Morgunblaðið - 05.03.1972, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1972
kvö n D a Q Q K3 n
N eró notaði sólgleraugu
sólgleraugnaiðnaðinum
Tíu bezt klæddu
konur Frakklands
Nýjasta tízka í
Alls staðar í heiminum —
þar sem sólin skín — eru karl-
ar, konur og stundum börn, sem
skýla augum sínum bak við
dökk sólgleraugu. Samt er því
þannig farið, að eðlileg, heil-
brigð augu, sérstaklega þeirra,
sem hafa dökkan litarhátt,
þurfa enga vernd gegn birtu —
nema snjóbii'tu eða að virunu við
logsuðu. Hugmyndin að sólgler
augum okkar tíma á í raun og
veru rætur sínar að rekja til
augnhlífa, sem notaðar voru til
verndar augunum í snjó eða í
iðnaði.
Saga gleraugnanna nær aftur
til daga Rómverja, þegar keis-
ararnir, og þá einkum Nero, not
uðu dýrmæta gimsteina, eins og
rúbína, emeralda eða sáfíra,
sem stækkunargler til þess að
geta notið leikanna betur. Gler-
Kenzo sýnir hér m.jög víðar
síðbuxur. Til vinstri er buxna-
dragt úr dökkbláu- og hvít-
röndóttu efnj (silki) með hvít-
nm kraga. Ti hægri er buxna-
dragt með vídd í ermunnm, að-
skormtm jakka og buxum i
sama lit.
Fallegar regnkápur. — Nokkur
sýnishorn af smekklegum regn-
kápum, sem á markaðinum eru
í Bretiandi, og gætu því sézt hér
i einhverri tízkuverzhininni.
Margar af þessum kápum eru
með þykku fóðri og ættu því að
vera tilvaldar fyrir okkar veðr-
áttu.
kúlur fylltar af vatni voru og
notaðar í sama tilgangi.
Á miðöldum notuðu lærdóms-
menn í klaustrunum eins konar
stækkunargler, sem sennilega
hefur verið eitt sjóngler i ramma
úr tré, beini, horni, kopar, blýi
eða járni. Þess konar sjóngler
í ramma var vanalega með
skafti, sem haldið var í.
Gleraugu, eins og við eigum
þeim að venjast nú á dögum,
eru eignuð Italanum Salvino
D’Armato frá Florens. Hann festi
saman tvö sjóngler (með stuttu
skafti), með teini, sem hægt var
að festa á nefið. Þetta gerðist
seint á 13. öld. Og enda þótt
gleraugu haldi áfram að vera til
á 14. öld, var það skoðun
margra, að þau væru „verkfæri
djöfulsins." Og vist er um það,
að engin tizkudís hefði notað
slík fyrirhafnarsöm kænsku-
brögð.
Það var sjálf prentlistin, sem
olli því, að gleraugu voru al-
mennt viðurkennd. Á 15. og 16.
öld breyttist lögun gleraugn-
anna, sem áður voru yfirleitt
hornrétt urðu nú ávöl eða
kringlótt. Sjónglerin voru
greypt i leður, bein, hom, silf-
ur og gull. En aðal vandamálið
við þessi gömlu gleraugu var
það, að erfitt var að fá þau til
að tolla á nefinu. Þá voru þau
fest við hatta eða bundin við
eyrun með borðum. Kinverjar
notuðu streng með lóðum í sem
settur var aftur fyrir eyrun og
hékk svo niður á bringu.
Það var ekki fyrr en á 18.
öld, að gieraugu með hjörum
urðu algeng.
EINGLYRNIÐ
Hugvitsmenn 19. aldar fundu
upp einglyrnið, og fyrir konur,
sem enn hikuðu við að sýna sig
með raunveruleg gleraugu,
voru fundnar upp „lonníetturn-
ar“.
Það voru samt sem áður hin-
ar skrautlegu augnhlífar, sem
Frakikar fundu upp, og sem kon
ur þessa tíma notuðu til að
hindra hrukkur, sem komu skíða
mönnum til að velta fyrir sér ein
hverju þvilíku til að koma í veg
fyrir snjóblindu. Fyrstu sól-
gleraugun voru því snjógler-
augu úr leðri með rifu í með
málmi sem huldi augun. Þeim
var haldið í skorðum með leður
ólum bundnum saman í hnakk-
anum.
Þegar sólbrúnt hörund varð
eftirsóknarverðasti litarhátt-
urinn, komst fyrst skriður á
notkun sólgleraugnanna. Þessi
tízka komst á eftir fyrra stríð-
ið. Þannig urðu sólgleraugun
ómissandi í stil við allan fatn-
að á baðströndunum, notuð í
tíma og ótíma og urðu nokkurs
konar tákn glæsileika bað-
stranda Suður-Frakklands. En
þeir sem raunverulega þurfa
að nota gleraugu, fá sér gjarn-
an sólgleraugu, en með styrk-
leika, eins og á venjulegum gler
augum, til að tolla í tízkunni.
Ekkert lát er nú á vin.sæld-
um sólgleraugna, og tízkuteikn-
arar keppast við að koma með
nýjar gerðir. Mikil áherzla er
lögð á lit umgjarðanna, sem eru
nú fjólubláar, raflitaðar og blá-
grænar. Á Italíu eru kolsvört
gler það alira nýjasta.
Mjóar málmumgjarðir eru
enn mjög vinsælar með kringl-
óttum glerjum. Nýjasta lagið er
samt sem áður átthyrnt eða sex-
hyrnt. Flugmannagleraugu, eins
og leikarinn Peter Fonda not-
aði í myndinni Easy Rider, hafa
orðið mjög vinsæl.
Silfur- eða álumgjaiðir verða
mikið þetta árið, og ennþá nýrra
er umgjörð úr skjaldplötu, sem
er vinsæl í Bandaríkjunum.
Það virðast sannarlega engin
likindi til þess að notkun sól-
gleraugna sé í rénun á þvi
herrans ári 1972, og gefur
þessi dýrkun á sólgleraugum sál
fræðingum nóg að hugsa um.
Það er sannarlega undarlegt
á þessum tímum, þegar öll tízka
gengur út á það að sýna sem
mest af líkamanum, skuli ríkja
þessi óstöðvandi þörf á því að
vega upp á móti þessú með því
þvi að bókstaflega hylja ásjón-
una.
Franska vikublaðið Paris-
Match hefur vakið upp aftur
hina gömlu, frönsku hefð frá
fyrirstriðsárunum, sem sé þá, að
velja bezt klæddu konur Frakk-
Iands. Þessi hefð hefur legið
niðri í meir en aldarfjórðung, ef
undan er skilið árið 1958, en þá
voru þær Anouk Aimée og Mlle
Couve de Murville valdar glæsi-
legustu konur ársins. Englend-
ingar velja fegurstu konur lands
síns, sem voru árið 1964 þær
Susan Hampshire (sem íslenzk-
ir sjónvarpsáhorfendur muna
sem Fleur í Sögu Forsyte-ættar
innar) og fyrirsætan Jean
Shrimpton (rækjan). En Amer-
íkanar ganga lengst, því að þeir
velja ár hvert bezt klæddu
konu heimsins og um leið þá
verst klæddu. Parísarbúar end-
urvekja nú þessa hefð og gefa
Parísarborg aftur hlutverk sitt
sem höfuðborg tizkunnar í heim
inum.
Paris-Match valdi 9 menn,
sem enginn var viðriðinn tízku-
heiminn, til að velja 10 konur,
sem, að þeirra dómi, klææu sig
í samræmi við nútimann og
hefðu óvefeingjanlegan amekk.
Allir urðu þeir sammála um,
að halda forsetafrú Pompidou
utan við þessa samkeppni, en
hún er að flestra dómi afar
smekkleg og vel klædd kona. Yf
ir 50 konur urðu fyrir valinu,
en þessar 10 fengu flest at-
kvæði. Sú, seha valin var glæsi-
legust, heitir Marisa Bcrcnson,
24 ára gömul fyrirsæta og leik-
kona, sem leikið hefur í kvik-
mynd Viscontis, „Mort á Ven-
i»e“. Hún á ætt til að vera
smekkleg, þar sem hún er barna
barn Elsu Schiaparelli, og virð
ist vera gædd sjötta skiiningar-
vitinu fyrir tízkunni. Hún var
ein af þeim fyrstu, sem klædd-
ust stuttu tizkunni, gagnsæju
blússunum, og klæðist jöfnum
höndum fötum stóru tízkuhús-
anna og litlu sérverzlananna.
Það kennir ýmissa grasa í fata-
skáp hennar í vetur, lilla buxna
dragt með hvítum röndum frá
Renoma, appelsínulitur kjóll
með rauðum og svörtum rósum,
kjóll frá Yves Saint Laurent úr
þrykktu efni, svartur kjóll fieg-
inn með hlýrum frá Valentinu
og skinnslá frá Révillon.
Önnur í röðinni varð Mme
Hervé-Halphand, fyrrum sendi
herrafrú Frakka í Washington,
framkvæmdastjóri Cardin-tízku-
hússins. Þriðja varð Catherine
Denenve, leikkona, fjórða Hél-
éne Rochas, eigandi ilmvatnsfyr
irtækisins Rochas, fimmta greifa
frú Michel d’Ornano, sjötta
leikkonan Michele Morgan, sjö-
unda barónsfrú Thierry van
Zuylen, áttunda Fdrnondc
Charles-Roux, níunda Claudine
Auger, leikkona, tíunda Marie
Laforet.
Havana-svipurinn — eitt af því nýjasta.