Morgunblaðið - 27.11.1971, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1971
Guðmundur Njáls
son — Minning
GUÐMUNDUR Njálsson bóndi á
Böðmóðsstöðum í Laugardal er
látinn, 77 ára að aldri. Eftir
langa og harða glimu var öld-
ungurinn lagður að velli af
„þeim slynga sláttumanni".
Guðmundur fæddist að Efsta-
dal i Laugardal 10. júli 1894.
Hann var sonur hjónanna Njáls
Jónssonar frá Apavatni og
Ólafíu Guðmundsdóttur frá
Hólabrekku.
Þau Njáll og Ólafía fluttust á
næstu krossmessu að Snorra-
stöðum með sveininn með sér á
fyrsta ári, og á Snorrastöðum
ólst hann upp til fullorðins
ára.
Það hlýtur að hafa ríkt hinn
mesti menningarbragur á gamla
Snorrastaðaheimilinu, ef dæma
má af fólki þvi, sem þar ólst
upp á þeirri tíð. Visast hafa því
lærzt þeir umgengnishættir hvert
við annað sem og við aðra sam-
ferðamenn sína, að það hlaut
vináttu og virðingu flestra, sem
kynntust.
Guðmundur var maður fríður
sýnum, í hærra meðallagi og
samsvaraði sér vel, enda talinn
sterkur. Hann var dökkur á hár
og skegg og allra manna bezt
eygur. Augun voru dimmblá,
fremur djúplæg og geisluðu
jafnan af hýrlegri hlýju. Til
ailra starfa var Guðmundur
hinn liðtækasti, þrekmikill og
ósérhlífinn, og talinn vinnufélagi
slikur, sem beztur verður fund-
inn.
Haustið 1918 gekk Guðmundur
t
Jónas Benediktsson,
Oddstiiðum,
andaðist að Sjúkrahúsi Akra-
ness fimmtudaginn 25. nóv.
Vandamenn.
t
Maðurinn mirm,
Sigmundur M. Símonarson,
lézt í Landspítalanum 25. þ.m.
Sigríður Eiríksdóttir.
að eiga unga og fallega grann-
konu sina, Karólínu Árnadóttur,
og sannaði það spor, sem þá var
stigið, að þau hafa bæði verið
fædd undir heillastjörnum, þvi
ekki hef ég haft spumir af betra
hjónabandi. Hafa kunnugir fyrir
satt, að í 53 ára hjúskap hafi
þeim aldrei farið styggðaryrði á
milli og bjuggu þó lengst af við
harla litinn munað.
Ungu hjónin bjuggu með for-
eldrum hennar að Miðdalskoti til
vorsins 1919, en þó hófu þau bú-
skap á Kringlu í Grímsnesi. Á
Kringlu bjuggu þau eitt ár, en
það ár er og verður lengi frægt
að endemum fyrir harðindi og
aðra óáran. Það hefur því ekki
blásið gizka byrlega fyrir eigna-
litlum frumbýlingum, enda komu
þessi harðindi og illa við þá,
sem grónari voru í búskapn-
um.
Vorið 1920 losnaði jörðin Ket-
ilvellir í Laugardal, fluttust þau
hjón þá þangað og bjuggu þar
til ársins 1924. Það vor fluttust
þau að Böðmóðsstöðum og
bjuggu þar æ siðan.
Þegar þau Guðmundur og
Karólina fluttust að Böðmóðsstöð
um, fluttu þau með sér 4 böm,
hið elzta 4ra ára en hið yngsta
nokkurra vikna, svo ómegðin
var þegar orðin nokkur. Með
þeim var einnig Ólafía móðir
Guðmundar, hin merkasta kona,
en Njáll maður hennar hafði
látizt meðan þau bjuggu á Ket-
ilvöllum.
Millistríðsárin vom ekki ör-
lát á lífsins gæði við islenzka
alþýðu, hvorki til sjávar né
sveita. Á Böðmóðsstöðum varð
brátt barnmergð mikil og sjálf-
sagt ekki úr of miklu að spila.
Það þótti því með ólíkindum, að
þeim hjónum tókst, ekki aðeins
að koma fram sínum stóra bama
hópi hjálparlaust og með prýði,
heldur og að ná eignarhaldi á
ábýlisjörð sinni og hýsa hana
vel á þess tima vísu. En vel
hefur þurft á að halda, enda flest
nýtt til hins ýtrasta, sem til
bjargar horfði. Guðmundur var
slyngur veiðimaður, Brúará
nærri, hún var gjöful þeim, sem
t
Þökkum af alhug auðsýnda
samúð við andlát og útför
Þorgeirs Sturlu
Jósefssonar.
Aðstandendur.
t
Móðir mín,
EYGERÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR.
Týsgötu 5,
lézt á hjúkrunardeild Borgarspítalans 25. þessa mánaðar.
Fyrir hönd aðstandenda
Magnús Ásmundsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu
SIGRlÐAR SIGURÐARDÓTTUR,
Rafstöðinni Engidal.
Sérstakar þakkir færum við organista og söngfólki Isa-
fjarðarkirkju.
Ingvar Jónsson,
Sigrún Stella Ingvarsdóttir, Agúst Haraldsson,
Sigurður T.H. Ingvarsson, Amdís Ólafsdóttir,
og barnaböm.
við hana þreytti kapp. Hann
stundaði líka mikið rjúpnaveið-
ar á vetrum og var lengi grenja-
skytta Laugdælinga. Við allar
tegundir veiðiskapar var hann
mjög heppinn, enda var veiði-
hneigð rik í hans eðli. Allt þetta
drýgði annars takmarkaðar tekj-
ur þeirra, en til afreka þeirra,
sem þau hjón leystu af höndum
á þessum árum, þurfti meiri at-
orku, þrek og sjálfsafneitun en
líklegt er að fólk aimennt geri
sér grein fyrir nú. En ungu
hjónin voru bæði sterk og sam-
hent og að auki þannig skapi
farin, að þau létu ekki baslið
smækka sig. Þar við bættist, að
þau áttu óskipta vináttu og
traust nágranna sinna. Guð-
mundur heitinn sagði mér sjálfur
þá sögu, að þegar hann réðst í
að kaupa jörðina, peningalaus
og fátækur af flestum áþreifan-
legum auði öðrum en ungum
börnum, þá brá einn nágranninn
við, sem gagnstætt flestum hafði
einhver auraráð, og bauð hon-
um peningalán, sem nægði til
þess að hann gat fest kaup á
jörðinni. Liklega hefur það num-
ið u.þ.b. helmingi kaupverðsins.
En sagan er ekki öll, granninn
kærði sig hvorki um veð né að
heldur kvittun fyrir peningun-
um, kynni hans af Guðmundi
voru honum ærin trygging fyr-
ir greiðslu. Sá, sem þetta dreng-
skaparbragð framdi, var Guð-
mundur Magnússon í Haga í
Grímsnesi. Það hefur ekki ríkt
úlfúð eða tortryggni milli þeirra
nafnanna. Guðmundur í Haga
þykir hygginn maður og gætinn
og laus við glannaskap. En sag-
an þótti undirrituðum gefa góða
lýsingu á þeim báðum Guð-
mundum.
Þau Guðmundur og Karólína
bjuggu síðan allan sinn búskap
á Böðmóðsstöðum. Kreppan
reyndist ýmsum þung i skauti,
ekki sizt bammörgum fjölskyld-
um. En þeim hjónum var annað
tamara en að láta bugast af
erflðleikunum. Þau héldu reisn
sinni og hjartahlýju. Og mikið
var gott að koma að Böðmóðs-
stöðum. Gestrisni húsbændanna
var af þvi tagi að komumanni
fannst hann sérstakur aufúsu-
gestur, manni fór strax að líða
vel á bæjardyrahellunni. Ég
þekki nokkra menrt, sem á ungl-
ingsárum sínum voru vinnu- eða
vikadrengir hjá þeim hjónum,
og ég trúi það sé engin tilvilj-
un, að þessir drengir urðu alda-
vinir þeirra ævilangt upp frá
því. Þetta kann að segja nokk-
uð um atlæti það og viðmót, sem
þeir mættu af húsbændum sín-
ura, þótt efnin væru naumast
slík, að þeir sætu við sífelldan
veizlukost.
Árið 1954 létu þau hjónin
jörðina í hendur bama sinna og
lögðu sjálf niður búskap að
miklu leyti. Þau byggðu sér nýtt
hús, fremur lítið, en hlýlegt og
vandað, við það nutu þau að
sjálfsögðu drengUegs stuðnings
barna sinna. í nýja húsið fluttust
þau haustið 1957.
Alls eignuðust þau 15 böm og
eru 14 þeirra á lífi, eitt, það elzta,
dó á fyrsta ári. Engum, sem
þekkt hefur foreldrana, þarf að
koma á óvart, að þar fer hið
mesta mannval, sem þau systkini
eru. Fer í þeim saman mann-
dómur af flestu tagi. Afkom-
endahópur þeirra Guðmundar
og Karólínu er þegar orðinn
býsa stór. Mér þykir trúlegt
hann fylli vel hundraðið. Virðist
sem bamalánið haldi áfram í þá
þrjá ættliði, sem ég að nokkru
þekki.
Á þekn árum, sem Guðmund-
ur Njálsson var að alast upp í
Laugardalnum, hlutu ungling-
amir litla sem enga skóla-
menntun. En mikið væri það
gott, ef ekkert af nútíma skóla-
æskunni slyppi frá sínu námi
menningarsnauðara en kynslóð
Guðmundar Njálssonar var, er
hún upp úr fermingunni hleypti
heimdraganum venjulegast í
vinnumennsku á aðra bæi, elleg-
ar til sjóróðra i næstu verstöð.
En þótt Guðmundur nyti ekki
bóklegra mennta, vógu greind
hans og jákvæð gerð þar á móti.
Athygli átti hann næmari en
gerðist og sívökula. Dómgreind
hans var traust og minni gott.
Góðvild hcins og virðing fyrir
öðru fóiki, ásamt græzkulausri
kirnni og öðrum persónutöfrum
gerðu samvistir við hann einkar
þægilegar, já, eftirsóknarverðar.
Hann var að eðlisfari hlédrægur
og gaf sig lítt að félagsmálum,
hann hefði þó getað orðið vel
hlutgengur þar, svo ráðhoilur og
traustur sem hann var. En stolt
hans beindist ekki í þær áttir.
Ég held, að framhleypni hafi ver-
ið honum ógeðfelld, og lítill var
hann hetjudýrkandi. Honum
þótti meira til um manneskjuna
en ofurmennið. Hann lagði þó
aldrei illt til þeirra, sem reyndu
að láta bera mikið á sér, fremur
en til annarra manna, I hasta
lagi dró hanrt fram í dagsljósið
það spaugilega við tilburði
þeirra. Ekki minnist ég þess, að
hafa heyrt Guðmund hallmæla
öðrum, en manna fundvísastur
var hann á það, sem orðið gat
breyzkum syndasel til afbötunar,
og tók vægt á annarra yflrsjón-
um. Kurteisi hans var ekki lærð,
heldur vsir hún þáttur í hans
eðli, sanngirni hans var með-
fædd, hann kunni ekki mann-
greinaálit, en kom eins fram við
valdsmanninn og þann auðnu-
lausa. Enginn skilji þó orð min
svo, að Guðmundur væri jábróð-
ir allra, sem við hann ræddu,
þvert á móti hafði hann ákveðn-
ar skoðanir og hélt á þeim af
fullri einurð. En hann reyndi
ekki að troða þeim upp á aðra,
til þess var hann of siðprúður.
Þeir voru vildarvinir foreldr-
ar mánir og Guðmundur, enda
voru þau móðir mín uppeldis-
systkin. Hann var því allt frá
þvi ég fyrst man til mín tíður
gestur á mínu æskuheimili og
var svo alla tíð. Kynni mtn af
honum eru þvi orðin hátt í fimm
áratugi. Mér kom hann fyrir
sjónir sem hæglátur maður og
yflrlætisiaus, þrekmikiU í öll-
um skilningi þess orðs, hrein-
skilinn og vandaður, enda var
hann mest virtur af þeim, sem
þekktu hann bezt. Þótt lund hans
væri bæði viðkvæm og stór, hétt
hann sifellt sínu sálarjafnvægi.
Mótlæti tók hann af æðruleysi,
sem var af sama toga og yfir-
lætisleysi hans að unnum sigr-
um.
Að fráteknu því eina ári, sem
þau Guðmundur og Karólína
bjuggu á Kringlu, áttu þau alla
ævi heima í Laugardalnum. Frá
Böðmóðsstöðum blasa við aug-
um þrjár eða fjórar af blómleg-
ustu sveitum þessa lands. Sjón-
hringurinn markast af fjöllum,
svo sem Heklu, Kerlingarfjöll-
um, Bláfelli, Jarihettum og
áfram í svipuðum dúr. Brúará
streymir með túnjaðrinum blá-
tær, fersk og gjöful, með breiða
bakka og sjóðandi hveri á báðar
hendur. I slíku umhverfl lifði og
starfaði Guðmundur heitinn I
hér um bil átta áratugi, og þar
sem hann var maður skyggn á
töfra og tign náttúrunnar, lif-
andi og dauðrar, gáfust honum
margar unaðsstundir, sem því
miður margir verða að fara á
mis. Sé það rétt, sem margir
halda fram, að skaphöfn manns
mótist að miklum hluta af um-
hverfi þvi, sem hann lifir og
hræri'st í, er sizt að furða, þótt
þama færi valmenni. Hann var
líka mikill gæfumaður. Hann
eignaðist fjölda góðra vina, sem
mátu kosti hans og manndóm
að verðleikum. Ungur kvæntist
hann sérstakri ágætiskonu, sem
stóð honum þétt við hlið í
Framhald á bls. 19
Minning:
Guðlaug Einarsdóttir
Fædd 26. nóvember 1886.
Dáin 10. október 1971.
Frú Guðlaug Einarsdóttir frá
Norður-Gröf á Kjalamesi var
aiin upp á mannmöirgu heimi'.i
í glaðværum systkinahópi. Hún
giftist Markúsi Sigurðssyni ætt-
uðum úr Ámessýslu.
Þótt ekki væri kornin skóla-
skyida, þegar Guðlaug var innan
við fermingu, naut hún þó nokk-
urrar fræðslu hjá kennara, því
að í Norður-Gröf var fenginn
kennari á heknilið og þangað
sóttu einnig böm af næstu bæj-
um kennsliustundir.
Systumar vom þrjár, og er
þær uxu upp, fóru þær til skiptis
að heiman til Reykjavítour til
náms. Bræðumir vom tveir.
Guðlaug lærði kiæðskerasaum,
og einnig var hún í kvöldskóla,
þar sem kennt var bóknám og
hannyrðir. Hún var lika í hús-
mœðraskóla.
Þau Marfcús og Guðlaug reistu
sjálfstætt bú í Hlaðgerðarkoti i
Mosfellssveit öðru nafni Reykja-
hlíð. Þar eignuðust þau fimrn
böm, sem öll eru á lífi nema eitt,
stúlka, er dó ung. Elzta systirin,
Guðrún, er gift úti 1 Kalifomíu
mikilhæfum og góðum skrif-
stofumanni. Þau eiga fjögur vel
menntuð böm. Næst er Helga,
gift í Reykjavík. Hennar maður
er vélstjóri. Hún á eina dóttur,
sem er gift í Svíþjóð, en þar er
maður hennar við nám. (Hún
Ólst að nokkru leyti upp hjá
ömmu sinni, vegna þess að
móðir hennar varð að vinna ut-
an síns heimilis).
Einar, sem er bílasmiður, er
kvæntur konu frá Norðflrði. Þau
eiga þrjú böm og búa í Grænu-
hlíð. Ynigsta dóttirin Jóhanna
er igift málarameistara. Þau búa
i Græmuhlíð og eiga f jögur böm,
tvær dætur við framhaldsnám.
Guðlaug og Mankús bjuggu um
tima i Haga í Rvik og höfðu þá
jörð, fluttust þaðan í Kópavog og
reistu nýbýli, er þau nefndu
Grænulhlíð, og byggðu slðar
tveimur barnanna úr því landi.
Guðlaug var mikilhæf hús-
móðir enda álin upp við reglu-
semi, nœrgastni og myndarskap,
og gott stjómskipulag var á
heimili þeirra hjóna, Margrétar
og Einars í Norður-Gröf. Guð-
laug var gestrishi og góð heirn
að sækja, og allt, sem hún veitti
öðrum eða gerði, var gert af
góðum hug.
Þessar fáu línur eiiga að vera
kveðja og þakklæti fyrir margar
góðar og ánægjulegar samveru-
srtundir frá nokkrum ættingjum.
Bjamfr. Kinarsd.