Morgunblaðið - 04.03.1972, Síða 15

Morgunblaðið - 04.03.1972, Síða 15
MORGUNBLAÐH>, LAOGABDAGUR 4. MARZ 3972 15 Geir Hallgrímsson, borgarstjóri; Verið að þrengja kost Reykjavíkur — draga f jármagn og vald til ríkisins — skerda sjálfsákvördunarrétt borgaranna í RÆÐU, sem Geir Hall- grímsson, borgarstjóri, flutti á fundi borgarstjórnar sl. íimmtudag, er hann mælti fyrir ályktunartillögu Sjálf- stæðisflokksins um sjálfstæði sveitarstjórna og tekjustofna þeirra, sagði hann m.a., að svo mjög skerti frumvarp það að tekjustofnalögiun, sem mú lægi fyrir Alþingi, tekju- möguleika borgarsjóðs og svigrúm til framkvæmda, að í raun hyggi nærri sjálfs- ákvörðunarrétti Reykjavíkur borgar. Ljóst væri, að við samning þessa frumvarps hefði enginn nefndarmanna er hlut áttu að máli, talið sig þurfa að gæta hagsmuna Reykjavíkurborgar. Yrði frumvarpið samþykkt væri einsýnt, að skera þyrfti nið- ur verklegar framkvæmdir hjá borginni. Borgarstjóri kvaðst ekki bafa viljað trúa því, að frum varpi þessu væri sérstaklega ætlað að þrengja -kosti Reykja víkur, en nærri lægi nú að álíta að svo væri, ef engar um talsverðar leiðréttingar fengj ust á frumvarpinu. Hafi til- gangurinn verið þessi væri um leið hagsmunum margra annarra stefnt í voða, þ. á m. ýmissa annarra fjölmennra sveitarfélaga. Ennfremur sagði borgar- stjóri: „Með skattafrv. þeim, sem Alþingi hefur nú til meðferð- ar, er því miður stefnt þannig moarkvisst að því að draga fjármagnið frá og taka sjálfs ávörðunarrétt af borgurunum og samtökum þeirra, eins og sveitarfélögum, til þess að af- henda stærra og meira ríkis- bákni, en við höfum nokkurn tímann áður búið við. f stað þess að dreifa valdinu er það nú dregið saman á einn stað og lýðræðið þannig skert í framkvæmd.*4 í úpphafi fraimsöguræðu sánn ar með tillögu sjálfstæðismanna, en tillagan, sem var samþykkt, biirtiist í heild hér á síðunni, sagði Geir HaMgrímsison: „Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins leggja hér fram tillögu, er varðar sjálfstæði sveitarfélaga og tekjustofna þeirra. Tillagan er að aðalefni til al- menns eðlis, en þó flutt af gefnu tilefni. Það er og trú mín, að bo rgarf u Jltrúar beri gæfu til að eiga samleið, án tillits til flokks pólitískra skoðana, þegar hags- munir Reykjavikur og íbúa henn ar eru í veði, og þvi geti þeir sameinazt um að samþykkja þessa tillögu, sem aðallega legg ur áherzlu á, að sjáifsákvörðun- arréttur sveitarfélaganna um málefni ibúa sinna verðd tryggð ur, að ríkisvaldið hafi íull sam irióð við samtök sveitarfélaga um máiefni, er þau varðar sérstatk- iega, og að sveitarfélögum verði tryggðir tekjustofnar til að sinna nauðsyplegum verkefnum, hverju í sínu byggðarlagi.“ Síðan minnti borganstjóri á ályktun fulltrúaráðs Sambands íslenzkra sveitarfélaga frá 18.— 20. jan., þar sem segir m.a., að það sé skoðun fulltniaráðsins, að auknar framkvæmdir á vegum sveitarfélaga hafi almennt mun meiri áhrif til aukinnar velferðar stærsta hluta þjóðarinnar, held- ur en framkvæmdir rikisins, þar sem sveitarfélagið skapar ein- staklingnum hið nánasta um- hverfi, sem hann lifir og hrær- ist i. Þessu næst gagnrýndi borgar- stjóri skipan nefndar þeirrar, sem undirbjó frumvarpið að tekjustofnalögunum. Samtökum sveitarfélaganma hafi ekki verið gefinn kostur á að tilnefna full- trúa í nefndina, né heldur Reykja víkurborg. „Slikt verður að teljast mikið tillitsleysi við sveitarfélögin og er mér nær að halda, að ef íull- trúi tilnefndur ai samtökum þeirra hefði setið í nefindinni, fulltrúi sem hefði orðið að standa sveitarfélögunum sjálfum rei-kn- ingsskil gerða sinna, þá hefði frv: með hans samþykki ekki séð dagsins ljós í þeirri mynd, er það var lagt fram í Alþingi," sagði Geir Hallgrímsson. Næst vék hamn að nauðsyn þess, að sveitarfélög færu að lög um, hvað varðar, að ljúka samn ingu fjárhagsáætlana sinna fyrir áramót næst á imdan reiknings- ári. Þessari reglu hefði Reykja- víkurborg jafnan fylgt. Regla þessi væri sett bæði með hags- muni gjaldandans og sveitarfé- lagsins í huga, en báðir þessir að ilar þyrftu að geta gert fjárhags- Á FUNDI borgarstjórnar Reykjavikur siðastliðinn fimmtudag var sam- þykkt tillaga frá borgarfull- trúum Sjálfstæðisflokksins, þar sem gagnrýndur er sá dráttur, sem orðið hefur á af- greiðslu skattafrumvarpa rík- isstjórnarinnar. Bendir borg- arstjórn Reykjavíkur á, að fjárhagur og framkvæmdir sveitarstjórna á þessu ári séu í mikilli óvissu af þessum sök- um og komi þessi dráttur sér illa fyrir Reykjavík og önn- ur sveitarfélög, sem hafa með höndum fjölþættar og um- fangsmiklar framkvæmdir. Telur borgarstjórn Revkja- víkur þessi vmnubrögð óvið- unandi. Þá skorar borgarstjórnin á Alþingi að gera nauðsynlegar breytingar á tekjustofna- frumvarpinu þannig, að mögulcikar Reykjavíkurborg- ar og annarra sveitarfélaga áætlanir sínar íyrir fiam á grund veUi þeirra ráðstöfunartekna, sem tiltækar yrðu. Nú væru liðn ir tveir mánuðir af árinu og Ijóst væri, að enn liði nokkur tími, þar til Alþingi afgreiddi frumvarpið til tekjustofnalaga og sveitarfélög gætu gengið frá fjárhagsáætlunum sínum. Svo miklar breytingar væru nú boð aðar á skatta- og tekjustofna- lögum, að til hefði þurft að koma miklu fyrr mun itarlegri rann- sóknir um áhrif breytinganna. „Með þeim vinnubrögðum, sem hér hafa verið við'höfð, er fjár- málum og framkvæmdum sveit- arfélaga stefnt í óvissu og peim ásamt öllum gjaldendum lands- ins sýnt óviðunandi tillitsleysi,“ sagði Geir Hallgrímsson. Minnti hamn á í þessu sambandi, að íjár- hag nokkurra fyrirtækja á veg- um borgarinnar, þ. á m. Raf- magnsveitu, Hitaveitu og Stræt- isvagna, væri eimnig stefnt í sömu óvissu, þar sem ekki væri komið svar rikisstjórnairinnar frá í desember sl. um hækkanir á gjaldskrám þessara fyrirtækja. Borgarstjóri sagði, að reiknað hefði verið út í des. sl., hver áhrif tekjustofnafrumvarpið hefði á frumvarpið að fjárhags- áætlun borgarinnar, sem þá lá fyrir tilbúið á grundvelli gild- andi laga. Þar hefði komið fram, að með fullnýtingu allra tekju- möguleika borgarsjóðs sam- kvæmt tekjustofnafrumvarpinu hefði enn skort 2.1 millj. kr. upp á að ná sömu tekjuhlið og gjaldahlið i fj árha.gsáæti unar frumvarpinu. í því frumvarpi hefði hins vegar verið byggt á til tekjuöflunar verði ekki lakari en verið hefur. Jafn- framt er varað við þeirri til- hneigingu ríkisvaldsins að draga til sín vald úr höndum sveitarfélaganna. Samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur er svohljóðandi: „Borgarstjóm Reykjavíkur leggur áherzlu á, að sjálfstæði sveitarfélaganna er einn af hom- steinum lýðræðis í landinu. Sjálfsákvörðunarréttur sveitar- félaga úm málefni ibúa sinna stuðlar að dreifingu valdsins i þjóðfélaginu og er i heild líkleg- ur til að leiða tll aukinnar vel- ferðar og hagsældar íhúa lands- ins. Borgarstjóm lýsir áhyggjum sínum yfir því, að i samskiptum ríkisvaldsins og sveitarfélaganna undanfama mánuði hefur sveitar félögum verið sýnt milkið tillits- leysi, og ef svo fer fram sem horfir, er ekki annað sýnt en sjálfstæði sveitarfélagamna sé í hættu. Borgarstjóm vekur sérstaka athygli á eftirfarandi: 1. Þó að nú séu liðnir tveir sömu álagningarreglum og gilt hafa, þ.e. að veita 6% afslátt frá útsvarsstiga og mota um 60% af leyfilegum aðstöðugjaldsstiga. Samtals hefðu ónýttar heimildÍT að óbreyttum lögum numið 350 milljónum kr. vegna útsvars og aðstöðugjalda. í núgildandi lög- um væri einnig heimild tii 20% álags á útsvarsstiga, og hefði slíkt álag getað numið meiru en 300 millj. kr. í Reykjavík, en aldrei hefði þurft að nota þessa álagsheimild í Reykjavík. Síðan sagði borgarstjóri: „Þegar á þetta er litið er aug- ljóst hversiu mjög frv. að tekju- stofnalögum skerðir tekjumögu- leika borgarsjóðs og svigrúm til framkvæmda og í raun heggur nærri sjálfsákvörðunarrétti Reykjavikurborgar. Ljóst er, að við samningu þessa frv. virðist enginn nefndarmanna, er hlut áttu að máli, hafa tailið síg þurfa að gæta hagsmuna Reykjavíkur- borgar." Hækkanir, sem orðið hefðu á fjánhaigsáætlunerfrumvarpinu síðan í des. vegna áhrifa kjara- samningamna ásamt áhrifum af kaupgjaidsvísitölu væru um 70 millj. kr. í frumvarpinu hefðu til þessara þarfa verið ætlaðar 25 millj. kr. Miðað við að gjalda- og teknahlið fj ánhagsáætlunar- innar stæðust nokkum veginn á eftir fullnýtingu aUra heimilda hins nýja tekjustofnafrumvarps skorti hér enn a.m.k. 45 millj. kr. til að mæta þessum hækkunum. Slíkum útgjaldaaukningum yrði ekki mætt, nema með niður- skurði verklegra framkvæmda. „Þá vil ég sérstaklega umdir- strika, að ég tel fráleitt, að frv. til nýrra tekjustofnlaga sé þann- ig sniðið, að sveitarfélög verði í óvissu mánuðir þessa árs, hefur rikis- stjómin og Alþingi ekki ennþá afgreitt írumvarp það um tekju- stofna sveitarfélaga, sem ætlazt er til að sveitarfélögin byggi af- komu sína á, og sýn-t er, að það mun enn dragast í nokkrar vik- ur. Afleiðing þessa er sú, að sveitarfélög hafa ekki getað af- greitt fjárhagsáætlanir sínar og fjárhagur sveitarfélaganna og framkvæmdir allar á árinu eru þvi í mikilli óvissu. Sérstaklega kemur þessi dráttur illa við Reykjavik og önnur sveitarfélög, sem hata með höndum fjölþættar og umfangsmiklar framkvæmdir á hverju ári. Borgarstjórn telur shk vinnubrögð óviðunandi, enda óþörf, ef vel hefði verið að mál- um staðið í upphafi. 2. Samkvæmt frumvarpi því um tekjustofna sveitarfélaga, sem fyrir liggur, vantar talsvert á að heildartekjur sveitarfélag- anna verði þær sömu og þær heíðu orðið samkvæmt gíldandi lögum og álagningarreglum sveit arfélaga á síðasta ári og er þá tekið fullt tillit til lækkunar út- gjalda sveitarfélaga. Ljóst er éinnig að tekjumöguleikar Reykjavíkurborgar og þá um leið svigrúm til framkvæmda er veru- lega skert frá því sem gildandi lög segja fyrir um. Borgarstjóm skorar þvi á Alþimgi og rikis- stjórh að bæta hér úr og þess verði gætt við afgreiðslu málsirus, Geir Hallgrímsson strax við gildistöku lagarna til þess neydd að nota allar áiagn- ingariheimildar til fulls,“ sagði Geir Hallgrimsson, borgarstjóri. Síðar í ræðu sinni sagði borg- arstjóri: „Sérstök ástæða er til að vekja athygli á, að frumvarp það tíl laga um tekjustofna sveitarfé- laga, sem nú er til meðíerðar á Alþingi, gerir í engu ráð fyrir auknum verkefnum sveitarfé- laga, hvorki með þeim hætti, að þeim verði með lögum falin verkefni, sem ríkisvaldið hefur nú með höndum, né þeim verði með sæmilega rúmum tekjustofn um gert kleift að eigicn frum- kvæði að sinna fleiri verkefnum í þágu ibúa sínna en þau giera nú.“ Minnti hann á, að Samband islenzkra sveitarfélaga hefði sér- staklega varað við þeirri stefnu- breytingu, sem í frumvarpinu fælist i þá átt að minnka svig- rúm sveitarfélaga til aukinna framkvæmda. Að lokum sagði Geir Hall- grimsson: „Borgarstjórn Reykjavíkur ex skylt að standa vörð um hags- muni borgarinnar og ibúa benn- ar. I þessu máli á Reykjavík sam jeið með öðrum sveitarfélögum landsins. Um það var ekki ágrein ingur á íundi fulltrúaráðs Sam- bands ísl. sveitarfélaga. Ég itreka því þá von mína, að borg- arfulltrúar í Reykjavík beri einn ig gæfu til að eíga samleið í þessu máli, og legg til að tillaig- an verði samþykkt." Sagt verður frá frekari um- ræðum um tiHögu sjál'fstæðis- manna í blaðinu á morgun. að möguleikar Reykjavíkurborg- ar og annarra sveitarfélaga til tekjuöflunar verði a.m.k. ekki lakari en verið hefur. Bendir borgarstjóm m.a. á eft irfarandi: a) Sveitarfélögin fái forgang að beinum tekjusköttum, bæði einstaklinga og ennfremur félaga þar sem tekjuskattar eru aðal- tekjustofn sveitarfélaga en hlut fallslega litill þáttur í heildartekj um ríkissjóðs, enda leiði það ekki til aukinnar skattbyrði beinna skatta í heild. b) Sveitarfélögin ákveði sjálf innheimtu aðstöðugjalda innan á- kveðins hámarks, sem lækkað sé þó frá gildandi lögum með tilvís un tii hækkaðra fasteignaskatta, enda sé tillit tekið til þessa við skattlagningu ríkissjóðis á at- vinnuvegina. Borgarstjóm varar eindregið við þeirri tilhneigingu ríkisvalds- ins að draga til sín vald úr hönd- um sveitarfélaganna. Borgar- stjórn skorar á Alþingi og rikis- stjórn að taka upp þá stefnu að efla sjálfsákvörðunarétt sveitar- félaga og styrkja sjálfstæði þeirra með þvi að fela þeim auk- in verkefni og sjá þeim fyrir nægilegum tekjustofnum." Sjá frásögn af framsöguræðu Geirs HaUgrímssonar, borgar- stjóra með tillögu þessari hér að ofan. Borgarstjórn um afgreiösludrátt skattafrumvarpsins: Og sveitarfélaga — Óviðunandi vinnubrögö — Ríkisvaldið dregur til sín vald frá sveitarfélögum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.