Morgunblaðið - 04.03.1972, Síða 28
TVITUG
STIJLKA
OSKAST.
í þýðingu Huldu Valtýsdóttur.
legur. Klæðaburður Vivienne
var blátt áfram ögrandi i sam-
anburði við ósköpin). Frá henni
lagði undarlega lykt, eins og af
röku heyi. Ég sá, að hún renndi
augunum yfir bækurnar, plötu-
spilarann, píanóið, plötusafnið
og ritvélina, eins og þessir hlut-
ir kæmu henni ekki aðeins
ókunnuglega fyrir sjónir, held-
ur væru líka óaðgreinanlegir
hver frá öðrum. Með nokkurra
sekúndna millibili sveiflaði hún
til hliðar tveim síðum hárlokk-
um sem féllu samstundis aftur
úr skiptingunni og yfir mestallt
andlit hennar. í>etta hlaut
að vera henni til mikiis ama, en
var þó varia teljandi hjá þeirri
smán að láta klippa sig eða setja
í sig hárband. Mér fannst ég
endilega kannast við hana, eða
hafði ég bara séð mynd af henni
í blöðunum. Það var ekki ólík-
legt, því þar birtast myndir af
flestum innan við 24 ára aldur.
„En svakalega hugguleg
íbúð,“ sagði hún. „Býrðu hérna
einn?“
„Oftast".
„Þú átt ægilega mikið af bók-
um og plötum og svoleiðis."
„Það fylgir starfinu.“
„Roy var að segja mér það,“
sagði hún. Ég átti ekki von á
neinu verra en óþægilegri (eða
þægilegri) þögn i nokkrar mín-
útur en þá rak hún upp bjána-
legan niðurbældan hlátur og
horfði stöðugt framan í mig, eins
og hún væri að leita að ein-
hverjum ágalla. Mér datt í hug
viðbrögð Pennyar við kúlunni á
enninu á mér. Þó minnti Sylvia
mig engan veginn á hana.
Roy ræskti sig. „Ég er afskap
lega þakklátur ykkur fyrir að
gera þetta fyrir okkur,“ sagði
hann og brýndi röddina.
„Það er ekkert að þakka.
Jæja, Viv, eigum við ekki að
koma?“
„Ekkert liggur á. Þið megið
vera að því að sitja í tíu mín-
útur og drekka með okkur eitt
glas.“
„Hvað má bjóða þér?“ spurði
ég Sylvíu.
Stúlkan hafði fram að þessu
ef til vill gert sitt bezta til að
halda niðri í sér hlátrinum, en
þessi spuming var henni alger
ofraun. Axlir hennar lyftust og
hláturinn kom eins og kröftug-
ur hnerri aftan úr koki hennar
og nefi. Hún endurtók spurning
una með andköfum og erfiðis-
munum og reri fram og aftur í
sætinu milli þess sem hún tók
bakföll. Augun hvörfluðu
frá einu okkar til annars án
þess þó að horfa á nokkuð. Tár
eða svitadropar láku niður vang
ana.
„Bara gosdrykk handa
henni," sagði Roy dálítið vand-
ræðalega. „Heldurðu að þú eig-
ir kók eða pepsi? Jæja, eða engi
feröl eða sítrónuvatn?"
„Ég vil ekkert, Douglas",
sagði Vivienne. Hún hafði lík-
lega ekki hugmynd um, hvað
mátti lesa úr svip hennar.
„Bara gosdrykk handa
henni," veinaði Sylvía á milii
hviðanna. „Bara gosdrykk
handa henni."
„Ég vil gjarnan viskísjúss,
Duggers. Ég skal koma fram og
hjálpa þér.“
„Lætur hún alltaf svona?"
spurði ég Roy í eldhúsinu.
„Nei, bara stundum. Ekki oft.
Bara þegar hún er undir áhrif-
um.“
„Undir áhrifum? Áttu við af
hassi?"
„Heyrðu, væni, skelfing viidi
ég að þú hættir þessum eilífu
millistéttarviðbrögðum. Þau eru
svo hvimleið."
„Hún reykir það ekki hér. Og
í hvaða stétt ert þú?“
„Fyrirgefðu. Allt í lagi. Ég
skal sjá um, að hún geri það
ekki.“
Hann teygaði helminginn af
viskíinu, sem ég var búinn að
hella í glasið handa honum.
Hann hafði aldrei verið margorð
ur um fyrirheit sín eða skpðanir
almennt, heldur ekki áður fyrr
þegar hárið á honum var styttra
og honum varð á einstaka sinn-
um að fara niðrandi orðum um
rokk-músík og Rússland og þess
háttar. Það væri tilgangs-
laust að benda honum á, að ég
yrði meðsekur ef honum tækist
ekki að aftra því, að þessi kven
mannsómynd færi að iðka hass-
reykingar í íbúðiifni minni. Ég
fór jarnvel að efast um trú-
mennsku hans gagnvart músík-
inni.
„Er þetta hún?“ spurði ég, um
leið og ég hellti gosdrykk í glas
handa henni. Mig leingaði mest
til að bianda í það uppþvotía-
vatni.
„Hvaða hún?“
„Roy, sú sem þú sagðist vera
ástfanginn af um daginn."
„Ó, já . . . já, það er hún. Það
var víst daginn, sem ég ákvað
að hætta við hana. Ég man það
núna. En það gekk ekki. Eins og
þú sérð."
„Hvernig stóð á því?“
„Ég man það ekki. Jú, Kitty
hafði mig fyrir rangri sök. Já,
ég man það greinilega núna. Ég
kom ódrukkinn í miðdegisverð-
arboð sem hún hélt og hún tók
því bara vel. Það má hún eiga.
Ef tekið er tillit til þess, hvað
ég var augafullur, þegar þessi
sömu hjón komu í fyrra skiptið.
Hann er Ungverji. Settist að hér
eftir byltinguna i Ungverja-
landi. Mjög afturhaldssamur.
Satt að segja var ekkert athuga-
vert við framkomu mína við þau,
ef ég man rétt. Ég hefði ekki
getað verið kurteisari."
„Er nokkuð nýtt að frétta af
nærbuxnamálinu ?“
„Ég kæri mig ekki um, að aðr-
ir skipti sér af mínum nærföt-
um, ef þér er sama. Annars er
ég búinn að sjá við henni,
keypti heilan helling af nærbux
um oig vestum og vasaklút-
um. Það þarf mikið til að henda
reiður á þeim núna. Sitjið þið
svolítið lengur, Duggers. Þið
verðið að hj'álpa mér að róa
hana. Mér lízt vel á þessa vin-
konu þína. Hvað er hún gömul?
28? Er þér sama þótt ég fái aft-
ur í glasið, áður en við förum
inn?“
Vivienne var ekki dauð, þegar
við komum aftur inn í stofuna,
en var að hlusta með mikilli at-
hygli á eitthvað, sem Sylvia var
að útskýra fyrir henni. Sylvía
sat á legubekknium og svipti hár-
inu frá andlitinu með reglu-
bundnum hnykkjum eins og pen
dúll í klukku.
„Við erum ekki svoleiðis. Við
erum öðruvisi." Án þess að lita
í áttina til min, rétti hún
út hendina með útglenntum
fingrum svo ég gat afhent henni
glasið án tafar.
„Allt, allt öðruvísi. Við fyrir-
litum peninga og streð og fyrin
fram ákveðnar reglur. Þeir vilja
líka bara láta okkur eyða öllum
kröftunum í svoleiðis, svo þeir
geti haldið völdunum."
„Já, það gerir bygging þjóðfé-
lagsins," sagði Roy samsinnandi
og settist við hliðina á henni á
legubekkinn.
„Fyrirlítið þið þá slökkvilið-
ið, þegar kviknar í húsinu hjá
ykkur?“ spurði Vivienne.
Roy brosti vorkunnsamlega
og hristi höfuðið svo hnakkahár
ið gekk í bylgjum. „Þar er öðru
máli að gegna. Auðvitað þurfum
við á slíku að halda. Við við-
urkennum þörfina á húsnæði,
síma og verzlunum, sjón-
varpstækjum og skólum og þess
háttar. Það er annað, en að láta
stjómast af þessum hlutum."
„Hver lætur stjórnast af
slökkviliðinu?"
Mér var farið að leiðast, svo
ég óskaði þess jafnvel að Sylvía
fengi annað hláturskast, en hún
var orðin alveg utangátta depl-
aði augunum í sifellu og beit í
neðri vörina á sér. Roy sagði
Vivienne, að hún hefði valið lé-
legt dæmi, og hann væri að tala
um það, sem lægi að baki
slökkviliðinu. Vivienne spurði
hverjir þessir ,,við“ væru, sem
væru á móti peningum og
slökkviliði, og þegar hann sagði
að það væri allt ungt fólk, þá
þakkaði hún fyrir og sagðist
sjálf álita sig i þeim hópi, eða
það hefði hún gert íram
að þessu. Þá fór Sylvía að flissa
aftur svo hún var víst ekki eins
mikið út á þekju og ég hafði
haldið. Hún hvislaði ein-
hverju i eyrað á Roy og lagði
annan handlegginn um axlir
hans og hinn á hnéð á honum.
„Nei, nei," sagði Roy. „Nei."
„Og ég fyrirlít yfirleitt ekk-
ert,“ sagði Vivienne.
,Því ekki," sagði Sylvía og
flissið jókst. „Þú ættir til dœm-
is að fyrirlíta þessa blússu, eða
hvað þú vilt kalla það, sem þú
ert í.“
77/ sölu
Lrtil sérverzlun í fullum gangi við Laugaveg. Lítill en góður
lager. Hagstæð kjör, ef samið er strax.
Tilboð merkt: „1854" sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ.m.
velvakandi
0 Draugagangur í
Hannibalshúsi
Undir þessari fyrirsögn sikrifa
.Óðinshanar“:
„Ótrúlegir reimleikar herja í
híbýlum Hannibalista um þessar
mundir. Gengur þetta svo langt,
að húskarlar Hannibals rita og
tala á vixl mál menmskra
maima og hinma, sem í þjóð-
sögum vorum eru ýmist kall-
aðir draugar eða afturgöngur.
Ekki er þó öll sagam sögð
hér, því að auk þessa ginna
og villa þá ótal sjónir, sem
töfra og trylla allt þeirra litla
akyn.
Einn daginn hrópa þeir, að
afturgöngur sæki að sér, sem
þeir hafa svo næsta dag „org-
aniserað" í einu verkalýðsfé-
lagi. Hinm þriðja daginm leysast
svo öll herlegheitin upp og úr
verður meimlaus fuglategund.
En í slíku hugarástandi er
aldrei að vita, hvert sálirnar
leiðast, og viti menm, allt í einu
hafa þeir ásýndar aftan úr
grárri fornskju hinm fræga
Trojuhest og sjá hann dreginm
inm i sinn eigin húsagarð, og
þá er nú ekki að sökum að
spyrja.
Nú kanm mönnum kanmisfei
að leika nekkur hugur á því
að vita, hvað valdi þessu
ástandi í rianmibalshúsi, og er
svarið v>3 þeirri spurningu að
finna í málgagni Hannibalista,
NÝJU LANDI. 20. jan., 10. og
17. febrúar s.l.
Helzt verður skilið við lestur
þessara pistla, að nokkrar til-
lögur' og ályktamir frá Mál-
fundafélaginu Óðmi, sem m. a.
hafa bent almenmimgi á nokfcrar
staðreyndir, sem að honum
snúa í framkvæmd vinstri
stefnu á lamdi voru, séu orsök-
in að öllum ósköpunum.
Anmars er aldrei að vita, hvað
kemur einföldum sálum úr
jafnvægi, eins og maður sagði
við okkur og bætti við: Þið
eigið ekki að vera að hreyta í
þá ónotum, það er ekki víst
þeir þoli það. Hver veit nema
þeir færu að kyrja eitthvað
þessu líkt eftir Vestfirðing
einm:
fjamdinm með vonzku vélar
vini Guðs sundur mjelar
um dag sem dimma nátt.
Annars væri athugandi að
senda þeim ein,s og eina rauð-
sofcku sem nokfcurs konar hús-
hjálp, sem ef til vill gæti er
hún stígur inm fyrir þröskuld-
inm, haft yfir þessi gamalkunnu
huggunarorð:
Alla þá, sem ejrmdir hrjá,
er yndi að hugga
og lýsa þeim, sem Ijósið þrá,
em lifa í skugga.
Óðinshanar".
• Enflurholdgunar-
kenningin
Undir þessari fyrirsögn skrif
ar séra Oddur Thorarensen.
„Það er ekki hægt að finna
vott af endurholdgunartrú með
al sannkristinna manna. Ný-
lega voru þessi mál til umræðu
á opinberum vettvangi. Þáttur-
inn hét nú að vísu: „Er nokk-
uð hinum megin ?"
Þar var sýnd ákveðin áróð-
ursmynd fyrir endurholdgunar
kenningunni. Hún var sænsk.
Þar kom fram maður, sem full-
yrti, að hann hefði lifað áður
sem ákveðin persóna.
Þetta tók einn þátttakand
inn i þessum þætti til yfirveg-
unar. Hann hélt þvi fram, að
Jesús hefði ákveðið haldið
fram endurholdgunarkenning-
unni. Reyndar hættir mönnum
ránglega til þess að kalla það
endurfæðingu. En þegar Jesús
talar um endurfæðingu, er það
allt annað en endurholdgun,
sem rætt var um í sænsku
myndinni, sem sýnd var í þætt
inum.
Eitt af þeim dæmum, sem um
ræddur maður dró fram til
sönnunar máli sínu, var úr Jó-
hannesarguðspjalli, 9. kapítula.
Jesús og lærisveinar hans
eru þar að ræða um blindfædd
an mann. Og lærisveinarnir
spurðu Drottin: „Hvor hefur
syndgað, þessi maður eða for-
eldrar hans?"
En svar Jesú er: „Hvorki
syndgaði hann né foreldrar
hans,“ (þ.e. þá synd, sem ylli
þessari blindu). Þar með játar
Jesús ekki, að þessi blindfæddi
maður hafi lifað áður. Aftur á
móti er þetta sýnilega föst skoð
un meðal lærisveinanna, sem
Jesús neitar. Og Jesús heldur
áfram: „Heldur er þetta til
þess, að Guðs verk verði opin-
ber á honum.“
Jesús slær á hjátrú læri-
sveina sinna um, að endur
holdgun sé til.
Hvað viðkemur ummælum
Jesú um Jóhannes skírara sem
Elía endurborinn, þurfa þau
ekki að vera tekin of bókstaf-
lega. Á þeim er ákveðin skýr-
ing í Nýja testamentinu. Hún
er í Lúkasarguðspjalli 1,17:
„Og hann (þ.e. Jóhannes skír
ari) mun ganga fyrir honum
(þ.e. Guði) í anda og krafti
Elía. Þar er skýring á þeim orð
um Jesú, þar sem hann talar
um, að Elia hafi komið til lýðs
Guðs í Jóhannesi skírara.
Og það, sem þeir hafa ekki
athugað, er halda vilja þvi
fram, að endurholdgunarkenn-
ingin sé borin fram i bibiíunni,
er það, sem gerðist á ummynd-
unarfjallinu. Þar birtast þeir
Móse og Elía. Ekki er minnzt
á, að þetta hafi verið Jóhannes
skírari. Hvor birtist á um-
myndunarfjallinu: Elía eða Jó
hannes skírari?
Ef haldið væri fast við end-
urholdgunarkenninguna, ætti
Elía þá að vera hættur að vera
til og orðinn að Jó'hannesi skír
ara?
En hver er þá skýringin á
því, að einstaka mönnum finnst
þeir hafa verið aðrar persónur
í fyrra lífi? Það getur verið, að
þeim hafi verið gefin brot al
minningum annarra manna, eða
þá sú skýring, sem mér heyrð-
ist koma fram í sjálfum þætt-
inum, sem arðið hefur tilefni
þessara orða, en hún er sú, að
menn hafi dreymt þetta. Hin
ótrúlegasta vitneskja getur bor
izt mönnum í draumum, hversu
mikið, sem menn vilja byggja á
þeim.
Hitt er svo allt annað mál,
hvað varðar fortilveru Jesú
Krists. Hann er orð Guðs, sem
klæðist mannlegri mynd. Orð
Guðs hefur alltaf verið til. Því
getur Páll postuli talað um, að
Kristur hafi fylgt Israelsmönn-
um við brottförina frá Egypta-
landi. Hann segir á einum stað,
að hann hafi verið kletturinn,
sem út rann af, svalavatn í
eyðimörkinni: I. Korintubréf
10,4.
Við þennan brunninn þyrstur
dvel ég, þar mun ég nýja
krafta fá.
Þetta segir séra Hallgrímur
Pétursson í 48. Passíusálmi 17.
versi.
Það er Guðsorð, sonurinn
dýrmæti, sem bjó með oss, sem
mun leiða okkur í fullan sann
leika um lífið og skyldur okk-
ar við það.
Oddur Thorareusen.
fyrrv. sóknarprestur.
Reykjavík
20. febrúar 1972."