Morgunblaðið - 04.02.1972, Side 11

Morgunblaðið - 04.02.1972, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1972 11 l&i BRÉFUM B ALÞINGI Þ ótt sparsemi sé í Olafskveri — er eyðslusemi í framkvæmd Þótt þingstörfin nú með nýju ári látið lítið yíir sér á ytra borði, er óvenju mikið um að vera á bak við tjöld stjórnar- flokkanna. Þeir, s«m manna fús- astir kvöddu svo liðið ár að auka útgjöld fjárlaganna um H8 lega 50% án þess að gera sér lyrst grein fyrir, hvar ætti að íá peningana, hafa nú misst. gleði sína og vita hvorki upp né niður. Eitt er þó Ijóst. Eins og skattafrumvörp rikisstjórnar innar voru lögð fram, verða þau ekki samþykkt. Til þess eru þau allt of illa unnin og hroð- virknisleg. En hvemig á að breyta þeim? Það er hin stóra spurning. Og svo hin, hvort til einhvers þyki við nánari skoð un að tjasla í þau. Þegar rifjaðar eru upp sið- ustu vikur þinghaldsins fyrir jólin, kemst ég ekki hjá að benda á, hvað prentaraverk- fallið kom ríkisstjórninni í raun og veru vel. Þá voru á dag skrá Alþingis hin „stefnumark- tandi'* frumvörp rikisstjórnar- innar og Mutu afgreiðsl-u í kyrr þey dagblaðaleysisins, svo að allur almenningur fyl'gdist síður með, hvað var að gerast. Þann- ig kom miklu minna fyrir al- menningssjónir af upplýsingum um STOFNUNINA en ella myndi. Þó ganga menn ekki að því gruflandi, hvíMkt oik hún er um háls þeirra, sem að fram- kvæmdum hyggja, eins og bezt kemur fram i því hel'jarstökki, sem verð á fasteignum hefur tekið. Þeir, sem eignazt hafa nýja bila og vilja kaskótryggja þá, reka sig á, að löggjöf hef- ur verið sett um verðlag í land- inu, og í skjóli hennar er mönn- um bannað að kaupa slika þjón ustu réttu verði og verða þess vegna af henni, en eigur þeirra 1 stórhættu fyrir vikið. Sumir réðust í það á síðasta ári að leggja í verulegan viðhalds- kostnað við hús sín, kannski svo nam hundruðium þúsunda, og hugðust borga það með því að sá kostnaður kæmi til frá- dráttar við álagningu skatts og útsvars. Reglugerð frá hendi f jármálaráðherra frá 30. des- ember hefur endaniega myrt þá von húseigenda. Þá er eigin húsaieiga stórhækkuð og út- svarsskyld. Allt eru þetta þó smámunir hjá því reginhneyksli, sem af- greiðsila fjárlaganna var. Menn hafa það líka fyrir satt, að í rlkisstjórninni hafi verið uppi ágreiningur um það, hvort rét' væri að afgreiða fjárlög fyrir jól, eins og alit var í pottinn búið. En því miður var það nið- urstaðan. Og nú sitjum við uppi með mestu eyðslufjárlög þing- sögunnar og eftir að afla tekn- anna. Ég get ekki stillt mig um að vikja nofckrum orðum að þeim málfliutningi fjármálaráðherra og talismanna hans, að það hafi verið stjórnarandstöðunnar og þá Sjálfstæðisflokksins að sjá svo um, að útgjöldin keyrðu ekki um þveirbak. Vitaskuld er það rétt, að Sjálfstæðismönnum var treystandi til þess, ef þeir hefðu verið í rikisstjórn. En meðan Halldór E. Sigurðsson fer með lyklavöldin að kassan- um, hlýtur það að koma í hans hlut að segja NEI-ið og gæta þess, að greiðsluþoli skattþegn- anna sé ekki misboðið. Það er sú ábyrgð, sem hann hefur tek izt á herðar og verður að rísa undir. Þegar fjárlögin eru hugleidd, vaknar strax sú spurning, hvort tekjurnar séu áætlaðar van eða of, eftir þeim forsendum, sem gefnar eru. Því miður verður að segjast eins og er, að tekju- skattstekjurnar eru þar í al- gjöru lágmarki miðað við þau frumvörp, sem nú liggja fyrir Aiþingi, og gefa því alls ekki rétta mynd af skattbyrðinni eins og hún verður. Vitaskuld getur slíkt verið réttlætanlegt á verðbólgutímum, ef ekki á að eyða peningunum. En það dett- ur engum í hug, að sé ætlun rikisstjórnarinnar. Þvert á móti þykjast flestir sjá, að enn einu sinni sé verið að fara á bak við menn og i sama tilganginum og vant er: Til þess að afla eyðsiu fjár, því að þótt orðin sparsemi bomi víða fyrir í Ólafs-kveri, hefur eyðslusemin að sama skapi verið áberandi í fram- kvæmdinmi. Ýmsir eru þeirrar stooðunar, að skattafrumvörp rikisstjómar innar muni taka miklum breyt- ingum i meðferð Alþimgis. Menn hafa jafnvel látið sér detta í hug, að ríkisstjórnin muni gugna á því að lögfesta þau, en grípa í þess stað til einhverra bráðabirgðaráðstafana. Ugg- laust er þó komið í sliikt óefni, að ríkisstjórnin á ekki annarra kosta völ en að reyna að krafla sig fram úr ógöngunum. Hvern- ig sjáum við á næstu dögum. Öðru hvorum megin við helgina hljóta breytingartillögur stjórn arflokkanna að korna fyrir al- menningssjónir. ‘ Svo mikið hefur verið rætt og ritað um skattafrumvörpin að ég hef þar litlu við að bæta á þessu stigi. Það eru þó nokkur atriði. Ég bendi á það fyrst, að tilgamgurinn með skattabreyt- ingunum var sá að afla meiri tekna, þyngja skattbyrðina. Þetta liggur alVeg Ijóst fyrir og hefur ekki verið neitað. Og reynist það * svo við álagningu, að fjármálaráðherra telji það borna von, að minna streymi i rtkiskassann, en út úr honum hripar, hefur hann allra mildi- legast heitið nýjum viðbótar- álögum á miðju ári. Frumvarpið um tekjustofna sveitarfélaga er grundvaiiað á tveim meginsjónarmiðum. Ann- ars vegar er skorið að nokkiu á tengslin milli þeirra og at- vinnurekstrarins, með því að tekjuútsvar af atvinnurekstri er látið renna í rikissjóð. Jafn framt er stefnt að því að afnema aðstöðugjöldin. Afleiðingin get- ^ur ekki orðið önnur en sú, að einstákliíngamir eiga að bera uppi al-lan hostnað við rekstur sveitarfélaganna annars vegar með stórhækkuðum fasteigna- gjöldum og hins vegar mikilli fjölgun þess láglaunafólks, sem nú verður að greiða útsvar, en hefur verið undanþegið þvi fram að þessu. Samtímis þessu er svo tekjuskattur á einstakl- inga meira en tvöfaldaður. Það þarf enga Reikningsstofnun Há skólans til þess að sjá, hver út- koman verður: Annars vegar er vegið að sjálfsforræði sveitarfé laganna. Hins vegar er sorfið svo að einstaklingunum, þeim sem geta unnið og vilja það, að spurning er, hversu lengi þeir endast til að leggja á sig mikla yfirvinnu, meðan hið opinbera hirðir bróðurpartinn af afrakstr inum. Ég bendi á i þessu sam- bandi, að svo góðar sem mikiar og síhækkandi almannatrygging ar eru, verður þó um leið að hyggja að hinu, að einhverjir verða að halda þeim uppi, vera borgunarmenn fyrir þeim. Ég vék að því áðan, að eigin húsaleiga er stórhækkuð og út- svarsskyld. Annað dæmi um tekjur, sem áður voru ekki út- svarsskyldar nema að hálfu, eru tekjur eiginkonu, sem vinn ur úti. Samkvæmt tekjustofna- frumvarpinu á að skattleggja þær tekjur án alls frádráttar til útsvars. Þetta er algjörlega ný skattlagning og þvi algjör við- bót við þá þyngingu skattbyrð- innar, sem frumvörp ríkisstjórn arinnar að öðru leyti fela í sér. Þetta ákvæði býður einnig þeirri hættu heim, að eiginkon- ur vinni siður úti en ella. Á það má og benda, að það er meira en vafasamt, hvort rík isstjórninni er heimiK sam- kvsemt stjórnarskrá landsins að láta lögfesta með handaupprétt- ingu á árinu 1972 íþyngjandi löggjöf, sem skuli verka aftur fyrir sig til tekna, sem aflað var á árinu 1971, — og það, eftir að menn hafa skilað skattframtöl- um. Er enginn vafi á, að forsæt- isráðherranum mun ekki veita af allri sinni prófessorsþekk- ingu til þess að verja þennan málstað. En hann hefur staðið á hálum is fyrr. Höfundi „hræðslubandalagsins" frýr enginn vits, þegar kemur að lagaklækjum og stjómarskrá landsins. Halldór Blöndal. r EIIAS B MUUS OOENSEVs Muus úrvals fóður G/oÖUS af öllum gerðum. ■úl^Ki Fódur m •? yn rf FOÐRUN Hverjum bónda er það kappsmál, að taðan nýtist sem bezt og að gripunum líði vel, því þegar það fer saman, fær hann hæstu nyt úr kúm sínum. Fóðurgildi töðunnar er ekki eins gott og oft áður, víða vantar í hana steinefni, einkum fosfór. Þess vegna krefst bóndinn fóðurblöndu sem bætir galla og eykur kosti töðunnar, sem hann aflaði í sumar leið. VIÐ KOMUM TIL MÓTS VIÐ ÞESSA KRÖFU. STJÖRNUBANDAN 1972 (kúa- og fjárblanda) er sér- blönduð af íslenzkum og dönskum sérfræðingum með sérstöku tilliti til heyjanna í haust. STJÖRNUBLANDAN 1972 inniheldur 14% Prótein, 100 fóðureiningar pr. 100 kg, er mjög steinefnarík (11 gr Kalsíum og 10 gr Fosfór í kg) og vítamínbætt. Skjöldublandan, hin vinsæla og ódýra kúa og fjár- blanda.er endurbætt og inniheldur nú 12% Prótein, 100 fóðureiningar, steinefni (9 gr Kalsíum og 8 gr Fosfór í kg) oa er vítamínbætt. ÁNÆGÐ MJÓLKAR KÝRIN VEL. Ghbuse LÁGMÚLI5, SÍMI81555

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.