Morgunblaðið - 04.02.1972, Page 8
MORGUiNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. FEBROAR 1972
'o- —
8
Erlendir þátttakendur í
Reykjavíkurskákmóti 1972
SVO sem fratn hefur komið
i fréttum hefst fimmita
Reykjavikurskákmótið næst-
komandi sunnudag. Vel hef ur
verið vandað til alls undir-
búnings og mun óhaítt að
fullyi'ða, að val hinna erlendu
keppenda hafi aldrei tekizt
betur. Munu þeir nú kynntir
stuittlega en viðtöl við a. m. k.
flesta þeirra munu birtast í
blaðinu sáðar.
Fyrst skal frægan telja sov-
ézka stórmeistarann Leonid
Stein. Stein er Okraínumaður,
faeddur 12. nóvemtoer 1934.
Hann vakti fyrst verulega at-
hygli utan Sovétríkjanna árið
1961, er hann stóð sig svo vel
á skáikþingi Sovétríkjanna,
sem þá var jafnframt svæða-
mót, að hann vann sér réttindi
til þátttöku í millisvæðaimóti,
sem fram fór í Stokkhóimi
árið eftir. Þar stóð hann sig
mjög vel, varð í 6. sæti, en
6 efstu menn fengu rétt til
þátttöku í áskorendamótinu.
En þar með var björninn ek'ki
unninn, aðeins þrír menn af
sömu þjóð máttu halda áfram
og einmitt Stein var hinn
fjórði í röð Sovétmanna í mót-
inu.
Aftur vann Stein sér rétt til
þátttöku í millisvæðamótinu í
Amsterdam 1964 og aftur
varð hann fjórði í röð sovézku
þátttakendanna, vantaði að-
eins hálfan vinning til þess
að komast áíram.
Á millisvæðamótinu í Túnis
1967 virtist gæfan brosa við
Stein. Alþjóðaskáíksambandið
hafðí breytt reglum sínum
svo ekki skipti lengur máli
hvort þrír eða fleiri þátttak-
endur frá sama landi færu
áfram í keppninni. En enn
var ijón á framabrautinni —
nú lenti Stein í 6.—8. sæti
ásamt Reshevsky og Hort og
er þeir tefldu um réttindin
sigraði Reshevsky á stigum.
Á öðrum mótum hefur Stein
hins vegar vegnað öllu betur.
Hann hefur þrívegis orðið
skákmeistari Sovétríkjanna.
Hann sigraði á mjög sterku
móti, sem haldið var í
Moskvu í tilefni 50 ára af-
mælis byltingarihnar, 1967 og
nú fyrir áramótin varð
hann efstur í minningarmóti
Aljekins ásamt A. Karpoff.
Auk þessa hefur Stein uninið
fjölda smærri móta og teflt
fyrir hönd Sovétríkjanna á
Ólympíumótum.
Að því er ég kemst næst
hefur Stein teflt fjórar skákir
gegn islendingum. Harm tap-
aði fyrir Friðriki Ólafssyni í
millisvæðamótinu 1962, en
gerði jafntefli við hann í
Aljekin-mótimi nú fyrir
skömmu. F>á gerði Stein ja-fn-
tefli við Guðmund Pálmason
á Ólympíumótinu 1966 og við
Guðmund Sígurjónsson á
skákmóti í Veneaueia 1970.
★
Hirm sovézki skákmeistar-
inn, sem hingað kemur, er
W. Túkmakoff. Hann er ung-
ur að árum, fæddur árið 1946.
Túkmakoff mun fyrst hafa
teflt utan Sovétríkjanna á
heimsmeistaramóti stúdenta
1966. Hamn var þá annar
varamaður sovézku sveitar-
innar og hlaut 100% vinniniga.
Mun hann hafa teflt á flestum
stúdentamótum síðan og oft-
ast á fyrsta borði. í Hastings
1968—1969 varð Túkmakoff i
3.—4. sæti, og á stórmóti, siem
haldið var í Ruenos Aires
1970, varð hamn í öðru sseti af
18 keppendum, aðeins Fischer
var honum fremri. Túkma-
koff hefur oft komizt í úrslit
i meistaramótum Sovétríkj-
anna en árangur hans þar
hefur verið mjög misjafn,
beztur árið 1970, en þá varð
hann í 2. sæti á eftir Kortsnoj.
1 keppni ungra skáknrveistara
gegn sovézkum stórmeisbur-
um hlaut Túkmakoff 9 vinn-
inga af 14 og átti þó i höggi
við menn eins og Tal, Stein oig
Kortsnoj, auk anrtarra. Nú
síðast varð hann í 4.—5. sæti
í Aljekm-mótinu í desember
síðasbliðinn.
Túkmakoff mun hafa teflt
fjórum sinnum gegn Islend-
inguim. Hann hefur tvívegis
gert jafntefli við Guðmund
Sigurjónsson á stúdentamót-
unum, 1968 og 1969. Hann
gerði jafntefli við Friðriik Ól-
afsson í Aljekin-mótinu 1971
og vann Braga Kristjánsson
í stúdentamótinu 1971.
★
Næstan skal telja tékfcneska
stórmeistarann V. Hort. Hann
er fæddur 12. janúar 1944 og
Fl. Georghiu
Jan Timman
er hagfræðingur að mennt.
Hort varð unglingaimeistari
Tékkóslóvakíu 1960 og 1962.
Hann varð alþjóðlegur meist-
ari 1962 og stórmeistari 1965.
Hort er tvimælalaust sterkasti
skákmaður Tékka um þessar
mundir og álit það sem hann
nýtur í skákheimmum má
glöggt marka af því, að hann
var valinn tii að tefla á 4.
borði í heimsliðinu, sem
keppti við Sovétimenn 1970.
Þar sigraði hann stórmeistar-
ann Potugajevsky, 2 %: 1 ’/á.
Hort hefur teflt í fjölda al-
þjóðlegra stórmóta á undan-
förmim árum og oftast hafnað
í u. þ. b. 1.—5. sæti. Hann er
mjög rólegur skákmaður, sem
erfitt er að vinna og hefur
mikla tækni í endatöflum,
sem oftast færir honum sigur
er hann á að etja við veikari
andstæðinga. Er þessu skotið
hér að til athugunar fyrir
landa vora, sem þátt taka í
mótmu.
Af erlendu þátttakendunum
í þessu móti mun Hort geta
státað af einna bezbuim ár-
angri gegn fslendingU'm fram
til þessa. Hann vann Friðrik
Óiaf-sson á Ólympíuimótirai
1966 og aftur í Aljekin-mótimi
1971. Á svæðamótinu í Aþerrn
1969 gerðu þeir hins vegar
jaifntefli. Þá sigraði Hort
Trausta Bjömsson á stúdenta-
mótinu 1966 og Joks gerði
hann jafntefli við Jón Krist-
insson á svæðamótinu í Halle
1967.
★
Þá er röðin komin að
rúmenska stórmeistaramim
Fl. Georghiu. Harrn er nær
jafnaldri Horts, fæddur 6.
aprii 1944. Georghiu sýndi
snemma mikla skákhæfileika
og varð skákmeistari Rúrnen-
íu 1960. Árið eftir varð hann
armar á heimsmeistaramóti
unglinga og sigraði í sörnu
keppni árið 1963. Á Hastings-
mótinu 1967—1968 varð hann
efstur ásamt Hort, Stein og
Suetin. Georghiu hefur beflt
í fjöldamörgum stórmótum
V. Hort
R. D. Keene
viðs vegar um heim síðasta
árabug og nær undantefcning-
arlaust verið i einhverju af
efsbu sætunuim, enda er ör-
yggi hans viðbrugðið. Það,
sem helzt hefur komið í veg
fyrir að hann hreppti sigur,
er taugaslappleiki og skortur
á dirfsku til að taka afgerandi
frumkvæði á úrslitastumd.
Sem dæmi um þetta má
nefna, að í þeim tveim svæða-
mótum, sem hann hefur tekið
þátt í, hefur hann verið í for-
ystusveit lenigst af, en í bæði
skiptin hafnað í 4. sæti, hálf-
um vinningi frá réttindum
ti'l þátttöku í mi'Hisvæðamóti.
Enn má nefna árangur
Georghiu á Ólympiumótum,
þar sem hann hefur teflt síð-
an 1962, oftast á 1. borði og
ávallt í A-úrsli'tum. Ot úr
þessum keppnum hefur hann
64% vinninga, sem er mjög
gott.
Georghiu mun hafa teflt
oftar við íslendinga en nokk-
ur annar hinna erlendu þátt-
takenda í þessu móti. Uann
gerði jafntefli við Friðri'k
Ólafsson á Ólympí'umótinu
1966 en sigraði hann á svæða-
mótimu í Aþenu 1969 og afbur
á Aljeikin-mótinu 1971. Þá
sigraði harm Braga Kristjáns-
son á heimsmeistaramóti
ungl Lnga 1963, Trausta
Bjömsson á stúdentamótinu
1967, Gunnar Gunnairsson á
svæðanrvóti 1967 og Iioks gerði
hiann jafn*tefii við Guðmund
Lárusson á stúdentamótinu
1965.
★
Þá er komið að frsenda
voruim, sænska meistaranum
Ulf Anderson. Hann er aðeins
liðlega tvítugur, fæddur 1951
og vaktl fyrst athygli sem
Skákmaður er hann varð
ungliingameistari Norðurlanda
árið 1967. Árið 1969 varð And-
erson skákmeistari Svíþjóðar
og skömmu síðar í 5. sæti á
beiimismeistaramóti unglinga,
2.—3. sæti á skákþingi Norð-
urlanda og loks í 2.—5. sæti
á svæðamótinu í Raach í
W. Túkmakoff
Ulf Anderson
Austurriki. Þegar teflt var u.m
réttindi til þátttöku í milli-
svæðamóti varð hann þó að
lúta í lægra haldi fyrir Port-
isch og Sroejkal.
Aruderson varð alþjóðlegur
skákmeistari árið 1970 og
síðan hefur hann teflt mjög
mikið. Bezti árangur hans er
þó tvímælalaust 1.—2. sæti
ásamt Hort í stórmóti í
Gaubaborg 1971, þar sem
sjáifur Spassky varð að láta
sér nægja 3. sæti. Þá varð
Anderscm í 5. sæti á stórmót-
inu í Paiima de Mallorca á
næstliðnu hausti.
Gegn Islendingum hefur
Anderson ekki teflt mikið né
heldur gebur hann státað af
mörgum vinninguim. Hann
tapaði fyrir Guðimiundi Sigur-
jónssyni í Raach 1969 og fyrir
Friðriki Ólafssyni í maraþon-
skák í Wijfc aan Zee 1971, þar
sem hann lagði þó að
velli efcki minni mann en
Kortsnoj.
★
Næstur í röðinni er Hol-
lendinigurinn Jan Tímman.
Hann er jafnálidri Andersons
og alþjóðlegur meistari að
Leonid Stein
nafntoót. Timiman virðist vera
háMgerður ævintýramaður,
flakfcar á mdlli móta og hefur
að sögn sumra á sér yfir-
bragð hippa, hvað sem hæft
er í því. Engu að síður hefuir
hann náð góðum árangri að
undanfömu, varð t. d. í 5.
sæti í Hastings 1969—1970,
3. sæti í meistaramóti Hol-
lands 1969, m. a. fyrir ofan
Donner, 4. í sömu fceppni
1971 og sigraði á opnu sfcáfc-
móti í Svíþjóð nú sikömtnu
fyrir áramót. Þá má geta
þesis, að Tiimman mun koma
hingað nær beint úr stór-
meistaramótinu í Wijk aan
Zee, en ekki hef ég enn haft
fregnir af frammistöðu hans
þar. Timman hefur aldrei
teflt gegn Islendingum svo
mér sé kunnugt.
★
Síðast en ekki sizt skal svo
nefna enska meistarann K. D.
Keene, en þótt furðulegt megi
virðast roun hann vera fyrsti
Englendingurinn, sem hér
tefiir í alþjóðamóti, ef enská
sveitin, sem teifldi hér á
heiimsimeistaramóti stúdenta
1957 er undanski'lin. Keene
er fæddur 29. janúar 1948, og
fyrsti sfcáksigur hans, sem
eitthvað kvað að, var, er hann
sigraði á unglingaimeistara-
móti Bretlands 1964. Árið
1967 varð hann í öðru sæti á
heimsmeistaramóti unglinga
og í Hastings 1968—1969 varð
hann í 3.—4. sœti ásamt
Túkmakoff. Á Ólympiumót-
inu í Siegen var Keene sikráð-
ur á 2. borði í ensku sveit-
inni en fteifldi mest á 1. borði
vegna veikinda Penrosie.
Hann stóð sig mjög vel, hlaut
11 vinninga af 16 mögulegum
og hlaut nafnibót allþjóðlegs
meistara að launium.
Keene sigraði á sfcákþingi
Bretlands 1971 og á alþjóð-
legu móti í Bierlin á næst-
liðnu hausti hafnaði hann í
5.—6. sæti, fyrir ofan t. d.
Unzicker, Matanovic, Parma
og Anderson. Var hann enda
sá eiini, sem sigurorð bar af
sigurvegara mótsins, júgó-
slavneska stórmieistaranum S.
Giiigoric.
Keene teflir mjög traustan
skákstíl og hann er einn at-
hafnasamaiS'ti rithöfundur um
skák meðal yngri kynslóðar-
innar, m. a. hefur hann skritf-
að tvær bækur um „vængja-
byrjanir“ og gefur aiuik þess
út tímarit utm skáfcbyrjanir.
Fáir erlendir skáfcmeistaTar
munu eiga jafn manga og
trausta vini meðal islenzikra
ská'kmanna sem Keene, enda
er maðurinn bráðskemmtileg-
ur og atfar brezkur. Mun
koma hans hingað til iands
þvi mörgum fagnaðarefni.
Keene mun hafa teflt fjór-
ar skákir við Islendinga.
Hann gerði jafnte'fli við Guð-
mund Sigurjónssoin á heiims-
meistaramóti unglinga 1967
og á Ólympiumóti 1970; þá
gerði hann jafntefii við Braga
Kristjánsson á stúdontamót-
inu 1968 og vamn harm á
Ólympíumótinu sama ár.
Jón 1». Þór.