Morgunblaðið - 05.03.1972, Page 8
/
8
MORGaNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1972
Hneykslið í Frakklandi:
Chaban-Delmas og
skattskýrslur hans
Sveik forsætisráðherrann löglega undan skatti?
FRAKKAR eru ekki vanir
að kippa sér upp við skatt-
svik, sem eru nokkurs kon-
ar þjóðaríþrótt þeirra, en
málið horfir öðru vísi við,
þegar ásakanir um tilraun-
ir til slíks atferlis eru born-
ar á sjálfan forsætisráð-
herrann, Jacques Chaban-
Delmas, sem hingað til hef-
ur notið almennra vin-
sælda og álits fyrir ágæta
stjórnmálahæfileika. Ásak-
anirnar hafa nú stofnað
stjórnmálaferli hans í
hættu, þótt hann hafi
komið fram í sjónvarpi og
neitað þeim, enda er því
haldið fram, að franskur
almenningur sé sannfærð-
ur um að hann fái aðeins
að vita um örlítið brot
þeirra skatsvika, sem séu
almennt stunduð, ekki sízt
af þeim, sem bezta aðstöðu
hafi til þess.
Skopblaðið „Le Canard"
kom skriðunni af stað 3. nóv
ember þegar það birti ljósrit
af skattaskýrslu forsætisráð-
herrans, er sýndi að hann
hafði aðeins greitt 16.806
franka í tekjuskatt á árinu
1970, þótt vitað væri að hann
væri vellríkur. Önnur blöð
gerðu lítið sem ekkert veður
út af málinu, stjórnarráðið
gerði enga athugasemd og al-
menningur lét sér fátt um
finnast, þar sem skattsvik
eru talin hversdagsleg. Heim-
ildarmenn „La Canard" eru
venjulega óánægðir ríkis-
starfsmenn, og í janúar gekk
blaðið lengra og hélt því fram
að á árunum 1966—69 að báð
um meðtöldum hefði Chab-
an-Delmas alls engan tekju-
skatt greitt og að 1968 hefði
honum meira að segja verið
endurgreiddir 4.115 frankar.
• RÉTTAR SKÝRINGAR
]>á loksins komu fram op-
inberar athugasemdir, en þær
voru heldur klaufalegar.
Skrifstofa forsætisráðherrans
lýsti yfir því eftir nokkurt
hik, að skattskýrslur Chab-
an-l>elmas væru „i samræmi
við lög og reglur.“ Hann hefði
enga skatta greitt, þar sem
þau laun sem hann hefði þeg-
ið sem þjóðþingsforseti, (en
því embætti gegndi hann áð-
ur en hann varð forsætisráð-
herra 1969) hefðu verið skatt
frjáls. Auk þess bæri honum
eins og öðrum eigendum verð
bréfa og hlutabréfa að fá end
urgreidd 50% heildarupphæð-
ar þess ágóða, sem honum
hefði verið greiddur, þar sem
ágóði hlutafélaga, sem hann
var meðeigandi í, hefði þegar
verið skattlagður. Þetta er
gert samkvæmt lögum, sem
voru sett 1965 til þess að ýta
undir fjárfestingar, en virð-
ast lítinn árangur hafa borið,
og er aðferðin kölluð „avoir
fiscal“. Lögin áttu að miða að
þvi að Frakkar legðu sparifé
sitt í f járfestingar í stað þess
að kaupa gull eða geyma það
í sokkum. En síðan lögin
voru sett hafa hlutabréf fall-
ið í verði um 30% að raun-
gildi, en verð á erlendum
hlutabréfum hafa hækkað um
15%.
Tilkynning skrifstofu for-
sætisráðherrans var í alla
staði rétt, en hin almenna
skoðun var sú, að þeir sem
næga peninga hefðu ættu auð
veldast með að komást hjá há
um sköttum og að hinn al-
menni skattgreiðandi yrði að
borga brúsann. Seinna gaf
fjármálaráðúneytið út yfirlýs-
ingu þess efnis, að á árunum
1967 til 1970 hefði Chanban-
Delmas „staðið undir“, eins
og það var orðað „sköttum
að upphæð 75.892 frankar, en
yfirlýsingin varð til þess eins
að gera málið flóknara, þó að
átt væri við skatta af fyrir-
tækjum, söluskatt og aðra
skatta en tekjuskatta.
„La Canard" kom síðan aft-
ur til skjalanna og birti bréf,
sem fullyrt var að Chaban-
Delmas hefði skrifað I des
ember 1970 skattaeftirlits-
manni að nafni Edouard
Dega. 1 bréfinu er minnzt á
síðbúna greiðslu til forsætis
ráðherrans á ágóða, sem frá
áttu að dragast 19.332 frank-
ar í „avoir fiscal". Dega var
starfsmaður skattstofu í sama
hverfi og Chaban-Delmas býr
í, en hann yfirfór ekki opin-
berlega skattskýrslu Chaban
Delmas. Hann hafði verið í
fangelsi síðan 19. nóvember
og beðið dóms fyrir skattsvik
og aðstoð við skattsvik. Dega
er talinn hafa notað aðstöðu
sína til þess að hjálpa ýms-
um kunnum skattgreiðendum
í hverfinu eða vísað á bróður
sinn, Georges Dega, sem hafði
komið sér upp „skattaráðu-
nautskrifstofu".
Georges Dega hafði um
árabil starfað í starfsliði Cha
ban-Delmas. Forsætisráðherr
ann losaði sig við hann þegar
hann taldi sig hafa orðið fyr-
ir því „siðferðilega vissu,“
eins og hann orðaði það, að
Georges Degas og bróðir
hans væru samverkamenn og
að Edouard Dega þægi fé fyr
ir að hagræða málum vissra
skattgreiðenda.
« ALMENN MÓTMÆU
Fram að þessu hafði málið
verið persónuleg herferð
gegn Chaban-Delmas, en eft-
ir þessar uppljóstranir kom
það af stað almennum mót-
Jacqes Chaban-Delmas
mælum gegn skattakerfi, sem
talið var fyrir neðan allar
hellur, og hörðum árásum
gegn stjórninni. Stjórnarand-
staðan greip fegins hendi
þetta tækifæri, og þingmenn
kommúnista hafa verið þar
fremstir í flokki og birt í
blöðum skattskýrslur sínar,
sem eiga að sýna að þeir séu
hafnir yfir allan óheiðarleika.
Valery Giscard d’Estaing.
hermálaráðherra, keppinaut-
ur Chaban-Delmas, kom þá
fram í sjónvarpi, en ekki til
þess að verja forsætisráðherr
ann, heldur hið svokallaða
„avoir fiscal“, því að það var
einmitt d’Estaing, sem inn-
leiddi það kerfi. Eins og hans
var vandi gerði hann skýra
og glögga grein fyrir myrk
viðum skattakerfisins, sem
hann sagði að staðið hefði frá
dögum Napoleons með litlum
yfirborðsbreytingum. Hann
sagði, að 73 ólíkar stéttir
skattgreiðenda högnuðust á
sérstökum skattafrádrætti.
Hann minntist ekki á nýlega
áætlun, sem var gerð þess efn
is, að skattsvik verkamanna
væru um 3%, miðsitétta 10%,
fólks, sem stundar sjálfstæða
atvinnu 47% og bænda 78%-.
En hann reyndi ekki að neita
því, að auðveldara væri fyr-
ir ríka og kunnuga að stunda
skattsvik en aðra þegna þjóð
félagsins, en fullyrti að mið-
að hefði í átt til aukins rétt-
lætis í skattamálum á undan-
förnum áratug.
Síðan hefur Chaban-Delm-
as sjálfur komið fram í sjón-
varpi og neitað þvi afdráttar-
laust að hann hafi reynt að
svikja undan skatti. Hann
kvaðst aðeins hafa notfært
sér gildandi ákvæði skattalag
anna, en viðurkenndi að ef
til vill reyndist nauðsynlegt
að endurskoða þau, þó að
hann héldi því ákveðið fram
að líka væri nauðsynlegt að
viðhalda skattaívilnunum,
sem stuðluðu að aukningu
Framhaid á Ws. 21.
Chaban-Delmas er 57 ára gamall og hefur verið gaullisti
síðan i heimsstyrjöldinni, þegar hann var sæmdur hershöfð
ingjatign aðeins 29 ára gamali og kom við sögu freisun
ar Parísar. Hann er lögfræðingur og hefur setið á þingi
síðan 1946 og auk þess verið borgarstjóri í Bordeaux.
Hann varð fyrst ráðherra í stjórn Mendes-France 1954
og forsætisráðherra 1969.
Tilboð óskast í að reisa og fullgera íþrótta-
hús Kennaraskóla íslands.
Útboðsgögn verða afhent í skrifstofu vorri,
Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 10.000,00 kr.
skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudag-
inn 21. marz 1972, kl. 11:00 f. h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚN! 7 SÍMI 26844
Fargjöld Loftleiða
hækka með IATA
*
en verða óbreytt milli Islands,
Luxemburgar og Ameríku
FARG4ÖLD Loftleiða hf. á flng-
leiðiinum Amerika — Skandinav-
ía og Amería — Bretland miinu
hækka til jafns við fargjöld ann-
arra flugfélaga á Norður-At-
lantshafsleiðinni, en eins og Mbi.
hefur skýrt frá, liafa níu eriend
flugfélög beðið bandarisku flug-
málastjórnina að samþykkja 4—
7% hækkun á flugfargjöldunum
lítgerðarmenn - hnmnrveiðnr
Getum bætt við okkur 1—2 bátum í viðskipti á humarvertíð.
Við sækjum humarinn til Hafnar í Hornafirði seljendum að
kostnaðariausu.
Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar hf.,
Stöðvarfirði, sími 4
vegna gengislækkunar dollarana.
Fargjöld Loftleiða á flugleiðun-
um tsland — Ameríka og Luxem-
burg — Ameríka breytast eklkii.
Mbl. sneri sér í gær til Sigu.rð-
ar Magn'ússonar, biaöafulltrúa
Loftleiða hf., og sagði harrn:
„Það er rétt, sem stenduir í Morg?
uriiblaðin'U, að IATA-flugfélögm
boðuöu í byrjun janúar sl. til
fundar vegna breytinga á verð-
gildi Bandaríkjadalllars og sam-
þykiktu þar að fara fram á 4—
7% hækkun á fargjöidtuniumri á
Quglei'ðum yfir Noröur- Atlan ijv-
hafi.
Þar sem Laftleiðir verða að
bjóða IATA-fargjöld á flugleið-
unum Ameríika — Skandinavia
og Ameríika — Bretland muiw
þessar hækskanir eirmiig ná til
fargjalda Loftleiða á þessnjun
flu'gleiðium.
Far-gjöiid Loftleiða á ftugíeiö
unuitn Island — Amerí'ka og Lux-
embuirg — Amerfka verða hnns
vegar óhreyUt f.rá því, sem Loft-
leiðir trMcynntu áður en fundi
IATA-féiagatinia latík.“