Morgunblaðið - 23.02.1972, Page 12
c.
12
MORGtXNBLAÐIÐ, MlÐVTKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1972
Áhöfnin cnn i gíslingu:
að Joseph Kennedy, sem er 19
ára, væri í lífshættu. Talsmenn
utanríkisráðuneytisins sögðu að-
spurðir að ekkert benti til þess
að flugvélarræningjarnir mundu
Paasio
tekur við
Helsingfors, 22. febrúar. NTB
RAFAEL Paasio, þingforseti,
myndaði í dag minnihlutastjórn
jafnaðarmanna í stað bráða-
birgðastjörnar Teuvo Auras, og
hafa sjö af 17 ráðherrum stjórn-
arinnar áður gegnt ráðherra-
embættum. Knnnasti ráðherrann
auk Paasios er hinn nýi innan-
ríkisráðherra, Martti Vivtanen,
landshöfðingi, en utanríkisráð-
herra er Kalevi Sorsa, flokksrit-
ari, sem hefur ekki verið ráð-
herra áður.
Mauno Koivisto, landsbanka-
stjóri, verður fjármálaráðherra,
Veikko Helle, þingmaður, verður
verkamáiaráðherra og Jussi
Linnamo, forstjóri, verður við-
skiptamálaráðherra. Alit eru
þetta kunnir stjórnmálamenn, en
meðal þeirra, sem hafa ekki ver-
ið ráðherrar áður eru Leo Happ-
onen, landbúnaðarráðherra, Sapp
Lindblom, iðnaðarráðíherra,
Sulo Hostila, landvarnaráðherra
og Pekka Paavola, dómsmálaráð-
herra.
irnar um laxveiði.sam'kom'U'l agi ð
séu í aðaiatriðum réttar.
Aðalatriði samningsins auk
þeirra, sem áður eru nefind, eru
þau að heimilað verður þeim
sem stunda veiðarnar að veiða
allt að 1100 lestir á ári. Danskir
fiskimenn, aðallega frá Borgund-
arhólmi og færeyskir fiskimenn
eiga smátt og smátt að draga
úr veiðunum, en þær nema nú
800 lestum á ári og 1975 á afl-
inn að vera kominn í 500 lestir
en siðan skal hætta veiðunum
alveg. Heildaraflinn við Græn-
land er nú 2000 lestir.
Samningurinn gerir að engu
hótanir Bandaríkjamanna um
efnahagslegar refsiaðgerðir gagn
vart fiskinnflutningi Dana til
Bandarikjanna, en búizt er við
harðorðum mótmælum danskra
fiskimanna og vilja þeir sér-
stök lög frá þjóðþinginu ef
hrekja eigi þá frá Grænlandi.
Samband danskra fiskimanna
hafa beðið um stuðning samtaka
fiskimanna i öðrum Evrópulönd-
um við þá afstöðu að ekki megi
taka ákvarðanir í máli sem þessu
vegna hótana um viðskiptabann.
Bann samþykkt á fundi
í Washington
Framvegis verður aðeins
Grænlendingum og fiskimönn-
um búsettum á Grænlandi leyft
að stunda laxveiðarnar, segir
blaðið. Bannlnu verður fram-
fylgt í áföngum og það verður
sett samkvæmt samkomulagi
þeirra sem áður eru nefnd, eru
sem hefur náðst í viðræðum
Dana og Bandarikjamanna um
málið í Washington.
DANSKA stjórnin virðist hafa
tekið þá afstöðu að banna dönsk-
tim og færeyskum sjómönnum
að stnnda laxveiðar við Græn-
iand frá og með árslokum 1975
til þess að fá frið í máii sem
hefur komið af stað hótiinum
um alþjóðlegt viðskiptabann
gegn Dönum, að sögn danska
blaðsins .Tyllandsposten.
ekkert sagt. Fréttaritari danska
útvarpsins hefur hins vegar
simað frá Washington að frétt-
Danir hafa verið mjög þögulir
um árangur viðræðnanna, og
segir Knud Hertling, Grænlands-
málaráðherra, að hann sé bund-
inn þagnarskyldu og geti þvi
Knnd Hertling
Norræn
eldfjalla-
miðstöð
Helsinki, 22. febrúar. —
Frá Birni Jóhannssyni.
Menntamálaráðherrar Norður
landa liéldu fund í morgun til
að ræða ýmis menningarmál,
»g m.a. var fjallaff á rá#-
berrafundinum uhi að koma
app eldfjallarannsóknastöð á
íslandi, en tillaga þar að lút-
»ndi hefur áður verið sam-
bykkt á þingi Norðurlanda-
•áðs. Komust ráðherrarnir að
samkomulagi um grundvöll
fyrir starfsemi stöðvarinnar,
og Magnús Torfi Ólafsson,
menntamálaráðherra sagði
Mbl. að næsta skrefið væri
það að menntamálaráðuneyt-
ið íslenzka tæki upp viðræður
við menntamálaráðuneyti
hinna Norðurlandanna um
endanlega skipnlagningu og
starfsreglur fyrir eldfjallamið
stöðina, Ráðherrann kvaðst
ekki geta sagt um hvenær stöð
in gæti tekið til starfa, en hún
verður í tengslum við Há-
skóla fslands.
Joseph Kennedy sleppt
ásamt öðrum farþegum
Sprengiefni var komið fyrir
í Lufthansa-þotunni
SÍÐUSTU FRÉTTIR
Enn í haldi
SEINT í kvöld sagði tals-
maður Lufthansa í Frank-
furt að samkvænit frétt frá
Aden hefðu þrír arabískir
skæruliðar enn alla karl-
menn sem voru með þot-
unni og áhöfnina á valdi
sínu þrátt fyrir yfirlýsing-
ar jemenskra yfirvalda um
að öllum hefði verið sleppt
nema áhöfninni.
krefjast þess að Sirhan Sirhan,
sem dæmdur var fyrir morðið á
Robert Kennedy, yrði látinn laus.
Seinna kallaði Edward Kennedy
blaðamenn á sinn fund og kvaðst
hafa rætt við flugmálastjórann í
Aden siem hefði skýrt frá því að
adlir farþegarnir yrðu látnir laus
ir.
Aden, 22. febrúar. — NTB-AP
PALESTÍNSKIR skæruliðar
slepptu í dag úr haldi 172 far-
þegiun vestur-þýzkrar far-
þegaþotu, sem þeir rændu í
nótt í Nýju Delhi og neyddu
til að lenda í Aden. Joseph
Kennedy, elzti sonur Roherts
heitins Kennedys, var ineðal
farþeganna í flugvélinni.
Skæruliðarnir hafa enn á
valdi sínu 16 manns af áhöfn
þotunnar, sem er frá flugfé-
laginu Lufthansa.
Flugvélarræningj arnir komu
fyrir sprengiefni í þotunni á flug
vellinum í Aden, og slepptu fyrst
36 konum, 15 börnum og öldruð
um manni, en neituðu að sleppa
120 karlmönnum. Þeir urðu að
bíða milli vonar og ótta í margar
klukkustundir í steikjandi hita
eyðimerkurinnar þamgað til flug
vélarræningjarnir ákváðu að
sleppa þeim einnig, en halda á-
höfninni áfram í gíslingu.
Joseph Kennedy hefur verið á
viku ferðalagi í Indlandi, en var
áður á ferðalagi í Bangladesh á-
samt frænda sínum Edward
Kennedy öldungadeildarmanni
og konu hans. Edward Kennedy
sagði skömmu eftir ránið að
hann teldi ekki ástæðu til að ætla
fyrirmælum herstjóra samtaka
sinna, bæði hvað snertir flugvél
ina og gíslana. Samkvæmt áreið
anlegum heimildum krefjast flug
vélarræningjarnir þess að fjórir
Palestínumenn sem eru fyrir
rétti í Karíó, ákærðir fyrir tilræð
ið við Wasfi Tell, forsætisráð-
herra Jórdaníu, verði látnir laus
ir úr haldi.
Farseðill Joseph Kennedys var
pantaður fyrirfram, en pöntunin
var staðfest skömmu fyrir brott
förina, sennilega til þegs að vekja
sem minnsta athygli á ferðalagi
hans. Kennedy kom svo á síð-
ustu stundu til flugvallarins í
Nýju Delhi. Fjölskylda hans safn
aðist saman á heimili Edward
Kennedys til þess að fylgjast
með fréttum af flugvélarráninu.
Joseph er elzti sonur Roberts
heitins Kennedys, og næstelztur
bama hans og Ethel Kennedys,
sem hefur dvalizt að undanförnu
í New Hampshire.
Joseph Kennedy á hestbaki.
Flugmálastjórinn, Mohammed
Nasser, gaf síðan út opinbera yfir
lýsingu þess efnis að flugvélar-
ræningjarnir mundu halda áhöfn
inni í gíslingu þangað til gengið
hefði verið að kröfum ræningj-
anna. Farþegarnir voru sendir til
gistihúsa í miðborg Aden og
verða síðan fluttir flugleiðis til
Beirút.
Meðal farþeganna var Per Tob
iasen, skrifstofustjóri þróunar-
hjálpar Norðmamna og 16 blaða-
menn og tæknimenn finnska út-
varpsins, sem voru að koma frá
Sapporo þar sem þeir höfðu
fylgzt með vetrarolympiuleikun-
um.
Samkvæmt fréttum frá írak
eru flugvélarræningjarnir félag-
ar í „Fylkingunni til baráttu
gegn ofsóknum zíonista“. Foringi
ræningjanna kallar sig Yousisef
A1 Khatib og segist fylgja
Svetlana og William Peters í Taliesen West.
Svetlana er farin
frá manni sínum
Kann ekki að meta „kommúnubúskap
66
Paradise Valley, Arizona,
22. febr. — NTB. AP.
„KONAN mín er farin frá
mér og tók með sér tíu mán-
aða gamalt barn okkar,“ sagði
William Peters arkitekt, eigin
maður Svetlönu, dóttur Stal-
ins, í dag. Hann sagði að skiln
aður virtist óumflýjanlegiir
vegna þess að Svetlana hafn-
aði „raunverulegum lögmál-
uni lýðra-óis í reynd“.
„Hingað kom hún og vildi
giftast mér fljótt, en Svetlana
kann ekki að aðilaga sig og
þess vegna virðist s'kilnaður
næstum því óumflýjanlegur,"
sagði Peters.
Ekki hefur reynzt unnt að fá
athugasemdir frá Svetlönu,
sem flúði til Bandarikjanna’67,
en vinur hennar hefur eftir
henni að hún hafi farið frá
eiginmanni sínum vegna þess
að hún felldi sig ekki við
„kommúnubúskap" og að það
hafi einnig verið ástæðan til
þess að hún fór frá Sovétríkj-
unum.
Hjónin hafa verið búsett í
Taliesen West, sem er um 30
km norðaustur af Phoenix í
Arizona og hefur Frank Lloyd
Wright stofnunin byggt upp
þann bæ að miklu leyti. Stofn
unin menntar arkitekta og
rekur arkitektaþjónustu, en
stofnandinn, sem var frægur
arkitekt, var tengdafaðir Pet
ers.
„Ég trúi á eignarrétt einstakl
ingsins,“ er sagt að dóttir Stal
íns hafi sagt vinum sínum þeg
ar hún tjáði þeim að hjóna-
bandið væri farið út um þúf-
ur. „En hér lifið þið „kommún
isku þjóðfélagsllfi" við
stofnunina. Þið skiptið með
ykkur tekjum ykkar, matn-
um, lifnaðarháttum og allri
vinnu og meira að segja börn
unum,“ er haft eftir Svetlönu.
„Hún hefur hafnað lifnaðar
háttum sem ég hef tekið þátt
í að skapa og trúi á,“ segir
Peters eiginmaður hennar.
Þau hafa búið í Taliesen West
síðan þau giftust árið 1970. —
Nú hefur Svetlana keypt sér
hús í Scotsdale í Arizona og
þax hefur hún búið síðan í des
ember í fyrra ásamt barninu.
Hún er fjárhagslega sjálfstæð
vegna ritstarfa sinna. Peters
er tvígiftur, Svetlana fjórgift.
Laxveiðum Dana við
Grænland verður hætt