Morgunblaðið - 26.11.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.11.1971, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1971 21 70 ára: Jón Þ. Stefánsson 1 DAG leitar hugur minn á fornar slóðir, norður í Blöndu- hlið, til sveitarinnar minnar kœru. Mér koma i hug ljóðlín- ur skagfirzka skáldsins: „Hver gleymir, bjarta Blöndu- hlið, blámanum þinna fjalla? Hver man ekki og þráir á sumrin síð sólskinsblettina alla? Hver vill ekki eiga vorin fríð þar sern vötn þín að bökkum falla ? 1 dag leitar hugur minn norð- ur og vill flytja með sér heilla- óskir til afmælisbarnsins, Jóns f>. Stefánssonar fyrrum bónda í Grænumýri í Blönduhlíð, en hann er sjötugur i dag. Jón er fæddur á Þverá í Blönduhlíð 26. nóv. 1901, sonur merkishjónanna Hjörtínu Hann- esdöttur og Stefáns Sigurðsson- ar, sem þá voru búendur þar. Hann er næstelztur af sjö barna hópi. Bernskuheimilið var eitt af ágætustu heimilum sveitarinnar og var heimilisbragur þar allur til fyrirmyndar. Hjörtína móðir hans var mikil gáfukona og vandaði uppeldi barna sinna. Faðir hans var hlýr og um- hyggjusamur um sinn stóra barnahóp og mannmarga heim- ili. 1 þessu góða og fagra um- hverfi ólst Jón upp. Bemskuárin hafa áreiðanlega orðið honum hinn ágætasti skóli. Á ungum aldri lá leið hans á bændaskól- ann á Hólum í Hjaltadal. Þá var þar skólastjóri Páll Zophanías- son. Hann var hinn mikli áhrifa- maður og mótaði sveininn unga fyrir lífið. Veit ég, að Jón hefir ætíð litið á hann sem sinn ágæt- asta leiðsögumann. Eftir að búfræðinámi var lok- íð sinnti Jón búnaðarstörfum í sveit sinni. Árið 1926 geklt hann að eiga Gunnhildi Björnsdóttur frá Miklabæ. Hófu þau búskap á Þverá og bjuggu á móti for- eldrum Jóns. Nokkru síðar keyptu þau fremur litla jörð, Hjaltastaðakot og fiuttust þang- að. Með þesísum ráðahag byi’jaði nýtt tímabil í lífi þeirra. Hér hófst uppbyggingarstarfið. Húsa- kostur var lélegur, ræktun lítil. Þarna uxu úr grasi synir þeirra tveir, báðir góðir synir þjóðar sinnar, séra Björn prestur í Keflavík og Stefán, sem nú sit- ur jörðina. Timinn var notaður vel og ekki lágu þau hjónin á liði sínu. Jón er með allra beztu verk- mönnum, léttur í hreyfingum og hvert verk hefir leikið í hönd- um hans. Með þrautseigju og dugnaði tókst þeim að gera litla jörð stóra. Nú er þetta býli orð- ið eitt með beztu býlum sveitar- innar, litla þýfða túnið orðið að stórum og vel ræktuðum töðu- velli. Og þar eru risin af grunni ágæt hús, ibúðarhús og penings- hús. Og nýtt nafn hæfir betur, enda heitir jörðin nú Græna- mýri. Það má segja að allt grói í kringum Jón, enda er hann ræktunarmaður í bezta skilnimgi. Hann er sannur sonur sveitar sinnar og hefir aldrei verið grip- inn þeirri þrá að yfirgefa æsku- stöðvarnar og hverfa í þéttbýlið. Gestrisin hafa þau hjón verið og glaðzt af gestakomu, jafnvel í litla bænum, við erfiðu aðstæð- urnar. Oft hafa verið hjá þeim hjónum léttadrengir og þar var gott fyrir slíka að vera. Jóni er sérstaklega tamt að umgangast börn og umglinga. Öll -afabörn- in hafa notið hlýjunnar og gleð- innar þar og oft hlustað á vel samið ævintýri, sem alltaf hefir verið handbært, ef á hefir þurft að halda. Jón er gleðimaður á góðri stund, gamansamur og léttur i skapi, en þéttur fyrir og heldur vel á sínu. Þau hjónin hafa stutt kirkju og kristindóm í sveit sinni. Lítilmagnanum hefir hann rétt hjálparhönd og ýmsum góðum málum lagt lið sitt. Tíminn líður, árin • verða að áratugum og nú eru þau hjónin Jón og Gunnhildur komin út úr hita og þunga dagsins, síðdegis- svalinn leikur um vanga þeirra og brátt er komið kvöld. Þau hafa nú dregið sig í hlé og eru í skjóli sonar síns Stefáns og konu hans, Ingu Ingólfsdóttur. Nú hafa þau búsforráð í Grænu- mýri og gera það af mesta myndarbrag, svo enn vex þar allt og blómgast. Heillaóskir mínar eru ykkur öllum sendar á þessum timamót- um og ég veit að afmælisbarnið gengur glatt í lund og með léttum skrefum inn á nýjan áratug. Jensína Björnsdóttir. • Rú. • ■■ ' : '7- r ’ I r ‘ • • • _ Cluggatjöld hf LAUGAVEGI 66 (2. HÆÐ), SÍMI 1 74 50 mggmmm ■Kl ■ HAGKAUP AUGLÝSIR: IDAG STÆKKUM VID VERZLUN UKKAR I SKEIFUNNI 15 UM HELMING ☆ Leikfangamarkaður ☆ Fatamarkaður ☆ Matvörumarkaður ☆ Glœsilegt vöruúrval á 1100 fermetra gólffleti ☆ Allt á einni hœð Opið til klukkan 10 í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.