Morgunblaðið - 04.03.1972, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 04.03.1972, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐEÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1972 17 Ingólfur Jónsson: Kröfur á hendur sam- f élaginu ganga of langt Kröfugerð i ýmsu formi á hendur þvi opinbera er mjög áberandi um þessar mundir. Kröfumar eru fram bornar á ýmsan hátt svo sem i blöð- um, sjónvarpi og í kröfugöng uim. Menntaskólanemetndur gengu nýlega fjölmennir á fund menntamálaráðherra og fjármálaráðherra. Nemendur kvörtuðu m.a. um þremgsli i skólunum og lélegain aðbúnað. Óskuðu nemendiur að gild- andi lög um menntaskóla vœru framkvæmd. Ein megin- áistæðan fyrir kröfugöngu nemendanna mun vera sú, að skrifleg verkefni, sem þeim eru fengin i hendur í skólan- um til úrlausnar eru ekki leið rétt af kennurum, eins og ver ið hefur og vera ber. Nemend ur kvarta yfir því, að kennsla að þessu leyti sé í ólestri og geti það haft óbætanleg áhrif á námsárangur. Kvörtun af þessu tagi er eðlileg og skilj- anleg. Nemendur hafa fuiUa samúð allra sanngjarnra manna og eiga rétt á að fá úrbætur i þessu efni. Skóla- haldið er dýrt og nemendur ,eyða löngum tíma tii námsins. Æltlazt verður til þess, að kennslan sé i fullkomnu lagi og nemendur nái námsárangri eftir námsgetu. Deilan milli rikiisstjórnar- innar og kennaranna, sem vandræðunum veldiur, verður að leysast sem allra fyrst. Vonandi ræðast deiluaðilar við um þessi mái með það fyr ir augum að finna heppilega lausn á málinu. 1 lýðfrjálsu landi gera þjóð félagsþegnarnir margháttað- ar kröfur. Of.t eru þær sann- gjamar og af raunsæi gerðar. Því fer þó fjarri að þeim sé alltaf í hóf stillt. Kjaradeil ur eru tíðar og hafa valdið miklu tjóni þjóðarbúskapn- um. Það hefur lengi verið stefnumið stjómvalda og flestra vinnuveitenda á Is- landi, að launþegum bæri að fá launatekjur i samræmi við greiðslugetu atvinnuveganna. Þegar árferði er gofct, afla- brögð oig verzlunarkjör með betra móti, ættu lifskjörin að batna og kaupmáttur launa að aukast. Kaupniáttaraukning nam 19% á 13 niánuðum. Á árunum 1967—1968 varð þjóðin fyrir miklu áfalli, sem hafði af eðlilegum ástæðum áhrif á lífskjör almennings. Flestir muna, að gjaldeyris- tekjumar minnkuðu um nærri 50% á tveimur árum, vegna aflatregðu og verðfalls á útflutningsvörum þjóðar- innar. Þá kom sér vel, að hafa gjaldeyrisvarasjóði til þess að grípa til. Á árunum 1969 og 1970 fór þjóðarhagur batnandi á ný. Verzlunarkjör in urðu betri, verðlag út- flutningsvörunnar fór hækk- andi og aflabrögð bötnuðu. Vorið 1970 var samið við launþega um verulegar kjara bætur, og kauphækkanir, sem miðuðus/t við batnandi hag þjóðarbúsins og atvinnuveg- anna. Er talið að kaupmáttur launa hafi aukizt um 19% frá því í maí 1970 til 1. j'úlí 1971. En þá var hamlað gegn vax- andi dýrtið og komið i veg fyrir að kauphækkanimar yrðu að engu í verðbólgu- filóði. Allt árið 1971 var mik ið góðæri. Hefur það haldizt það sem liðið er af yfirstand- andi ári. Ytri skilyrðd eru fyr ir hendi til þess að kaupmátt ur launa megi enn aukast og lífskjörin batna. FJestum er kunnugt um, hvernig efna- hagsvotfcorð ríkisstjórnar Ól- afs Jöhan nassonar var eftir úttekt á þjóðarbúinu við stjómarskiptin í júlímánuði 1971. Vegna góðrar stöðu þjóðarbúsins og atvinnuveg- anna gaf ríkisstjómin há- stemmd loforð um kjarabætur almenningi til handa. Ríkis- stjórnin iofaði 20% kaupmátt araukningu á tveimur árum. Hún lofaði að stytta vinnu- vikuna og lengja orlof. Vinnu tíminn var styttur og orlof lengt með lögum. Ingólfur Jónsson. Launjiegar vildu tekjuliækk- un fremur en styttri vinnu- tíma. Þannig var samningsréttur inn raunverulega af launþeg um tekinn. Vitað er, að fjöldamargir launþegar vildu fremur semja um hærra kaup og tryggari tekjuaukn- ingu fremur en styttri vinnu- tíma. Verðhækkun á búvörum er ákveðin samkvæmt lögum. Þó hefir gJeymzt að taka tillit til þess að orlof var lengt. Bú- vör u ver ðshækkun in kemur í kjölfar þeirrar þróunar, sem orðið hefir síðustu mánuði. Stytting vinnuvikunnar jafngildir 10% kauphækkun á klst. en þó meiri útgjalda- aukningu fyrir atvinnuveg- ina. Hf atvinna minnkar er engin trygging fyrir því, að launþeginn fái nokkra tekju aukningu. Fer það eftir því, hvort um meiri eftirvinnu er að ræða, eftir að dagvinnu- tíminn breyttist. Vinnuvikan er nú aðeins 37 sfcundir, þar sem kaffitimar eru taldir til vinnustunda og eru greiddir með fullu tímakaupi. Vinnu- vikan hér á landi er i reynd styfctri en í nokkru öðru landi, sem Islendingar skipta við. Sú spurning vaknar, hvort tæknin sé enn komin á það stig í íslenzku atvinnu- lífi, að þjóðin geti verið sam- keppnisfær við aðrar þjóðir með þessum hætti. Vélvæðing og fullkomnasta tækni eykur afköstin og gerir fært að auka framleiðsluna þótt vinnustundum fækki. 1 menn ingarþjóðfélagi er að því keppt, að auka þann tima, sem maðurinn hefur til eigin ráðlstöfunar og stytta tírnann, sem fer í það, sem kallað hefur verið brauðstrit. Marg- ir kunna að notfæra sér löng frl frá daglegum störfum, en mikil hætta er á, að ýmsir noti frítímann á óæskiiegan hátt. Unglingar hafa lent í óreglu m,.a. vegna þess, að þeir höfðu ekki verk að vinna eða ákveðið markmið til að keppa að. Eins og áður get ur féngu launþegar raunhæf- ar kjarabæfcur, mikla kaup- máttaraukningu á síðari hluta árs 1970 og fyrri hluta ársins 1971. Öll ski'lyrði voru fyrir hendi til þess að sama þróun héldi áfram seinni hluta ársins 1971 og það sem af er þessu ári. En reynslan er dapurleg, þrátt fyrir góð- æri, góð aflabrögð og hag- stæð verzliunankjör. Lítur út fyrir, að verðbólgan muni á næsfcu vikum eyða þeim hagn aði, sem launþegum var ætlað að fá með kjarasamningum á sl. hausti. Þannig fer ávallt, þegar illa er á málum haldið. -'viX Hannes Pétursson skáld: VOND OPERETTA I. DÁVÆNN hópur skálda og lista- manna, sem valdir höfðu verið eftir dugnaðarpoti þeirra innan samtaka sinna, kom fram I sjónvarpi nú á hlaupársdag til þess að ræða úthlut- un listamannafjár. Sumir höfðu hátt og pötuðu, sumir höfðu lægra, aðrir þögðu, en nokkrir kvökuðu þakkar- orði. Að minnsta kosti tvéir þeirra sem höfðu hátt og pötuðu eru gamal- þekktir froðukúfar. Andspænis sátu srvo á palli úthlutunarmenn nefndra peninga og svöruðu fyrir sig. Þeir höfðu (eins og stundum er í sjón- varpi) litinn hljóðnema lafandi í bandi framan á brimgunni, og Mktist það að þessu sinni slakri hengingaról, því að sem sjónvarpsáhorfanda virtist manni að til stæði að festa úthlutun- armenn upp, þetta væru síðustu mín- útumar sem þeim gæfist kostur á að tala til borgaranna. En svo bágt var það ekki. Þessi fundur varð aMhlægilegur og þó um sumt átakamlegur. Hann hófst á þræsum listamanna inmbyrðis. Minnti það á atvik í Þórðarsögu kak- ala. Frá því segir, að Þórður kakali tók sér náttstað á Silfrastöðum og Mð hans allt, þegar hann kom úr Eyjafirði og hugðist reka harma stnna við Brand Kolbeinsson á Reyni- stað. Þefcta var í aprilmánuði og nótt dinnm. Lágu Þórður og menn hans úti og höfðu stungið spjótum sínum niður í völlinn. En um nóttina gekk veður upp „og þaut mjög í spjótun- um“ segir sagan. Brandur á Stað var með liðsafnað úti í héraðimu. En þeg- ar tók að þjóta í spjótumum, hrukku upp Þórðarmenn og héldu Brand kominm, gripu til voprna simna og fóru að berjast hver við annan í myrkrinu. Féfl þar eimn maður, en margir urðu sárir áður en þeir sæju hvað í efní var. — Orðlengi ég ekki frekar hlut skálda og listamanna á fundi þeirra og úthlutunarmanna. II. Útbýting listamannaf jár er þjóðlegt bíó ár hvert. Þá er riflega hundrað skáldum og Mstamönnum skipað á tvo bekki, annan æðri, en annan óæðri. Áiíka stór hópur lendir í myrkrinu fyrir utan þar sem er gnístran tanna. Á óæðri bekk koma menn og fara, þar rýmist til á hverju ári og þar er drepið í skörðin mönn- um sem kúrðu næst áður í myrkrinu fyrir utan. — Á hinum æðra bekk þruma sitjendur aftur á móti mjög fast og sjúga sykurdúsu við ofnhita og verður ökki hnikað fyrr en í ragnarökum, þegar allt fer á hreyf- ingu og „Naglfar losnar“. Ofar en þetta, á hæstu pöldrum, sitja nokkr- ir síðskeggjaðir heiðursmenn í al- glaða birtu. Þeir hlusta á grasið gróa í fjarska eða tala við stjömuna Sírius, hund Óríoms. Islenzka ríkið borgar þeim 175 þúsund krónur ár- lega fyrir vel unnin störf og kaMar heiðurslaun („bandspotta bafct hann þar yf’r um / bóndinn, — og kaflar það seil“). Þannig er „úthlutunarmálum“ hátt- að, löngu nokkuð eftir að óperettan gekk úr giidi sem listform. En hér lifir hún, þó miklu leiðinlegri og marklausari en hún á skilið, þvi Jó- hann Strauss yngri og aðrir Vinar- kompónistar voru skemmtilegir og komu fólki í gott skap, en þeir óperettu-smiðir sem eru að verki í „úfchlu>tunarmálum“ (alþingi og þeir sem það velur að fara í sínu nafni með lýðræðið í peningamálum skálda og listamanna) koma mörgum í vont skap, gera jaifnvel mann og mann hoppamdi vitlausan ár eftir ár. Atltaf er verið að þiniga um það, hvemig hægt sé að laga þá ófremd sem „úthlutunarmálin" eru og hafa löngum verið. Ritaðar eru álitsgerðir, búnar til fundarsamþykktir. Sumir vilja „leggja Karþagó í eyði“ og kannski væri það bezt. Þó held ég að skáld og Mstamenn vilji ekki missa af þeim peningum sem alþingi legg- ur fram handa þeim, enda eigi þeir þá margfaldlega inni hjá ríkirnu. Og víst er það satrt, að 8 miifljónir eða þar um bil er ekki mikifl austur af opinberri hálfu, þegar f járlögin velta á mörgum milljörðum og styrkir eru veittir til allra hluta. En alþingi, elzta stofnun þjóðarinnar og hin virðulegasta, stofnun sem við endur- nýjum jafnt og þétt, þamnig að alltaf ætti að vera nýtt blóð I kúnni, hefur ekki séð ástæðu tfl að veðja á list- sköpun Islendinga með þvi að leggja hressilega undir. Samt hafa þeir ágætu kardínálar, sem þar sitja, miklar mætur á orðtakinu er svo hljóðar, að peningar séu afl þeirra hluta sem gera skuH. En þó er að heyra sem það nái einvörðungu til verklegra framkvæmda, eins og ekk- ert sé vinna anmað en að reka nagla. Oftrúin á naglana hefur leiitt til þess, að mulið er undir spariklædda gosa sem þykjast ætla að gera þetta eða hitt á verlclegu sviði til þjóðþrifa, bankamir standa þeim opnir, þeir spígspora þar út og inn með vindil í kjaftvikinu — og svo trumba þeir og eru auglýstir í Lögbirtingarblað- inu. Hinu opinbera virðist happasælla að fínansera þessa pókerspilara en Hstalífið; peningarnir, afl þeirra hluta sem gera skal, eru handa þeim, ekki handa hinum sem aldrei taia um að reka nagla. III. Hannes Pétursson. hlutunarmenn listamannafjár, sem sátu á palli í sjónvarpsherberginu á hlaupársdag, eiga að vera smækkuð mynd af lýðræði og réttlæti stjómar- formsins, þegar þeir skipta al- mannafé mifli skálda og listamanna. Dagafjöldi ársins er skakkur og þvi var búinn tfl hlaupársdagur. Uthlut- unarkerfi listamannafjár er skakkt, en en-ginn sér hvernig það verði leið- rétt með „hlaupársdegi" á sinn hátt. En kostuleg er sú tilviljun, að sjón- varpsþrakkið skyldi bera upp á hlaupársdag, leiðréttingardag tíma- talsins. Ég hugsa að „hlaupársdag- ur“, sem kippi úthlutun listamanna- fjár í Uðinn, verði aldrei fundinn, menn verði eftirleiðis sem áður að búa við skekkju, nýja skekkju sem fylgi nýju skipulagi, þótt hægt væri að draga úr ranglætinu, ef hið opin- bera öðlaðist fyllri skilning á pening- um. Sem stendur er úthlutunarkerfið fremur nýtt í hettunni og var talið tU stórbóta af málsaðilum þegar það kom fram. Samt er það óferjandL Hvers vegna? Vegna þess að óviður- kvæmilegt er að verðleggja fólk eins og markaðshross, halda á því upp- boð árlega —- einn er 90 þúsund króna virði, annar 45 þúsund króna virði. En fyrst það er gert sam- Framlnald á bls. 21 Þetta, sem nú var sagt, veit að al- þiingi og háyfirvöldunum. Þeir út-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.