Morgunblaðið - 04.03.1972, Side 24
24
MORGUNELAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1972
► '
félK í fréttum 13* d. H
Kappakstnrshetjan •Taekie Ste wart sést hér í ffóAnm félagsskap,
skrýddur kúrekafötnm. Myndin var tekin á kaupstefnu í Lon-
d«n, jjar sem sýndur er tízku fatnaAur dresngja ogr herra.
Hubert Humphrey.
HTJMPHKEY KOMINN
Á STÚFANA
Hubert Humpihrey, sem var
varaforseti Bandarikjanna í
stjórnartíð Lyndons B. John-
sons er löngu farinn að hugsa
sér til hreyfings eina ferðina
enn. Hann stefnir að því að ná
útnefnimgu demókrata og verða
frambjóðandi i kosningunum í
haust. Hann virðist ekki iáta
ósigurinn fyrir fjórum árum
hafa áhrif á sig. Þó er hæít við
því, að róðurinn verði Hump-
hrey þungur. Fallframbjóðandi
er aldrei sérflega vinsæll hjá
kjósendum, enda þótt Nixon
fbrseti yrði sjálfur að ganga í
gegnum þó reynsiu, áður en
hann kumst í Hvíta húsið. Og
Humphrey býst kannski við að
hið sama endurtaki sig nú.
Klísabet Bretadrottning, létt-
klædd og brosmild í sól og hita
í Kuala Lumpur.
Hin árlega Keflavíkur giíma er í fullum gangi.
Nixon Bandaríkjaforseti horfir fiillur athygli á Chou En-lai for-
sjvtisráðÍK-rra Kína, í matarveizlu, einni af mörgrum, sem J>ar
vom híildnar framáfólki, meöan á heimsókn handarísku gest-
anna sióð. Sjálfur heldur Nixon á kínverskum prjónum og það
þótti einmitt í fránögur færandi, hversu leikinn liann hefði ver-
ið að snæða með þeim.
ENN UM AFMJET.TO
Stöðugt berast myndir úr af-
mælisveiziu Elísabetar Taylor.
Við höfum ekki enn birt mynd
af afmæ>lisbarnin.u á afmælis-
daginn. Hér er úr því bætt og
er eiginmaðurinn Richard Burf-
on með á myndinni.
H.IÓNABANDSMÁL
GRIKKJAKONUNGS Á
ALLRA VÖRUM
Við sögðum frá því á dögun-
um, að Konstantín Grikkjakon-
ungur hefði séð ástæðu til að'
gefa út yfirlýsin.gu, þar sem
þær sögur voru sagðar rógur
og iilmælgi, að konungur ætl-
aði að skilja við konu sína,
Önmu Mariu. En hvassyrt yfir-
lýsing konungs hefur þó ekki
orðið til að stöðva umtalið. Bent
er á að undanfarna tvo mán-
uði hafi konungvr búið í Lond-
on. Hanm hóf þar nám í stjórn-
víisindum og í fyrstu flaug hann
tvisvar í viku frá Rómaborg til
að sækja tíima. En fljótlega
breytti hann því fyrirkomulagi
og tók sér fasta bólfestiu í Lond-
on. 1 Rómaborg var Anna
María áfram með börnin þrjú.
Það er einnig haft fyrir satt,
að erfiðlega hafi gengið að hafa
upp á konungi, þegar tengdafað
ir hans Friðrik Danakonungur
veiktist. Fylgdi það sögunni,
að Anna María hatfi ekki vitað
heimilisfang Konstantins manns
síns. Þá segir ennfremur að
Friðrikka ekkjudrottning, móð-
ir Konstantins hafi reynt að
tala um fyriir syni símum áður
en hann fiuttist til London og
haifi þá siegið I brýnu milli
þeirra mæðginanna. Margir
frétjtamenn og fróðleiksþyrstir
áhiugamenn hafa reynt að ná
tali af drottningiu tii að fá svör
hennar, en hún er þögul sem
gröifin. Svo að nú er að taka
á þcflinmæðinni og sjá hverju
fram vindur.