Morgunblaðið - 23.02.1972, Qupperneq 17
MORGÖNBLABŒ), MEÐVTKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1972
17
Lárus Jónsson alþingismadur:
Verða kjör aldraðra
stórlega skert
— og starfsvilji þeirra lamaður?
Svo virðist sem núverandi
rikisstjórn stefni viljandi eða
óviljandi að þvl að skerða
kjör ellilífeyrisþega stórlega
miðað við það sem áður var
og miðað við aðra þegna þjóð
félagsins. Vera má að menn
hafi hreinlega ekki áttað sig
á þessu og því vil ég vekja
á því athygli, ef vera mœtti
að einhver bragarbót yrði
gerð í þessu efni. Satt að
segja verðskuldar það fólk,
sem nú er að ljúka starfsdegi
sínum og hefur fært okkur
þann arf, sem við búum við,
að við stöldrum við og gerum
upp það dæmi í heild, hvern-
ig við búum að því í ellinni.
1 þessari stuttu grein er þó
ætlunin að vekja einungis at-
hygli á nokkrum þáttum
þeirrar heildarmyndar,
þ.e.a.s. þeim er mestu varða
um breytingar á efnalegum
kjörum ellilífeyrisþega frá
miðju s.l. ári.
Rétt er að rifja upp að elli
lífeyrir var hækkaður um
10% um siðustu áramót, frá
því sem hann var skv. lög-
um se<m fyrrverandi rikis-
stjórn setti. Hér var þó í
rauninni um að ræða hækk-
un, sem í bezta tilfelli er
unnt að segja að haldi í horf-
inu gagnvart verðlags og
launabreytingum á síðari
hluta sl. árs, en það ár eru
tekjúr taldar hafa hækkað að
meðaltali um 23%. Ýmsar ráð
stafanir núverandi rikisstjórn
ar, sem stefnt er að, munu að
þeim öbreyttum skerða kjör
ellilífeyrisþega mjög veru-
lega. Þar er um að ræða „hag-
ræðingu" vísitölunnar vegna
breytinga á innheimtuformi
sjúkrasamlags og al-
mannatryggingagjalds, nið-
urfellingu á sérstök-
um aukapersónufrádrætti elli
lífeyrisþega til skatts og út-
svars og hækkun á fasteigna
sköttum. Vafalaust er svo-
nefndri „tekjutryggingu",
sem lögleidd var fyrir áramót
ætlað að vega þarna upp á
móti, en þó er því miður svo
að þau ákvæði eru afar göll
uð svo sem hér skal nánar
rakið á eftir.
GALLAR „TEKJU-
TR¥GGINGARAKVÆÐIS“
Þótt það sé mjög virðingar
verð hugsun út af fyrir sig
að tryggja ellilífeyrisþegum
ákveðnar lágmarkstekjur,
eins og gert var með laga-
breytingu rétt fyrir áramót,
þá eru á þessu fyrirkomulagi
miklir gallar fram yfir þær
reglur sem áður giltu. Svo
dæmi sé tekið er einstaklingi
tryggt, að hann á að hafa
120.000 krónur í lágmarks-
tekjur yfir árið, sé hann elli-
eða örorkulífeyrisþegi. Hann
hefði átt að fá tæpar 77.000
krónur í venjulegan grunn-
lífeyri á árinu 1972, þannig
að í raun eru honum tryggð-
ar, skv. þessum lögum kr.
43.000 í aukalifeyri, þ.e.a.s.
vinni hann ekld eða hafi aðr-
ar tekjur sem ná þeirri upp-
hæð. Nú var það svo að þeir
lífeyrisþegar, sem ekki voru
vinnufærir fengu skv. fyrri
reglum 50 til 100% hækkun
á sinn grunnlífeyri. Þeir
hefðu þvi fengið frá 115.000
til 154.000 króna lífeyri á ár
inu 1972 og haldið öðrum
tekjum t.d. frá lífeyrissjóðum
ef einhverjar hefðu verið. Nið
urstaðan er því sú að breyt-
ingin frá þessu kerfi yfir í
svonefnda „tekjutryggingu"
hefur þann mikla ókost að
hún kemur fyrst og fremst tU
góða því fólki, sem er vinnu-
fært en lætur vera að vinna.
Ákvæðið virkar þannig lam-
andi á starfsvilja fólks, því
sá einstaklingur, sem vinnur
sér á yfirstandandi ári in-n
43.000 krónur t.d. i fiskvinnu,
hefði annars fengið þær
greiðslur frá Trygginga-
stofnun ríkisins án vinnu. Sú
vinna hans að þjóðarfram-
ieiðslunni verður einskis met
in eftir þessu kerfi. Þetta
álít ég svo mikinn galla, að
það sé ósæmilegt að ráða hér
ekki bót á. Flest eldra fólk,
sem hefur starfsþrek
þarfnast bókstaflega þess að
Lárus Jónsson
fá að vinna og starfa eins
lengi og það getur. Þvi er
ómaklegt að meta framlag
þess einskis, vilji það fá l'ífs-
nauðsynlegri starfslöngun
sinni fullnægt, auk þess sem
þetta fyrirkomulag hlýtur að
draga úr framleiðslu þjóðar-
búsins. Fullyrða verður þvi,
þegar svonefnt „tekjutrygg-
ingarákvæði" er skoðað nið-
ur í kjölinn, að það er því
miður allt of lítil réttarbót til
þess að réttlæta neikvæðar
ráðstafanir gagnvart ellilíf-
eyrisþegum og er auk heldur
beinlinis skaðlegt, nema
verstu vankantarnir verði
sniðnir af því.
HAGRÆÐING VfSITÖLU
OG ÞYNGRI SKATTAR
Það er alkunna að ellilíf-
eyrisþegar greiddu ekki
sjúkrasamlags- eða almanna-
tryggingagjald. Sú tilfærsla
að láta almenning greiða
þessi gjöld með öðrum hætti
en áður, sem talið er að valdi
3,7% lækkun vísitölunnar,
kemur þvi þannig niður á elli
lífeyrisþegum að þeir þurfa
að bera óbætt verðlagshækk
anir á landbúnaðarvörum og
öðrum nauðsynjum, sem því
nemur. Meginþorri þessa
fólks á fasteignir og þvi
margfaldast skattbyrði þess
vegna fyrirhugaðrar hækkun
ar á fasteignagjöldum, nema
skýrari ákvæði verði sett
um undanþáguheimildir í
þessu efni en eru í frv. um
tekjustofna sveitarfélaga,
sem liggur fyrir Alþingi. Síð-
ast en ekki sízt er á það að
iita að fólk yfir 67 ára aldur
hafði skv. gildandi lögum
46.000 króna aukafrádrag
hver einstaklingur og 76.000
krónur hver hjón, sem hefði
átt að bætast við persónufrá-
drátt þeirra við skattlagn-
ingu i ár, en skv. skattafrum-
varpi ríkisstjórnarinnar sem
liggur fyrir Alþingi á að
feiia þennan frádrátt niður.
ER ÞETTA VÍSVITANDI
GERT?
Sú mynd, sem ég hef dregið
hér upp í stuttu máli, er ófög
ur. Það er alveg ljóst að
verði stefna núverandi ríkis-
stjórnar framkvæmd gagn-
vart ellilífeyrisþegum eins og
hún birtist I dag, verða kjör
þeirra stórlega skert og
starfsvilji þeirra lamaður.
Það er út af fyrir sig lær-
dómsríkt, hvemig reynt hefur
verið að villa um fyrir
fólki og blekkja það á þess-
um sviðum, einkum að þvi er
varðar svonefnt „tekjutrygg-
ingarákvæði", sem hafið hef-
ur verið til skýjanna. Ég vil
að lokum láta í ljós þá von,
að núverandi valdhafar hafi
ekki áttað sig á því, hvert
þeir stefna í málefnum aldr-
aðra og að við nánari athug-
un myndist samstaða um það
á Alþingi að bæta hér veru-
lega um.
Norræn
bókmennta-
saga
Hjá forlagi Gyldendals í Dan-
mörku er nýkomin út Norræn bók-
menntasaga. Hafa höfundar frá öll-
um Norðurlöndum lagt þar hönd á
plóginn. Af Islands hálfu þeir Ólaf-
ur Jónsson, Jón Marino Samsonar-
son og Steingrímur J. Þorsteinsson.
Ég hef rekizt á umsagnir í þremur
dönskum blöðum og birtast glefsur
úr þeim hér í lauslegri þýðingu.
Thomas Bredsdorf skrifar í Politik
en og er hann hvassyrtur í meira.
lagi, telur gildi verksins harla tak-
markað, eins og sést reyndar á fyrir
sögn hans: Uden mening — Nordisk
Ráds mislykkede litteraturhistorie.
Bredsdorf segir í upphafi, að Norð
urlandaráð hafl aldrei borið gæfu til
að móta neina pólitíska stefnu, sem
alvara væri í eða mark á takandi. Til
uppbótar hafi ráðið huggað sig með
hvers konar „menningarstuðningi“.
Afleiðingin af slíkum stuðningi hafi
nú séð dagsins ljós, þar sem sé bók-
menntasaga upp á þúsund blaðsíður.
Við nánari athugun komi þó í ljós
að umbrot sé ekkert á bindunum, en
efnið klippt og skorið og því bland-
að dálitið saman, svo það hafi yfir
sér samnorrænan blæ. Bredsdorf
kveður það og mikinn galla á verk-
inu, að þar sé hvergi að finna milli-
fyrirsagnir, engar myndir prýði þess
ar þykku bækur og engar tæmandi
skrár sé þar að finna. „Það er erfitt
að gera sér í hugarlund, hvers kon-
ar lesendur höfundamir hafa haft í
huga og til hvers þeir hugsa sér að
bðkin verði notuð.“ Síðar í grein
sinni segir Bredsdorf: „Það er tæp-
lega ástæða til að vara kaupendur
við. Það er nægilegt að þeir líti á
bókina, útlit hennar og verð. En
ástæða er til að vara bókasöfnin
við, þar eð þau kaupa oft inn sam-
kvæmt bókaskrám og hafa tilhnelg-
ingu til að líta á slíkar bækur sem
skyldúefni. Svo er alls ekki. Þegar
hefur nógu miklum f jármunum, tekn
um af almannafé, verið varið til
bókarinnar.“
1 Berlinske Tidende skrifar Emil
Frederiksen um verkið og þykir það
handahófskennt og svo virðist sem
tilviljun ráði þvi, hvaða höfundur
fái inni á síðum bókarinnar og hverj
ir ekki. Fjallar hann sérstaklega um
þá kafla, sem snúast um danskar bók
menntir og þykir þar vera undarleg-
ur hugsunarháttur sem ráðið hefur
vali. Aukin heldur telur hann bók-
ina óaðgengilega í meira lagi.
í Berlingske Aftenavis, helgarút-
gáfu skrifar Henriik Neiendam og
segir: Fyrst okkur tókst ekki að
koma á fót Nordek, reyndum við þó
a.m.k. að skapa Nordlit, þ.e. þessa út-
gáfu að norrænum bókmenntum . . .
höfuðáherzlan hefur verið lögð á nú
tímabókmenntir, þvi að fyrsta bindið
nær yfir nærfellt eitt þúsund ár, en
hið siðara er frá þvl um 1860 . . .
Neiendam telur að verkið sé ritað
með það I huga að fólik geti lesið það
sér til gagns, sem ekki er sérfræð-
ingar um bókmenntir og hafi það tek
izt mætavel.
Eftir að hafa siðan sjálf gluggað I
þetta mikla verk hyliist ég tii að
vera talsvert sammála Bredsdorf. Ó-
aðgengilegri og ófýsilegri lexikon hef
ég ekki séð í háa herrans tíð og enda
þótt ég treysti mér ekki í fljótu bragði
til að tjá skoðun mína á því hvem-
ig íslenzku kaflarnir eru unnir, sýn-
ist mér þó að minnsta kosti að sið-
asti íslenzki kaflinn sé ákaflega
handahófslegur og virðist hið sama
gilda þar og fundið var danska kafl-
anum til foráttu, að tilviljun ein (eða
eitthvað annað) hafi ráðið þvi hvaða
höfundar verða þess heiðurs aðnjót-
andi að komast þar á blað.
h.k.