Morgunblaðið - 23.02.1972, Side 23

Morgunblaðið - 23.02.1972, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1972 23 — Jón Engilberts Framh. af bls. 11 Nii á íslenzka þjóðin eða Reykjavíkurborg að reisa hon- um veglegan minnisvarða strax, en það verður bezt gert með þvi, að Englaborg heimili hans og vinnustofa verði gert að Listasafni Jóns Engilberts. Listaverkin, sem þar eru mega efcki fara á við og dreif. Þau ætbu að vera geymd í Engla- borg og verða eign islenzku þjóðarinnar. Jón Engilberts átti því láni að fagna að eiga Tove fyrir konu. Önnur eins gæðakona er vandfundin. Hún skildi lista- manninn svo vel. Alltaf gat bún sinnt honum í veikind'Unum bvenaer sem kallað var og marg ar ferðirnar var hún búin að fara á spítala til að heimssekj Ihann. Guð styrki þig Tove min og dætur þínar og „Gulldropann" hans, i ykkar þungbæru sorg. Hann lifir þó hann sé dáinn. Sveinn Björnsson. Nolkkur kveðjuorð frá nemanda. „Hvað er að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið?“ Það er sárt að kveðja bezta vin sinn, kennara og velgerðarmann. Þó væri mér auðvelt að skrifa um íiann langt mál, en erfiðara er að takmarka sig. Jón Engilberts var svo margslunginn persónu- leilki að freistandi er að nota Iýsingarorðin i hástigi, þegar á hann er minnst, en það ku vera dauðasök í góðum stíl. Ég kynnt ist honum sem kennara i Hand- íðaskólanum 1943 og hefi verið sem einn af fjölskyldu hans sið an. Mikið safn bréfa á ég frá honum og einnig bókuð gull- kom í formi samtala gegnum ár in, sem vonandi komast til skila í fyllingu tímans. Stundum, hér í gamla daga þegar veðrið var gott, datt Jóni í hug að gaman væri að gera Englaborg að lista safni. Hann hafði reyndar hugs- að það og teiknað með safn i huga. Það er etrúískur andi yf- ir byggingunni, samræmi grisk- rómverskra marmarahofa. Og hann gerði margar frummyndir að mosaikskreytingu á hús sitt. Auðvelt væri að fullgera þær eftir teikningum hans. Þótt trú hans á íslenzkt mannlif gengi í bylgjum aðdáunar og annars álits, var þessi hans voldugasti draumur: Að stækka Englaborg, skreyta það utan með mosaik og opna þar safn á eigin mynd- um og annarra, sem hann átti mikið af. Þess vegna leyfi ég mér hér með að skora á vini hans og listelska samtfiðarmenn að stofna sjóð sem verður er minningu hans, til kaupa og reksturs listasaifns og minja í Englaborg. Eflaust vex slíkt fyrirtæki ýmsum smáauradýrkendum í augum, en komandi kynslóðir munu kunna að meta það og þakka. Jón skildi eftir sig ótölu- legan fjölda málverka, og frum- mynda að málverkum, mosaik, veggskreytingum og lithógrafi- um. Einnig stúdiur að kirkju- gluggum og altaristöflum, rader ingum o.fl. Jafnframt lét hann eftir sig safn innlendra og er- lendra höfunda. Það væri þvi mikið slys, ef verk þessi myndu dreifast út í vindinn og verða kaupsýslumönnum að bráð. Er við sátum hjá honum síðasta kvöldið og hlustuðum á úthlut- un listamannalauna i útvarpinu, táraðist hann, eins og við- kvæmra sálna er vandi í gleði og sorg. Hvort voru það fagn aðartár eða hvað? Vonandi hefur hann í hjarta sínu þakkað og fyrirgefið hátt- virtri úthlutunarnefnd, þvi eng- inn er fullkominn og þeir vissu ekki hvað þeir gerðu. Næsta morgun var Jón Engilberts sofn aður hinzta svefni. Og nú er of seint að úfhiuta honum verðugu verkefni. Starfsstyrkur hans kom of seint. Við ættum nokk- ur hundruð lithógrafíur eftir hann, ef starfsstyrkurinn hefði kornið meðan heilsan bauð. Of seint og of lítið — það er hið sí endurtekna tragiska stef sam- ferðamanna snjallra listamanna. Aðeins með varðveizlu verka Jóns í eigin safnhúsi getum við bjargað æru og skyldu. Því beztu verk hans munu lifa í sög unni og þjóðin sækja í þau and legan styrk, lífskraft, stolt sitt og sanna gleði. Þótt heimspekikerfi Jóns hafi verið næsta margvísleg og mis- munandi austræn, þá tengdi hann að hætti heiðinnar til- beiðslu dyggð við eid og sól og kaus að lifa við engan löst. Trúarbrögð hans voru andi Guðs sem blundar í steinum, andar í blómum hreyfir sig í dýrinu og lifir í mannshjartanu. Hann grunaði að hverju stefndi að nú seig að sólarfalli og hinn dulráði blær andaði senn um enni. Hann vissi að Guð bjó í vorinu. Því voru verk hans sól- arljóð, óður til fósturjarðarinn- ar, lofsöngur til Islands. Hann vissi að fegurðin er leiftur guð- dómsins, sál slegin eldi, hjarta heillað af töfrum, mynd sem lif- ir i hjartanu, þótt augunum sé lokað, ljóð sem ómar í sálinni. Laxness sagði eitt sinn í grein um samsýningu að verk Engil- berts væru undantékning frá myrkri sýningarinnar — „Kreppan hefði ekki haft áhrif á hann.“ Þetta er nokkuð snjallt sagt hj'á Laxness, þvi Jón lét aldrei bugast af veraldlegu basli og vel hefði hann getað sagt með Wergeland: Líf mitt er helgað himninum og batnandi manna jörð. Ung var Tove gefinn Jóni og mikið var Guð þá góður og stór brotinn í gjöfum sinum. Ævin- týrið Engilberts er ævintýrið um mikla konu, yndislega sál sem elskaði mikið og fyrirgaf mikið, snjöllum en erfiðum manni. Islendingar þakka nú Tove fyrir ást hennar og tryggð við sviptibylinn Jón Eng ilberts. Við vottum Tove, Amy, Birgittu og gulldropanum Grétu og öðrum ástvinum inni- lega samúð. Svo þökfcum við Jóni Engilberts fyrir samver- una og valdi örlaganna fyrir lif hans og list. „Skamma stund mun ég hvíla í faðmi vindanna og siðan verða endurborinn af nýrri móður. . . Og hvað er að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið." Veturliði Gunnarsson. Nýtt viðhorf í eðlisfræði Allir eðlisfræðingar vita nú að Einstein hafði á röngu að standa — þeir eru aðeins misjafnlega fúsir til að tala um það. Herbert Dingle einn af kunnustu fræðimönnum á því sviði, segir í grein í The Listen- er, að sér hafi verið meinaður aðgangur að náttúruvísindatíma ritinu „Nature", þegar hann ætl aði að gera grein fyrir því sem leitt hefur til falls þessa kerfis. En þó að slíkum aðferðum, sem virðast mjög ótrúlegar á öld sem kennir sig við visindi og menningu, sé enn beitt, þá er H. Dingle svo frægur maður, að þétta bítur ekki á hann, enda eru nú ýmsir aðrir komnir til skjalanna. Og einmitt þegar þetta stendur sem hæst í The Listen- er („Tilraun til að sanna afstæð iskenninguna" sem sagt var frá í blöðum fyrir nokkru, var ein- mitt skipulögð sem liður í rit- deilunum í The Listener, og snerti ekki kjarna málsins, eins og þar kom berlega fram) neyð ist „Nature" til að fara að birta greinar um rríálið, vegna bóka sem komið hafa út (Andrássy o.fl.). Aldan gegn einsteinsk- unni er orðin svo þung, að þeir fá ekki við neitt ráðið, og þeg- ar prófessor Synge fer að reyna að malda í móinn, viðurkennir hann, að sér hafi alltaf verið ógeðfellt að sætta sig við sumt það sem leiðir af þeirri kenn- ingu. Þetta þykir mér sérstak- lega eftirtektarvert því að mér hefur alltaf fundizt, að sannri upplýsingu ætti að fylgja óblandin ánægja og fylling hug- ans. En hvað er hún þá þessi af- stæðiskenning, sem stendur orð- ið svo höllum fæti, að orðið hef- ur að breyta nokkurs konar rit- skoðunaraðferðum til að halda henni uppi, nú siðustu árin? Flestir munu halda að slíkt sé svo mikill vísdómur, að einung- is sé á færi hinna lærðustu að ræða þar um, en aðrir verði að gera sér það að góðu, sem að þeim er rétt. En þetta er mikill misskilningur. Tilveran er í að- alatriðum einföld en ekki flók- in, og sönn þefcking er I því fólgin að sjá einfeldnina í marg- Áttræöur: Friðjón Vigfússon Friðjón Vigfússon fyrrum bóndi að Langhúsuim, Fljótum, Skagafirði, síðax liengi búsettur á Sigiufirði, en nú í Reykjavik, er áttræður í dag, m'iðvikudaginn 23. febrúar. Friðjón er fæddur á Húsavík 23. febrúar 1892. Hann hóf bú- sfcap að Langhúsum í Fljótum árið 1915 þá kvæntur Ólíniu Jónsdóttur frá Sigríðarstaðafcoti í Flókadaíl, Skagafirði, hinni mestu dugnaðar- og atorkukonu. Þau hjón bjuggu í Langhúsum til ársins 1931 er þau ffluttu til Sigfiufjarðar, en þar áttu þau hekna, þar til fyrir fáum árum er leiðin lá til Reykjavíkur. — Þeim varð 7 barna auðið, firnin? dætra og tveggja sona er ötliL uxu úr grasi og urðu mannikosta- fólik. Friðjón starfaði liengst af hór hjá Síldarverksmiiðju riikisins og var vel látinn bæði meðai starfs- fóliks og yfirboðara. Priðjón er maður myndarlegur á velli, prúð ur til orðs og æðis og drengur góður í beztu merkingu þeirra orða. Þó að hann sigldi eikki hraðbyrinn um láfsins ólgu sjó og léti öðrum eftir ásókn í völd, og virðingarsæti átti hann til að bera mörg þau persónueinkenni er verðmætust eru. Harrn er bók- elsikur, víðlesinn og vel numinn I ílestu þvi sem er undirstaða sannrar menntunar. Hann hefur góðan skilning á gildi farsællar stjómunar og hófsemi í ráðstöf- un fjármuna og hefði örugglega getað orðið farsæll hagfræðing- ur ef vegir til menntunar hefðu verið almenningseign á hans æsku'dögum eins og þeir nú eru. Sá, sem þessar línur ritair kynntist Friðjóni fyrst á hants efri árum, en þrátt fyrir aldurs- mun bundust milili ökkar bönd, sem efcki bila. í nafríi allra Siglfirðinga, hans gömlu samborgara áma ég Frið- jóni Vigfússyni heiliia áttræðum og þaJkka viðkynningu og vin- áttu á liðnum árum. Stefán Friðbjarnarson. Dilkakjöt og ostur kynnt í Kaupmannahöfn BÚVÖRUDEILD S.I.S., Osta- og smjörsailan og Stéttarsamband bsenda efna tM kjmningar á is- lenzkum landbúnaðarvörum, einfcum diikafcjötsréttum og ís- lenzkum ostum á Hótel Royal i Kaupmannahöfn, um miðjan marz n. k. í kjölfar þessarar kynnánigar fer svo ís/lenzk vifca á þesisiu sama hóteld, þar sem íislenzku réttimir verða þar á matseðlinum. Þeissi kynning verður með svip uðum hætti og aðrar slíkar, sem eflnt hefur verið til áður í öðr- um löndum, þar á meðal í Sví- þjóð og Noregi. 1 sambandi við kynninguna hafa verdð útbúniir sérstakir uppskriftal'istar, m. a. listi yfir 24 didfca'kjötsrétti, og á kynminguna verður boðið bæði sérfræðingum í matargerð og blaðamönmum, sem skrifa um mat, auk forstöðumanna hótela og veitiingastaða. Á sl. ári fóru 135 tonn af dilka- kjöti héðan á danskan markað. Fyrirspurnir varðandi kaup á nýjum fiskveiðiskipum YFIRSTANDANDI eru nú kaiup og byggingar á nokkrum fjölda nýrira fiskveiðiskipa af ýmsum stærðum og gerðum. Þetta má sjá og heyra í helztu fjölmiðlum daglega. í sambandi við skipakaup er breytninni. Og hvað afstæðis- kenninguna snertir, þá er þetta allt byggt á tiltölulega einföld- um grundvallaratriðum, sem hin hærri stærðfræði kemur hvergi nálægt. Horfum aðeins á stjörnuna Siríus, sem sést á suðurloftinu hér á kvöldin. Geislinn frá henni berst ekki með misjöfnum hraða eftir því hvort reiknað er frá sól okkar eða sól þeirra þar. Geislinn kemur hér fram á ná- kvæmlega tiltekinni stundu, sem er hin sama og tiltekin stund þar á jörð. Það þarf ekki annað en að láta hugskeyti ber- ast á milli, þá sést undir eins hvaða stund þetta var. — En þetta var hin afleita fjarstæða afstæðiskenningarinnar, að ekk ert eiginlegt samband værl milli tímans á hinum ýmsu stjörnum. Þorsteinn Guðjónsson. hér með varpað fram þeirri fyrir spurn hvort gert sé ráð fyrtr, að í þessum skipum verði ýmis nauðsynleg áhöld til þess að auka hreinlæti, gseðavönduin og geymsluþol fisks í veiðiferðum. Það helzta sem spurt er um er eftirfarandi: 1. Er gert ráð fyrir háþrýstt dælum til þvottar á fisklest, innviðum og dekki? 2. Er gert ráð fyrir dælum til þess að úða með klórblöndu eða öðrum gerileyðandi efn- um eftir þvottinn? 3. Er gert ráð fyrir ísfram- leiðsluvélum um borð í skip unum? 4. Er gert ráð fyrir kælikerfl í fisklestum? 5. Er gert ráð fyrir hæfum kössum fyrir fisk? Áðurgreind skipakaup munu fjármögnuð með opinberu fé allt að 80% af kaupverði. Leyfi ég mér því að óska svars við ofan- greindum fimm spumingaliðum, frá þeim aðilum er annazt hafla lánveitingar tll ofangreindra skipakaupa fyrir hönd hins opiin bera fjárveitingavalds. B. Á. Bergsteinsson, fiskmatsstjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.