Morgunblaðið - 22.01.1972, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1972
sé ósk framteljanda, að barnið
verði sj&lfstæður skattgreið-
andi.
11. Aðrar eignir.
Hér skal færa þær eignir (aðr
ar en fatnað, bækur, húsgögn
og aðra persónulega muni), sem
eigi er getið hér að framan.
II. SKULDIR ALLS
Utfylla skal C-lið bls. 3 eins
og eyðublaðið segir til um og
færa samtalstölu á þennan lið.
ni. TEK.h r ÁRIÐ 1971.
I. Hreinar tekjur af atvinnu-
rekstri eða sjálfstæðri starfsenii
skv. meðfylgjandi rekstrarreikn-
ingi, Iandbúnaðar- eða sjávarút-
vegsskýrslu.
Með framtölum þeirra, sem
bókhaldsskyldir eru skv. ákvæð
um laga nr. 51/1968 um bók-
hald, skal fylgja rekstrarreikn-
ingur, gerður skv. ákvæð-
um þeirra laga. Þeir, sem sjáv-
arútveg (vélbátar og róðrarbát
ar) stunda, mega nota þar til
gerða sjávarútvegsskýrslu, og
þeir, sem landbúnað stunda,
nota þar til gerða landbúnaðar-
skýrslu.
Þegar notuð er heimild i D-lið
22. gr. skattalaga til sérstaks frá
dráttar frá matsverði birgða, skal
sá frádráttur tilgreindur sem sér
liður í rekstrareikningi, en
ekki reiknaður inn í vöru
notkun eða -eyðslu.
Á sjávarútvegsskýrslu skal,
auk fyrninga þeirra, sem þar
um getur, færa fyrningar ann-
arra tækja og áhalda. Svo og
skal þar tilgreina vaxtagjöld
vegna þessarar starfsemi.
Ef i rekstrarreikningi (þ.m.t.
landbúnaðar- eða sjávarútvegs-
gjalda fjárhæðir, sem ekki eru
frádráttarbærar, skal úr því
bætt með áritun á rekstrareikn-
ing eða gögn með honum.
Gæta skal þess sérstaklega, að
i rekstrarreikningi séu ekki aðr
ir liðir færðir en tilheyra þeim
ig skal t.d. aðeins færa til gjalda
inn á að vera heimild um. Þann
atvinnurekstri, sem reikningur-
skýrslur) eru fjárhæðir, sem
ekki eru í samræmi við ákvæði
skattalaga, svo sem þegar tald-
ar eru til tekna fjárhæðir, sem
ekki eru skattskyldar, eða til
vexti af þeim skuldum, sem til
hefur verið stofnað vegna at-
vinnurekstrarins, en ekki vexti
af öðrum skuldum, og ekki skal
færa til gjalda á rekstrarreikn-
ing önnur persónuleg -gjöld, sem
ekki tilheyra atvinnurekstr-
inum, þótt frádráttarbær séu,
svo sem eignarskatt, eignarút-
svar, lífeyris- og líftryggingu,
aimannatryggingargjald, sjúkra-
samlagsgjald o.fl., heldur
skal færa þau i viðkomandi liði
í frádráttarhlið framtals. Sama
gildir um tekjur, sem ekki eru
tengdar atvinnurekstrinum, svo
sem eigin húsaleigu, vaxtatekj-
ur og arð. Þessar tekjur skal
færa í viðkomandi liði í tekna-
hlið framtals.
Tekjur af útleigu eða
reiknaða húsaleigu af íbúðarhús
næði, svo og öll gjöld vegna
hennar, svo sem fasteigna-
gjöld, fyrningu, viðhald og
vaxtagjöld, sem tilgreind eru á
rekstrarreikningi, ber á sama
hátt að draga úr rekstrarreikn-
ingi með áritun þar á eða gögn
með honum. Tekjur af íbúðar-
húsnæði og gjöld tengd þeim ber
að telja til tekna í tölulið 2 eða
3 í teknahlið framtals og til
gjalda í tölulið 1 í frádráttar-
hlið framtals eftir því sem við
á.
Endurgjaldsiaus afnot laun
þega (og fjölskyldu hans) af
íbúðarhúsnæði í eigu vinnuveit-
anda ber að telja til gjalda í
rekstrarreikningi með 2% af gild
andi fasteignamati hlutaðeig-
andi ibúðarhúsnæðis og lóðar,
en sömu fjárhæð ber framtelj-
anda að telja til tekna í tölulið
3 í tekjuhlið framtals.
Sama gildir, ef hluti íbúðarhús-
næðis i eigu atvinnurekanda er
notaður vegna atvinnurekstrar-
ins.
Rekstrarkostnað fóli.sbifreiða
ber að tilgreina fyrir hverja ein
staka bifreið. Láti vinnuveitandi
starfsmönnum sínum í té endur-
gjaldslaus afnot slíkra bifreiða,
ber að láta rekstrarreikn-
ingi fylgja upplýsingar þar um.
Hafi framteljandi hins veg-
ar sjálfur, fjölskylda hans eða
aðrir aðilar afnot slíkra bif
reiða, ber að láta fylgja rekstr-
arreikningi upplýsingar þar un.
og draga gjöld vegna þessara af
nota frá rekstrargjöldum, með
áritun á rekstrarreikning eða
gögn með honum.
Nú vinnur einstaklingur eða
hjón, annað hvort eða bæði eða
ófjárráða börn þessara aðila, við
eiginn atvinnurekstur eða sjálf-
stæða starfsemi, og ber þá að
geta þess með athugasemd
á rekstrarreikning eða gögn með
honum og tilgreina vinnufram-
lag framteljanda sjálfs, maka
hans og ófjárráða barna hans.
Hafi laun greidd framteljanda,
maka hans eða ófjárráða börn-
um hans verið færð til gjalda á
rekstrarreikningi sem greidd
laun, ber að geta þessara launa-
greiðslna sérstaklega á rekstr-
arreikningi, aðskilið frá launa-
greiðslum til annarra launþega.
2. Hreinar tekjur af eignaleigu,
þ.ni.t. utleiga ibúrtarhúsnæðis
samkv. mertfylg.jandi rekstraryf-
irliti.
Hafi framteljandi tekjur
af eignaleigu, án þess að talið
verði, að um atvinnurekstur sé
að ræða í því sambandi, ber hon
um að gera rekstraryfirlit, þar
sem fram koma leigutekjur og
bein útgjöld vegna þeirra, þ.m.t.
vaxtagjöld, sem eru tengd þess-
ari teknaöflun. Sé slíkra tekna
aflað í atvinnurekstrarskyni,
ber að gera rekstrarreikn-
ing skv. tölulið 1.
Hafi framteljandi tekjur af út
leigu íbúðarhúsnæðis, hvort
heldur hann telur það vera í at-
vinnurekstrarskyni eða ekki,
ber honum að gera rekstraryf-
irlit, þar sem fram koma leigu-
tekjur frá hverjum einstökum
leigutaka, svo og leigutímabil
og fasteignamat útleigðs íbúðar
húsnæðis og hlutdeildar i lóð.
Til gjalda ber að telja kostnað
vegna hins útleigða, svo
sem fasteignagjöld og vaxta-
gjöld, sem beint eru tengd þess-
ari teknaöflun. Um fyrn-
ingu húsnæðisins og við-
hald, sem til gjalda ber að telja,
fer sem hér segir:
(1) Ef framteljandi á enga
aðra íbúð en þá, sem hann leig-
ir út, telst fyrning og viðhald
sameiginlega til gjalda á sama
hátt og greinir í tölulið l.b. i
frádráttarhlið framtals.
(2) Ef framteljandi, sem á
íbúð, sem hann notar fyrir sjálf
an sig og fjölskyldu sína, er
einnig eigandi að:
a) annarri ibúð, hvort heldur
er í sömu eða annarri fast
eign eða
b) öðru íbúðarhúsnæði í sömu
fasteign og hann býr í,
enda sé fasteignamatsverð
þess eigi hærra en íbúðar
þeirrar, er hann býr í sjálf
ur,
þá er honum heimilt að telja
fyrningu og viðhald slíkrar íbúð
ar, eða slíks annars íbúðarhús-
næðis, til gjalda á sama hátt og
greinir i tölulið l.b. í frádrátt-
arhiið framtals.
Noti framteljandi ekki heim-
ild þessa, þá skal hann telja
fyrningu og viðhald ibúðarhús-
næðis skv. a- og b-liðum til
gjalda á þann hátt, er um ræð-
ir í næsta tölulið hér á eftir
(tölulið (3). Hvor reglan, sem
notuð er, heldur gildi sínu all-
an eignarhaldstima framtelj-
anda á þessu húsnæði.
(3) Ef framteljandi er eigandi
að fleiri íbúðum, eða eigandi að
öðru íbúðarhúsnæði, sem er
hærra að fasteignarmatsverði en
eigin íbúð eða staðsett í annarri
fasteign en þeirri, sem hann býr
í sjálfur, ber honum að telja til
gjalda fyrningu þess húsnæðis,
reiknaða af kostnaðarverði
(heildarfyrningarverði) þess
eða af endurkaupsverði, hafi
fram farið endurmat á eigninni,
sbr. ákvæði III. tl. Ákvæði til
bráðabirgðalaga í skattalögum.
(Fyrningarhundraðshluti húsa
úr steinsteypu 1% — 2%, húsa
hlaðinna úr steinum 1,3% — 2,6%
og húsa úr timbri 2% — 4%). Enn
fremur ber honum að telja tii
gjalda sannanlegan viðhalds-
kostnað.
Þegar skipta þarf fasteigna-
gjöldum, ákvarða fyrningu og
viðhald, skai skipting húsnæðis
miðuð við rúmmál.
í þessum tölulið má ekki telja
tekjur af útleigðu íbúðarhús-
næði sem framteljandi læt-
ur öðrum í té án eðlilegs endur-
gjalds, þ.e., ef ársleiga nemur
lægri fjárhæð en 2% af fasteigna
mati íbúðarhúsnæðis og lóðar.
Slíkar tekjur ber að telja í tölu-
lið 3.
3. Reiknurt húsaleiga af ibúðar-
húsnæði, sem eigandi notar
sjálfur eða lætur iiðrum í té án
eðlilegs endurgjalds.
Af íbúðarhúsnæði, sem fram-
teljandi notar sjálfur, skal húsa
leiga reiknuð til tekna 2% af
fasteignamati íbúðarhúsnæðis
(þ.m.t. bílskúr) og lóðar, eins
þótt um leigulóð sé að ræða. Á
bújörð skal þó aðeins miða við
fasteignamat íbúðarhúsnæðis.
Nú er íbúðarhúsnæði í eigu
sama aðila notað að hluta
á þann hátt, sem hér um ræð-
ir, og að hluta til útleigu, og
skal þá fasteignamati húss og
lóðar skipt hlutfalislega miðað
við rúmmál, nema sérmat í fast-
eignamati sé fyrir hendi. Á sama
hátt skal skipta fasteigna-
mati húss og lóðar, þar sem um
er að ræða annars vegar íbúð-
arhúsnæði og hins vegar at-
vinnurekstrarhúsnæði í sömu
fasteign.
Af ibúðarhúsnæði, sem fram-
teljandi lætur launþegum sínum
(og fjölskyldum þeirra) eða öðr
um í té án endurgjalds eða læt-
ur þeim í té án eðlilegs endur-
gjalds (þ.e. gegn endurgjaldi,
sem lægra er en 2% af fasteigna-
mati íbúðarhúsnæðis og lóðar),
skal húsaleiga reiknuð til tekna
2% af fasteignamati þess íbúð-
arhúsnæðis i heild, svo og af
fasteignamati lóðar, eins þótt
um leigulóð sé að ræða. Á bú-
jörð skal þó aðeins miða við fast
eignamat íbúðarhúsnæðis.
4. Vaxtatekjur.
Hér skal færa skattskyld-
ar vaxtatekjur samkv. A- og B-
lið framtals bls. 3. Athuga skal,
að undanþegnir tekjuskatts-
skyldu eru allir vextir af eign
arskattsfrjálsum innstæðum og
verðbréfum, sbr. A-lið framtals
bls. 3. Sjá þó síðar um frádrátt
vegna stofnsjóðsvaxta, sbr. tölu
lið 15 (14), IV. Frádráttur.
5. Arður af hliitabréfum.
Hér skal færa arð, sem fram-
teljandi fékk úthlutaðan á ár-
inu af hlutabréfum sínum. Sjá
þó síðar um frádrátt vegna
slíkra tekna, sbr. tölulið 15 (14),
IV. Frádráttur.
6. Laun greidd i peningiun.
1 lesmálsdálk skal rita nöfn
launagreiðenda og launaupphæð
í kr. dálk.
Ef vinnutímabil framteljanda
er aðeins hluti úr ári eða árs-
laun óeðlilega lág, skal hann
gefa skýringu í G-lið bls. 4, ef
ástæður koma ekki fram á ann-
an hátt í framtali, t.d. vegna
náms, aldurs, veikinda o.fl.
7. Laun greidd í hlunnindum.
a. Fæði: Um skattskyldu fæð-
ishlunninda fer sem hér segir:
(1) Launþegi, sem vann inn-
an heimilissveitar sinnar, skal
t«Ua til tekna fullt fæði, sem
honum var látið í té endurgjalds
laust (fritt) af vinnuveitanda.
Rita skal dagafjölda í lesmáls-
dálk og margfalda hann með kr.
120,- fyrir karlmenn og kr. 96,-
fyrir kvenmann og barn, yngra
en 16 ára, og færa upphæðina
til tekna. Fjárhæð fæðisstyrks
(fæðispeninga) þess í stað skal
hins vegar teljast að fullu til
til tekna. Sama gildir um hver
önnur fuil fæðishlunnindi, látin
endurgjaldslaust í té, þau skal
telja til tekna á kostnaðarverði.
(2) Launþegi, sem vann ut-
an heimilissveitar sinnar, svo og
sjómaður á skipum, skal ekki
telja til tekna fullt fæði, sem
Ihonum var látið í té end-
urgjaldslaust (frítt) af vinnu-
veitanda. Sama gildir um önnur
fuli fæðishlunnindi þessara
manna, látin í té endurgjalds-
laust. Enn fremur gildir sama um
fjárhæð fæðisstyrkja (fæðispen
inga) í stað fulls fæðis, ef hún
er ekki hærri en kr. 160,- á dag.
Sé fjárhæðin hærri en kr. 160,-
á dag, ber að telja til tekna þá
fjárhæð, sem umfram er kr. 160,-
á dag, margfaldaða með daga-
fjölda.
(3) Launþegi, hvort heldur
hann vann innan eða utan heim
ilissveitar sinnar, skal ekki telja
til tekna fæði, sem ekki telst
fullt fæði, sem honum var látið
í té endurgjaldslaust (frítt) af
vinnuveitanda. Sama gildir um
önnur fæðishlunnindi, sem ekki
teljast full fæðishlunnindi, látin
í té endurgjaldslaust. Enn frem-
ur gildir sama um fjárhæð fæð-
isstyrkja (fæðispeninga) í stað
fæðis, sem ekki telst fullt fæði,
ef fjárhæðin er ekki hærri en
kr. 80,- á dag. Sé fjárhæðin
hærri en kr. 80,- á dag, ber að
telja til tekna þá fjárha'ð, sem
umfram er kr. 80,- & dag, marg-
faldaða með dagaf jölda.
(4) Allt fæði, sem fjölskylda
framteljanda fékk endurgjalds-
laust (fritt hjá vinnuveitanda
framteljanda, fjárhæð fæðis-
styrkja (fæðispeninga) þess í
stað, svo og hver önnur fæðis-
hlunnindi, látin endurgjalds-
laust í té, skal telja til tekna
á sama hátt og greinir í lið (1).
Frítt fæði, sem eigi telst fullt
fæði, látið þessum aðilum í té
skai telja til tekna hlutfallslega
af mati fyrir fullt fæði. 1 þessu
sambandi skiptir eigi máli, hvort
framteljandi vann innan eða ut-
an heimilissveitar sinnar.
b. Húsnærti: Hafi framteljandi
(og fjölskylda hans) afnot íbúð
arhúsnæðis, sem látin eru hon-
Fyrst tekinn: Einstaklinga
Frá 67 ára aidri kr. 63.700,
68 — — — 69.119,
— 69 — — 77.114,-
— 70 — — 85.061,-
— 71 — — 95.538,-
— 72 — — — 106.429,-
um endurgjaldslaust í té
af vinnuveitanda hans, skal
framteljandi rita i lesmálsdálk
fjárhæð gildandi fasteignamats
þessa íbúðarhúsnæðis og lóðar
og mánaðafjölda afnota. Telja
skal til tekna 2% af þeirri fjár
hæð fyrir ársafnot eða hlutfalls-
lega miðað við mánuði. Nú skort
ir framteljanda upplýsingar um
fjárhæð fasteignamats, og skal
hann þá rita i lesmálsdálk
f jölda herbergja og mánaða.
Hafi framteljandi (og fjöl-
skylda hans) afnot íbúðarhús-
næðis, sem látin eru í té af
vinnuveitanda hans gegn endur
gjaldi, sem er lægra, miðað við
ársafnot, heldur en 2% af gild-
andi fasteignamati íbúðarhús
næðis og lóðar, skal framtelj-
andi telja mismuninn til tekna.
c. Fatnartiir eða önntir hlunn-
indi: Til tekna skal færa fatn-
að, sem vinnuveitandi lætur
framteljanda í té án endurgjalds
og ekki er reiknaður til tekna í
öðrum launum. Tilgreina skal,
hver fatnaðurinn er, og telja til
tekna sem hér segir:
kr.
Einkennisföt karla 4.500,-
Einkennisföt kvenna 3.100,-
Einkennisfrakki karla 3.500,-
Einkenniskápa kvenna 2,300,-
Einkennisfatnað flugáhafna
skal þó telja sem hér segir:
kr.
Einkennisföt karla 2.250,-
Einkennisföt kvenna 1.550,-
Einkennisfrakki karla 1.750,-
Einkenniskápa kvenna 1.150,-
Fatnaður, sem ekki telst ein-
kennisfatnaður, skal talinn til
tekna á kostnaðarverði.
Sé greidd ákveðin fjárhæð í
stað fatnaðar, ber að telja hana
til tekna.
ÖnnUr hlunnindi, sem látin
eru i té fyrir vinnu, ber að meta
til peningaverðs eftir gangverði
& hverjum stað og tíma og telja
til tekna. M.a. teljast hér sem
hlunnindi endurgjaldslaus afnot
launþega af fólksbifreiðum, sem
látin eru honum í té af vinnu-
veitanda. 1 framtali (t.d. G-lið á
bls. 4) eða gögnum með því ber
framteljanda að gefa upplýsing:
ar um slík afnot fólksbifreiðar
í eknum km., svo og um stærð,
tegund og smíðaár bifreiðarinn-
ar. Akstur úr og í vinnu telst
afnot launþega i þessu sam-
bandi. Síðan ber að vísa til þess
ara upplýsinga í lesmálsdálk,
Þar sem mat á verðmæti þess-
ara hlunninda hefir enn eigi ver
ið ákveðið, skal framtelj-
andi eigi færa fjárhæð til tekna.
Fæði, húsnæði og annað fram-
færi framteljanda, sem býr
í foreldrahúsum, telst ekki til
tekna og færist því ekki á þenn
an lið, nema foreldri sé atvinnu
rekandi og telji sér nefnda liði
tii gjalda.
8. Elli- erta örorkulífeyrir frá
alni.trygg.
Hér skal telja til tekna elli-
lifeyri og örorkulifeyri úr al-
mannatryggingum.
Upphæðir geta verið mismun-
andi af ýmsum ástæðum. Til
dæmis er ellilífeyrir greiddur í
fyrsta sinn fyrir næsta mánuð,
eftir að lifeyrisþegi varð fullra
67 ára. Heimilt er að fresta
töku ellilífeyris, og fá þá þeir,
sem það gera, hækkandi lífeyri,
eftir því sem lengur er frestað
að taka lífeyrinn.
Almennur ellilífeyrir allt ár-
ið 1971 var sem hér segir:
Hjón
kr. 114.660,—, þ. e. 90%
af iífeyri tveggja ein-
staklinga, sem báðir
tóku lífeyri frá 67 ára
aldri.
Ef hjón, annað eða bæði, frest
uðu töku lífeyris, hækkaði líf-
eyrir þeirra um 90% af aldurs-
hækkun einstaklinga. Ef. t.d.
annað hjóna frestaði töku lífeyr
is til 68 ára aldurs, en hitt til
69 ára aldurs, þá var lífeyrir
þeirra árið 1971 90% af (kr.
69.119,- -f kr. 77.114,-) eða kr.
131.609,-.