Morgunblaðið - 04.02.1972, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 04.02.1972, Qupperneq 17
MOR/GUNHLAÐ Œ), FÖSTUDAGUR 4. FEBRÖAR 1972 17 Hugleiðingar um heimsmálin: Við sækjumst ekki eftir áhrifum utan Klna Chou En-lai CHOU-EN-LAI er mjög störfum hlaðinn. Blaðamenn, sem óska eftir viðtali við hann, geta ekki vænzt þess að hægt sé að ákveða með fyrirvara, hvenær viðtalið á að fara fram. Þeir verða að bíða átekta, jafnvel marga daga, og koma til fundarins um leið og kallið kemur. Eftir nokkurra daga bið var ég fluttur klukkan hálf tólf að kvöldi til Þjóðarhallarinn- ar við aðaltorgið í Peking. Chou-En-lai beið mín þar ásamt nokkrum embættismönnum. Hann hað mig að afsaka bið- ina, bauð mér til sætis og samtalið hófst. Það stóð í fimm klukkutíma eða til klukkan hálf fimm um morguninn. Chou-En-lai vill sjálfur ráða gangi viðtalsins. Ekki þó svo að skilja, að hann hliðri sér hjá að svara spurningum. Hann kýs að láta hendingu ráða, inn á hvaða brautir samtalið berst, frekar en svara fyrirfram ákveðnum spurningum blaðamannsins. Einu kvaðirnar, sem mér voru gerðar, voru að umræðurnar skyldu eingöngu snúast um utanríkismál, og í þeim efnum voru svör alltaf á reiðum höndum. Chou-En-laí er 73 ára að atelri. Þó sáust tæplega nokkur þreytumerki á honum klukkan Ihiáiif fimrn um morguninn. Hann- tatar ágæta ensku, en notar þó túillk. Ohi-Ghao-Ohu, Oxford menntaður maður, túlkaði fyrir mig, en Chou-En-lai fyigdist fflálkvæmlega með túlkun hans, leiðrétti ef honum fannst ástæða tQ og gaf þýðingunnd þann blæ sem honum féll í geð. Tveir kin- verskir hraðritarar skrifuðu nið tir svör forsætisráðherrans, túlikurinn skrifaði hjá sér spurningarnar og allt samtalið var tekið á segulband. Mér skildist að forsætisráðherr ainn endurskoðaði síðan sjálfur altt það sem sagt hefði verið. Og þegar hann hefur lagt blessun slína á útkomuna, verður ekki stafkróki breytt. Kínverjar Vlðtal brezka blaða- mannsins Neville Maxwell við Chou-En-lai, forsætis- ráðherra Kinverska alþýðu- lýðveldisins vanda mjög til þessa verks, eins og þeim er tamt enda eru um- mæli Chou-En-lai þung á met- unum og gagnvart stjóm Kína, eru þau sem opinber yfirlýsing. Bandar í k j amenn íklæddust „vernd- araskikkjunni“ eftir seinna stríð „Maxwell: Hver er skoðun yð ar forsætisráðherra á þróun mála eftir siðustu heimsstyrj- öid? Chou-En-lai: Ræða Chur- ohilis í Fulton í Missouri, sem hann hélt skömmu eftir styrjöld ina, var bein árás á kommún- isma og Sovétríkin. Með henni vildi hann stefna Vesturlöndum og reyndar öllum þjóðum heims gegn Sovétrlkjunum til þess að viðhalda yfirráðum brezka heimsveldisins. Ræðan hafði mifcil áhrif í Bandaríkjunum og með henni upphófst gífurlegur áróður gegn Rússlandi og komm únisma. Sú sfcoðun varð allsráð- andi, að styrjöld væri yfirvof- andi við Sovétríkin. En Mao formanni var ljóst, hvað undir bjó. Hann ritaði grein und'ir dulnefni, þar sem hann hrakti þá fullyrðingu að draga mundi til ófriðar við Sovétríkin. Hann benti á, að Bandaríkin mundu eingöngu færa sér þennan áróð ur í n.yt, tU þess að geta í skjóli hans fært út yfirráð sín á öllu svæðinu á milU Bandaríkjanna og Rússlands. Nú hefur komið á daginn, að heimsstyrjöld hefur ekki brot- izt út síðustu 26 árin, enda þótt smærri styrjaldir hafi stöðugt geisað á 1. millisvæðinu I Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. . og borgarastyrjöldin í Kína var sú mesta. Eftir lok síðari heimsstyrjald arinnar íklæddust Bandaríkja- menn „verndaraskikkjunni'* og töldu sig forystuþjóð heimsins. Hvar sem fólk þráði frelsi, sendu Bandaríkjamenn herlið á vettvang og bældu niður alla slíka viðleitni. Þeir settu upp herstöðvar og dreifðu herliði um aUar jarðir. Fjárframlög voru ekki skorin við nögl, hvar sem þeirra var þörí. 80 biUjón- ir dala voru greiddar sam- kvæmt MarshaU-áætluninni einni, en gjöldin fóru langt fram úr þeirri upphæð. Og hver var árangurinn? Bandaríkin náðu yfirráðum á stórum svæðum í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku, á 1. milli- svæðinu, og teygðu arma sína sömuleiðis inn á 2. millisvæðið, sem er V.-Evrópa. Og hvernig standa svo heims- málin í dag? Nixon forseti hélt ræðu í Kansas City þann 6. júlí síðastliðinn og Heath forsæt isráðherra flutti greinargerð á ársfundi brezka íhaldsflokksins 16. október. Ræður þeirra voru mjög á sama veg. Inntak ræðu Heaths var á þá leið, að Bretar hefðu fylgt stefnu Bandaríkj- anna í meira en tuttugu ár en snúið baki við Evrópu. Brezka heimsveldið væri hrunið og Bretland gegndi ekki lengur for ystuhlutverki meðal þjóða heims. Nú skyldu þeir breyta uffl og ganga í Efnahags- bandalagið, enda hefði brezka þingið samþykkt það. Utanrikis ráðherrar Breta og Frakka hitt ust í London og gerðu með sér bandalag, sem mun verða sterkt afl I V.-Evrópu og jafn- vel Nixon verður að viður- kenna það afl. Bandaríkin hafa hleypt ofvexti í Japan Nixon sagði í ræðu sinni I Kansas City, að staða Banda- rikjanna væri nú stórbreytt. Sovétríkin eru orðin stórveldi og keppa við Bandaríkin um for ystu. Þjóðir V.-Evrópu hafa sameinazt I Efnahagsbandalagið og keppa því einnig við Banda- ríkin um forystu. Þar er komið þriðja stórveldið. Fjórða stórveldið er Japan. Ég hef sagt mörgum bandarísk um vinum mínum, að það sé verk Bandaríkjamanna, að Jap- an mun nálgast eða fara fram úr stálframleiðslunni í Bandaríkjunum á næstu árum. Þess vegna samdi Nixon nýja fjárhagsáætlun. Henni er fyrst og fremst beint gegn Japan en hún verður líka áfall fyrir þjóð ir V.-Evrópu og mun hafa áhrif um allan hinn vestræna heim. Nixon minntist á fimmta stór- veldið, sem hann sagði geta orð ið Kína. Heath fórust orð eitt- hvað á sömu leið. Við viður- kennum, að okkur mun ein- hvern tíma takast að verða vold ug og auðug þjóð. En við höf- um lýst því yfir að við munum aldrei teljast stórveldi, hvorki nú né í framtíðinni. Ef við lítum á málin í heild, þá sést það og er óhrekjanleg söguleg staðreynd að þjóðir þrá frelsi og sjálfstæði og fólk viU byltingu. Á því hefur gengið sið- ustu 26 árin eftir heimsstyrjöld ina. Ákvörðun Nixons um heimsókn til Kína hafði skjót áhrif MaxwéU: Eru ekki tál mót- sagnir í stjórnmálastefnu Bandarikjanna nú? Væntanleg heimsókn Nixons tU Kína er varla í samræmi við stefnuyifir- lýsingu hans hjá Sameinuðu þjóðunum um „tvö Kína“? Chou-En-Iai: Sú varð raunin, að afstaða margra þjöða breytt- ist, um leið og harin hafði ákveðið heimsóknina og sú ákvörðun hafði áhrif á atkvæða greiðsluna. Hafið þér ílhugað það? Maxwell: Nei, en Nixon virð ist hafa fengið aukið fylgl heima fyrir, síðan þér sögðuð aö hann mœtti koma hin’gað og bandaríska friðarhreyfingin virðist vera sofnuð værum svefni. Eru það éklki óæskileg áhrií frá kínversku sjónarhomi. Chou-En-lai: Það þartf elkkl að vera svo. Ég skal taka diæmi. Lítum á árangur atkvæðagreiðsl unnar hjá Sameiðnuðu þjóðun- um. Við bjuggumst ekki við svo skjótum árangri og Bandaríkja- menn sennilega heldur ekki. En dyrnar stóðu i hál'fa gátt. Menn hugsuðu sem svo: Úr því Nixon ætlar að fara til Kina, því skyld um við ekki gera það líka? Af þeim 59 þjóðum sem felldu bandarisku tillöguna (þess efn is að útilokun Kína frá Samein- uðu þjóðunum teldist „stórmál** og þyrfti því % atkvæða), höfðu 10 ekkert stjórnmálasam- band við Kína. Síðan greiddu þessi ríki lika atkvæði með aU> önsku-alsírsku tillögunni um að Kína skyldi fá sæti hjá Samein- uðu þjóðunum en Taiwan gert brottrækt. Ef þessi tiu ríki hefðu setið hjá, hefðu úrsiitin orðið 49 atkvæði gegn 55 og bandariska tillagan hefði ver- ið samþykkt. Þetta er vottur um þá breytingu, sem orðið hefur, síðan Nixon lét í ljós ósk um að koma til Kina, og þetta dæmi nefni ég fyrst. 1 öðru lagi voru ýms ríki, sem höfðu komið á stjórnmálasam- bandi við Kína, enn undir þrýst- ingi frá Bandarikjastjórn. En með því að sitja hjá við at- kvæðagreiðsluna, studdu þessi riki líka Kína, því við það fækk aði atkvæðum og auðveldara var að ná einföldum meiri- hluta. Af þessum ástæðum var bandariska tillagan felld og út- koman varð 76 atkvæði gegn 35. Upphaflegu 59 atkvæðin breyttust ekki. En 12 af rfkjun- um 15 sem sátu áður hjá, studdu nú albönsku-alsírsku tillöguna. Ætlun okkar var ekfci sú, að senda strax fulltrúa til Samein uðu þjóðanna. En við vildum ekki bregðast þeim ríkjum sem höfðu stutt okkur. Úrslitin sýna ekki eingöngu, að nú loks hefur réttlát krafa Framhald á bls. 28. Fyrri grein l

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.