Morgunblaðið - 22.01.1972, Side 10

Morgunblaðið - 22.01.1972, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANOAR 1972 Oitgefafldi hf. Árv-a!kuc Rfeykjavík FriarníkiVæmdaS'tjóri Ha-raldur Sveins-son. RiitSitjórar M-attihías Joha-nnessen, Eyj'ólifur Konráð Jónsson Aðstoðarritstjón Styrm-ir Gunr.arsson R'rtsfjör-n-aríul-ltrúi Þíorbljönn Guðmundsso-n Fréttastjóri Björn Jólhanms-son Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraeti 0. sími 10-100. AugiJý-singar Aðal-stræti 6, sími 22-4-60 Ásk-riftargjard 226,00 kr á ménuði in-naniands í iausasöTu 15,00 Ikr ein-t-akið ALVARLEG GAGNRÝNI SVEITARFÉLAGANNA rins og kunnugt er kaus ríkisstjórnin þá vinnuað- ferð, er hún ákvað að um- bylta tekjuöflunarkerfi sveit- arfélaganna, að gefa þeim ekki kost á að tilnefna mann í þá nefnd, er vann að samn- ingu frumvarpsins um tekju- stofna sveitarfélaga. Afleið- ingin er nú komin í ljós. Gjörsamlega láðist að taka tillit til hinnar mismunandi aðstöðu einstakra sveitar- félaga, þannig að í sumum dæmúm er beinlínis vegið að fjárhagslegu sjálfstæði þeirra. Fulltrúaráðsfundur sveitar- stjóriíamanna var ómyrkur í máli nú í vikunni í ályktun sinni um tekjustofnafrum- varpið, en þar segir m.a.: „Eigi sveitarfélögin að geta haldið þeim framkvæmda- hraða, sem þau hafa haft að undanförnu, hvað þá aukið hann, sem víðast hvar virðist nauðsynlegt, er fullljóst, að ákvæði frumvarpsins gefa alls ekki nægilega möguleika til tekjuöflunar.“ Þessi harða gagnrýni sveitarstjórnamann- anna er byggð á könnun, sem samband þeirra beitti sér fyrir og unnin var af Efna- hagsstofnuninni og fleiri að- ilum. Niðurstaða hennar lá fyrir nú á fyrstu dögum þessa árs eða mörgum vikum eftir að ríkisstjórnin hafði lagt tekjustofnafrumvarpið fram á Alþingi. Það er því enn eitt dæmi þess, að ríkisstjórnin ákveði hlutina fyrst, en at- hugi þá svo á eftir. Þetta eru þau vinnubrögð, sem ríkis- stjómin virðist viðhafa í öll- um málum, vinnubrögð, sem ekki aðeins hafa firrt hana trausti sveitarstjórnamanna, heldur og alls almennings í landinu. Fyrir utan það að tekju- möguleikar sveitarfélaganna eru þannig skertir svo í tekju- stofnafrumvarpinu, að nemur hundruðum milljóna króna, þótt fullt tillit sé tekið til breyttrar verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga, er gert ráð fyrir því að rjúfa þau tengsl, sem nú eru á milli af- komu viðkomandi sveitar- félags og þeirra fyrirtækja, sem í því eru. Með þessu er stefnt að auknum ríkisaf- skiptum í atvinnurekstrinum, enda yfirlýst stefna ríkis- stjórnarinnar að ríkið eða Stofnunin eigi að taka foryst- una í atvinnulífinu. Það for- ystuhlutverk telja hinir nýju valdamenn auðveldara að hremma með því að slíta tengsl sveitarfélaganna við atvinnulífið eins og kostur er. í ályktun sveitarstjórna- manna er ennfremur á það bent, hversu óheppilegur og óréttlátur tekjustofn stig- hækkandi útsvar á brúttó- tekjur er, þegar um engan persónudrádrátt er að ræða. Með þeim hætti er verið að skattleggja alla launalægstu þegna þjóðfélagsins, sem eng- in opinber gjöld hafa greitt, eins og marga öryrkja og þá, sem komnir eru á eftir- laun. Hjá námsfólki er hins vegar gert ráð fyrir því, að útsvarið komi í stað nef- skattanna, Eins og augljóst er verður slíkur tekjustofn sveitarfélögunum ákaflega lítils " virði, þar sem ávallt hefur gætt mikillar tilhneig- ingar hjá þeim til þess að ganga ekki of nærri því fólki, sem vart á fyrir brýnustu lífs- nauðsynjum. Auk þess rýrir slík skattheimta þá hagræð- ingu, sem ella hefði falizt í afnámi nefskattanna. Með skattafrumvörpum ríki-s- stjórnarinnar er þannig ekki gert ráð fyrir að fækka skatt- greiðendum í landinu, heldur verða þeir fleiri en nokkru sinni fyrr eins og nú horfir. Hækkun á hækkun ofan I7f ríkisstjórn Ólafs Jóhann- ^ essonar er fulltrúi fyrir einhvern hóp þjóðfélags- þegna, er sá hópur áreiðan- lega ekki húsmæðurnar í landinu. Það lendir á þeirra herðum að láta endana ná saman frá degi til dags og þess vegna fylgjast engir jafnvel með því og þær, hvemig verðlagið er í land- inu. Því miður lofar hið ný- byrjaða ár ekki góðu hvað þetta snertir. Að visu hefur orðið nokkur kauphækkun, sem ríkisstjórnin kallar ekki verulega, en hún hefur fyrir löngu verið étin upp með fölsun vísitölunnar. Hins veg- ar eiga hvers konar hækkan- ir á nauðþurftum, fiski, kjöt- og mjólkurvörum, að koma á allan almenning í landinu bótalaust, og eru ekki öll kurl komin til grafar í því sam- bandi. Tómstundastarf á veffura Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Ungar stúlkur vinna að smeiti. Æskulýösráð Reykj avíkur: Félagsfræðileg könnun á tóm- stundaiðju unglinga og aðstöðu Sótf um lóð undir æskulýðs- heimili í Breiðholti III ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykjavíkur hefur feng-ið Dóru Bjarnason, félagsfræðing, til að gera könn- un á raunverulegri félagsað- stöðu reykvískra unglinga og óskum þeirra um tómstimdaiðju og aðstöðu. Hér er um fyrstu meiriháttar könnun af þessu tagi liér á landi að ræða og er þess að vænta að niðurstöður hennar ligrgi fyrir í vor og hægt verði að hafa þær til hliðsjónar við fram- tíðarskipulag starfsemi Æsku- lýðsráðsins. Þessar upplýsingar koma fram í „Starfsáætlun Æskulýðsráðs Reykjavíkur 1972“, sem framkvæmdastjóri þess, Hinrik Bjarnason, hefur sainið. Þar kemur og m.a. fram, að Æskulýðsráð hefur farið fram á lóð undir æskulýðsheimili í Breiðholti III. Starfsáætlu-n Æskulýðsráðs fer hér á eftir: ,,Um þessar mundir er óhætt að segja, að störf Æskulýðsiráðs Reykj avíkur einkennist að nokkru af endurskoðun og Ijós- ari mörkun eigin stefnu, í sam- ræmi við samþykkt þá, sem um ráðið var gerð í borgarstjóm 1962. Ráðinu hefur orðið æ ljós- ara, að öflugra starf og betri að- staða í hverfum borgarinnar er brýn nauðsyn, einkum í þeim, sem fjærst liggja miðbiki henn- ar. Með tilliti til þessa hefuir Æskulýðsráð farið fram á lóð undir æskulýðsheimili í Breið- holti III, og á fundi borgarstjórn ar 2. desember síðastliðinn var samþykkt tillaga frá formanni ráðsins, Markúsi Emi A-ntons- syni, þar sem glöggt kemur fram vilji borgarstjóm-ar, va-rð- andi aukið hverfastarf, og stuðn ingur hennar við stefnu Æsku- lýðsráðs í þeim efnum. Þá hefur Dóra Bjarnason, félagsfræðtog- ur, verið fengi-nn til þess að giera könnun á raunverulegTi félags- aðstöðu reykvískra unglinga og óskum þeirra um tómstundaiðju og aðstöðu. Þess er að vænta, að niðurstöður þeirrar köntvunar liggi fyrir í vor, og mun við það styrkjast mjög hinn fræðilegi grundvöllur ákvarðana um þessi mál. Jafnframt því að undirbúa víð tækara starf og nýja starfsstaði er brýn nauðsyn á þvi, að gera ráðstafamir til þess að eiga völ á hæfu og vel menntuðu starfs- fólki. Eru vandamál af þessu tagi raun-ar fjötur um fót allri æskulýðsstarfsemi. í tillögu sinni til fjárhagsáætlunar fyrir 1972 gerir Æskulýðsráð ráð fyr- ir verulegri fjárupphæð til menntunar og þjálfunar stairfs- liðs, bæði í mynd bei-nma náms- styrkja til einstaklinga og fjár til námskeiðahalds. Þá er og haldið áfram á þeirri braut, að ætla fjár styrk til æskulýðsféiaga, sem koma fram mieð nýjungar í starfi sín-u fyrir reykvíska æsku. Helztu framkvæmdir á ný- byrjuðu starfsári eru fyrirhugað ar þessar: 1. í Naiithólsvík verði byggt við núverandi hús siglingaklúbbs ins, lokið við bátabryggju og frá- gang frá henni að húsum. Gerð- ar verði áðstafanir til útvegun- ar stærri báta. 2. í Saltvík verður unnið að lendingiaraðstöðu báta, og miðað við að siglingastarfsemi Æsku- lýðsráðs geti í auknum mæli átt athvarf þar yfir hásuma-rið, auk þess sem gestir geti komið á bát- um sínum úr Reykjavík og haft trygga aðstöðu fyrir þá í Sa-lt- vík. Þá þarf að framkvæma all- miklar viðgerðir á húsum, en að- alviðfangsefni verður þó skipti- lag staðarins, s-vo hafizt gieti starf við að koma þar upp stór- bættri útivistaraðstöðu og fegra umhverfið. MBL. hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Starfs- mannafélagi Hafnarfjarðar: Fjölsóttur fundur í Starfs- mannafélagi Hafn-arfjarðar, sem haldinn var þriðjudaginn 18. jan- úar 1972, samþykkti einróma eftirfarandi ályktanir: 1. Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við aðgerðir stjórnar B.S.R.B. í deilum þess við ríkis- stjómina og hivetur alla opi-n- bera starfsmenn til þess að standa fast saman og reyna með öllum tiltækum ráðum, að korna í veg fyrir þá rangtúlkun á gild- andi lögum, sem hún hefur gert sig seka um. 2. Fundurinn vill vekja athygli á því, að hagsmunir bæjarstarfs- manma og rikisstarfsmianna fana að öllu leyti saman í þessari bair- áttu. 3. Fundurinn mótmælir harð- lega þeirri ákvörðun bæjarráðs Hafnarfjarðar að neita stjóm fé- lagsins um frebairi viðræður um framlagðar kröfur, sem eru í 3. 1 Tónabæ áætlar Æskulýðs- ráð að ljúka við innréttingu kjalla.ra, afla nýrra húsgagna og stuðla að frágangi húss og lóða-r í samvi-nnu við eigiendur eignar- innar. 4. Með hliðsjón af ákvörðun- um um æskulýðsheimili í Breið- liolti verður unnið að frekari undirbúningi mieð öðrum borg- arstofnunum og arkitektum, og hefur Æskulýðsráð sikip- að sérstaka nefnd til þess að sinna þessu verkefni, en í henni eiga sæti: Mairkús Örn Antonsson, Guðrún Helgadóttir, Pétur Sveinbjarnarson og Hin- rik Bjamason, fra-mkvæmda- stjóri Æskulýðsráðs. Auk þessa áætl-ar Æskulýðsráð kaup ýmissa tækja og búnaðar til eflingar þeirri starfsemi, sem fyrir er. Má segja, að í áætlun þessa áris sé lagt meira kapp á að efia og nýta núverandi að- stöðu en að fitja upp á nýju. Ný- mæli eru fyrst og fremst áætlan- ir um aukið starf í hverfum. Til þess að þar sé vel af stað farið, þarf geysivíðtækan u-ndirbúning, og mun sá undirbúningu-r vænt- anlega verða mjög stór þáttur af starfi Æskulýðsráðs Reykjavík- ur árið 1972.“ fullu samræmi við nýgerða kjaira samninga verkalýðshreyfingair- inmar og 6. gr. reglugerðar um kjarasamninga starfsmanna sveit arfélaga sbr. 7. gr. laga nr. 55/ 1962. 4. Fundurinn vill benda á, að með síðustu kjairiasamningum tókst opinberum stairfsmönnum að ná raunhæfari samanburði við Laun á frjálsum vin-numarkiaði en áður hefur verið. Fundurinn harmar það, að þær áfangiahækk anir, sem samið var um í síðustu kjarasamningum, Mkuli nú vera notábar sem tylliástæða fyrir því að neita opinberum starfs- mönnum um hliðstæðar kjara- bætur og samið var um 4. des. sl. milli atvinnurekenda og A.S.f. og aðildarfélaga þess. 5. Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við stjóm og kjamráð B.S.R.B. við að ná fullum samn,- ingsrétti, þar með fulknn verk- fallsrétti, til handa opinberum starfsmönnum. StarfsmannaféL Hafnarfjar5ar: Lýsir stuðningi við B.S.R.B. — í deilum þess við ríkisstjórnina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.