Morgunblaðið - 27.11.1971, Qupperneq 1
32 SÍÐUR OG L.ESBÖK
270. tbl. 58. árg. LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1971 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Mikill
halli
í viðskiptum
Bandaríkjanna
Washington, 26. nóv.
AP—NTB.
VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR Banda-
ríkjanna við útlönd var óhag-
stæður um 821.4 milljónir doll-
ara, og er það mesti viðskipta-
lballi, sem skráður hefur verið
þar í landi í áratugi. Til saman-
bnrðar má geta þess að viðskipta
jjöfnuðurinn var hagstæður í sept
ember um 265.4 milljónir dollara.
Ulbricht
forseti
A-í»ýzkal.
Austur-Berlín. 26. nóv. NTB.
WALTER Ulbrieht, fyrrum leið-
togi austur-þýzka kommúnista-
fiokksins var í dag endurkjör-
inn formaður svonefnds ríkisráðs
og þar með forseti Austur-Þýzka
liands. Ulbricht hefur verið for-
maður ríkisráðsins i 11 ár.
Ulbricht var endurkjöririn
einróma. Það var Erich Honeck-
er flokksieiðtogi, sem bar fram
tiilöguna um endurkjör Ul-
brichts sem forseta og þingfull-
trúamir, 500 að töluðu, svöruðu
með samfelldu lófaklappi.
Þá var Willi Stoph einróma
endurkjörinn forsætisráðherra.
■
Mynd þessi var tekin um síðustu helgi þegar sókn Suður-Viet-
nama var að hefjast í Kambódíu. Sjást þarna tveir ungir flótta-
menn á þjóðveginum fyrir vest.in borgina Krek i Kambódiu, cn
þar í nágrenninu kom til nokkurra árekstra milli innrásarsveit-
anna og kommúnista.
Harold Wilson:
Endursamein-
ing írskra ríkja
— eina framtíðarlausnin
London, 26. nóvemiber — NTB
HAROLD Wilson, fyrrimi for-
sætisráðherra, flutti ávarp S
neðri málstofu brezka þingsins í
gærkvöldi, þar sem hann skýrði
frá tillögmm sinum til lausnar
deilti kaþólskra og niótmælenda
á Norður-lrlandi. í tiUögimum
segir Wilson meðal annars, að
eina httgsanlega lattsnin sé end-
nrsameining Norðnr- og Suður-
írlands einhvern tima f fram-
tíðinni með sameiginlegri stjórn-
arskrá fyrir nýtt írskt Jýðveldi.
Hins vegar verði brezkir her-
menn áfram á Norður-lrlandi
næstu árin og nauðsyniegt sé að
halda áfram baráttiinni gegn
skæruliðum írska lýðveldishers-
ins, IRA.
Þegar Wilson hafði lokið máli
sinu var hann hylltur með lang-
varandi lófataki þingmanna, og
tóku þátt í þvi bæði flokksbræð-
ur hans úr Verkamannaflokkn-
um og þingmenn íhaldsflokksins.
Wilson er nýkominn heim til
London úr kynnisferð til Irlands.
Heimsótti hann bæði Norður-lr-
land og Irska lýðveldið til að
kynna sér ástandið og deilumái-
in.
I ávarpi sínu í neðri málstof-
unni sagði Wilson, að tillögur
hans gætu ekki miðað að neinni
skyndilausn, er bundið gæti enda
á átökin á Norður-Irlandi, heldur
væri þar um framtíðarlausn að
ræða. Lagði hann til að leiðtog-
ar alira stjómmálaflokka Bret-
lands, Norður-lrlands og Irska
lýðveldisins kæmu sem fyrst
saman til ráðstefnu til að ræða
ástandið. Væri það fyrst og
fremst verkefni þessarar ráð-
stefnu að gera drög að sameigin-
legri stjórnarskrá fyrir bæði
írsku rikin. Tæikist það, gæti
stjórnarskráin tekið gildi eftir
um 15 ár, sagði Wilson. Eftir
stofnun nýs írsks lýðveldis gæti
það sótt um aðild að Brezka
samveldinu, ef leiðtogarnir ósk-
uðu þess. Hins vegar væri ljóst,
að nauðsynlegt yrði að hafa
brezkar hersveitir á Iriandi við
friðargæzlu að minnsta kosti í
tíu ár eftir að þessi hugsanlega
stjórnarskrá tæki gildi.
Ný innrás Indverja
— „til að þagga niður í
stórskotaliði Pakistana44
Nýju Deihi, 26. nóv. AP.
INDVERSK yfirvöld skýrðu frá
því í dag að indverskt herlið
hcfði á ný ráðizt inn í Aiistur-
Pakistan „í varnarskyni“ t.il að
þagga niður í stórskotaliði Pak-
iwtana, sem haldið hefði uppi
skothríð á indvcrskt landsvæði.
Varnarmáiaráðuneytið ind-
verska segir að í átökum þessum
hafi 80 hermenn fallið úr liði
Pakistana, og einn skriðdreki
þeirra verið eyðilagður. Sjálfir
segjast Indverjar hafa orðið fyr-
ir litlu tjóni.
Ekki er þess getið í frétt ráðu-
neytisins hvenær þessi nýja inn-
rás var gerð, en a)lt bendir til
þess að það hafi verið í gær eða
dag. Fregnir frá Pakistan herma
að Indverjar hafi gert árás á
varðstöð Pakistana í kvöld, föstu
dag, og henni hafi verið hrundið.
Er þarna sennilega um sama at-
vikið að ræða.
Átökin urðu í nánd við ind-
versku borgina Balurghat, um
300 km fyrir norðan Calcutta, og
við þorpið Hili, um 25 km fyrix
austan Balurghat. Segja Ind-
verjar að sveitir úr her Pakist-
ana hafi hafið skothríð yfir landa
mærin á miðvikudagskvöld, og
beitt fallbyssum, sprengjuvörp-
um og vélbyssum. Beindist skot-
hríðin aðallega að Baluirghat, en
einnig réðust Pakistanar á ind-
verska varðsveit við Hili. Varð
taisvert mannfall í þessum áráa-
um, og féllu þæði indverskir her
menn og óbreyttir borgarar.
Á fimmtudag, að sögn Ind-
verja, sendu Pakistanir skrið-
dreka af Chaffe-gerð að landa-
mærunum við Hili, og þá um
kvöldið eininig sveitir hermanna
yfir iandamærin til skyndiárása.
„Til að mæta þessum árásum,"
segir í tiikynningu indverska
Framhald á bls. 31.
Harold Wilson
Þótt Wilson hafi verið fagnað
í þinginu, eru ekki allir á eitt
sáttir varðandi tillögur hans.
Þannig lýsti Brian Faulkner for-
sætisráðherra Norður-írlands því
yfir í Belfast í dag að hann væri
algjörlega andvigur sameiningu
irsku ríkjanna i sérhverri mynd.
Hanin gaf þó í skyn að nánara
samstarf væri hugsanlegt mi'lli
ríkjanna, ekki hvað sízt eftir að
Bretland og írska lýðveldið ger-
ast aðilar að Efnahagsbandalagi
Evrópu.
Trúfrelsi í Lithauen:
Frakkland:
Leyniþjónustan
verði lögð niður
Starfsmennirnir ásakaðir
um eiturlyfjasmygl
Bjuggu börnin undir fermingu
Dæmdir í eins árs fangelsi
París, 26. nóvember. NTB.
TVEIR kunnir franskir stjórn-
málamenn báru i dag fram þá
kröfu, að Pompidou forseti léti
leysia upp frönsku leyniþjónust-
una (SDECE) og koma síðan
nýrri á laggirnar. Kemur þessi
krafft í kjölfar þess, að margir
starfsmenn SDECE hafa verið
ákærðir um hlutdelid í eitur-
lyfjasmygli.
Pierre Biliotte, sem eitt sinn
átti sæti í ríkisstjórninni og nú
er foringi þess arms gaullista-
hreyfingarinnar, sem er yzt til
Framhald á tols. 31.
Moskvu, 26. nóv. NTB-AP.
DÓMSTÓLL í Lithauen hefur
dæmt tvo kaþólska presta i
eins árs fangelsi fyrir að hafa
undirbúið börn unðir ferm-
ingu og altarisgöngu. Annar
þeirra, faðir Jouzas Zdebskis,
var handtekinn í ágúst sl. í
yfirheyrslu var hann barinn
og yfirleitt farið svo illa með
hann, að andlit hans var nær
óþekkjanlegt frá þvi áður.
Þannig átti móðir hans erfitt
með að þekkja hann. Er rétt-
arhöldin hófust yfir föður
Zdebskis, 11. nóvember héldu
600 kaþólskir menn mótmæla
fund fyrir utan réttarsalinn
vegna ofsóknanna gegn hon-
um. Lögreglumenn dreifðu
hópnum og handtóku 20
manns.
Hinn presturinn, faðir P.
Bubnis, var dreginn fyrir rétt
daginn eftir. Ákæran gegn
prestunum báðum var á þann
veg, að þeir hefðu veitt ófull-
ráðabörnum tilsögn án leyfis,
en slíkt er bannað samkv. sov
ézkum lögum.
í réttarhöldunum sagði fað-
ir Zdebskis, að hann liti á
það sem skyldu sína að veita
börnum kristindómsfræðs-lu,
er foreldrar þeirra bæðu hann
um það. Mörg börn voru lát-
in koma fyrir rétt sem vitni
gegn Zdebskis. Sum þeirra
grétu í vitnastúkunni, en
önnur þeirra neituðu að segja
nokkuð.
Faðir Bubnis var handtek-
inn, er lögreglan uppgötvaði,
að hann hafði safnað saman
hóp 30 barna til þess að hlýða
þeim yfir í kirkjunni, áður en
þau skyldu fermd. Voru börn-
in flutt í brunaliðsstöð í ná-
grenninu, þar sem þeim var
sagt að undirrita yfirlýsingu,
Franihald á bls. 31.