Morgunblaðið - 04.03.1972, Blaðsíða 4
MORGÚNÖL.A.ÐEE), LAUGARDAGUR 4. MARZ 1972
® 22-Ð-22*
RAliÐARÁRSTÍG 31
------—--------/
(4444 © 25555
(4444S25555
LEIGUFLUG
FLUGKENNSLA
FLUGSTÖÐIN HF
Simar 11422. 26422
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
TS' 21190 21188
BÍLALEIGAN
AKBMATJT
r8-23-4Z
8endum
Ódýrari
en adrir!
Shodh
LEIGAN
AUÐBREKKU 44-46.
SiMI 42600.
MORGUNBLAÐSHÚSINU
STAKSTEINAR •
Andleg gelda, -
tilgangslaust líf
Skúli Magnússon er einn at
fáum Vesturlandamönnum,
sem dvalizt hefur langdvölum
i Kína, en það gerði hann á
árunum 1957 til 1961. Hann
var og i hópi SfA-manna og
því gjörkunnugtir innviðum
kommúnismans og baráttuað-
ferðum. Hinn 21. febrúar sl.
fórust Skúla svo orð í Alþýðu-
blaðinu: „Kommúnismi hefttr
nú verið „reyndur" í rúma
hálfa öld í milli 10 og 20 ríkj-
um, allt frá Kúbu til Kína.
Tllratin þessi hefttr verið gerð
á ca 1/3 hiuta mannkyns.
Hún hefur þó jafnan farið á
etnn veg: — kommúnismi hef-
ur reynzt ómanneskjulegt og
.‘ieSsíW'í-®'''-*- 1 >■ ■
óh’æft stjórnfyrirkomulag.
Hann hefur ekki aðeins haft
í för með sér hvers konar
frelsisskerðingu, hann hefur
og reynzt óhæft efnahags-
kerfi. Skipulagið hefur þýtt
gerviréttarhöld, útrýmingar-
og nauðungarvinnubúðir,
nauðtingaflutninga á heiltim
þjóðum, ditto, ditto, Það boð-
ar andlega geldu og vonlaust
tillangslaust líf.“
Ríkisleyndarmál
Óþarft er að tínnda það hér
hvaða afleiðingar hið algjöra
sildarleysi hefur haft á þau
byggðarlög, sem byggðu at-
vinnulif sitt upp á vinnslu síld
arafurða, eins og á Sigltifirði
og Raufarhöfn. Hin ntikla upp
bygging, sem þar hafði átt sér
stað, er nti ekki lengur annað
en minnisvarði unt fyrri um-
svif, en um leið ákall um það,
að veruleg átök verði gerð til
þess að laga atvinnulifið að
breyttuni aðstæðum. Að sjálf-
sögðu á rikisvaldið miklum
skyldum að gegna við þessa
staði, svo mikið sem þeir hafa
gefið þjóðarbtiintt í aðra hönd
á iimliðnum ántm. En til þess
að sú uppbygging, sem nauð-
synleg er, geti komið að fullti
gagni, verður að gera hana ■
samráði og samvinnu við
heimamenn.
Um þetta mál var m.a. f jall
að i nýútkomnu tölublaði af
Siglufirði. Þar segir m.a.:
„Siglufjörður fór þess á leit
við núverandi rikisstjórn að
hún skipaði fulltrúanefnd til
viðræðna við bæjaryfirvöld
um vanda bæjarfélagsins, at-
vinnulegan og fjárhagslegan.
Nefndina skipuðu Jón Kjart-
ansson, Ragnar Arnalds og
Tryggvi Helgason. Þótt nefnd
in væri þannig skipuð ein-
vörðungu stjórnarfulltrúiun
fögnuðu Siglfirðingar henni al
mennt, og bundti við hana
miklar vonir, ekki sizt vegna
veru .Jóns Kjartanssonar I
henni. Vitað er, að nefndin
gerði ítarlegar tillögur í grein
argerð til rikisstjórnarinnar, á
hvoru tveggja því athugunar-
sviði, sem henni voru falin. —
Þótt furðu gegni hafa sigl-
firzk bæjaryfirvöld ekki feng
ið afrit af skýrslu og greinar-
gerð nefndarinnar, sem ein-
göngu fjalla þó um siglfirzk
málefni, þrátt fyrir ítrekaðar
beiðnir þar um. Með þessa
skýrslu hefur til þessa verið
farið sem sérstakt rikisleynd
armáL“
Pétur J. Eiríksson: SKOTLANDSBRÉF
Skotar og Norðursjávarolían
MÖRGUM skozkum föður-
landsvininum væri eflaust vel
við þá tilhugsun að finna rit-
villu í Sambandssáttmála Eng
lands og Skotlands frá 1707,
nægjanlega til að gera þann
sáttmála ógildan. Ekki svo
mikið til að lækna sært þjóðar
stolt, heldur e.t.v. meira
vegna þess að sú tilhugs-
un leiddi hans mannlegu
drauma, um efni og auð, nær
raunveruleikanum. Hann sæi
fram á umbreytingu hins
snauða Skotlands í fyrirmynd
ar velferðarríkið, sem allar
þjóðir keppa að, kolareyks-
smiðjurnar fengju loks að
hvilast en í stað þeirra minn-
ismerkja iðnbyltingar 19. ald
arinnar risi háþróaður iðnað-
ur, þar sem verkamenn klædd
ust hvitum sloppum. Og hver
veit nema hægt yrði að veita
Englendingum efnahagsað-
stoð?
Allt þetta ætti Norðursjáv
arolían að geta gert kleift, en
það er nú ljóst að við austur
strönd Skotlands eru auðug-
ustu oliulindir, sem fundizt
hafa í heiminum hin síðari ár.
Lindir þessar eru þúsundir
feta undir sjávarbotni og
mynda keðju, um 100 mílur
frá landi, allt frá Dundee að
Aberdeen. Búizt er við að
þarna verði hægt að hefja olíu
vinnslu árið 1974, en fyrstu
árin verður ársnýtingin um
25 milljónir lesta, en eykst
smám saman upp í 150 millj.
lesta á ári. Sú tala samsvarar
núverandi ársnotkun Breta,
en heil-darolíurveyzla V -Evr-
ópu er um 630 milljónir lesta.
Það er því augljóst að þarna
er um mikil auðæfi að ræða.
Þá eru ýmsir þeirrar skoðun-
ar, að þetta sé aðeins lítill
hiuti þeirrar olíu, sem raun-
verulega er að finna við
strendur Skotlands, þvi að
margt bendir til að norður af
landinu leynist eitthvað og að
Orkneyjar og Hjaltland búi
yfir meiri auðæfum en nokk
urn hafði dreymt um. Ríkis-
stjórnin hefur verið furðu
þögul um þessi mál, svo og
hlutaðeigandi olíufélög. En
það þykir styrkja þennan
grun, að Shell-olíufélagið
treysti sér til að bjóða 21
millj. sterlingspunda fyrir að
fá að bora við Orkneyjar.
En nú er samningurimi frá
1707 í fullu gildi, og fátt bend
ir til annars en að svo verði í
fyrirsjáanlegri framtið. Og
hafi einhvem Skotann
dreymt um að gerast olíu-
fursti, verður hann að sætta
sig við raunveruleikann og
horfa langeygur á eftir hinu
svarta gulli suður yfir landa
mærin. Því hér eru það ekki
Skotar, sem ráða ferðinni held
ur stjórnin, sem situr í Lund-
únum og samkvæmt áliti henn
ar hafa Skotar hvorki þekk-
ingu né fjármtagn til að
stunda olíuvinnslu. Skotar
verða því líklega að láta sér
nægja molana, sem falla af
borði húsbóndans.
En það er ekki þar með sagt
að áhrifa olíunmar muni ekki
gæta nema í litlum mæli hér í
Skotlandi, því að um þessa
mola munar vissulega lítið
land. Verzlun og þjónustuiðn-
aður mun rísa upp við olíu-
hafnimar og sem dæmi má
nefna að gert er ráð íyrir að
hver borpallur muni greiða,
minnst um 225 milljónir ísl.
kr. á ári fyrir þjónustu til
sinnar heimahafnar, og að ári
liðnu verða 20 slíkir pallar úí
af austurströndinni. Hér veit
ist því ýmsum smábæjum góð
búbót. Aberdeen, sem í hug-
um margra íslendinga er ekki
annað en lítill útgierðar-
bær, en er virðuleg borg,
belmingi stærri en Reykja-
vík, fér óðum að svipa
til oliubæjanna í Texas. Þar
eru þegar 55 fyrirtæki beint
eða óbeint viðriðin olíuna og
hún hefur þegar skapað 1000
bæjarbúum atvinnu. Um
næstu áramót mun sú tala
vera fjórfölduð. Og ekki má
gleyma þeim, fáu að visu, sem
þegar eru orðnir milljónamær
ingar, tveim árum áður en olí
an kemst í land, eins og t.d.
tollverðinum, sem keypti gam
alt pakkhús og innréttaði fyr
ir skrifstofur, sem hann leigði
síðan bandarískum olíufélög-
um. Síðan til að fullnægja
frekari þörfum Bandarikja-
manna, kom hann á fót vöru
lyftaraleigu, bílaleigu, tollvöru
gieymslu, tryggingasðlu, barna
heimili og kaffiteríu.
En þó að eða kannski held-
ur af því að hlutur Skota af
olíutekjunum er ekki meiri en
raun ber vitni, má gera ráð
fyrir, að olían muni hafa mik-
il áhrif á efmahagslega og
stjómmálalega stöðu Skot-
lands. Hætt er við að lands-
menn verði í rikari mæli sér
meðvitandi um áhrifaleysi
sitt í eigin landi og hvað Skot
land er í reynd háð Englandi.
Þar hjálpast að vísu fleira að,
eins og gjaldþrot skipasmíða-
stöðvanna við Upper-Clyde,
stöðugt atvinnuleysi, sem
hlutfallslega er töluvert
meira en í Englandi og er nú
meira en nokkru sirini eftir
strið, og yfirleitt minni vel-
megun. Þetta hefur orðið til
að skerpa þjóðemiskennd
Skota og settar hafa verið
fram kröfur um aukna efna-
hagslega sjálfstjóm, m.a. með
því að tekjurnar af olíunni
renni að einhverju leyti til
uppbyggingar í Skotlandi. —
Þær tekjur gætu gert landið
fjárhagslega óháð Englandi,
en í því sjá margir lausn efna
hagsvandans. Þessi krafa virð
ist eiga góðan hljómgrunn
meðal almennings, og mörg
skozk dagblöð styðja hana,
eins og t.d. The Scotsman,
sem vill að Skotland fái tekj
umar hreinar og óskiptar. —
Undir það tekur skozki þjóð-;
emissinnaflokkurinn, en hann
hefur lengi barizt fyrir sjálf-
stæði Skotlands.
Frjálslyndi flokkurinn
skozki genigur ekki eins langt,
en tillögur hans gera ráð fyr
Framhald á bls. 23.
meö DC-8
PARPOÍITUn
bcin líno í ÍQf/kfófdeild
Q5IOQ
^Kaupmannahöfn ^Osló
sunnudagd/ sunnudagð/
mánudagð/ [oriöjudaga/ þriðjudaga/
fimmtudaga og föstudaga. fimmtudaga
LOFTLEIDIR
Stokkhólmur ^Glasgow
manudaga/ laugardaga
fostudðga. ^ London