Morgunblaðið - 23.02.1972, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1972
Það væri óbúandi í Álftaveri
væru menn hræddir við Kötlugos
Spjaliað við Jón í Norður -Hjáieigu
VIÐ hittum Jón Gíslason í
Norður-Hjáleigu í Alfta-
veri að máli, þegar hann
var í borginni nýlega.
Hann átti erindi á Búnað-
arþing, þar sem hann er
einn elzti fulltrúinn, hefur
átt þar sæti síðan 1954. Jón
er orðinn 75 ára gamall og
á mikil störf að baki við
margvísleg málefni. Hann
var m.a. alþingismaður
Vestur-Skaftfellinga 1947-
1953 og enn er hann hrepp-
stjóri og oddviti Álftavers-
hrepps, sýslunefndarmað-
ur og margt fleira.
Jón hætti búskap, lét tveim
ur sonum sínum eftir jörðina
til félagsbús 1967. En þau
hjónin hafa heimili í Norður-
Hjáleigu og búa út af fyrir
sig. Og Jón hefur nægum
störfum að sinna í félagsmál-
um.
Norður-Hjáleiga er eigin-
lega hálft land Þykkvabæj-
arklausturs, segir Jón okkur,
þegar við spyrjum um jörð-
ina. Þangað til eftir aldamót-
in var tvíbýli á Þykkvabæj-
arklaustri. Það skiptist þann
- ig að ein jörðin náði yfir
helminginn af gamla land-
inu, önnur, er nefndist
Þykkvabæjarklaustur 2, yfir
fjórðung og Norður-Hjáleiga
var svo fjórði parturinn af
þessu landi. En 1944 fluttist
fólkið frá Þykkvabæjar-
klaustri 2 og keyptu þeir á
Norður-Hjáleigu þá þann
hlutann. Því er Norður-Hjá-
leiga nú hálft Þykkvabæjar-
klaustur, eins og það var.
1 Þykkvabæjarklaustri
var forðum Katla sú, sem átti
að hafa komið fyrsta Kötlu-
gosinu af stað með því að
hlaupa upp í jökulinn og
kasta sér í sprunguna, sem
vildi hana ekki, og gubbaði
henni svona rösklega. En eitt
hefur alltaf þvælzt fyrir
okkur í þessari sögu og það
er hvers vegna Katla var í
munkaklaustri. Jón kann
skýringu á þvi. — Þetta er
þjóðsaga og sögnin göm-
ul, frá því áður en klaustrið
var stofnað. Enda mátti ekki
kvenmaður vera í munka-
klaustrinu. Og til að tímatal
sé rétt, þyrfti líka svo að
vera, því Katla byrjaðí að
gjósa áður en klaustrið var
stofnað.
Þetta leiðir talið að
Kötlugosum. Við spyrjum
hvort búendur í Álftaveri
séu hræddir við Kötlugos,
sem samkvæmt fyrri reynsiu
á nú löngu að vera komið. —
Ég held að flestir hugsi ekk-
ert um það, segir hann. Ef
svo væri, væri raunar óger-
legt að búa í Álftaveri. Ekk-
ert hefur staðið á mönnum að
rækta og byggja þarna upp,
ef þeir hafa haft tök á því.
Væri alltaf verið að hugsa
um að þetta eða hitt þýddi
ekki, því gos gæti kömið á
morgun, þá væri þar ekki
byggilegt. Eflaust dettur
sumum það i hug. En þeim
fækkar, sem muna eftir síð-
asta gosi og upplifðu það.
—- Hvað er mikil byggð í
Álftaverinu?
— Við erum fáir. 11 býli
eru í hreppnum og 65 íbúar.
Af þeim 65 eru 15 manns 67
ára og eldri. Á sumum heim-
ilum eru ekki aðrir en elli-
lífeyrisþegar. Mér sýnist lít-
il framtíð í búskapnum á sum
um af þessum býlum og býð
ekki í að þau byggist aftur.
Menn eru almennt tregir til
að byrja búskap. Það er dýrt
að setja upp bú og þetta er
erfitt starf
. — Heldurðu að byggð legg
ist þarna alveg niður?
— Nei, ekki nema ef Katla
rumskar. En hún hefur nú
gosið upp undir 20 sinnum og
Jón Gíslason, bóndi
í Norður-Hjáleigu.
alltaf hefur haldizt byggð I
Álftaveri. Þó hefur hún i
hvert sinn höggvið skarð í
landið.
— Þú sagðir að þeim fækk-
aði, sem muna síðasta gos.
Einn af þeim, sem það gera,
ert samt þú.
— Já, ég hefi nú vist sagt
frá þvi áður. Ég var í smala-
mennsku þegar gosið byrjaði
1918 og náði ekki heim.
Slapp með naumindum und-
an. Við, sem vorum að koma
með safnið, skildum það
eftir beint fyrir kjaftinum á
hlaupinu og hleyptum und-
an. Við komumst í Skálma-
bæjarhraun.
— En þetta var stórfeng-
legt hlaup. Var það ekki?
— Jú, jökulhlaupið í
Kötlugosinu 1918 var svo
stórfenglegt að það er ekki
hægt að lýsa því. Að sjá
þessi ísbákn — þið hafið séð
þau á myndum — ryðjast á
flugferð í flaumnum. Norð-
austan við Hjörleifshöfða er
enn móbergsklettur, sem gizk
að er á að vegi á fjórða
hundrað tonn. Hann hefur
komið með hlaupinu innan
úr jökli, líklega fastur í ís-
jaka.
Það er eitt, sem ég hefi ver
ið að hugsa um í sam-
bandi við Kötlugos og sem
ég vona að flugmenn gæti sín
á, þegar gos verður. Það er
einkennandi við öskuna úr
Kötlu að hún er svo hlaðin
rafmagni að eldingarnar
slitna varla. Gosinu fylgja fá
dæma þrumur og eldingar og
mikið myrkur. Ég hafði heyrt
að svo dimmt gæti orðið í gos
mekki' að þó maður setti fing
urinn upp að nefinu á sér,
sæi maður hann ekki. Þarna
reyndi ég að þetta er satt.
— Hvernig er útlitið núna.
Heldurðu að fari að gjósa?
— Jökullinn er mikið
breyttur. Hann er lægri. Dal-
urinn, þar sem gígarnir eru,
hefur haldið sér lengi, þar til
síðustu tvö árin að hlaðizt
hefur í hann. Nú hefi ég ver-
ið að velta því fyrir mér,
hvort það stafi af því að jök
ullinn hafi skriðið meira nið-
ur eða hvort Katla er farin
að hitna og safna vatni of-
an við gíginn, sem lyftir ísn-
Framh. á bls. 19
„Þessi milda tíð
á þorra er einstök“
— spjailaö viö Pál Guðmunds
son á Breiðdalsvík
„ÞAÐ, sem vekur mesta undr-
un hér, er hin milda tíð og
frostlaus jörð,“ sagði Páll
Guðmundsson, fréttaritari
Morgunblaðsins i Breiðdals-
vík, þegar við hringdum í
hann i lok þorra. Hann kvað
menn innan úr Breiðdalnum
FRETTIR
ÚR
BREIÐDAL
Samtal við •
.Pál Guðmundsson,
Breiðdalsvik,
fréttaritara
^Morgunblaðsins
hafa sagt sér að nærri léti
að jörð væri þar frosttaus og
sagðist hann ekld muna slikt
fyrr á þorra. Snjóföl kvað
Páll hins vegar til fjalla og
Breiðdalsheiðin er ófær. Skot-
færi er hins vegar um Fjarð-
arheiði, enda er hún allt að
því auð. „Vegirnir teljast því
í mjög góðu Iagi,“ sagði Páll,
„enda tíðin einstök.“
Mjög mikil atvinna er á
Breiðdalsvik, en þar leggja nú
upp tveir bátar, báðir tæp
200 tonn. Eru þeir báðir með
net og hafa til jafnaðar land-
að 14—18 tonnum af tveggja
nátta fiski. Þriðji Breiðdals-
víkurbáturinn, Árni Magnús-
son, stundar nú loðnuveiðar
fyrir Vesturlandi.
1 afla netabátanna hefur
verið talsvert miikið af ýsu og
er hún öll fryst í frystihús-
inu, en afli bátanna tveggja
er verkaður hjá frystihúsinu
og Braga hf.
Einnig kvað Páll unnið við
að frysta loðnu, sem ekið
væri til Breiðdalsvíkur frá
Stöðvarfirði. 30—40 manns
vinna I landi við fiskvinnsl-
una og að undanförnu hefur
bætzt við vinnukraftur ofan
af Héraði. Nokkuð er um það
að fólk þaðan komi til fisk-
vinnu á Breiðdalsvik, en bæði
frystihúsið og Bragi hf. hafa
mötuneyti og verbúðaaðstöðu.
Einnig er nokkuð um það að
aðkomufólk búi hjá vanda-
mönnum.
Páll kvað engin sérstök til-
þrif hafa verið í félagslifinu
að undanförnu umfram það,
sem venjulegt er. Síðasti
skemmtifagnaðurinn var hald-
inn i Beruneshreppi, en þar
var þorrablótið haldið í ár.
Hefur verið talað um það að
halda þorrablót þar þriðja
hvert ár, en hin tvö árin í
Breiðdalsvik.
Þegar við spurðum Pál um
sjóveðrið, sagði hann að ekki
örlaði við hlein, hvorki við
Gunnhildarey eða Hafnarey,
sem væru nú reyndar inni á
vikinni, en gæftir kvað hann
hafa verið ágætar.
Og úr því að við vorum að
minnast á Hafnarey má geta
þess, að hún er öll grasi vax-
in og þar voru áður fyrr naut-
gripir. Heydalaprestar nýttu
þessa eyju og reyndar er hún
að nokkru nýtt enn þar sem
um er að ræða æðarvarp og
selveiði.
Páll Guðmundsson