Morgunblaðið - 04.02.1972, Qupperneq 16
16
MOKjGUNIBLAÐEÐ, FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1972
O,«gofand! Nf. Árvalkw, RrayíoIaivfk
FVarrtk.vssmdastj'ór! Haratdur Svetasaon.
Riiatj'órar Matfifas Johannessen,
EýJóHfur KonréO Jórisson.
Aðstoðarrítstjóri Stýrmlr Gunnarsson.
Ritstjórrraríullitni! Horbjöm Guðmundsson
Fréttastjó-rl Bj&m Jóhannsson.
Augtýsingastjörl Am! Garðar Krlstinsson.
Rftstjórn og afgreiðsfa Aðalstraatl 0, sfrrt 10*100.
Augilýsingar Aðafstrætl 0, sfmí 22*4-80.
AskriftargjaW 226,00 kr ð mSnuðl ínnanlands
f fausasöTu 16.00 Ikr eintakið
SKATTAVITLEYSA
RÍKISSTJÓRNARINNAR
TT’ftir því sem skattafrum-
vörp rlkisstjórnarinnar
eru nánar skoðuð koma í
ljós fleiri kynjamyndir.
Þannig hefur nú t. d. verið
sýnt fram á, að lágtekjumað-
ur, sem leggur hart að sér til
að hækka brúttótekjur sínar
úr 400.000 í 450.000, greiðir
af þessum tekjuauka hvorki
meira né minna en 63% eða
31.500 til ríkis- og sveitarfé-
lags í beinum sköttum, fyrir
utan aðra skattlagningu, svo
sem fasteignagjöld. Og lág-
tekjumaður, sem tekst að
hækka laun sín úr 350.000 í
400.000, greiðir 61% af þess-
um tekjuauka til ríkisins og
sveitarfélaga.
Sjálfsagt hafa þeir spek-
ingar, sem skattalagafrum-
vörpin sömdu, enga grein
gert sér fyrir því, að útkom-
an gæti orðið svo fáránleg.
Þeir hafa vafalaust haldið,
að þeir væru að semja regl-
ur, sem vel væru viðunandi,
en nú hefur komið í ljós, að
ekki stendur steinn yfir
steini. Útreikningar allir hafa
verið byggðir á röngum for-
sendum og ráðherrarnir
keppast við að afneita þessu
hugarfóstri sínu og sam-
starfsmanna sinna.
Á því atriði skattalaganna,
sem hér um ræðir, var fyrst
vakin athygli í Morgunblað-
inu í gær. Enginn gat látið
sér til hugar koma, að þann-
íg væri um hnútana búið, að
menn ættu að greiða mun
hærri skatta af tekjuauka
sínum á bilinu frá 200 þús-
und til 450 þúsund, heldur
en af þeim tekjum, sem afl-
að er þar umfram. Þess
vegna hefur mönnum sézt
yfir þetta atriði og ekki
reiknað það út fyrr en nú.
En þetta dæmi er samt
gleggsta sönnunin fyrir því,
að höfundar frumvarpanna
hafa ekki haft hugmynd um,
hvað þeir voru að gera. Allt
þeirra starf er með þeim
hætti, að hyggilegast væri að
vísa frumvörpunum í heild
frá og athuga síðan, hvort
einhverjar breytingar mætti
gera á núgildandi skattalög-
um. Heildarendurskoðun
skattalaga gæti svo farið
fram á næsta þingi, ef menn
telja þörf á henni.
Raunar hafði Viðreisnar-
stjómin látið vinna mikið
undirbúningsstarf að skatta-
lagabreytingum, en vinstri
stjórnarherrarnir þóttust
klárari en svo, að þeir þyrftu
að styðjast við þær athug-
anir. Þeir þóttust hafa ráð
undir hverju rifi. Sjálfsagt
verður niðurstaðan sú, að
stjórnarflokkarnir knýi fram
vanhugsaðar skattalagabreyt-
ingar. Þeir munu þó ekki
treystast til að láta alla þá
skattþján, sem boðuð hefur
verið, koma til framkvæmda.
Þess vegna er nú unnið að
því að lappa upp á skatta-
lagafrumvörpin, og væntan-
lega sjá breytingartillögurn-
ar dagsins ljós von bráðar.
En líklegt er, að vitleysan
verði ekki öllu minni þá en
nú, enda munu fæstir þing-
menn stjórnarflokkanna hafa
lagt það á sig að kynna sér
þær niðurstöður, sem verða
munu af boðaðri skattlagn-
ingu.
Lengri frestur óhjákvæmilegur
^pilkynnt hefur verið, að
framtalsfrestur renni út
6. þ. m., þ. e. a. s. næstkom-
andi sunnudag, og er öllum
einstaklingum ætlað að skila
framtölum sínum, áður en
þessi frestur rennur út. Eng-
inn veit nú, eftir hvaða lög-
lim skattar verða á lagðir.
Þess vegna er t.d. alveg
óljóst, hvaða frádráttarliðir
verða teknir til greina af
skattyfirvöldum.
Það er hrein ósvífni að
ætla skattgreiðendum að
ganga frá framtölum sín-
um, án þess að þeir hafi
hugmynd um, hvaða lög
muni gilda um álagningu.
Þannig fá menn ekki færi á
því að tíunda þá frádráttar-
liði, sem lögmætir verða.
Þetta gera meira að segja
blöð stjórnarflokkanna sér
Ijóst og hafa nú talað um, að
menn yrðu síðar að fá að
„leiðrétta“ framtöl sín. Auð-
vitað er það út í bláinn, að
menn telji almennt fram
tvisvar, fyrst nú fyrir 6. þ.m.,
en síðan aftur, þegar lög hafa
verið samþykkt. Eina vitið
er að sjálfsögðu að lengja
framtalsfrest, þannig að
hann verði a.m.k. viku til tíu
daga eftir endanlega sam-
þykkt skattalaga.
Þjösnaskapur stjórnar-
herranna í garð borgaranna
er orðinn með þeim hætti,
að þeir ættu nú að hafa vit
á að sýna þá sjálfsögðu
sanngirni að lengja framtals-
frest. Allt útlit er fyrir, að
víðtæk málaferli muni rísa
ut af skattlagningu, ef sum-
Þormóður Runólfsson:
! I
.
Þankabrót
Lækkun sjómannafrádráttar
Margt er það í steattalagafrurrwarpi
rlteisstjórnaririnar sem igerir það að
verteum, að óhug hef-ur sett að fóltei. Þó
er senniiega fátt sem kemur eins á
óvart og fyi'irhuiguð lætekun sjómanna-
frádráttar. Það er ekki nóg með það, að
þessi frádráttariiður sé feUdur niður til
lækkunar útsvars, heldiur er einniig um
Iækkun að ræða tU frádráttar frá tekju-
skatti (samkv. leiðbeiningum um útfyll-
ingu framtala frá ríkisskattstjóra verð-
ur þessi frádráttur nú kr. 1.339.— pr.
viteu fyrir menn, sem voru 6 mán. eða
lengur á sjó, en v£ir í fyrra kr. 1.357.—).
— Svo vonu kommar og framsðkn, svo
ekki sé talað um Hannibal & oo., búnir
að blása út umhyggju sína fyrir bætt-
ium hag sjómanna og vonziku viðreisnar-
stjórnarinnar I þeirra garð, að fáir
mundu hafa trúað þvS fyrir kosningar
s.l. vor, að fyrsta verk þessara manna í
skattamálum yrði að skerða þaiu veiga-
mikliu og sjálfsögðu hlunnindi sem sjó-
menn hafa haft hvað þetta snertir.
Það liiggiur 'ljóst fyrir, að fyrirhiuguð
breyting skattailaganna er mjög óhag-
stæð fyrir fólk með tiltölu'lega háar
tekjur en mikinn frádrátt á móti. Við
getum t.d. hugsað okkur sjómann, sem
er á fiskibát alflt érið. Segjum að hann
sé giftur og eigi 4 böm, 2 innan 16 ára,
1 í menntasteóla og 1 við nám eriendis.
Tekj ur hans má hugsa sér kr. 400.000.—
og konu hans, sem vinnur úti, kr. 200.
000.—. Viðhalidskostnaðiur íbúðar og
vaxtagjöld enu samtals kr. 50.000.—. —
Hér er ekki rúm fyrir sundurliðað reikn
ingsdæmi, en hver sem áhuga hefur get-
ur gengið úr skugga um það, að þessí
hjón mundu fá kr. 60.000.— í tekjuút-
svair skv. frumv. rikisstjórnarinnar, en
hefðu hinsvegar hvorki borið útsvar né
Skatt skv. gildandi lögum. Á móti kem-
ur niðurfelling alm.tr.gj., sjúkrasaml.gj.
o.fl., en þar á móti kemur aftur stór-
kotleg hækkun fasteignagjaflda skv.
frumvarpinu.
Ekki þarf að fara í neinar grafgötur
með það, að yfir heildina séð koma fyrir
hugaðar skattabreytingar fléttast niður
á hátekjiumönnum; þ.e.a.s. mönnum sem
greiða megnið af gjöldum sinum skv.
hæstu þrepum skattstigans. Þetta sést
strax þegar haft er i huga, að í frum-
varpinu er gert rað fyrir að af hátekjum
greiðist samtals 55% í tekjuskatt og
tekjuútsvar, en sambærileg tala áður
var 57%. Það er því a/ugljóst mál, að
innheimta þeirra risavöxnu fjárhæða,
sem hið opinbera verður að krefjast af
landsmönnum vegna geigvæmlegrar
hækkunar fjáriaga, kemur þyngst niður
á fólki með svdkallaðar miðlungstekjur,
sem við geturn sagt að séu frá kr. 400.
000.— upp í kr. 600.000.— En í þessum
tekjiuflokki eru langfflestir sjómenn, iðn
aðarmenn og duglegir ver'kamenn, bú-
settir á þeim stöðum þar sem atvinna
er næg. Þetta er fólkið með breiðu bök-
in, sem núverandi stjórnarflokkar töl-
uðu um fyrir kosningar. — Ekki þýðir
fyrir stjórnarherrana að reyna að snúa
sig út úr þessu með því að segja, að
mestum htota hinna stórhækkuðu
skatta verði velt yfir á atvinnurekenduir.
Því svo slæmt sem það er fyrir laun-
þega að þurfa að borga há gjöld, er það
þó verra fyrir þá að missa atvinnu sína,
þegar búið er að gera atvinnuvegi lands
manna gjaldþrota með ííflslegum skatta
álögum.
Eitt er það enn, sem mig langar að
minnast á í þessu sambandi. En það er
fyriihimguð breyting vegna viðhaíds
íbúðarhúsnæðis. Svo sem alkunma er
hefur framtaiinn viðhaldskostnaður ver
ið að mestu leyti frádráttarbær frá út-
svars- og skattskyldum tekjum, svo
fremi sem lagðir hafi verið fram reifloi-
ingar og gefnir út launamiðar honum til
staðfestingar. Nú er fyriirhuguð breyting
í þessum efnum á þann veg, að eftir-
leiðis verður veittur fastur viðhaldskostn
aður tifl frádráttar frá skattgjaldstekj-
m Er hann Jenginn út með því að
reilkna út ákveðna prósentutölu af mats-
verði húsa, og ekkert tillit tekið til sann-
aniegs kostnaðar. Ég heid, að öllum, sem
að skattamálum hafa unnið, hlijóti að
vera Ijóst, að hér er stigdð stórt skref
afturábak. í fynsta lagi býður þetta heim
allskonar samningsgerðum og baktjaflda
makki milli húseigenda og iðnaðar-
manna. 1 öðru lagi verður fölk miklu
áhugaminna um að hailda saman reikn-
ingum og gefa út flaunamiða vegna
keyptrar vinnu við viðhald húsa þar
sem það veit, að það skiptir það sjálft
engu máli skattalega séð. En það þýð-
ir aftur, að mikili hluti tekna þeirra
manna, sem við slík störf fást, kemur
hvergi fram. Síðast en ekki sízt má
svo nefna það, að sá háttur sem hafður
hefur verið á undanfarin ár, að láta
sannanlegan viðhaldskostnað koma til
lækkunar á gjöMum, hefur tvímæla-
laust vex-kað mjög hvetjandi á húseig-
endur að halda eignum sínum vel við.
Þegar nú þessi hvati er úr sögunni má
þvx búast við versnandi ástandi í þess-
um málum, sem verður, þegar til lengd-
ar lætur, bæði húseigendum og þjóðinni
í heild til tjóns og vansæmdar.
ar þær meginbreytingar
verða framkvæmdar, sem
boðaðar hafa verið. Þannig
er t.d. næsta ólíklegt að af-
nám svonefndrar flýtifym-
ingar fái staðizt og sömuleið-
is afnám skattfrelsis af arði
hlutabréfa. Þess vegna er
sjálfsagt fyrir skattgreiðend-
ur að tíunda þessa frádrátt-
arliði í samræmi við gildandi
lög, því að dómstólar mUnu
úr því skera, hvort það sé
lögmætt, ef leitazt verður
við að láta íþyngjandi skatta-
lög verka aftur fyrir sig.
En lágmarkskrafan er, að
borgurunum verði ekki gert
að skila framtölum sínum,
fyrr en skattalög hafa verið
endanlega afgreidd.
Sanna rúnasteinar
Ameríkuheimsókn
víkinga árið 970?
Maine, 2. febrúar, NTB.
STEINAR, sem máskl sanna,
að víkingar hafi komið til
Ameríku fyrir allt að þúsund
árnm, voru í dag settir á sýn-
ingu í fyrsta skipti, I ríkissafn-
inu í Maine í Bandaríkjunum.
Steinarnir eru þrír, allir þakt-
ir rúnum. Þeir verða tii sýnis
í þrjár vikur, áður en þeir
fara í rannsókn i Peabody-
safnið við Harward-háskóla.
Stærati steinniun er urn 25x
18 sentimetrar, en sá mininsti
11x15 sentimetrar. Á þá eru
grafnar myndir og rúriir, wm
benida til þess að norrænir vik-
ingar hafi heiimisótt Ameríku
einhvem tímaTiin í kringixm á»>
ið 970.
Walter Elliot fná Quincy í
Massachusetts, fann steinajna
síðastliðið suimar, og eftir deli-
ur við stjórmina um eignanrétt,
voru þeir gefnir „Bath Mairine
Museum“.