnahagsaðstoð við
erlend ríki i stað frumvarps
þess, sem fellt var í öldunga-
deildinni í síðustu viku. Nýja
frumvarpið er þó ekki annað
en bráðabirgðalausm og Nixon
in farið fram á 3,6 milljarða
dollara heildarfjárveitingu fyr
ir öll áform sín um efnahags-
og heimaðaraðstoð. Þesaa upp
hæð hafði fulltrúadeildin lækk
að fyrst niður í 3,4 milljarða
dollara og öldungadeildin síð
an niður í 2,9 milljarða. En
þegar lokaatkvæðagreiðsla fór
fram um frumvarpið í öldunga
deildinni var það fellt, raunar
öllum á óvart. í þeim tillög-
um, sem utanríkismálanefndin
hefpr nú borið fram, er gert
ráð fyrir, að heildarframlögin
bæði í efnahags- cg hernaðar
skyni verði ekki nema rúml.
2,3 milljarðar dollara samkv.
framansögðu. Af þeirri upp-
hæð, sem felld hefur verið nið
ur, frá því að fjárveitinga-
beiðni ríkisstjómarinnar kom
fyrst fram, átti mesti hlutinn
að fara til hernaðaraðstoðar.
Eitt helzta nýmælið í tillög
um utanríkismálanefndarinn-
ar nú er aðgreining milli
efnahagsaðstoðarinnar' annars
vegar og hernaðaraðstoðarinn
ar hins vegar. Svo kann vel
að fara, að svonefndir frjáls-
lyndir þingmenn öildungadeild
arinnar felli tillögurnar um
hernaðaraðstoðina að veru-
legu leyti, að fráskilinni hern
aðaraðstoðinni við ísrael, en
samþykki aftur á móti tillögur
utanríkismálanefndairinnar um
efnahagsaðstoð.
UMDEILD AÐSTOÐ
Efnahagsaðstoð við erlend
riki hefur alltaf verið þrætu-
epli í bandaríska þinginu og
oft orðið tilefni til ásakana um
misferli, bruðl og spillingu.
Mörgum hefur þótt sem þessi
aðstoð aflaði Bandairíkjunum
jafn mikillar óvináttu erlend-
is frá sem vináttu, og margir
öldungadeildarþingmenn hafa
efazt um, hvort hún hafi náð
takmarki sínu. Of hefur þing
ið stórlækkað aðstoð við önn
ur ríki, sem-Bandarikjaforset
ar hafa verið búnir að biðja
um. Sem dæmi má nefna, er
þingið skar niður fjárveitinga
beiðni Johnsons forseta í þessu
skyni um 1/3 á fjárhagsárinu
1964 og um 2/5 fyrir fjárhags-
árið 1969. Kröfur hafa komið
fram um aukið eftirlit með
því, hvernig þessari aðstoð
væri varið. Við atkvæða-
greiðsluna um frumvarpið í
síðustu viku lagði Mike Man3
field, leiðtogi meirihlútans í
öldungadeildinni til, að nýju
skipulagi yrði komið á efna-
Matvæli handa flóttafólki
í Austur-Pakistan
hagsaðstoðina við önnur ríki
og kvartaði yfir, að þar væri
ekki lengur um neinar ákveðn
ar reglur að styðjast. Hann
og fleiri lögðu til, að fé yrði
veitt til alþjóðlegra stofnana,
sem síðan veittu því aftur til
þurfandi aðila. Þetta myndi
koma í veg fyrir alla andúð í
garð Bandaríkj anna og
stemma stigu við þeim áróðri,
að Bandartíkj amenn legðu efna
hagsaðstoð sína fram i misjöfn
um tilgangi.
Það kom einmitt fram við
atkvæðagreiðsluna, að margir
öldungadeildarþingmenn kváð
ust myndu styðja frumvarp
um efnahagsaðstoð við önnur
riki, sem væri betur skipu-
lögð en nú væri og styddist
við ákveðnar reglur um með-
ferð. Engu að síður gaf niður
staða atkvæðagreiðslunnar,
þar sem frumvarpið var fellt
með 41 atkvæði gegn 27 til
kynna, að um vaxandi þjóðern
ishyggju og einangrunarstefnu
er að ræða innan öldunga-
deildarinnsir. Miðað við þessi
Framh. á bls. 20
Hugleiðing sveitamanns
1 dag er fyrsti vetrardagur.
Gott og gjöfult sumar er Liðið.
Margir verða til — eða ættu að
verða til — að vegsama og
þakka þá árgæzku, sem verið
hefur, hvað tíðarfar, jarðargróð
ur, sjávarfang og atvinnuöryggi
snertir. Hér er þó aðéins á þetta
drepið, því það hlýtur að vera
öllum huigstœtt, siem reynt hafa
og glímt hafa við erfiðlei'kaár, á
liðinni ævi.
En sumarsins verður minnzt,
einnig á öðrum sviðum.
Eitt alvarlegasta fyrirbærið
eru hin geigvænlegu slys á
landi, sem verða æ tíðari, og sú
eyðilegging verðmæta, sem verð
ur í umferðinni. í þessu efni,
sem öðrum, blasa við vettlinga-
tökin, sem viðhöfð eru á afbrota-
mönnum í okkar fámenna þjóð-
félagi, og kæruleysi hins al-
menna borgara, sem aðgerðalaus
horfir á ölvaða menn setjast
undir stýri, hefur skotvopn með
tilheyrandi, þaf sem börn geta
itekið þau, með þeim af'leiðing-
um sem margan hryllir við að
nefna. Þá er margbent á kæru-
Leysi varðandi geymslu hættu-
legra liyfja, og afleiðingar þess
kæruleysis. Það er engu ldkara
en fólik telji þetta fylgifiska
hins svonefnda veliferðarþjóðfé-
lags. En er ekki kominn timi til
að taka upp gagnráðstafanir, og
svipta þetta fólk réttindum, til
að hafa þá hluti undir höndunrL
sem það greinilega vantar hæfi
leika til að fara með? Má okk-
ar litla þjóð við þeim geigvæn-
liegu mannfórnum, sem óðum
færast I vöxt, og mest er tak-
markalausu tililUsleysi að kenna,
og hirðuLeysi. Þetta er orðið
þjóðfélagsvandamál, seni krefst
skjótra aðgerða.
Þá mun margur minnast sum-
arsins fyrir það, að þá tók við
ný rikisstjórn. Menn, sem heil
an áratug, eða meir, höfðu vart
haldið vatni, vegna ákafans að
komast i ríkisstjóm. Hin nýja
stjórn tók við miklum ráðstöf-
unarfjármunum, og eindæma
góðæri ríkti, á öllum sviðum
þjóðlífsins. En fjölmörgum sýr,-
ist byrjunin vægast sagt ákaf-
lega hæpin.
Ennþá hefur ekkert reynt á
kappana nema í raunninum, en
fjárlagafrumvarpið nýja, — sein
bendir til hallareksturs og
hækkandi skatta, — virðist ekki
í samræmi við loforðin og fyrir-
heitin.
Ekki verður sagt, að fjárlaga-
ræðan væri traustvekjandi.
Öðru nær, því miður. En loforð
in um stytta.ii vinnutinia og
hærra kaup — jafnvel vald-
bjóða það — eru fjarstæðu-
kennd og liáskaleg þjóðinni,
eins og Steingrímur Davíðsson
hefur rækilega bent á i Mbl.
grein 8. þ.m. og ekki þarf að
endurtaka hér, svo vel sem
hann rökstyður það mál.
Hugsum okkur hr. ÓLaf Jó-
hannesson fræðandi bændur um
34 stunda vinnuviku. Eða hr.
Lúðvík Jósefsson ráðandi sjó-
menn á alla nýju skuttogarana.
Aðeins 34 stundir á viku, takk,
til hafnai-. Þá yrði efeki lengi
verið að vinna úr öLLum aflan-
u;m í frystihúsiunum, og nýting
hinna dýru og góðu véla yrði
dájsaimteg. Néi, herrar mínir. Hér
er vegið aftan að því fól'ki, sem
enn vinnur að framleiðslustörf
unum. Hert á straumnum, sem
liggur frá framleiðsliustörfum til
þjónustustarfa, mlsjafnlega
þarfra. Hvort gera þeir þetta
vitandi vits, eða skilja þeir ekki
þarfir undirstöðuatvitmuveg-
anna? ÆtLast þeir til, að eftir
sem áður vdnni sjómaðurinn og
bóndinn 60 til 80 stundir á
viku, eða meir, þegar á liggur?
Auðvitað dettur þeim ekki í hug
að svara röddum fólksins, en í
lengstú lög verður að vona, að
fulltrúar áðurnefnda stétta á A1
þingi taki upp harða baráttu
gegn þessari villukenningu. Öll
um ætti að skiljast, að ekki á
sama við hér, og í háþróuðum
i ðna ðarþ j óðfélögu m.
Læknas'kortur er umtalað efni,
en ekki sjáum við úti á landi
að sú stétt sé þunnskipuð i
Reykjavík. Sönnu nær væri að
ætla, að sá fjöldi, sem þar starf
ar nýttist ver en efni standa tii.
Væri ekki reynandi að gera hér
á skipulags'breytingu, og leggja
þær skyldur á læknafélag Is-
lands, að það ráðstafi lækna-
þjónustunni um land alilt, til
endurgjalds fyrir veitta mennt-
un, sem þjóðin hefur kostað.
Valdboð ráðuneytis er ekki
heppileg lausn. SjáLfsagt þarf
lika að sérmennta heimilisLækna
því ef þeirra fag bæri ekki sér-
menntunarstimpilinn, mætti svo
fara, að þeir téldu sig annars
flokks menn, sem þó er fráleitt,
því einmitt héraðs- og heimilis-
læknar tileinka sér miklu fjöt-
þættara svið, en hinir einstöku
sérfræðingar. Hér duga ekki sí-
felldar vangaveltur, og íækna-
stéttinni er bezt trúandi til að
ráða bót á því ófremdarástandi,
sem rilkir nú.
í rabbi sem þessu verður að
drepa lítillega á útvarp og sjón-
varp. Yfir höfuð að tala má
segja að þjónusta þessara fyrir
tækja sé batnandi. Sú breyting
hjá útvairpi að krydda frétta-
flutninginn með viðtölum, er
mjög til bóta, því satt að
segja er fréttaöflun þess ekki
viðtæk. Verst er að sætta sig við
glæpamyndir og heimskulegar
auglýsingar sjónvarpsins. Aug-
lýsingarnar í okkar fámenni,
enu kafli fyrir sig, sem er
rannsóknarefni, einkum varð-
andi áhrif þeirra á börn og ungl
inga. Innlendir þættir i sjón-
varpi eru yfirleitt góðir, með
undantekningum þó, t.d. þættir
unga fólksins, sem bera vott um
sára andlega fátækt. Þá var þátt
ur þingmanna stórlega mis-
heppnaður, m.a. fyrir lélega
stjórn. Spurningar þurfa að
vera ákveðnar og Ijósar, og
svörin mega ekki verða mævðar
vela, þar sem þeir máLglöðustu
taka óeðililega langan tíma svo
himr hLédrægu komast lítið að.
Frá sjónarmiði leikmanns virð
ist augljóst, úr þvi fjárlög eru
afgreidd í sameinuðu þingi, að
þingið á að vera ein inálstofa.
Þingmönnum verði fækkað, t.d
niður í 49. Gæti það verið byrj
un að sparnaði, sem oft er látið
skína í að þörf sé á, en ennþá
er orðagjáltfur eitt. Þá sparaðist
bygging þinghúss næstu áratug-
ina o.fL i þessu sambandL Ai-
þingi verði aðeins háð í okt-
des. og febrúar-imaí. Fjóðungs-
fundir verði árlega, með fulttrú
um aliira s'tétta, og þátttöku
þingmanna. Þaðan kæmu marg-
visleg málefni, til úrvinnslu fyr
ir þingmenn, sem undirbúnings
þyrftu áður en þau væru flutt
á Alþingi.
Sjálfsagt er að greiða þing-
mönnum sómasamleg laun, enda
verji. þeir tíma sínum í starfið,
eða fái aðstoðarmenn fyrir slg,
vilji þeir sjálfir leggja starfs-
krafta sína, utan þingtimans til
annarra hugðarefna. Eysteins
hugmyndin um látlaust þing-
hald, er fráleit, og gegnir
furðu, að maður með hans
reynslu skuli berjast fyrir
henni.
Leggja á niður þann ósið, sem
þingmenn sjálfir hafa innleitt,
að alls konar fólk sé með erind
rekstur við þá á þingfundatíma.
SjáLfir kvarta þeir lika um, að
ekki sé húsrúm í þinghúsinu tii
allra þessara einkafunda. Hvað
þyrfti að byggja stórt, til þess
að allir flokkar fengju slíka að
stöðu? Viðtalstíma eiga þing-
menn auðvitað að hafa, en bara
ekki á fundartíma Alþingis.
Það er óhentugt báðum málsað-
ilum. Oft er talað um nauð-
syn þjóðaratkvæðagreiðslu um
ákveðin mál. Þetta mál er kjör
ið til að leggja undir þjóðarat-
kvæði:
Telur þú að Alþingi eigi að
vera ein málstofa?
Telur þú að þingmenn séu of
margir miðað við skipan Alþing-
is nú?
Telur þú rétt að stytta þing-
tímann frá því sem nú er?
Einni spurningu ætti raunar
að bæta við, ef þjóðin verður
spurð:
Vilt þú að þ.jóðkjörinn forsett
verði jafnframt forsætisráð-
herra, og fái váld tll að sktpa
ráðherra, og veita þeim lausn?
PáU Guðmundsson.