Morgunblaðið - 18.12.1971, Qupperneq 16
16
MQRGUNBLAÐE), LAUGARDAGUR 18. DESEMRER 1971
Sölumaður
Reglusamur verzlunarmenntaður maður óskast
að heildverzlun. Fjölbreytt störf.
Sá, sem vildi sinna þessu, leggi skriflegar upp-
lýsingar um menntun og fyrri störf inn á af-
greiðslu blaðsins merkt: „Reglusamur 618.“
HEKLAhf.
Laugavegi 170—172 — Sími 21240.
að LJOMA
gerirallan mat góðan og
góðan mat betri
LJOMA
VÍTAMÍN SMJÖRLÍKI
91 smjörlíki hf.
Þrískiptar
ijósavörur
Takmarkaðar
birgðir
„Rithöfundur er skapandi, ekki at-
hafnamaður og einkalíf hans ætti ekki
að varða aðra en sjálfan hann, fjöl-
skyldu hans og vini.“
W. H. Auden
„Við erum öll
samtíðarfólk"
Eftir Bernard Weinraub
W. H. Auden
HANN situr í þögulu, þröngu herbergi
og horfir yfir laufskrúðugan garð í
norðurhluta London. Hann talar hratt,
kveikir í sígarettu með skjáifandi hendi
og drepur síðan aftur í henni, eftir að
hafa sogið að sér reykinn nokkrum
sinnum.
„Ég tilheyri tóbaks- og áfengismenn-
ingunni," segir W. H. Auden og brosir
eilítið. „Ég ér ómóttækilegur fyrir fikni-
lyfjum. Geri ráð fyrir, að ég sé venju-
lega of gegnsósa af áfengi.“
Hann skellihlær. „Ég er ekki sam-
mála þessu tali um bilið milli kynslóð-
anna,“ bætir hann við. „Við erum öll
samtíðarfólk. Það er aðeins munur á
því, sem fólk man, það er allt og sumt.“
Hann er 64 ára, fæddur í Bretlandi,
en gerðist bandarískur ríkisborgari og
hefur verið nefndur arftaki Yeats,
Eliots og mesta núlifandi skáld á enskri
tungu. Hann kom fyrir skömmu í stutta
heimsókn til London til þess að hitta
vini og halda fyrirlestra, í kyrrþey hef-
ur skáldið beðið vini sína að brenna
bréf þess eftir dauða sinn og séð um, að
ekki verði úr neinni sjálfsævisögu.
„Ævisögur rithöfunda eru venjulega
óþarfar og smekklausar,“ heldur skáldið
áfram. Auden, sem hlaut Pulitzer-verð-
launin 1948, situr á heimili vinar síns,
gagnrýnandans og skáldsins Stephan
Spenders. „Tengslin milli listarinnar og
lífsins eru annaðhvort svo augljós, að
engu þarf við að bæta, eða svo flókin,
að ekkert er hægt að segja.“
„Öll list er flutningur á eigin reynslu,"
segir hann ennfremur. „Það, sem gert
er við hana, er það, sem skiptir máli.
Rithöfundur er skapandi, ekki athafna-
maður og einkalíf hans aetti ekki að
varða aðra en sjálfan hann, fjölskyldu
hans og vini.“
Hann fær sér bjórsopa og kveikir í
annarri sígarettu. Hann talar hvasst,
stundum af óþolinmæði um þriðja ára-
tuginn í Oxford með slíkum rithöfund-
um sem Spender, Christopher Isher-
wood og Louis MacNeice, en einnig um
fjórða og fimmta áratuginn, um upp-
gang fasismans og síðari heimsstyrjöld-
ina.
„Það eru viss atriði í ævi minni, sem
koma mér í bobba. Ég tek þau hvorki
aftur né afneita þeim — eins og því sem
ég skrifaði um fasisma o.s.frv.
En það, sem kemur mér í bobba, er
spurningin: „Hver hafði hag af þes*u?“
og svarið er ég. Ljóð mín björguðu ekki
einum einasta Gyðingi frá Auschwitz
eða breyttu neinu varðandi styrjöldina.
Síðan hef ég alltaf verið tortrygginn á
gildi skáldskapar, sem beinist að stjórn-
málum. Það eina, sem kemur þar að
gagni, er fréttamennska, sem er sann-
leikanum samkvsém, svo að fólk viti,
hvað sé að gerast eða þá að gerast
stjórnmálamaður og hefja þátttöku í
baráttunni.
Dr. Johnson sagði: „Eina takmarkið
með skáldskap er að gera lesendum
kleift að hafa gleði af lífinu eða þá að
gera þeim það bærilegra." Ég álít þetta
vera satt. Listin er aðalaðferð okíkur
til þess að deila hlutskipti með hinum
dánu — við getum ennþá lesið Illions-
kviðu. Samt sem áður myndi stjórn-
málasaga Evrópu vera nákvæmlega sú
sama, ef Dante, Shakespeare og Mozart
hefðu aldrei lifað.“
Rétt áður en síðari heimsstyrjöldin
hófst, fluttist Auden til Bandarikjanna.
„England var alveg eins og fjölskylda,"
segir hann. „Ég elskaði fjölskyldu mína
en ég vildi ekki búa hjá henni.“ Hann
býr nú i litla þorpinu Kirchstetten í
Austurríki á vorin og sumrin og í íbúð
við Sankti Markúsar-torg i New York á
haustin og veturna.
„Ég kalla sjálfan mig ekki Banda-
ríkjamann. Ég kalla mig New York-
búa,“ sagði Auden. „Mér geðjast að
vetrinum í New York, mér líkar hverf-
ið, sem'ég bý í. Það er rétt handan við
Aðra Breiðgötu og það er auðvelt að ná
í leigubíla þar. En nú er það að vérða
svo erfitt, svo erfitt að búa í New York.“
Hann forðast að ræða um aðra núlif-
andi rithöfunda. („Slíkt gerir listina að
veðhlaupi — hver verður fyrstur að
marki, hver vinnur? Þar að auki ætlast
fólk til þess að maður segi eitthvað mið-
ur um önnur skáld“).
En eftir sem áður er hann sannfærð-
ur um hlutverk skáldsins nú á dögum.
„Sem skáld — ekki sem borgari — sé ég
iðeins eina stjórnmálalega skyldu og hún
er að koma i veg fyrir, að mál manna
spillist. Og þetta er sérstaklega alvarlegt
nú. Málið er að spillast svo hratt. Þegar
það hefur spillzt, glatar fólk trúnni á
það, sem það heyrir og þetta fæðir af
sér ofbeldi.
Það, sem nú virðist vera að gerast,
er þessi skelfilega spurning, sem lista-
menn spyrja sjálfa sig: „Skiptir þetta
máli fyrir árið 1971“?. Nú, það kann
að skipta máli, það sem ég skrifa, þegar
ég er 64 ára gamall, en það skiptir engu
máli, hvað ég skrifa 1971.
Þessi þrælslund gagnvart augnablik-
inu er miklu harðstjórnarkenndari en
nokkrir aðrir fjötrar, sem ég get ímynd-
að mér,“ segir Auden. „Listamaðurinn
hættir að spyrja þeirrar persónulegu
spurningar: „Hvað er rétt fyrir mig að
gera“?, en spyr í staðinn: „Hvað er rétt
fyrir árið 1971.““
Auden brosir og segist hafa fengið
mikinn áhuga á ljóðalestri á undan-
förnum árum í Bandaríkjunum. „Ég er
gamall Lappi. Ég hef gaman að því.“
rt
augtysing