Morgunblaðið - 05.03.1972, Síða 10

Morgunblaðið - 05.03.1972, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1972 MAGNÚS GUNNARSSON: ORÐ ERU TIL ALLS FYRST Skýrslugerð á vegum iðnaðarins árið 1971 ERLENDIR SÉRFRÆÐINGAR Árið 1971 verður á margan hátt talið merkt í sögu íslenzkra iðnaðarmála. Hinar ýmsu iðn- ■greinar hófu þá af verulegum krafti undirbúning fyrir hina aukn/u samkeppni, sem Eftaað- ild landsins hefur í för með sér. Kannanir voru gerðar á ýmsum iðngreinum, þar á meðal á ís- lenzkum sælgætisiðnaði á veg- um iðnaðarráðuneytising og Sameinuðu þjóðanna. Á vegum Iðnþróunarsjóðs voru fram- kvæmdar kannanir á vefnaðar-, prjóna-, fata-, málm-, innrétting ar- og húsgagnaiðnaðinum. All- ar þessar skýrslur voru gerðar aC erlendum sérfræðingum í hverri grein svo augljóst er, að þessir menn gátu lagt hiutlaust mat á stöðu þessara iðngreina í dag. Hver skýrsla fjallar að sjálfsögðu um hverja iðngrein eða skyldar iðngreinar, en þeg- ar þær eru lesnar allar saman, kemur í ljós, hve vanda- mál hinna ýmsu greina iðnaðar- ins eru skyld. SAMEIGINLEG VAXDAMÁL Fiestar skýrslumar leggja áherzlu á hve stærð íslenzku iðnfyrirtækjanna er óheppi- leg, hve mikill skortur sé á, að nýtízkulegum stjórnunaraðferð- ’ um og skipulagsþekkingu sé beitt. Bókhald er almennt fært, sem skattabökhald, en ekki sem hjálpartæki við framleiðsl- una. Mikili skortur er á upplýs- ingum um iðngreinarnar svo erf itt er að vinna upp nákvæmar kannanir á hinum ýmsu vinnslu sviðum í fyrirtækjunum. Fram- Ieiðsluáætlanir litið notaðar, sömuleiðis skipuleg innkaup á hráefnum. Ýmist framleiða fyrirtækin margar óskyldar vörur, svo sem ýmis fyrirtæki í sælgætisiðnað- inum, eða um of mikla einhæif- ingu er að ræða á verkefnavali eins og hjá ýmsum skipasmíða- stððvum. Skortur á fjármagni er einnig sameiginlegur baggi alira þessara iðngreina, og er sama hvort rætt er um eigið fé, rekstr arfjármagn eða langvinnt fjármágn. Þessar skýnslur og þau vanda mál, sem þær draga fram í dags- Ijósið eru vafalaust spegilmynd þeirra vandamála, sem flest öll fyrirtæki í landinu eiga við að stríða. Það er því miður stað- reynd, að íslendingar hafa ekki tileinkað sér í nægilega ríkum mæli þær nýjungar á sviði fyr- irtækjareksturs sem tilefni hafa gefið til. Orsakimar eru vafalaust marg ar. Smæð fyrirtækjanna hefur gert það að verkum, að þau hafa ekki haft fjárhagslegt bol- magn, til þess að ráða til sín sérmenntað fólk, bæði á við skipta- og tæknisviðinu. Fram- kvæmdastjórar þessara fyrii'- taðkja hafa haft nóg með dagleg an rekstur þeirra, þótt viðamikil og flókin skýrslu- og áætlana- gerð bættist ekki þar oifan á. Þetta virkar í raun þannig að möguleikar fyrirtækisins til auk inna umsvifa minnka tii miíkilla muna. Til skamrns tima var það líka almennt áltið, að áætlanir og skipulagning fram í tímann væri til Wtils, þar sem gengis- fellingar og mikil verðbólga væru daglegt brauð. Stjórnend- um fyrirtækja er þó að verða Ijóst, að með skipulegum áætl- unum og gagnasöfniun er hægt að reikna út hvaða álhrif hinar ýmsu efnahagsráðstafanir hafa á fyrirtækið á skömmum tíma. Stefna íslenzku bankanna í út lánum, einkenndist um langan tíma af því, hve miklar trygg- ingar fyrirtæki eða einstakling- ar gátu lagt fram, en lögðu ekki nægilega rækt við að kanna þró unarmöguleika fyrirtækjanna eða arðsemi þeirra framkvæmda sem þau voru að Ieggja út í. Þetta að sjálfsögðu, hafðí lengi mjög slæm áhrií á uppvaxtar- möguléika vel rekinna fyrir tækja. I flestum skýrslanna er bent á, að verðlagshöft og verndartollar hafi slæm áhrif á þróun iðngreina og leiði í flest- um tilfellum til 9töðnunar. Sömuleiðis er bent á að ekki sé eðlilegt, að tollair séu greiddír af framleiðsiliutækj’um. Þeissir van- kantar eru nú að hverfa, með inngöngu okkar í Efta og er vonandi, að ekki verði um stefnubreytingar að ræða þrátt fyrir breyttar aðstæður erlend- is. TILLÖGUR TIL ÚTBÓTA Þótt skýrslur þessar séu að iniklu leyti sammála um vandamál þessara iðngreina, má Verður stofnuð þjónustumiðstöð fyrir skipasirnðaiðnaðinn ? Myn din tekin í Stálvik. Ljósm. Mats Wibe Lund. segja að tillögur þeirra til úr bóta séu svo að segja samhiljóða. Mesta áherziu leggja þær all- ar á aukna stjórnunarþekkingu í fyrirtækjunum og aukna sam- vinnu meðal aðila í hverri iðn- grein. Þessir aðilar ieggja áherzlu á, að stjórnvöld skil- greini stefnu sína hvað skatta- mál, tollamál og verðlagsmál varðar. Fyrirtækin sjálf verða einnig að skiLgreina betur en áð ur tilgang og markmið eigim reksturs. Mesta áherzlu leggja þó allar skýrslumar á tvö atriði. Þ.e. þörfina á aukinni stjórnunar- þekkingu í fyrirtækjunum og meiri samvinnu meðal hinna ýmsu fyrirtækja i hverri iðn- grein. AUKIN ST.IÓRNUNARÞEKKING Aukin stjómunarþékkinig get- ur verið margvisleg. Sérfræðing arnir leggja mikla áherzlu á, að fyrirtækin komi bókhaldi síniu og fjármálum á skýrari grund- völ-l. Sömuleiðis virðist vera mikil þörf fyrir aukna hagræð- ingu og skipulaginingu á sjáif- um vinnustað. Flestar skýrslurn ar taka fram að verkkunnátta sem slik sé á mjög góðri leið hér á landi, en áður nefnd atriði komi í veg fyrir aiukin afköst í iðngreinunum. Þótt hvergi sé það tekið fram í skýrslunum, er það ljóst að hinar ýmsu atvmnu. greinar óg fyrirtæ/kin á hinum frjálsa vinnumarkaði þurfa að ráða til sín mjög margt starfs fólk á næstu árum, með við- skipta-, verkfræði- og tæ/kni- menntun. Námskeiðahald og end- urmenntun verður að auka til mikilla muna og fyrirtæk- in verða, ef þau ætla að halda velli að auka á menntun og þjálfun starfsfóiks slns. AUKIÐ SAMSTARF Samstarf og sameining er ann að vers í til-lögum sérfræðing- anna, þegar þeir benda á leiðir til úrbóta. Þetta samstarf getur verið margvíslegt. Hægt er að sameina fyrirtæki, sem eru með sömu framleiðslu, eða sameina t.d. framleiðslu og sölufyrirtæki. Samstarf á sviði innkaupa, sér- fræðiþjónustu og sölu get- ur einnig átt sér stað. Flestar skýrslurnar enda þó með því a.ð ítreka þörf hverrar iðngreinar á svokölluðum þj’ön'Ustumiðstöðv- um, þar sem samiþæfing allrar iðngreiningarinnar gæti átt sér stað. Þar færi fram gagna- söfnun og úrvinn.sla, um hin ýmsu vandamál iðngreinar- innar. Þessi miðstöð gæti verið málsvari fyrirtækjanna gagn- vart opinberum aðilium oig einn- ig gæti hún séð uim inmkaup á hráefni og flutning þess til land9ins, rekið teiknistofiur og viðskipta og verkfræðilþjón'ustiu fyrir smærri fyrirtæki og jafn- vel annazt sölu og kynningu á íislenzkum afurðuim erlendis. TÍMINN ER NAUMUR Það ætti að vera Ijóst, að frarn undan eru tímar mikiilla breyt- inga í íislenzkum iðngreinum, ef iðnfyrirtækin ætla sér að halda velli í harðri sam'keppni við er- lend. Það er engin ástæða til að ætla, að við getum ekiki staðið okkur í þeirri baráttu ef við nýtum til þess öll tiltæk ráð. Rétt er samt að ítreka, að tím- inn er naumur og ef menn ætla að sitja of lengi með höndina í kjöltunni er hætt við, að itta fari. „BETUR MÁ EF DUGA SKAL“ Framkvæmdir á árinu 1972? Orð eru til alls fyrst og áðumefndar kannanir hafa gefið hlutaðeigandi að'ilum gott yfirlit yfir stöðu iðn- greinanna. En betur má ef duga skal, og er nú mikiis um vert, að árið 1972 verði ár framkvæmda í þessum efn um. Það er þess vegna eðli- legt að menn spyrji, hvað hafi orðið um skýrslurn- ar, eftir að punkturinn var settur. Til skýrslunnar um skipa- smíðastöðvarinnar hefur ekki verið tekin afstaða enn. Á síðast liðnu hausti skipaði iðnaðarráðuneytið þó nefnd I samráði við útvegsmálaráðu neytið, sem átti að kanna end urnýjunarþörf islenzkra fiski skipa en einnig átti að kanna afkastagetu íslenzkra skipa- smíðastöðva. Nefndin átti einnig að gera tillögur um ráðstafanir til að tryggja ís- lenzkum skipasmíðastöðvum verkefni næstu 3 árin. Þessa nefnd skipuðu þeir: HjáLmar Bárðarson, siglinga- málastjóri, Guðjóin Jónsson, form. féi. járn’iðnaðanmanna, Jón Sveinsson, forstjóri og Otto Schopka, framkvæmda- stjóri. Skilaði nefndin áliti fyrir áramót. Iðnaðarráðuneytið hafði for göngu um að skipa nefnd, sem fjalla átti um vefjairiðn- aðinn. Þessa nefnd skipuðu þeir Haukur Bj'örnsson, við- skiptafræðingur, Þorvarð- ur Aifonsson, viðskiptafræð- ingur, Gunnar Guttormsson, hagræðlngairráðunautur og Jón Ingimarsson, formaður Iðju á Akureyri. Skilaði nefnd þessi áHti tiil ráðu- ney tisins., Á vegum iðnaðairráðuineyt- isins voru svo að lokum skip aðar 3 nefndir í nóvember. 1 nefndinni sem fjallar nú urn sælgætisiðnaðinn eiga sæti þeir Þröstur Ólafsson, hag- fræðingur, Haukur Bjöms son, viðskiptafr., Snorri Pét- ursson, viðskiptafræðingur og Guðmundiur Þ. Jónsson iðnverkamaður. 1 nefndinni sem fjallar um málmiðnaðinn eru þeir Þröstur Ólafsson, hagfræðingur, Gísli Bene- diktsson, viðskiptafr. Þor- varður Alfonsson, viðskipta- fræðingur, Guðjón Tómas- son, hagræðingarráðunautur, og Guðjón Jómsson form, fél. járniðnaðarmanna. Síðasta skal fræga telja telja nefnd sem fjaldar um húsgagnaiðnaðinn, í henni eru Þröstur Ólafsson hag- fræðimgur, Haukur Björns son, viðskiptafræðingur, Snorri Péfcursson, viðskipta- fræðingur, Ásgeir Guðmiunds son húsgagnasmiður og Krist björn Árnason, húsgágna- smiður. Þessar nefnddr starfa eink um á þeim gruindvelli að halda uppi viðræðum við framleiðendur og aðra hliutað eigandi aðila í hverri iðn- grein og eiga að koma með til lögur til úrfbóta, sem grund- valilast á þeiim leiðbeiningum, sem ktoma fram í skýrslunuim og þeim könmunuim að sjálif- sögðu, sem þær sjálfar ann- ast.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.