Morgunblaðið - 04.02.1972, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.02.1972, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. FEBRUAR 1972 5 „Gæði íslenzks iðn- varnings einstökéé 'CELANDIC Products • Sýning-arstúkan á skozku hoiniilissýningiinni i lok okt. sl. Gestir lirifust svo mjög af íslenzk um ffieruskinnum, að }>oir keyptu öll þau skinu, sem }Hiktn veggi stiikunnar. segir Corrie McGibhon, sem rekur íslenzka viðskiptamiðstöð í Glasgow „ÞESSI liátlur í starfsemi fyr- irtækisins hófst. eiginlega í lok október á sl. ári, með því að við settnm upp sýningar- stúku á heimssýningunni „Scottisli modern homes ex- hibition“ og þar sýndum við islenzkar vörur, einkum |ió iillar- og skinnavörur. Þessa sýningu sóttii um 180 þúsund gestir og sýningarstúkan okk ar vakti langmesta atliygli af öllum stúkiinum. Þarna var stöðugt stór hópur fólks að skoða og spyrja og allir vildu líka kaupa. Við höfðum þak- ið veggi stúkunnar með ís- lenzkuin gæriiskinnum og urð um að selja þau líka, þvi að lólk benti á þau og sagði: „Ég vil kaupa þetta skinn.“ Corrie MeGiblnin. Þetta eru orð Corrie Mc Gibbon, en hann er heildsali í Glasgow, rekur þar fyrir- tækið Nord Agericies Ltd. o.g hyggst nú eingöngu flytja inn islenzikan varnin.g, sem hann telur hafa góða sölumögu- leika í Skotlandi og reyndar í Bretlandi öllu. Mbl. ræddi ný- lega við hann um starf 'hans að innflutningi islenzks iðnvarn- ings og spurði m.a. um verð- mæti þess varnings sem hann hefur seit í Slkotlandi. „Þessa fyrstu tvo mánuði eftir sýninguna, nóvember og desember, seldum við vörur fyrir um 15.000- pund, þannig að við höfum farið áigætlega af stað. Við vorum fyrst eink um með vörur frá Sláturfélagi Suðurlands, ullar- og skinna- vörur, en Síðan fórum við að selja vörur frá Stáliðjunni og Álafossi. Ég hef í þessari heim sókn minni til íslands leitað eftir umboðum fyrir fleiri fyr- irtæiki og Útfiutningsskrif- stofa iðnaðarins hefur veitt mér mjög góða aðstoð í því sambandi. í apríl nk. mun ég taka þátt i alþjóðlegri mat- vælasýningu í Glasgow og þeg ar hafa þrjú fyrirtæki ákveð- ið að sýna vörur sínar þar, ORA — með niðursuðuvörur, Vilko-súpuverksmiðja og Ós- eyri — með þorskahrogn. Önn ur fyrirtæki hafa einnig sýnt áhuga á þátttoku, þ. á m.. Sam bandið, Linda, Norðurstjarn- an og Sana, að ógleymdri Áfengis- og tóbaksverzlun rík isins, sem hefur áhuga á að kynna brennivínið íslenzka. 1 ágúst nk. mun fyrirtækið skipta um nafn og taka upp nafnið Icelandic Trade Cent- er og um það leyti hefst einn- ig aðalsöiutími ullar- og skinnavöru. Fyrirtækið mun þá flytjast í nýtt húsnæði, þar sem m.a. verður sérstakur sýn ingarsalur fyrir islenzku vör- urnar, til að kaupmenn geti haft betri aðstöðu til að skoða þær. Viðskiptavinir fyrirtæk- isins eru aðallega stórverzlan- ir í ölium helztu borgum og bæjum Skotlands og einnig feldskerar, sem nota islenzku skinnavörurnar til klæðagerð- ar. Við höfum einnig selt beint til almennings, en þó í smáum mæli. Nú í marz nk. erum við hins vegar að fara af stað með auglýsinga- og söiuher- ferð í skozku blaði, Daily Rec- ord, og ef hún gefur góðan árangur, mun einnig verða gerð sMk herferð i blaðinu Daily Mirror, sem er stærsta dagblað Bretlands og eitt það stærsta í öllum heiminum. Að mínum dómi er Glasg- ow tilvalin miðstöð fyrir inn- flutning frá íslandi til Bret- lands. Samgöngur þaðan til allira hluta Bretlandis eru mjög góðar. En svo ég snúi mér aftur að augiýsingaherferðinni. Við munum þar auglýsa sérstaka gjafapakka með íslenzikum gæruskinnum, sem við höfum látið útbúa, og einnig er ætl- unin að bjóða síðar upp á gjafapakka með íslenzkum fiskréttum. — En þú ætlar ekki að setja upp íslenzkt veitingahús, eins og á sínum tima var gert i London? — Nei„ ég hef ekki efni á að tapa 80 þúsund pundum. En hins vegar er, að öllu gamni slepptu, mjög góður grundvöllur fyrir rekstri sliks veitingahúss í Glasgow, því að íslenzkur matur er mjög góð- ur og Skotum þy'kir hann ákaf lega bragðgóður. ©g er hins vegar reiðubúinn að veita alla mögulega aðstoð i þessu sam bandi og einnig öllum þeim fyrirtækjum á íslandi, sem óska að kynna vörur sínar í Skotlandi. Fyrirtækið hefur aðsetur sitt í 49 Queen Street, Glasgow, C.l. — Hverjar heldurðu að séu framtíiðarhoríurnar i sam- bandi við innflutning frá ís- landi tii Skotlands ? — Framtíðarhorfurnar fyr- ir íslenzkar ullar- og skinna- vörur eru mjög góðar. Við get um að vísu átt í einhverjum smávægilegum erfiðleikum, ef nýtt „Þorskastrið“ skeliur á, en ég býst ekki við að það verði. Einnig gæti innganga Breta í Efnahagsbandalagið valdið einhverjum erfiðleik- um, en ég held að það muni ekki verða n.sma í mjög litl- um mæli. Hin einstöku gæði íslenzks iðnvarnings sjá til þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.