Morgunblaðið - 05.03.1972, Page 2

Morgunblaðið - 05.03.1972, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SU'NNUDAGUR 5. MARZ 1972 Skriðdrekar sovézka hersins í Pragf. I*ar nieð var btindinn endi á valdatíma Alexanders Dnbceks, sem hafði boðað sósiaiisma með mannleg-u yfirbragði. mér að okkur hefði verið „bjarg að“. Þegar ég benti honum á að okkur hefði verið misþyrmt um leið og við vorum tekin, þá kvaðst hann vilja benda mér á að hefðum við ekki verið tekin í vörzlu lögreglunnar hefði múg urinn, rifið okkur í sig. Þessi kenning var síðan endurtekin af saksóknaranum fyrir réttinum. Það átti sér enga stoð i raun- veruleikanum, en var til þess fram sett að réttlæta framkomu þeirra, sem höfðu beitt vaidi. Þrem dögum síðar, þegar ljóst varð að ekki átti að sleppa hin- um mótmælendunum úr haldi, skrifaði Natalya Gorbanev- skaya bréf til ritstjóra niu dag- blaða utan Sovétríkjanna, þar á meðal voru komimúnísk mál- gögn. Blöðin voru: Rude Pravo, Unita, The Times, Morning Star, L’Humanité, Le Monde, The Washington Post, The New York Times og Neue Zúricher Zeitung. 1 niðurlagi bréfs- ins sagði svo: — Félagar mínir og ég gleðj- umst yfir því að hafa átt hlut að þessum mótmælaaðgerðum; að okkur tókst að brjótast á móti þungum lygastraumnum og hinni hugleysislegu þögn sem ríkti, þó ekki væri rtema eitt andartak, og sýna að það eru ekki allir borgarar lands okkar, sem eru sammála þeirri valdbeitingu, sem framin hefur verið í nafni sovézku þjóðarinnar. Við von- um að tékkneska þjóðin dragi lærdóm af þvi sem gerzt hefur. Og sú er von min að þegar Tékk- ar og Slóvakar hugsa til sovézku þjóðarinnar hugsi þeir ekki aðeins um okkur sem her- námsliðið heldur einnig um okk ur hin, það veitir okkur styrk og hugrekki. Þó svo að Natalya væri elt hvert fótmál, var hún þó frjáls — hinn eini sjömenninganna. Að loknum fyrstu yfirheyrslun- um var hún eins og öll hin sex sett í geðrannsókn: — Þeir komu að sækja mig þann 5. september klukkan ellefu fyrir hádegi, — óþarfi ætti að vera að taka fram, að það var fyrirvaralaust. Meðan Lopushenkov rannsóknarmaður beið við dyrnar, gaf ég litla barninu og hringdi til kunn- ingja minna til að fá einhvern til að koma með mér til Serbsky- stofnunarinnar og til að fá ann- an til að vera hjá Yasik, á með- an amma hans var ekki heima. (Serskystofn'U ti in er geðramn- sóknarstofnun sú, sem sovézk yfirvöld nota til að láta rann- saka heilbrigði borgara, erfiðra og lítt leiðitamra, sem ekki hafa framið neinn þann glæp sem er refsiverður). Síðan hélt ég til móts við Yasik i skólanum en við fórumst á mis. Lögreglu- bíll ók á eftir mér, hvar ég gekk með barnavagninn, ef vera kynni ég hlypist á brott. Loks kom Yasik. Kunningjarnir birtust. — Eruð þið komin í afmælið mitt? spurði Yasik glaðlega og fór að spila fótbolta við þá í bezta yfirlæti. — Læknir stofnunarinnar var viðfelidin ung kona, sem var ný komin aftur til starfa eftir að hafa verið eitt ár heima að ann- ast um ungan son sinn. Hún tal- aði lengi við mig. Ég held henni hafi fundizt samræður okkar skemmtilegar — ekki frá lækn- isfræðilegu sjónarmiði — held- ur vegna þeirra sjálfra, og ég held að henni hafi meira að segja getizt vel að mér, unz ég tjáði mig um að ég hefði gert mér ljóst, að ég kynni að verða handtekin og hefði engu að síð- ur tekið þátt í mótmælunum. Hana beinlínis hryllti við því. — Sjúkrasaga mín frá hverfis- læknamiðstöðinni lá fyrir fram- an hana. Ég hafði ekki komið á stöðina síðan haustið áður, þeg- ar læknarnir höfðu æpt að mér að ég ætti ekki að vera syo ósvífin að fæða barn (vegna stjómmálaskoðana hennar). — Ég get ekki verið sannfærð um, hvort læknamiðstöðin kom beinlinis við sögu, þegar ég var neydd til vistar á Kashencko í febrúar í fyrra, en þá hafði deild arlæknirinn skyndilega krafizt þess að ég færi á sjúkrahúsið. Hún úrskurðaði „blóðleysi er gæti leitt til fósturláts". Ég var færð með valdi til geðsjúkra- húss af mæðraheimilinu, sem ég hafði dvalið á. Núna, meðan ég var að tala við lækninn á Serb- skystofnuninni, sá ég síðustu klausuna sem stöðin í hverfinu hafði skrifað: „Samræður við fulltrúa KGB“ dagsett 12. febrú ar 1968, og þannig var lögð fram furðu haldgóð sönnun þess að þetta var allt fyrir tilstilli KGB. — Ég varð að bíða lengi unz sérfræðinganefnd ræddi við mig. 1 nefndinni sátu þrír læknar, konan sem áður er nefnd sem hafði augsýnilega sagt sitt síð- asta orð og spurði einskis, ljós- hærð miðaldra kona, sem lagði aðeins fyrir mig eina spurn- ingu: — Hvers vegna tókuð þér bamið yðar með á torgið? Var enginn sem gat gætt hans, eða vilduð þér láta hann taka þátt í mótmælaaðgerðunum? „Ég hafði engan, sem gat litið eftir honum," sagði ég sannleik- anum samkvæmt. — Auk þess átti hann að drekka klukkan tvö. „Það var nú langt í að klukk an yrði tvö. Þér hefðuð getað skilið hann eftir í umsjá kunn- ingja yðar.“ Ég yppti öxlum. Skilja þriggja mánaða gamalt barn eftir hjá kunningjum. Og ég hafði vissulega enga trölla- trú á að mér hefði tekizt að vera komin til vina minna klukkan tvö. •— Sá þriðji sem tók þátt i störfum nefndarinnar var próf- essor Lunts (minnzt hefur verið á hann i riti Medvedev bræðr- anina í Queston of Madness, hann er þekktur geð- og tauga- séirfræðingur við Serbsky-stofn- unina, og hefur hlotið þar sér- stakan frama). Ég vissi ákaflega lítið hvað Lunts var fulltrúi fyr- ir og hvað það skipti litlu máli fyrir niðurstöður rannsóknar- innar hvað ég segði. Engu að síður hegðaði ég mér skikkan- lega og svaraði öllum spurning- unum, um fyrri sjúkleika minn, um Tékkóslóvakíu og hvort ég væri hrifin af Wagner. Ég er ekki hrifin af Wagner. Hvað kemur hrifning á Wagn- er við slíkri athugun? Hvem á að lýsa heilan á geði — þann sem er hrifinn af Wagn er, eða þann sem er ekki hrif- inn af honum? Nei, ég er aðeins að leggja þessar spurningar fyr ir mig nú. Þá sagði ég Lunts að- eins blátt áfram að mér geðjað- ist ekki að Wagner. —• Hverjir eru þá yður að skapi? — Mozart, Schubert, Prokof- iev, sagði ég honum. Viku síðar þann tól'fta sept- ember, þegar athuguninni lauk heyrði ég niðurstöður hennar og hin kynlegu öriög, sem mér voru búin. Skýrsluna undirrit- aði Lunts prófessor og hélt því fram „að möguleika á schizo- freniu mætti ekki útiloika“. Stór kostleg sjúkdómsgreining! Mig langar reglulega mikið til að vita, hvort það er margt fólk, sérstaklega úr röðum mennta- mainna, sem ekki mætti segja sllkt um. Þessari furðulegu greiningu var fylgt eftir með eftirfarandi meðmæl- um: „Ætti að vera yfirlýst geð- sjúk og sett á sérstaka geðsjúk dómadeild til nauðsynlegrar með ferðar." — Ég veit ekki, hvort meiri mannúð er að finna á skrifstofu Moskvusaksóknarans en hjá Lunts prófessor, eða hvort skip un kom frá æðri stöðum um að forðast hneyksli. Hvað sem því líður, þá kvað skrifstofa sak- sóknara einfaldlega upp þann úrskurð, að málinu væri lokið, m.a. í Ijósi þess að ég var tveggja barna móðir. Ég var sett undir verndarvæng móður minnar. „Þann möguleika er ekki unnt að útiloka að boð- skapur prófessors Lunts eigi enn eftir að bergmála í lífi mínu.“ Þegar réttarhöldunum yfir mótmælendahópnum var lokið var ég kvödd til heilsuverndar- stöðvarinnar. Án þess svo mik- ið sem að spyrja, hvernig mér liði, lagði Shostak læknir fyrir mig aðeins eina spurningu: „Leit ég svo á að framkoma min væri rétt?“ Já, svaraði ég. :— Og atferli yðar í ágúst? Hún gat ekki fengið af sér að taka sér í munn orðið „mót- mæli“. -— Já, svaraði ég. — Nú, jæja, ekki getið þér verið heima. Ég yppti öxlum. Þar með skildum við. Enn er ég sem sagt heima. Sannleikurinn er sá, að þegar þessi grein var tekin saman og birt i Observer var Natalya Gorbenevskaya alls ekkl heima. Fyrir tæpum tveimur árum var hún úrskurðuð af sérstökum dómstóli í Moskvu til vistar á geðveikrahæli, eftir að hún hafði lokið þessari skýrslu og komið því í kring að hún yrðí send utan. Mótmælendurnir sjö voru ákærðir fyrir „glæpsamlegt sam særi“ sem miðaði að þvi að skipuleggja samhljóða mótmæli gegn CPSU og hinni bróður- legu stefnu Sovétríkjanná gagn vart Tékkóslóvakiu og grafa undan vinsamlegum samskiptum sósíaliskra ríkja. Þá voru þeir sérstaklega ákærðir fyrir að hafa freklega brotið lög og reglur á almannafæri og trufla eðlilega umferð. Sannleikurinn var þó sá að á þessum hluta torgsins var engin umferð. Og enginn lagði eyru við þeirri beiðni sak- borninga að mótmælin hefðu ver ið skipulögð, eins og leyft væri samkvæmt sovézkum lögum: að það væru ekki þeir, sem höfðu brotið reglur um almenna borg arafriðhelgi, heldur að óþekkt- ir ófremdarmenn hefðu verið þar að verki, og hefðu þeir á ruddalegan hátt truflað friðsam legar mótmæiaaðgerðir, jafn- skjótt og þær hófust og mis- þyrmt sjömenningunum. Turnamót Til sölu skriðmót til votheysturnabygginga. Nánari uppl. í símum 99-1399 og 99-1215. Iðnaðorhúsnæði óskast Til leigu óskast iðnaðarhúsnæði 60—90 fm. Má vera á II. hæð. Upplýsingar í símum 84771 og 84079. Jörð óskast Höfum kaupanda að jörð eða jarðaparti með eða án mannvirkja. ÍBÚÐA- GfSLI ÓLAFSS. ARNAR SIGURÐSS. INGÓLFSSTRÆTI GEGNT GAMLA BÍÓl SÍMI 12180. HEIMASÍMAR 83974. 36S49. Fiat 128 Tilboð óskast í Fiat 128 árg. 1971 skemmdan eftir árekstur. Selst núverandi ásigkomulagi. Bifreiðin verður til sýnis aö Hö.ðatúni 4 mánudag og þriðjudag. Tilboðum sé skilað á skrifstofu vora að Laugavegi 176 eigi síðar en miðvikudag. SJÓVATRYGGINGARFÉLAG ISLANDS HF„ bifreiðadeild. Vorblómakynning í Clœsibœ Ringelberg kynnir frœ, lauka og pottablóm í dag í kaffiteríunni, Glœsibœ milli kl. 15 og 17 Drekkið síðdegiskaffið í Glœsibœ Konditorkökur í úrvali

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.