Morgunblaðið - 22.01.1972, Page 24

Morgunblaðið - 22.01.1972, Page 24
nuGLvsmcnR ^-^»22480 jntttgtnililftfcifr ÁNÆGJAN FVUGIR ÚRVALSFERÐUM LAUGABDAGUR 22. JAXUAR 1972 Gissur hvíti, þar seni hann liggur I skipalyftunni á Akranesi. í baksýn er Skinney, sem lokazt hefur inni. Ljósm. Friðþjófur. Miöstjórn ASÍ um skattafrumvorp vinstri stjórnarinna.r: Breytingin getur vald ið 3% lækkun kaups — Krefst þess, að úr þessu fáist skorið — Óhagstæð skattabreyting fyrir fólk með 400 þús. kr. tekjur, einhleypa og einstæða foreldra — Fasteignaskattar vega þungt fyrir launafólk með miðlungstekjur Tug- mill j. tjón - í skipasmíða- stöð Þorgeirs og Ellerts, Akranesi Tugmilljónatjón varð í skipa- smíðastöð Þorgeirs og Kllerts á Akranesi um klukkan 10.30 i gær morgun er verið var að lyfta vélskipinu Gissuri hvíta, SF 1, frá Hornafirði í skipalyftu fyr- irtækisins. Lyftan brotnaði nið- nr og lagðist skipið á stjórn- borða. Tveir menn voru undir stjómborðshlið og urðu undir skipinu og komu upp bakborðs- megin og var mikil mildi að ekki hiauzt af alvarlegt slys. Annar mannanna fékk höfuðhögg, en Isínn slapp ómeiddur. Samkvæmt upplýsin-gum frétta idtara Mbl. á Akranesi, Júlíusar Þórðarsonar er ekki Ijóst, hver orsök óhappsins var, en tjónið sfldptir ef til vill tu-gum milljóna Ikróna. Tveir menn stóðu og voru að vinna stjórnborðsmegin við ssíkipið er það lagðist á hliðina, ttóru þeir í sjóinn og undir kjöi skipsins og komu upp bakborðs- megin. Segir fréttaritari Mbl. að fuilyrða megi að það hafi borgið lifi þeirra, að þeir voru að vinna við kjölinn og gátu stungið sér undir hann og synt í land. Ann- ar fékk höfuðhögg, en meiðsli hans eru ekki alvarleg. Skipshöfnin á Gissuri hvíta var í stýrishúsinu og varð ekki fyjrir hnjaski. Báturinn liggur nú á hliðinni í lyftunni og er mikill sjór korninn í hann. Var þetta annar báturinn, sem taka átti upp í dag. Er það að sögn Júlí- usar Þórðarsonar mikið verk að ná skipinu úr lyftunni, sem einn- ig er mikið skemmd, en verkið er hafið af fullum krafti. 1 viðgerð í skipasmáðastöðinni Framhald á bls. 2 „MÉR fannst ég vera óratima í kafi og hugsaði um það eitt hvort skipið myndi koma ofan 1 ft mig. Ég reyndi allt hvað ég gat að halda niðri í mér and- anum, en um síðir tókst mér það ekki og saup ég mikinn sjó." Svo fórust Ólafi Guð- mimdssyni, 17 ára verka- manni ft Akranesi orð, en hann var annar tveggja manna, sem stóðu stjóm- borðsmegin við Gissur hvita í skipalyftunni hjá Þorgeiri og Ellert, er sldpið lagðist á hlið- ína. Fóru þeir félagar undir kjöl skipsins og skaut upp bakborðsmegin. «*»■ ** MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Islands hefur sent frá sér álits- gerð um skattafriimvörp ríkis- stjómarinnar, sem nú iiggja fyr- ir Alþingi til afgreiðslu. Var hún „Við stóðum þarna og röbb- uðum saman ég og félagi minn Stefán Þórðarson. Við höfðum verið að festa eina af fjórum undirstöðum á lyft- unni og vissum ekki fyrr en skipið kom ofan á okkur og við vorum komnir í sjóinn,“ sagði Ólafur. „Ég reyndi að halda niðri í mér andanum og synda, en ég saup mikinn sjó og þegar ég komst upp seldi ég upp. Stefán rakst á eitt- hvað og fékk höfuðhögg og skrftmu. Hann liggur nú í sjúkrahúsinu, en líður bara vel eftir atvikum." samþykkt með öllum atkvæðum gegn einu, en einn miðstjómar- maður sat hjá. f álitsgerð þess- ari koma eftirfarandi athúga- semdir fram m.a.: „Ég held,“ — sagði Ólafur, „að myndast hafi þrýstingur í lyftunni, sem þeytti okkur upp hiniim megin við skipið. Mér fannst þetta taka óratíma að komast upp og ég var al- veg að kafna. Það var heldur óhugnanleg tilfinning að bú- ast alltaf við bátnum ofan á sig. Þegar ég svo loks komst upp á yfirborðið var ég alveg ruglaður, synti bara i hringi, heyrði að verið var að kalla til mín, en skildi eða gretndi ekld orðaskil. Þetta fór þó allt vel og okkur Stefáni skaut upp á mjög svipuðum stað í sömu andrá,“ sagði Ól- • Miðstjóm ASf telur hugsan- legt, að heildarkerfisbreyt- ingin valdi u.þ.b. 3% Iækkun kaupgjalds, þar sem niðurfelling nefskatta lækki kaupgjaldsvísi- töiuna um allt að 3,7 stig. • Miðstjórn ASf krefst þess, að úr þessu fáist skorið áður en fullur dómur er lagður á kerf- isbreytinguna og telur að leiki einhver vafi á þessu, verði að gera lagabreytingu, sem tryggi, að kaupgjaldsvísitalan lækki ekki meira en sem nemur raun- verulegri útgjaldalækkun fjöl- skyldu með lágar miðlimgstekj- ur. • Miðstjórn ASf telur, að heild arbreytingin verði yfirleitt óhagstæð fyrir fólk með 400 þús- und króna tekjur, sé gert ráð fyrir 3% lækkun kaupgjaldsvísi- tölu og þyngingu fasteignaskatts og í einstökum tilvikum verði breytingin óhagstæð fyrir fólk með lægri tekjur. • Miðstjóm ASf telur torvelt að gera sér fullkomna grein fyrir áhrifum breytinganna á miðlungstekjur, sem á sl. ári hafi verið 400—G00 þúsund krón- ur og segir í álitsgerðinni að hækkun fasteignaskatts vegi nokkuð þungt fyrir launafólk með slikar tekjur. • ASf telur skattþrepin á út- svarsstiganum á tekjubilinu 200—450 þús. óheppileg og telur betra að leggja útsvör á öll tekju bíl með sömu prósentu en taka npp persónufrádrátt fyrir alla útsvarsgreiðendur. # Miðstjóm ASf segir, að skattabreytingin verði óhag- stæð fyrir einhleypa og einstæða foreldra. Hér fer á eftir álitsgerð mið- stjómar ASl í heild: „Miðstjórn Alþýðusambands íslands hefur að undanfömu haft til atihugunar fyoirliggjandi frv. til iaga um tekjusikatt og eigna- skatt og frv. til laga um tekju- stofna sveitarfélaga. Við atihug- un þessa hefur miðstjórnin einn- ig haft til hliðsjónir nýsamþykikt lög um breytingu á lögum um almannatryggingar, svo og f jár- lög fyrir árið 1972. Athugun mið- stjórnar hefur einkum beinzt að því að leitast við að meta áhritf þeirrar miklu kerfisbreytingar í skattamálum sem hér er um að Framhald á bls. 22. Góð síld- arsala í Danmörku Eskifirði, 21. janúar. — í DAG seldi í Danmörku sáld- veiðiskipið Sæberg SU 9 sild, sem ísuð var í 1560 kassa, fyrir 2,2 milljónir ísl. króna, Meðal- verð á kg var rúmar 40 krónur. Sáldin veiddist í Norðursjó. — Fréttaritari. ,Ég var alveg að kafna‘ Rætt viö Ólaf Guðmundsson, annan þeirra, er Gissur hvíti féll á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.