Morgunblaðið - 04.02.1972, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.02.1972, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. FEBROAR 1972 Aðeins hluti ávana- og fíknilyfja er læknislyf 30 þeirra eftirritunarskyld Skráning hinna í athugun — Rætt við landlækni VEGNA mikilla umræðna um ávana og fíknilyf og lyf- seðla lækna í því sambandi og einnig ummæla Læknafé- lags ílslands um að það hefði óskað eftir skráningu á ávís- unum á öllum ávana- og fíknilyfjum, hefur Mbl. snúið sér til Sigurðar Sigurðssonar, landlæknis, og fengið hjá honum eftirfarandi upplýs- ingar um hvemig þessi mál standa. Sigurður kvaðst strax í upphafi vilja gera glöggan greinarmun á efnum, sem notuð eru til nautna og ávana, og lyfjum, sem notuð eru af Iæknum og að sjálfsögðu not uð til lækninga á ýmsum svið um. Fíkniefnin, sem lækna- itéttin hefir engin afskipti af, eru til dæmis hin títt nefndu nautnaefni, svo sem cannabis, lysergid eða LSD, meskalin og heroin. Öll þessi efni eru ólöglega flutt inn og á engan hátt á vegum læknastéttar- innar. NokTcur hluti, og það litill hluti, þeirra lyfja, sem jafn- freumt eru ávana- og fíknilyf, eru lækni-silyf. Þeasium lyfjum má Sicipta í marga flokka. Elzti flokk uriinn er kvalaistiliandi lyf, svo sem opíum, morfín og lyf skyld þeim. Siðan róandi lyf og svefn- lyf og á síðari tímum ýmiss kon- ar örvamdi lyf, sem aðallega komu fram í styrjöldinni og á árunum þar á eftir. Öll þessi lyf eru og hafa verið notuð hér á lamdi sem læknislyf. En mörkin á því hvenær lyf hættir að vera raunverulegt læknislyf og er orðið að ávana- og fiknilyfi, geta í mörgum tilvikum verið óljós og raunar oft ógeriegt að ákvarða það. Eftir að lyfsölulögin gengu í gildi árið 1963, vair farið að semja reglugerðir um ávísanir og al- greiðsiu í lyfjabúðum. Nokkur þessara lyfja höfðu frá fyrri tímum verið eftirritunarskyld í sérstökum bókum, sem lyfjabúð- irmar héldu um slík lyf. En með reglugerð frá 1966 var fjöldi þessara eftirritunarskylldu lyfja, sem lyfjabúðum var gert að halda algera sfcrá yfir, aukinn ti'l mikilla muna og urðu þau um 30 talsins. Frá árinu 1968 og til loka síð- asta árs liggja fuilnægjandi skýrslur fyrir um ruotkun þess- ara lyfja í landimu. Segja má að hún sé talsvert útbreidd, ein.s og reyndar vitað var, en mimnk- andi í heild eftir því sem skýrsi- ur ársins 1970 sýna. Hugfast verður að hafa, að hér er aðeins um nokkurin hlufa þessara ávana- og fíknilyfja að ræða. Þau siem aðeins verka ró- andi eða sem svefnlyf og haifa verið notuð til margra ára, var ekki talin ástæða til að taka á eftirritunarskrá vegna þess, að ekki var gert ráð fyrir verulegri misnotkun þeirra. Á síðustu árum hefur hins veg ar komið í ljós að aðvarianir og jafnvel kvartanir hafa borizt um misnotkun þessaira lyfja, eink- um í sambandi við óhóflega neyzlu áfengra drykkja, sem eins og kunnugt er, er háskatega mikil í lamdinu. Og á síðasta að- alfundi Læknafélags íslasnds var saimþykkt áskorun til heil- brigðisstj órnarinnar um að einn ig þessi lyf skyldu verða geið eftirritunairskyld. Slíkt er mikið fyrirtæki og hefur lyfjaskrár- niefnd haft þetta mál til með- ferðar að undanförnu um all- iiamgt skeið. Endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin, því hér er um kostnaðarsamt fyrirtæki að ræða. En geta má þess, að á síðasta þingi Alþjóðaheilbrigð- isstofnumiaæinnar í Genf í maí sl. var takmörkun slíkira lyfja mjög rædd og með hvérj- um hætti mætti framkvæma hana. V ' Það má teljast heppni að sleppa ómeiddur úr þessum bíl, eins og piltarnir tveir, sem í honum voru, gerðu. Sveinn Þormóðsson, ljósm. Mbl. tók þessa mynd af bílnum, þegar honum hafði ver- ið komið á hjólin aftur eftir veltu í fyrrakvöld. 44 hross flugleiðis til Belgíu Góðar markaðshorfur í hrossa- útflutningi Veruleg verðhækkun á síðustu árum FYRSTA sendingin af hestum á árinu fór nýlega til meginlands- ins með DC-6 flugvél. Þessi út- flutningur var á vegum búvöru- deildar SÍS og var hér um að ræða 44 hesta, sem fara til Ostende í Belgíu og eru ætlaðir fyrir markað 1 Niðurlöndum og V-Þýzkalandi. Að sögn Agnars Tryggvasomar framkvæmdastjóra, er mikil eft- spum eftir íslenzkum hestum er- lendis, og stöðugt fer í vöxt að þeir séu fluttir út með fluigvél- um. í fyrra voru til að mynda fluttir út 12—14 flugfarmar af hestum, en á veguim SÍS voru uam tals seldir út á árinu 1971 um 600 hestar fyrir um 25 milljónir króna. Agmar gat þeas þó, að í fyrra hefði útflutningurinn verið mun minni en árið 1969. Þá voru flutt út samtalls upa 1650 hross. — Agniar sagði, að þá væri þess að gæta, að 1969 hefðu hrossin ver- ið flutt út í heilum skipsförmum og í mörgum tilvikum tekin beint úr haga um borð í flutningaskip- in. Nú hefði hinis vegar verið tek- in upp sú stefna, að ná sem rnest um verðmætum úr hverjum hesti, t. d. að taimmiing þeirra færi fram hérleradis. Kvað Agnar þetta hafa gefizt mjög vel. Þaon- ig hefði meðalverðið í fyrra verið um 40 þús. kr., en verðið færi upp í allt að 150—170 þúsund kr. á góðum stóðhesti. Fyrir 3-4 ár- uun hefði verðið himis vegar ver- ið aðeims urn 10—11 þúsund kr., þanmig að rnieð þessum haetti hefði fengizt veruleg verðhækk- Ný framkvæmdanefnd Rannsóknaráðs Nákvæm eftirlíking af Catalína fiugbátnum Rán, sem Landhelgisgæzlan notaði um árabii. Samtök plast- módelsmiða — stofnuð á íslandi HINN 1. desember sl. stofnuðu nokkrir áhugamenn um plast- módelsmíði félagsskap er nefn- ist íslenzku plastmódelsamtökin, en samtökin voru stofnuð að til- hlutan International Plastic Modellers Society (I.P.M.S.), sem eru alþjóðasamtök áliuga- manna um plastmódelsmíði, og eru samtökin á íslandi deild inn- an þessarra samtaka. IPMS var stofnað í Bretlandi árið 1963 en síðan hefur starfsemin breiðzt út til allra heimshluta, og eru nú starfandi sjálfstæðar deildir í Ástralíu, Randaríkjunum, Belg- íu, Danmörku, Finnlandi, Frakk- landi, Kanada, Noregi, Nýja Sjá- tandi, Póllandi, Svíþjóð, Tékkó- sióvakíu, Þýzkalandi og nú á fs- landi. Eins og nafnið gefur til kynna er hér um að ræða saimtök áhuga manna er vinna að smíði full- kominna plastlíkaina eftir raun- verulegum fyrirmyndum, t.d. flugvéla, skipa o.m.fl. Tiilgangur samtakanma er að veita öllum þeim aðstoð er stunda plastmódelsmíði, og standa samtökin fyrir regluleg- um umræðufundum í húsakyrm- um Æskulýðsráðs Reykjavíkur að Fríkirkjuvegi 11, sem fúslega hafa veitt samtökunum góða fyr irgreiðslu. Samtökin sitarfrækja ennfremur upplýsinga- og leið- beiningaþjómustu fyrir meðlimi um öll mál er tilheyra plastmód- elsmíði. Allmörg rit eru gefin út reglulega á vegum saimtakanna auk ýmiissa sérrita, en efni þeirra hefur ekki birzt áður, og stamda rit þessi meðlimum til boða. Fyrirhugað er að í framtíðinni verði efnt til námskeiða fyrir byrjendur, sýninga á verkum meðlima og samkeppni, en það mun nánar auglýst. í stjórn samtakanna voru kjömir Baldur Sveinsson, kenn- ari, Bjami Maignúsison, símvirkja meistari, og Ragnar J. Ragnairs- son frkv.stj. og veita þeir allar nánari upplýsin.gair þeim er óska. Stjórn samtakanna vili beina þeim tilmælum til allra er kynnu að hafa í fórum sínum ijósmynd ir af íslenzkum og erlendum flugvélum á ísilandi, sérstaklega frá sityrjaldarárunum, svo og flug vallarmannvirkjum á íslandi frá þeim tíma, að setja sig í sam- band við einhvem stjórnairmeð- lima. Væri öll slífc aðstoð vel þeg in, en ljósmyndir yrðu notaðar aðeins til eftirtöku væri þess ó«k að. NÝ f r a rrikv aamda ne f n d Rann- sóknaráðs ríkis'ins var fcosin föstudaginn 28. janúar sl. og s'kipa hana eítirtaldir menn: Bjarni Braigi J'ónsson, hagfræð- ingur, Ellert Schram, aillþingis- maður, Haraldur Ásgeirsson, for stjóri, Ingvar Gíslason, alþingis- maður og Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri. Nefndin mun skipta með sér verkum síðar. Aðalefni þessa fundar var að iagðar voru fram tillögur skipu- lagsnefndar til 1. umræðu en þar er fjallað um hvort breyta þurfi lögunum um Ranin sóknaráð og aimennar rannsó.knir á íslandi. Aðalfundur Iðntryggingar hf. AÐALFUNDUR Iðntryggingar h.f. var haldinn í fundarsal Iðn- aðarbankans fimmtudaginn 20. janúar sl. Formaður stjórnar- innar Bjarni Björnsson, minnt- ist í upphafi fundarins Gríms Bjamasonar, pípiilagning-ameist- ara, sem lézt í októbermánuði sl., en hann var stjórnarformaður félagsins frá upphafi og einn af aðalhvatamönnunum að stofn- un þess. 1 skýrslu stjórnarimnar kom fram, að félagsistjórnin taldi ekki ráðiegt að hefja strax sjálfstæða trygginigastarfsemi á vegum fédagsins og hefði því verið gerður umboðssamningur við Almennar tryggingar h.f. og rekur Iðntrygging umboðsskrif- stofu. Félagið hefur einnig uinn- ið að athugunum á endurbótum i trygginigamálum iðnaðar- manna og iðnrekenda, m. a. með svokölluðum allt-í-eitt trygging- um, þar sem ýmsar tegundir áhættu eru tryggðar með eimi skírteini. Ýmsir örðugleikar hafa þó staðið í veginium fyrir því, að unnt væri að bjóða slík- ar tryggingar á innlendum tryggingamarkaði, en félagið vinnur áfram að málinu. Þá kom og fram, að félagið hefur samið við Landssamband iðnaðarmanna um að Landssam- bandið annist afgreiðslu fyrir félagið og taki við tryggingar- beiðnum o. fl. Skrifstotfa Lands- sambandsins er í Iðnaðarbanka- húsinu, Lækjargötu 12, 4. hæð. í stjóirn félagsins voru kjömir þeir Bjami Björnsson, forstjóri, Bragi Hamness'on, bankastjóri, Böðvar Jónsson, verksmiðju- stjóri, Gurrnar Björnsson, húsa- smiðameistari, allir úr Reykja- vík og Eyþór Þórðarson, vél- stjóri, Ytri-Njarðvík. Hluthatfar í Iðntrygingu h-f- eru á amnað hundrað iðnaðar- menn og iðnrekendiur, en félagið var stofnað fyrir forgöngu Landssambands iðnaðarmanna og Félags íslenzkra iðnrekenda. (Frá Iðntryggingu h.f.) Hver keypti út- varp á kr. 700? UM kl. 4.30 í gær var stolið út- varpstæfci úr húsi við Snorra- braut. Tæki þetta er atf Phi'liips gerð, grænt að lit, og er vitað að það va,r sslt vegfaremda um 5- leytið við söluturn í Þverholtí fyrir kr. 700. Rannsóknarlögnegl- an hefur haft uppi á hniuplaran- um, en það eru vinsamieg til- mæili að kaiupandinn hafi sam- band við rannsókraariagregluna, þairanig að hún geti nálgazt tæk- ið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.