Morgunblaðið - 04.02.1972, Qupperneq 12
12
MORGUNBLÁÐIÐ, FÖSTUDÁGUR 4. FEBRÖAR 1972
r
Pétur Sigurðsson um tryggingabætur fiskimanna:
Lögboðnu tryggingarnar séu
jafnháar samningsbundnum
Boðar frumvarp um breytingu
á lögskráningu fiskiskipa
PÉTUR Sigurðsson gerði á
miðvikudaginn grein fyrir
frnmvarpi, sem hann flytnr
ásamt sex öðrum þingniönn-
um Sjálfstæðisflokksins um
líf- og öryggistryggingu sjó-
manna. í frumvarpinu er m. a.
gert ráð fyrir því, að löðboðn-
ar tryggingar sjómanna verði
jafnháar hinum samnings-
bundnu, eða samanlagt J,5
millj. kr. við dauða en 2 millj.
kr. vegna örorku.
í ræðu sinni komst alþingis-
maðurinin m. a. svo að orði:
„Enginn skal frekar viður-
kenna en ég, að það mun reyn-
ast erfitt að koma í veg fyrir
sjóslys við íslandssf rendur,
þótt fyllsta aðgæzla sé við-
höfð. Kemur þar m. a. til lega
lands okkar, umhleypingasöim
veðrátta, auk hinnar hörðu
sóknar fiskimanna okkar. En
við, sem þetta frumvarp flytj-
um, teljum sjálfsagt og skylt,
að svo sé um búið, að sá, sem
fyrir slysi verður, fái tjón sitt
bætt eða erfingjar hans, ef um
dauðaslys er að ræða, og að
þær bætur séu í nokkru sam-
ræmi við þá áhættu, sem
starfi fiskimanma okkar fylg-
ir. Við teljum einnig, að aukn-
ar tryggingar sjómanna verði
til frekari átaka í öryggismál-
um allra sjófarenda til lands
og sjávar, svo að greiðslu
slíkra trygginga þurfi sem
sjaldnast að krefjast.“
Meðflutningsmenin Péturs
Sigurðssonar að tillögunni eru
Matthías Bjamason, Sverrir
Hermaninsson, Matthías Á.
Mathiesen, Lárus Jónsson, Guð
laugur Gíslason og Friðjón
Þórðarson.
Pétur Sigurðsson (S) sagði
meðal annars:
Ég held að enginn dragi í
efa, að fiskveiðar við strend-
ur íslands séu einn hættuleg-
asti atvinnuvegur, sem stund-
aður er hér við land, né að á
fiskiskipum okkar sé erfiðið
og vosbúðin mest og vininu-
tíminin lengstur. Bn um leið
og á þetta er minnt, er rétt að
taka það fram, að allur aðbún-
aður á fiskisikipum okkar hef-
ur batnað stórlega á síðustu
árum. Skipin eru yfirleitt
stærri og betri og búin ný-
tízku tækjum til aukins örygg-
is fyrir sjófarendur. Þá hafa
líka verið gerðar ýmsar ráð-
stafanir á landi til þess að
auka öryggi sjófarenda.
Síðan sagði alþingismaðu-r-
inn, að þótt margt hefði verið
gert vel til lands og sjávar á
sviði öryggismála, væri eng-
inn vafi á að verulega mætti
bæta um eins og ljóst væri af
hinum óhugnamlegu og tíðu
sjóslysum hér við land. Þannig
hafa á síðustu 11 árum 254
íslenzkir sjómenn drukknað
eða látið lífið af ýmsum or-
sölcum í starfi sínu, og er þá
miðað við tímabilið frá sjó-
mannadeginum 1960 til sama
dags 1971. í þessum tölum eru
ekki meðtaldir þeir, sem látizt
hafa af afleiðingum slysa, eft-
ir að i land var komið. Flutn-
ingsmaður sagði, að ekki hefði
tekizt að fá upplýsingar um
fjölda þeirra sjómanna, sem
hlotið hafa varanleg örkuml
vegna silysa í starfi sínu á
þessu tímabili. Hins vegar
sagðist hann hafa upplýsimgar
um slysatíðni síðustu ára á
fiskiskipunum og væri þá átt
við þau slys, sem tilkynnt
væru til Tryggingastofnunar
ríkisins. En þegar þannig
stendur á, þurfa hinir slösuðu
að hafa átt i veikindum sínum
í a. m. k. tíu daga, enda slysin
bótaskyld. Árið 1968 var um
322 slík slys að ræða, 1969 284
og 1970 276. Síðan sagði al-
þingismaðurinn: Það er eftir-
tektarvert, og auðvitað má
ræða langt mál um það, af
hverju slíkt sé, en sú stað-
reynd liggur fyrir að þessi
slys eru algengust á togurun-
um, en þaðan virðast koma
tiJikynningar um nær 10. hvern
skipver ja.
Alþingismaðurinn vék að
því, að það væri of mikið og
ótrúlega mikið af réttindalaus
um yfirmönnum á fiskiskip-
unum en eins og allir vissu
væru varnir gegn siysum og
öryggi áhafnar einmitt kennd
í skóium sjómanna, Stýri-
mannaskólum og Vélskóla.
Alþingismaðurinn gat um
það að engin reglugerð væri
til hjá okkur um veiðibúnað
skipa, styrkleika hans eða
þær breytingar, sem á honum
eru gerðar, eða um nauðsynleg
an öryggisútbúnað.
Um tilgang frumvarpsins
sagði alþingismaðurinn m.a.:
Með þessu frumvarpi er lagt
til að lögbjóða jafnháa líf- og
örorkutryggingu og samtök
sjómanna hafa nú samið um
við útgeröarmenn, en það er
um 750 þús. kr. tryggingu við
dauða og einnar milljónar
króna við 100% öror'ku,
þannig að ef frumvarp-
ið verður samþykkt, verða
þeæar tryggingar samaniagt,
hinar samningsbundnu og lög
boðinu, 1,5 milljónir króna við
dauða, en 2 milljónir við 100%
örorku. Frumvarpinu er ætl-
að að ná til allra þeirra sem
Pétur Sigurðsson.
starfa á islenz'kum fiskiskip-
um, sem lögskráð eru, en til-
ætlan flutningsmanna er að
leggja fram sérstakt frum-
varp þess efnis, að lögskrán-
ingarlög'uim verði breytt þann
ig, að ekki verður lengur mið
að við 12 rúmlesta töluna, sem
skylt er að.lögskrá á, heldur
verði farið enn neðar og mið-
að við þá stærð báta og skipa
sem skylt er að skoða skv. lög
um um eftirlit með skipum. 1
þessu saimbandi benti alþing-
ismaðurinn á, að á seinni ár-
um smábátaútgerðarinnar, en
hún hefði færzt mjög í vöxt,
væru þeir sjómenn, sem þar
ættu hlut að máli, oft á tið-
um algjörlega ótryggðir.
Alþingismaðurinn sagði, að
það sem e.t.v. mundi valda
Framhald á bls. 21
Till. Svövu Jakobsdóttur o.fl.;
Söluskattur af
bókum sé afnuminn
Renni til rithöfunda
og höfunda fræðirita
SVAVA Jakobsdóttir gerði í gær
grein fyrir tillögu til þingsá'ykt-
unar, sem lýtur að því, að rík-
isstjórnin geri ráðstafanir til
þess, að andvirði söluskatts af
bókum renni til rithöfunda og
höfunda fræðirita sem viðbótar-
ritlaun. Sagði þingmaðurinn, að
á sl. ári væri að mati Efnahags-
stofnunarinnar um rúmlega 19
millj. kr. að ræða. Þingmaður-
inn taldi eðlilegt, að menntamá a
ráðuneytið setti reglugerð um
þann hátt, er hafður yrði á um
slíkar viðbótargreiðslur til höf-
unda. Meðflutningsmenn eru
Bjarni Guðnason og Ingvar
Gíslason.
Svava Jakobsdóttir (Abl.) fór
nokkrum orðum um það í upp-
hafi máls síns, að þegar bók-
menntir og bókmenntaarf Islend-
inga bæri á góma, hætti mörg-
um til að tala
um hið mikla
menningargildi
okkar fornu bók
mennta, en
sleppa samtím-
anum. Þeir
gættu þess ekki,
að sú þjóð, sem
hætti að vera
bókmennta-
þjóð, hætti líka smám saman að
kunna að meta gildi slíkra bók-
mennta sem Islendingasagnanna.
En rithöfundunum væri ókleift
að ávaxta menningararfleifð
þjóðarinnar, nema þeir fengju
slík laun fyrir störf sín, að' þeir
gætu gefið sig óskiptir að þeim.
Nú eyddu rithöfundar miklum
tíma og orku í að stunda aðra
vinnu sér til lifsviðurværis.
Alþingismaðurinn gerði síðan
grein fyrir þvi, með hvaða hætti
rithöfundar fengju greitt fyrir
bækur sínar. Þar væri um tvenns
konar fyrirkomulag að ræða.
Annaðhvort ákveðna upphæð
fyrir handritið eða ákveðinn
hundraðshluta af seldum eintök
um, en útgefandinn legði mat á
sölumöguleikana.
Alþingismaðurinn vitnaði til
ummæla útgefanda i hljóðvarp-
inu í nóv. sl. Þar hefði komið
fram, að ritlaunin gætu verið frá
þvi að vera engin í það að nema
verufega háum upphæðum, ef
notað er hlutfallskerfið og bókin
er metsölubók. Algengasta
greiðsla fyrir handrit væri 60 til
120 þús. kr. Síðan tók alþingismað
urinn dæmi um bók, sem kost-
aði 600 kr. án söluskatts og seid-
Framhald á bls. 21
F óstureyðingar:
Er von á frjáls-
legri löggjöf?
Á FUNDI sameinaðs þings í gær
mælti Bjarni Guðnason (SFV)
fyrir nefndaráliti allsherjarnefnd
ar, þar sem lagt var til að vísa
þingsályktunartillögu hans um
endurskoðun laga um fóstureyð-
ingar og vananir til ríkisstjórn-
arinnar og var það samþy'kkt.
Alþingismaðurinn sagði, að
allsherjarnefnd hefði fengið álit
frá Kvenfélagasambandi Islands,
landlækni og stjórnskipaðri
nefnd, sem hefði með höndum
endurskoðun umræddra laga.
Síðan las hann upp umsögn
nefndarinnar, sem undirskrifuð
var af Pétri Jakobssyni prófess-
or, en í henni kemur m.a. fram,
að nefndin telur mjög mikilvægt
að kanna, hvernig núgildandi
lög hafi reynzt i framkvæmd-
inni. Jafnframt vinnur nefndin
að ítartegri gagnasöfnun um það,
hvernig þeim konum vegnar
heilsufarslega og félagslega, sem
gengið hafa undir aðra hvora
þessara aðgerða, og er þá miðað
við tveggja ára tímabil í fæðingar
deild Lar.dspitalans. Jafnframt
mun nefndin kynna sér sem bezt
reynslu annarra þjóða á þessu
sviði. Að lokum sagði í umsögn-
inni: Nefndin hefur fullan hug
á að vinna að frjálslegri löggjöf
um fóstureyðingar og vananir.
í sk
I STUTTU MALI
ÚTBYTT var á aiþingi í gær
þremur nefndarálitum frá
allsherjarnefnd sameinaðs
þings, þar sem lagt er til ein-
róma að samþykktar verði
þingsályktunartillögur um
öflun skeljasands til áburð-
ar, um endurskoðun á loft,-
ferðalögum og um afgreiðslu
skaðabótamála vegna slysa.
Stefán Gunnlaiigsson (A)
og Karl Steinar Guðnason (A)
hafa lagt fram tillögu til þings
ályktunar, þar sem skorað er
á ríkisstjómina að gera nauð-
synlegar ráðstafanir til þess
að hlutast til um, að innlend-
ar sem eriendar kennslubæk-
ur séu jafnan á boðstólum í
verzlunum. Jafnframt sé at-
hugað, hvort unnt sé að auka
útgáfu íslenzkra kennslubóka
en draga út notkun erlendra
í menntaskólum og Hásiköla
Islands.
Rikisstjórnin hefur lagt
fram frumvarp um breytingu
á lögum um útflutningsgjald
af sjávarafurðum, þar sem
lagt er til, að magngjald á
hvert tonn tiltekinna sjávar-
afurða verði hækkað í 2.300
kr. úr 1.900 kr. Andvirði hækk
unarinnar, 45 millj. kr., á að
renna til Tryggingarsjóðs
fiskiskipa.
Stefán Valgeirsson (F) tal-
aði fyrir tilllögu til þingsálykt-
unar um endurskoðun laga
um byggingarsamþykktir fyr-
ir sveitir og þorp og sé mið-
að við að minnka umdæmi
byggingarfulltrúa að því
marki, að unnt sé að veita
íbúum hvers umdæmis viðhlit
andi þjónustu. Auk hans tóku
til máls Jón Snorri Þorleifs-
son (Abl.) og Steingrínmr
Herniannsson (F), en síðan
var tillögunni vísað til nefnd-
ar. ,
Þá hafa alþingismennirnir
Jónas Jónsson (F) og Gísii
Giiðnmndsson (F) lagt fram
þingsályktunartillögu um end
urskoðun ferðamála með til-
liti til stuðnings við æskilega
þróun landsbyggðar.