Morgunblaðið - 18.12.1971, Side 6

Morgunblaðið - 18.12.1971, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1971 Miðstöðvarketill fyrir olíukyndingu, stærð um 12—14 fermetrar, óskast keyptur. SÖLUMIÐSTÖÐ HRAÐFRYSTIHUSANNA TÆKNIDEILD — Sími 2-22-80. Keflnvík — Æsknlýðsstarf Æskulýðsráð Keflavíkur óskar að ráða fram- kvæmdastjóra. Starfið er hugsað sem aukastarf og áhugasamt ungt fólk kemur helzt til greina. Uppl. gefur formaður ráðsins í síma 2613. Verkfræðingar - Tæknifræðingar Verkfræðistofa hér í borg óskar að ráða verkfræðinga eða tæknifræðinga til hönnunar- starfa. Væntanlegir umsækjendur sendi upplýsingar um aldur og fyrri störf til afgreiðslu Mbl. fyrir 21. desember, merkt: „511.“ Auglýsing um takmörkun á xmiferð í Reykjavík, 18.—23. desember 1971. Ákveðið hefir verið að gera eftirfarandi ráðstaf- anir vegna umferðar á tímabilinu 18.—23. desem- ber nk.: 1. Einstefnuakstur: Á Vatnsstíg frá Laugavegi til norðurs að Hverfisgötu. 2. Vinstri beygja bönnuð: 1) Af Laugavegi suður Barónsstíg. 2) Af Klapparstíg vestur Skúlagötu. 3) Af Vitastíg vestur Skúlagötu. 4) Af Ingólfsstræti vestur Skúlagötu. 3. Bifreiðastöðubann á virkum dögum kl. 10—19: Á Skólavörðustíg norðan megin götunnar, frá Týsgötu að Njarðargötu. 4. Bifreiðastöður takmarkaðar við hálfa klukku- stund á almennum verzlunartíma: 1) Á Frakkastíg austan megin götunnar, milli Grettisgötu og Njálsgötu. 2) Á Klapparstíg vestan megin götunnar frá Lindargötu að Hverfisgötu. 3) Á Týsgötu, austan megin götunnar frá Skólavörðustíg að Þórsgötu. Frekari takmarkanir en hér eru ákveðnar verða settar um bifreiðastöður á Njálsgötu, Laugavegi, Bankastræti og Austurstræti, ef þörf krefur. 5. Ökukennsla í miðborginni milli Snorrabrautar og Garðastrætis er bönnuð á framangreindu tímabili. 6. Umferð bifreiða annarra en strætisvagna Reykjavíkur er bönnuð um Austurstræti, Að- alstræti og Hafnarstræti laugardaginn 18. des- ember frá kl. 20,00 til kl. 23,00 og fimmtudag- inn 23. desember frá kl. 20,00 til kl. 24,00. Samskonar umferðartakmörkun verður á Laugavegi og í Bankastræti á sama tíma, ef ástæða þykir til. Þeim tilmælum er beint til ökumanna, að þeir forðist óþarfa akstur um Laugaveg, Bankastræti og Austurstræti og að þeir leggi bifreiðum sínum vel og gæti vandlega að trufla ekki eða tefja um- ferð. Þeim tilmælum er beint til gangandi veg- farenda, að þeir gæti varúðar í umferðinni, fylgi settum reglum og stuðli með því að öruggri og skipulegri umferð. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 15. desember 1971. Sigurjón Sigurðsson. Kristján Ragnarsson. - Beðið eftir samningum FramJiald af bls. 4. legur vinnutími hér á landi m.v. nágrannalöndin. Raunverulegur vinnutími var styttri hér en annars staðar eða tæpar 39 stundir á viku. Vegna þess forms hjá okkur að greiða laun í kaffitímum mátti því halda fyr- ir ókunnuga að vinnutimi væri lengri hér. Ég tel að með þessari yfirlýs- ingu hafi svigrúm samningsaðila verið þrengt svo, að kauphækk un sú sem samið hefur verið um muni valda meiri víxlhækkun- um kaupgjalds og verðlags en áður hafa þekkzt, og auka þar með verðbólguna langt umfram það sem verður í nágrannalönd- unum, en fram úr þeirri verð- bólgu ætlaði ríkisstjófnin ekki að fara. Ég vii taka frarn, að ég tel að nú hafi verið aðstæður til að veita raunhæfar kjarabætur og þá sérstaklega til þeirra lægst launuðu, ef að þessum samning- um hefði verið staðið með eðli- legum hætti, þ.e. án opinberra afskipta. Ég vil hér svára gagnrýni á vinnúveitendur; að þeir hafi sam ið um hærra kaup en atvinnu- vegirnir geta borið. Fyrir samn inganefnd vinnuveitenda lágu svohljóðandi skilaboð frá forsæt isráðherra, sem bókuð voru hjá sáttanefnd kl. 1.20 eftir miðnætti 4. desember s.l.: „Ríkisstjómin hefur beðið at- vinnurekendur að taka með vel- vilja og samþykkja óformlega sáttatillögu, sem sáttanefndin bar fram 30. f.m. Ef sáttanefnd- in metur nú, að nauðsynlegt sé, til að samningar takist, að veita rífari kj£irabætur en í umræddri tillögu fólust, gildir fyrrnefnd beiðni ríkisstjórnarinnar einnig um þær.“ Eftir að fallizt hafði verið á hugmyndir sáttanefndar til lausnar deilunni fel. 5.30 að morgni 4. desember létu full trúar sjávarútvegs og fisk- vinnslu í samninganefnd Vinnu- veitendasambands Islands bóka eftirfarandi hjá sáttanefnd: „Fulltrúar sjávarútvegs og fiskvinnslu í samninganefnd Vinnuveitendasambands ls- lands lýsa yfir, að með kjara- samningum þeim sem fallizt hef- ur verið á að gera við Alþýðu- samband íslands, sé starfsgrund völluir fiiskiðnaðarins birotf fáll- inh. Þratt fyrir þessa staðreynd' hafa þeir kosið að standa ekki' í vegi fyrir þessari samnings- gjtörð og þánnig orðið við ein- dregnum tilmælum rikisstjórnar um að ganga að þeim kröfurh verkalýðssamtakanna sem samn-1 ingurinn mælir fyrir um. Er þétta gert í fyllsta trausti þess að nauðsynlegar aðgerðir rikisvaldsins muni tryggja fisfe iðnaðinum viðunandi starfs- grundvöll." Með tilvisun til þessa verður því ekki við vinnuveitendur að sakast, þegar í ljós koma afleið ingar þessara samninga, heldur þá aðila sem óskuðu eftir að bera á þeim fulla ábyrgð. Það er svo annað mál, hvort rétt hafi verið af vinnuveitendum að leyfa þeim aðilum að taka á sig ábyrgðina, en það á eftir að koma í ljós, hvort þeir hafi verið þeirrar ábyrgðar verðir.“ „NÚ LÍÐUR MÉR VEL“ „Nú líður mér vel,“ sagði Hermann Guðmundsson, form. Hlífar í Hafnarfirði, þegar hann hafði skrifað undir samkomulag- Brúðarkjólar — Brúðarslör Vandaðir brúðarkjólar, stuttir og síðir, ásamt brúðarslörum. Hagstætt verð. Verzlunin HOLT, Skólavörðustíg 22. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa nú þegar. Ennfremur kona til eldhússtarfa. Upplýsingar í síma 37737. Múlakalli Hermann Guðnnmdsson. „Ég er mjög ánægður með þennan samning og tel hann vera merkan áfanga í samntngamálum verkalýðs- hreyfingarinnar. Þetta eru stærstu samningar, sem gerðir hafa verið og verkalýðshreyf- ingin hefur hér sýnt lofsverðan einhug." 65% HÆKKUN „Ég hefi reiknað það út, að þetta samkomulag þýðir 65% tllHIIIIIIIII ©©MUDEÍL® SUR S3UR í&ft ITOTOöTOm T0SKUR Tilvalin jólagjöf fyrir allan aldur og öll tœkifœri LONDON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.