Morgunblaðið - 18.12.1971, Side 31
MORGUNBL.AÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1D71
31
einn stór vinahópur
Við erum
— Við erum öll einn stór
vinahópur, sagði Darleae
Souligny, sem er útvarpsama-
tör, eða HAM, eins og þeir
kalLa sig. Hún var stödd á
heimili Sigrúnar Gísladóttur
og Halilgríms Steinarssonar
að Unnarbraut 18 á Seltjarn-
arnesi í gærkvöldi (Sigrún er
líka útvarpskona), og vildi
gjarnan segja nokkur orð um
ferðir sínar.
— Ég bý i Kaliforníu, og
vonast til að vera komin heim
fyrir jól.
Ég lagði af stað í ferðalagið
í febrúar sl. og er búin að
ferðast víða.
Við höfum oftast einhvem
vissan tíma, sem við erum „í
lofitinu", og auðvitað okkar
eigið kallmerki.
Við notum alltaf skírnar-
nafn á bylgjunum, og hefst
alls konar vináttusamband
fyrir þessar sakir. Maður
kynnist ýmiss konar fólki, af
öllum stéttum og á öllum
aldri.
.Við hjónin stunduðum þetta
bæði af kappi, en hann dó í
fyrra, þegar við vorum niðri
á Tongaeyjum. Foreldrar
mínir hvöttu mig til að fara í
þessa_ för, og ég sé ekki eftir
því. Ég fór til Tonga, Maur-
itius, Nýja Sjálands, Rodrigu-
es-eyjar, og var fyrsta kon-
an, sem sendi þar á leikmanna
vísu. Svo fór ég til Reunion,
Malagasi, Tanzaníu, Uganda,
Kenýa, Eþíópíu, Egyptalands
og Jórdaníu.
Þegar ég var á Mauritíus
hitti ég Hussein konung og
Munu prinsessu í loftinu (í
útvarpinu minu), og þau buðu
mér að koma til Jórdaníu og
heimsækja sig. Þegar ég var
i Kenýu, ítrekuðu þau boðið,
og mér fannst að ef ég ekki
þekktist það í þetta skipti,
væri sennilega útséð um, að
ég færi þangað. Svo að ég lét
verða af því. Þar bjó ég í
gestahöllinni þeirra, og ha/fði
það mjög gott. Þau voru lát-
laust og gott fólk, og börnin
þeirra fimm gera alveg sömu
hluti og önnur börn, borða ís
og horfa á sjónvarpið, og eru
líka óþekk, ef því er að
skipta, geri ég ráð fyrir.
Þegar ég var hjá þeim,
reyndum við stöðina þeirra,
og þá hitti ég Öddu frá ís^
landi, sem búsett er í Stutt-
gart ásamt mamni sínum, sem
er í bandaríska hernum.
Þau buðu mér heim. Ég
þáði það og er nú að koma
þaðan. Meðan ég var hjá þeim
í Stuttgart, hitti ég í loftinu
Sigrúnu húsfreyju hérna, og
hún og Haddi, maður hennar,
buðu rnér að koma í heim-
sókn. Ég er að stíga út úr flug
vélinní, svo að segj|i, en íer
héðan aftur á morgun til
Kanada,- og vonast til að
koma heim á Þorláksmessu.
Þetta er ævimtýralegt líf,
því ber ekki að neita, en af
því að við kynnumst við svo
óvenjulegar aðstæður, þá er-
um við miklu nákomnari
hvort öðru en við venjuleg
kynni.
Loftskeytaheimurinn er að
mestu leyti heimur karlmanns
ins, minna en 5% af öllum
hópnum éru konur, og minna
en 3% starfa að .þesisu að stað
aldri. En þetta er allt i bezta
lagi frá mínum bæjardyrum
séð, ég er engin rauðsokka,
og uni hag mínum hið bezta,
og met vini mína í loftinu
mjog mikils.
Ríkisfyrirtæki
gangi úr V.V.S.Í.
— áskorun félagsfundar Iðju
Á almennum félagsfundi í
Iðju, félagi verksmiðjufólks i
Reykjavík hinn 17. nóv. s.l.
voru eftirtaldar tillögur sam-
þvk'ktar:
Fundur í Iðju, félagi verk-
smiðjufólks í Reykjavik, hald-
inn þriðjudaginn 16. nóv. 1971,
samþykkir að heimila stjóm og
trúnaSarmannaráði félagsins að
boða til vinnustöðvunar á þann
'hátt og á þeim tíma, er stjóm og
trúnaðarmannaráð telja nauðsyn
legt til að knýja fram samninga.
Félagsfundur Iðju, félags verk
smiðjufólks Reyfkjavik, haídinn
16. nóv. 1971 í Reykjaviik sam-
þykkir að skora á ríkisstjóm-
ina að hraða sem mest má verða
framkvæmd allra þeirra atriða í
málefnasamningi núverandi
stjómarflokka, sem greitt gætu
fyrir lausn yfirstandandi kjara-
deilu.
FélagsÆundur Iðju, félags verk
smiðjufóiks, Reykjavík, haldinn
16. nóv. 1971 í Reykjavík sam-
þytkkir að skora á ríkisstjórn-
ina að sjá um að ríkisfyrirtæki
segi sig úr Vinnuveitendasam-
bandi ís'lands nú þegar og semji
við verkalýðshreyfinguna.
Einnig skorar fundurinn á
samvinnuhreyfinguna að ganga
nú þegar að kröfum verkafólks.
LE5ID
DRCLEGfl
Það gengur þvi fljótar með FBGBBffliMWt Gjf O
Stórt hitaelement, valfrjáls hitastilling 0-80°C og "turbo"
loftdreifarinn tryggja fljóta og þægilega þurrkun. Vegg-
hengja. borðstandur eða einstaklega lipur gólffótur, sem
auðvitað má leggja saman, eins og sjálfan hjálminn.
Veljið um tvær gerðir og fallegar litasamstæður.
FLAMINGO er vönduð vara. Kynnið yður einnig verðið.
Saga dæmalauss
Þetta er saga vegfræSings, sem var
engum Itkur. Ueiðarljós hans I Iffinu var:
ORÐ SKULU STANDA. Hann gat aldrel
kvænzt. Hann hafði heitið sjálfum sér
því að eiga stulku, sem hann sá I svip
yfsyidhorf
Bók huásandi
fólks
i bók þessari hugleiða tíu höfundar
efnl, sem alla varðar, höfundar, sem
skipa ýmsar stöður og stéttir, með mis-
munandi áhugamál, og næsta ólik við-
horf tíl lifsins. En öilum er þeim sam-
eiglnlegt að kryfja til mergjar sömu
spurninguna: Hvert er lífsviðhorf mitt.
Svörin eru mismunandl og vekja menn
til margvfslegrar umhugsunar.
Litsviðhorf mitt er bók hugsandi fólks á
öllum aldri. Einstætt sýnishorn at hugs-
unarhætti íslendinga á ofanverðri tuttug-
ustu öld.
Líf skálda og
listamanna
Þetta er þriðja bókin, þar sem Jón Óskar
rekur minningar sínar um líf skáida og
listamanna í Reykjavik á styrjaldarárun-
um og næstu árum þar á eftir. Bækur
þessar verða ekki íleiri að sinni. Þær
hafa hlotið hina lofsamiegustu dóma:
,,Allar lýsingar eru yljaðar hófsamlegrl
kimni . . . ísmeygilega og stórvel skrif-
uð . . . borin uppi af hinum beztu höf-
undarkostum.“ Andrés Kristjánsson.
IflUNN
Skeggjagötu 1